Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 14
14 C
seven
SEAS
VÍTAMÍN
DAGLEGA
GERIÐ GÆÐA
SAMANBURÐ
„ * • $9*8^'
HVITLAUKS
OLÍA
OLÍAN ER ÞAÐ EINA
SEM DUGAR
(fi)t
orenco
HEILDSÖLUDREIFING
Laugavegi 16, simi 240S7.
Gódandaginn!
'LJ
■MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
BARBARA BUSH
Osköp hversdagsleg kona...
Jarðbundin, skemmtileg, lítillát
og hörð í horn að taka. Bar-
böru Bush, hinni nýju forset-
afrú í Bandaríkjunum, eru
gjarna gefnar þessar einkunnir
og þær eiga eftir að setja sinn
svip á heimilisbraginn í Hvíta
húsinu.
Barböru lætur sér á sama
standa um postulín og módel-
kjóla eða rándýra loðfeldi eins og
þá, sem hún Nancy Reagan er svo
hrifin af. Það er heldur engin
hætta á, að Barbara verði kjörin
best klædda konan og hún hefur
ekki af því neinar áhyggjur. Hún
er orðin vön glósunum um að hún
kunni ekki að tolla í tískunni, að
hún hirði ekki einu sinni um að
lita silfurgrátt hárið með þeim
afleiðingum, að sumir halda, að
hún sé móðir Bush en ekki eigin-
kona. Hún er þó árinu yngri en
hann, 63 ára gömul.
Barbara hætti að lita á sér
hárið þegar hún bara nennti því
ekki lengur. „Ég get stundað
mínar líkamsæfingar og leikið
tennis. Ég þarf eki framar að
segja við Georg: „FyrirgefðU, en
ég er núbúin að setja upp á mér
hárið.“ Mér leiðist fólk, sem hefur
mestar áhyggjur af hárinu."
Eins og venjan er með forseta-
frúr verður ætlast til þess af Bar-
böru, að hún helgi krafta sína
einhveiju tilteknu málefni. Nancy
Reagan tókst að draga athyglina
frá hofmóðinum og stærilætinu
með því að taka þátt í baráttunni
gegn eiturlyfjum, með því að
flytja um það fyrirlestra jafnt á
fótboltavöllum sem í fundarsölum
Sameinuðu þjóðanna, en þrátt
fyrir það skorti alltaf eitthvað á
einlægnina.
Áhugamálið hennar Barböru
er baráttan gegn ólæsi og hún
veit hvað hún er að tala um. Neil,
sonur hennar, þjáðist af lesblindu
og átti í miklum erfiðleikum í
æsku. „Þau eru mörg áhyggjuefn-
in en á ýmsu má ráða bót með
því að auka á skilninginn, með
því að kenna öllum að lesa og
Barbara Bush: lætur tískutildrið lönd
og leið.
Skiptum um kerti, skiptum um platínur, skiptum um loftsíu, strekkjum
á tímakeðju, hreinsum bensínsíu íblöndungi, vélastillum, athugum
viftureim, mælum oiíu á vél, gírkassa og drifi, athugum innsog,
mælum hleðslu, athugum Ijós, Ijósastillum, athugum rafkerfi, athugum
þurrkur og rúðusprautur og ísvara bættá rúðusprautu, mælum frost-
Þ°l, smyrjum hurðalæsingar, athugum undirvagn, stilium kúplingu,
athugum stýrisbúnað, athugum virknihemla og reynsluökum.
Verð aðeins kr. 4.625,-
LADA SAMARA Verð aðeins kr. 4.125,- án efnis
Bifreiðaverkstæðið Stimpill,
Auðbrekku30, Kópavogi, sími641095.
skrifa,“ segir hún.
Árum saman hefur Barbara
aflað fjár og hvatt sjálfboðaliða
til starfa í baráttunni gegn ólæs-
inu og sem forsetafrú ætlar hún
ekki að slá slöku við þetta hugðar-
efni sitt. Þegar hún var með
manni sínum í kosningabarát-
tunni hafði hún jafnan með sér
myndband þar sem hún sagði sög-
una af Neil, syni sínum, hvernig
tekist hefði að finna honum rétta
kennara með þeim árangri, að nú
hefur hann lokið háskólaprófi.
Á kosningaferðalögunum sýndi
Barbara líka stundum myndir af
þeim hjónum í starfi og leik.
Uppáhaldsmyndin er af þeim með
Hirohito Japanskeisara. — „Pabbi
Björn, mamma Björn og litli
Björn,“ segir hún og kannski
finnst einhveijum skorta dálítið á
lotninguna fyrir hans hátign en
svona er nú Barbara.
Barbara hitti Bush þegar hún
var 17 ára gömul og þau voru
leynilega trúlofuð í tvö ár áður
en þau gengu í hjónaband. Hún
hætti í skóla, Smith College, en
harmar það ekki, segir, að það
að vera eiginkona og móðir fimm
barna sé ekki síðri menntun en
margt annað. -MARK TRAN
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Öðinsgata o.fl.
Sóleyjargata o.fl.
Lindargata 39-63
o.fl.
JHorflimWiiíúí*
. ; ••---------------------------------------—■
VOLVO
árgerð 1989
Frumsýning
Opið í dag kl. 13-16