Morgunblaðið - 20.11.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
/
C 7
Samfélagið er
sjúklingurinn minn
GUÐJÓN
MAGNÚSSON
AÐSTOÐARLANDLÆKNIR
í starfi sínu sem aðstoðarlandlæknir gætir
Guðjón Magnússon þess ásamt Olafí Olafssyni
landlækni, að heilbrigði landsmanna sé sem
best borgið. Hann hefúr gegnt stöðunni í rúm
átta ár og segist vissulega finna fyrir
ábyrgðinni sem embættinu fylgi. „Eitt af því
erfiðasta við þetta starf eru kröfúrnar sem
það gerir. Við þurfúm að fylgjast vel með;
hafa púlsinn á nýjungum í læknisfræði og
öðrum greinum, fylgjast með breytingum í
þjóðfélaginu. Ég spyr sjálfan mig stundum
að því hverju ég hafi áorkað. Það er alltaf
jafnmikið af óleystum málum og
áhugaverðum hugmyndum á skrifborðinu. Ég
tel mig eiga margt ógert hérog embættið
býður upp á ótal möguleika. I rauninni er
samfélagið minn sjúklingur og mér fellur
hann vel, þó að ég fari á mis við þakklæti
sjúklinga og aðstandenda sem gerir starf
lækna svo ánægjulegt," segir Guðjón.
E.._.
ágúst 1944 í Reykjavík, sonur
Magnúsar Jónssonar frá Stokks-
eyri, sem er látinn, og Ölmu Einars-
dóttur. Ég er alinn upp hjá móður
minni og stjúpföður; Hirti Guð-
mundssyni, í risíbúð á Bragagöt-
unni. í hverfinu var mikill knatt-
spymuáhugi og æðsta takmark
okkar strákanna var að verða tíu
ára og ganga í Val, sem ég og
gerði. Þegar ég var 14 ára flutt-
umst við inn í Heima. Þá gekk ég
í Fram og hef verið Frammari síðan.
Ég lék hand- og fótbolta með Fram
en var í körfubolta i Ármanni. Ég
eyddi miklum tíma í íþróttir allt þar
til ég var byijaður í Háskólanum.
Þegar leið á námið, var einfaldlega
ekki tími til þess en í Háskólanum
spilaði ég þó með ÍS í körfubolta
og var fyrirliði þess þegar liðið
komst upp í fyrstu deild.
Félagsmálin tímafrek
Skólaganga mín hófst í Mið-
bæjarskólanum, sem var skemmti-
legur skóli. Eftir landspróf fór ég
í MR og útskrifaðist úr stærðfræði-
deild 1964.
Það voru engir læknar í ijölskyld-
unni eða í kringum mig og ég hef
í rauninni aldrei skilið afhveiju ég
valdi læknisfræðina. Ég held að ein
af ástæðunum hafi verið sú að ég
hef alltaf verið mikill keppnismað-
ur. .Námið var og er talið erfitt og
ég hafði áhuga á náttúrufræði. Mér
fannst læknisfræðin spennandi og
hef ekki séð eftir valinu.
Félagsmálin hafa alla tíð tekið
mikið af mínum tíma. Á mennta-
skólaárunum var ég mikið í íþrótt-
um, var formaður iþróttafélags MR
og í Háskólanum var ég formaður
Félags læknanema, varaformaður
Stúdentaráðs og formaður Utanrík-
isnefndar, fyrir Vöku. Ég lauk námi
í febrúar 1971 og hálfu ári síðar
var ég kosinn ritari Læknafélags
íslands. Arinbjörn Kolbeinsson þá-
verandi formaður hafði áhuga á að
fá ungan læknakandídat inn i
stjórnina. Ég sló til og þetta var
einstakt tækifæri að fá að starfa
með þeim ágætu mönnum sem í
stjórninni sátu á miklum átakatím-
um í heilbrigðismálum."
Að loknu kandídatsárinu vann
Guðjón fyrst á barnadeild í hálft
ár og síðan sem aðstoðarborgar-
læknir. Hann fór síðan norður á
Sauðárkrók í eitt ár. „Mér féll vinn-
an þar mjög vel en langaði í sérnám.
Vegna þess hversu mikið ég vann
að félagsmálum, fékk ég áhuga á
stjórnun heilbrigðismála og valdi
mér sérnám í samræmi við það.
Tíminn liðið hratt
Guðjón settist á skólabekk í Edin-
borgarháskóla og veturinn 1974-
1975 lagði hann stund á samfélags-
lækningar. „Námið var feikilega
skemmtilegt, nemendurnir komu
víðs vegar að og úr ýmsum greinum
Morgunblaðið/Sverrir
læknisfræðinnar. Að því loknu tók
ég stefnuna á Svíþjóð, í sérnám i
félagslækningum."
Guðjón vann lengst af á Hudd-
inge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi,
sem er stærsta og fullkonmasta
sjúkrahús Svía. Þar fór hann í
skipulegt framhaldsnám i félags-
lækningum. Hann lauk því námi
1979. Jafnhliða vann hann að dokt-
orsritgerð sem hann varði við Karo-
linska Institutet í Stokkhólmi í apríl
1980. Rannsóknin beindist að
bráðamóttöku Huddinge-sjúkra-
hússins. Fjöldi sjúklinga sem þang-
að kom var nærri tvöfalt meiri en
gert hafði verið ráð fyrir. Guðjón
athugaði samband heilsufars, notk-
unar og framboðs á heilbrigðis-
þjónustu.
Sama vor var í fyrsta sinn aug-
lýst staða aðstoðarlandlæknis. Guð-
jón sótti um og fékk stöðuna. Hann
er auk þess dósent við Læknadeild
Háskóla Islands, þar sem hann hef-
ur kennt félagslækningar frá 1982.
„Mér finnst tíminn hafa iiðið óskap-
lega hratt. Ég gerði mér vonir um
að geta unnið meira að rannsóknum
en raunin hefur orðið. Alltaf er ég
þó með eitthvað í gangi.“
Er ánægður með starfíð
Guðjón segir samstarf þeirra
Ólafs Ólafssonar landlæknis hafa
gengið vel. „Hinir ólíku persónuleik-
ar okkar nýtast ágætlega í starf-
inu. Ég tel mig hafa sett mitt mark
á stöðu aðstoðarlandlæknis og er
ánægður með starfið. En ég er
ekki eins ánægður með þá aðstöðu
sem okkur er búin. Okkar aðal-
hlutverk er að fylgjast með um-
fangi og gæðum heilbrigðisþjón-
ustunnar. Benda á það sem miður
fer og gera tillögur um úrbætur.
Einnig að fylgjast með nýjungum,
lyfjanotkun, starfí og starfsaðstöðu
heilbrigðisstéttanna, svo eitthvað
sé nefnt. Til þess að geta þetta
þurfum við góðar upplýsingar. Þær
eru ekki nægilegar í dag. Við stjórn-
un á heilbrigðisþjónustu verður að
setja upp markmið og nota nútíma
upplýsingatækni. Heilbrigðisþjón-
ustan felst í rauninni í þvi að út-
hluta því sem er í boði sem réttlát-
ast til almennings. Okkar skylda
er að fylgjast með því að þessu
réttlæti sé fullnægt; að þeir sem
mest þurfi á þessari þjónustu að
halda njóti hennar, t.d. aldraðir.
Ýmsar aðrar úrbætur þarf að gera,
m.a. auka heilsuvernd. Tíðarandinn
vinnur með okkur hvað varðar
heilsuvernd, nú er í tísku að stunda
líkamsrækt, borða hollan mat og
reykja ekki. Sjálfur reyni ég að
vera á þessari bylgjulengd.
íþróttir stunda ég enn, þó í minna
mæli sé en á skólaárunum. Ég spila
badminton tvisvar í viku, syndi, fer
á skíði og í göngur. íþróttaiðkun
er mjög gott ráð við streitu, sem
óneitanlega kemur upp í þessu
starfí. Hér eru verkefnin svo marg-
vísleg að engir tveir dagar eru eins.
Nokkuð dæmigert ljón
Ég hef aldrei getað látið félags-
málin eiga sig, ekki einu sinni þeg-
ar ég var erlendis. Ég var t.d. einn
af stofnendum Félags íslenskra
lækna í Svíþjóð. Þegar ég kom heim
hóf ég störf fyrir Rauða krossinn,
fyrst í stjórn Reykajvíkurdeildar og
síðan í aðalstjórn. Ég hef verið
formaður Rauða kross Islands síðan
1985. Svo er ég í Rótaiý og spila
bridds með gömlum skólafélögum.
Ég er giftur skólastjóranum í
Flataskóla í Garðabæ, Sigrúnu
Gísladóttur. Við kynntumst um það
leyti sem að við fórum að virða
fyrir okkur hitt kynið; 16 ára
menntskælingar. Við eigum þijá
stráka, Arnar, 18 ára og 16 ára
tvíbura, Halldór og Heiðar. Hressa
og skemmtilega stráka sem ég hef
mikla ánægju af.
Það ríkir jafnræði á heimilinu;
Sigrún er stjórnsöm en ég gef ekk-
ert eftir enda fæddur í ljóninu. En
ég tel að lýsingin á hinu dæmigerða
ljóni eigi ágætlega við mig. Ljónið
er stjórnsamt. Ég hef einnig mjög
gaman af að grúska, mér hentar
vel að fást við rannsóknir.
Mér hættir til að hafa of mörg
járn í eldinum, sem stafar af því
að ég er greiðvikinn og á erfitt með
að segja nei. Ég er alltof fús til að
láta öðrum eftir minn tíma. Þar
hefur ekki einu sinni „Time-manag-
er“-námskeiðið komið mér til hjálp-
ar.
Ég les mjög mikið, mest fag-
bækur og tímarit. Mér finnst gott
að geta gripið í reyfara stöku sinn-
um þó það sé alltof sjaldan. Helst
eru það spennusögur og einn af
mínum uppáhaldshöfundum er
Desmond Bagley.
Mikill tími í
alþjóðaheilbrigðismál
Gegnum árin hef ég ekki haft
nægan tíma fyrir fjölskylduna. Hún
sjá nœstu opnu