Morgunblaðið - 20.11.1988, Page 16

Morgunblaðið - 20.11.1988, Page 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 PINOCHET: setzt hann að á eyju Róbinsons Krúsós? Seiona hafði Jonathan Swift ævin- týri Dampiers til hliðsjónar þegar hann skrifaði bók sína Ferðir Gúlli- vers, sem kom út sjö árum eftir að sagan um Róbinson Krúsó sá fyrst dagsins Ijós. Sjálfur fékk Defoe hugmyndina að Róbinson Krúsó þegar hann kynntist frásögn Woo- des Rogers skipstjóra. Þegar Selkirk kom aftur heim til Bretlands var honum innilega fagn- að, en hann gleymdist fljótt. Hann reisti sér kofa nálægt Largo, svip- aðan þeim sem hann hafði búið í á eyðieyjunni. Þar sat hann öllum stundum og syrgði „horfna paradís.“ Seinna fluttist hann til Lundúna, kvæntist afgreiðslustúlku á krá og gekk í flotann. Hann lézt af hitasótt 1721 og líki hans var sökkt í sæ út af strönd Vestur- Afríku, tveimur árum eftir að Defoe sendi frá sér söguna um Róbinson Krúsó. Uppreisnarmaður Defoe, sem var fæddur 1659, hafði rætt við Selkirk í Bristol. Seinna sagði Selkirk að hann hefði DEFOE (1706): hagnaðist lítið á Róbinson Krúsó. Paradísarmissir Selkirk var fæddur í Largo í Fife og hljóp ungur að heiman, því að vildi fara á sjóinn. Ástæðan til þess að hann var settur í land á hinni frægu eyðieyju 1704 var sú að hann og skipsfélagar hans urðu sundur- orða. Hann var þá undirforingi á Cinque Ports, skipi sem stundaði misheppnaðan ránskap á Kyrrahafi (1702-1704) undir stjóm Williams Dampiers, eins þeirra sæfara sem fyrstir fundu Vestur-Ástralíu. Dampier var drykkfelldur, kenj- óttur og hikandi yfírmaður og þrál- átar deilur voru um borð. Selkirk fann að því við skipstjórann að skip- ið væri ekki sjóhæft og sagðist ekki vilja sigla með því lengur. Það var þetta rifrildi, sem leiddi til þess að Selkirk var settur í land á eyði- eyjunni og skilinn þar eftir. (Seinna strandaði Cinque Ports). Þessi afskekkta eldfjallaeyja á Kyrrahafi, sem er um 600 km vest- ur af meginlandi Suður-Ameríku, hét Más-a-Tierra („Nær landi“) á þessum sjóræningjaárum og allt þar til nafni hennar var breytt fyrir réttum 20 árum og hún var skírð Isla Robinson Crusoe. Sama ár var skógiklædd eyja 160 km lengra í vestri, sem hafði verið kölluð Más- a-Fuera, („Fjær landi“), skírð Isla Alexander Selkirk. Þriðja eyjan í Juan Femandez-eyjaklasanum er Santa Clara, sem er suðvestur af Más-a-Tierra. Selkirk var bjargað af eyðieyj- unni þegar Dampier kom aftur til Más- a-Tierra 2. febrúar 1709, fjór- um áram og fjórum mánuðum eftir að hann hafði verið settur þar á land. Dampier var þá leiðsögumað- ur Woodes Rogers, skipstjóra á Duke, í annarri ránsferð. (1708- 1711). Sá leiðangur bar meiri árangur en fyrri ferð Dampiers, enda var strangari agi um borð. RÓBINSON KRÚSO (á titilsíðu framútgáfunnar, 1719): verðureyja hans fjármálamiðstöð og skattaparadís? EYJA ROBHfSONS KRUSOS ■■ERLENDH HRINGSJÁ eftir Gudm. Halldórsson Eitt fyrsta kjördæmið, sem úrslit bárust frá í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Chile í haust, var eyjaklasinn Juan Femandez á Kyrrahafí, sem er frægastur fyrir það að aðaleyjan er kennd við Róbinson Krúsó, hina þekktu skáldsagnapersónu Daníels Defoes. Þótt meirihluti kjósenda landsins í heild greiddi atkvæði gegn því að Augusto Pinochet hershöfðingi gegndi embætti forseta átta ár í viðbót vann hann mikinn sigur í þessu afskekktasta kjördæmi Chile og hlaut 204 atkvæði gegn 37. SlBISli IHffHF FWXIS? Fyrir kosningarnar hafði Pinochet gælt við þá hug- mynd um skeið að setjast að á eyju Róbinsons Krús- ós, ef hann missti völdin. Þá óttuðust foringjar í heraflanum, kaupsýslu- menn og fleiri að Chilebú- ar mundu gera uppreisn, þar sem ekkert virtist geta komið í veg fyr- ir að hann sæti í embætti átta ár til viðbótar. Síðan beið Pinochet ósigur í þjóðaratkvæðinu, en kjÖrtímabili hans lýkur ekki fyrr en í marz 1990 og ef hann kynni að neyðast til að flýja í skyndi frá Santiago væri eyja Róbinsons Krús- ós tilvalinn griðastaður. Þangað er aðeins klukkustundar flug í þotu frá Santiago, höfuðborg Chile og ef hann settist þar að væri ekki hægt að halda því fram að hann væri að flýja land, en slíkt vill hann helzt ekki vera sakaður um. Einnig má vera að hann kjósi að búa á afskekktum stað þegar og ef hann sezt í helgan stein. Eyja Róbinsons Krúsós hefur einnig komizt í fréttirnar vegna hugmynda um að gera hana að fjár- málamiðstöð og skattaparadís. Ef þær verða að veraleika munu lúxus- hótel, spilavíti og bankar rísa við Cumberland-flóa, þar sem brezkir, franskir og hollenzkir sjóræningjar leituðu vars forðum daga, tóku vatn og grófu fjársjóði. Og óttazt er að þessar ráðagerðir muni ógna frægri hæð, þar sem hinn frægi skozki skipbrotsmaður Alexander Selkirk, fyrirmynd Defoes að Róbinson Krúsó, sat og starði á haf út í von um að sæi skip, sem mundi koma og bjarga honum. fengið Defoe ýmis gögn. Nafnið Róbinson Krúsó sá Defoe á leg- steini, þegar hann tók þátt í upp- reisn hertogans af Monmouth gegn Jakobi konungi II 1685 og leitaði skjóls í kirkjugarði. Jakob var óvin- sæll vegna óstjórnar og ofsókna gegn utankirkjumönnum (dissent- ers). Þegar uppreisnin fjaraði út og Monmouth var hálshöggvinn furð- uðu margir sig á því af hvetju Defoe var ekki tekinn af lífi. Árið 1703 sendi Defoe frá sér bækling um utankirkjumenn (Shortest Way With Dissenters), sem virtist lýsa fyrirlitningu hans á þeim, en var í rauninni nöpur háðsádeila þeim til varnar. Hann hafði fengið nokkra valinkunna hákirkjumenn til að lýsa yfir stuðn- ingi við bæklinginn og þegar kirkj- an sá að hann hafði dregið dár að henni var ritið brennt. Defoe var sektaður um 200 mörk, dæmdur til fangelsisvistar og þrívegis settur í gapastokkinn. Enginn grýtti Defoe f gapa- stokknum. Almenningur hafði sam- úð með honum og færði honum mat og drykk. Aðdáendur hans fengu hann til að semja „Sálminn um gapastokkinn“, eitt hans bezta verk, létu blómum rigna yfir hann og hylltu hann ákaft. Robert Har- ley, aðalráðgjafi Önnu drottningar, lét sleppa honum úr fangelsi einu ári eftir að honum var stungið inn og drottningin sendi konu hans peninga. Leigxipenni Defoe hafði fengizt við kaupsýslu með litlum árangri áður en sneri sér að blaðamennsku um fertugt. Hann vár ritstjóri vikublaðs, The Review, eins fyrsta tímaritsins sem hafði verið gefið út fyrir almenning, en hafði meira upp úr því að skrifa um stjórnmál fyrir hæstbjóðendur, hvort heldur íhaldsmenn eða fijáls- lynda. Þó var hann oftar en einu sinni lýstur gjaldþrota vegna pésa- skrifa, en hann hafði oft öfluga stuðningsmenn. Hann var m.a. pólitískur spæjari tveggja valda- mikilla ráðherrai Þótt því hafi verið haldið fram að Defoe hefði varla skrifað meist- araverk sitt um Róbinson Krúsó, ef hann hefði ekki kynnzt ofsókn- um, heilsuleysi og fátækt virðist hann ekki hafa verið fjárhagslega illa staddur þegar Life and Strange, Surprizing Adventures of Robinson Crusoe kom út 25. ágúst 1719. Raunsannar lýsingar hans féllu les- endum vel í geð og hann virtist gæddur miklu hugmyndaflugi, því að hann hafði aldrei farið lengra út fyrir landsteina en til Spánar, þótt hann væri orðinn sextugur þegar bókin kom út. Hún var endur- prentuð fjórum sinnum á nokkrum mánuðum og gerði hann að virtum rithöfundi, en hann hagnaðist lítið á henni. Framhaldið, Serious Reflections, kom út ári síðar, en hefur síðan sjaldan sézt á prenti. Síðustu 12 ár ævinnar samdi Defoe fleiri skáldsögur, m.a. um gleðikonuna Moll Flanders, Single- ton skipstjóra og Roxana. Hann skrifaði einnig sannfærandi, skál- daða frásögn í dagbóksformi um pláguna miklu í Lundúnum 1665 og merka Bretlandslýsingu og ótal margt fleira, m.a. um svarta galdur og drauga. Þegar Defoe lézt, 1731, hafði hann þjáðst af ólæknandi sjúkdómi í þijú ár. Andlát hans var að ýmsu leyti dularfullt. Lánadrottinn út- deildi eignum hans, þar sem engin erfðaskrá fannst. Hann lézt ekki heima hjá sér og margir töldu að hann hefði neyðzt til að flýja lána- drottinn sinn. Þó virtist hann ekki búa við fátækt. Aðrir töldu að hann hefði farið í felur til a,ð forðast jak- obíta, sem áttu honum grátt að gjalda. Hann var þá fyrir löngu orðinn heimsfrægur fyrir söguna um Róbinson Krúsó og hún nýtur enn mikilla vinsælda. Humarveiðar Nú er eyja Róbinsons Krúsós ekki lengur í eyði og nútímabreyt- ingar ógna paradís Alexanders Sel- kirks. Ibúarnir á Juan Fernandez era um 600 og lifa aðallega á hum- arveiðum. Humar má heita gjald- miðill þeirra, allir geta lifað á veið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.