Morgunblaðið - 20.11.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
C 17
unum og atvinnuleysi þekkist ekki.
Flestir eyjarskeggjar eiga báta og
hafa 600 pund í tekjur (um 50
þús. krónur) á hverri vertíð, sem
þykir gott miðað við kjör í Chile.
Lítið samband er við Chile, þótt
íbúar Juan Femandez verði að flytja
inn allt sem þeir þurfa nema fisk.
Tveggja daga erfið sigling er frá
meginlandinu og sumt er flutt loft-
leiðis, en flugferðir em stopular og
liggja að mestu niðri frá apríl fram
í september. Sæmilegur flugvöllur
er á eyju Róbinsons Krúsós, en
flytja verður farþegana í bát til
kaupstaðarins, sem er hinum megin
á eyjunni í 22 km fjarlægð. Sigling-
in getur verið hættuleg, því að mik-
ið brim er við klettótta ströndina
og veðrið er oft slæmt.
Engin eiginleg höfn er á eyj-
unni, sem er um 55 ferkílómetrar,
og skipakomur em fátíðar nema
þegar humarvertíðin stendur sem
hæst og selja þarf aflann á meginl-
andinu. Þegar veiðin liggur niðri á
vetmm er ekki óalgengt að enginn
bátur komi til eyjunnar í tvo til
þijá mánuði.
Áður fyrr sendi sjóher Chile bát
til eyjunnar á nokkurra vikna fresti,
en sú venja lagðist niður þegar
einkafyrirtæki fékk einokun á verzl-
unni. Eyjarskeggjar virðast ekki
ánægðir með hið nýja fyrirkomulag.
Fernandez. Eyjarnar hafa lengi
haft mikla hernaðarþýðingu og auð-
velt er að veija þær. Þær em notað-
ar til að fylgjast með geimvísindatil-
raunum Rússa. m.a. vegna þess að
geimstöð Rússa í Balkal er gagn-
stæðum megin á hnettinum. Stjórn
Chile hefur auk þess veitt banda-
rísku geimvísindastofnuninni,
NASA, aðstöðu á Páskaeyjum.
Skattaparadís?
Fyrir tveimur ámm „uppgötvaði"
ástralskur auðkýfingur og lysti-
snekkjueigandi, Alan Bond, eyju
Róbinsons Krúsós. Hann keypti
gullnámu og 30% hlut í ríkisreknu
símafyrirtæki á eyjunni og hefur
haft hug á því að reisa þar hótel,
en hann hefur varizt allra frétta.
Líklega yrði hann einn helzti félagi
Pinochets, ef forsetinn Iéti verði af
því að setjast þar að.
Um eitt ár er liðið síðan stjórn
Pinochets hóf að ræða í alvöru um
þann möguleika að eyja Róbinsons
Krúsós verði gerð að fjármálamið-
stöð og skattaparadís. Bankar í
Chile sýndu hugmyndunum nokk-
urn áhuga í byijun, en eyjarskeggj-
ar em á báðum áttum. Þeir em
ánægðir með ráðagerðir um að
leggja veg frá flugvellinum til
þorpsins, en vilja varðveita lífshætti
sína. Þeir hafa alltaf verið lengi að
FJÓRIR EYJARSKEGGJAR og „þarfasti þjónninn": óttast innreið nútí-
mans.
KOFISELKIRKS: einn á eyðieyju í fjögur ár og fjóra mánuði.
því að þeim finnst verzlunin okra á
þeim. Aðeins einn jeppi er á eyj-
unni og ein fólksbifreið. Múldýr og
hestar eru aðalfarartækin.
Þægindaskortur
Rafmagnsnotkun á eyju Róbin-
sons Krúsós er takmörkuð við átta
tíma á dag. Stutt er síðan eyjar-
skeggjar gátu horft á sjónvarpið í
Chile. Enginn læknir eða tannlækn-
ir em á eyjunni, aðeins ljósmóðir
og tveir sjúkraliðar. Sjúklingar, sem
þurfa læknismeðferð eða rannsókn,
verða að fara til meginlandsins.
Eini skólinn er gmnnskóli. Efnileg-
ir unglingar verða að flytjast burt
og stundum verða fjölskyldur þeirra
að fara með þeim, jafnvel fyrir fullt
og allt.
Náttúran er enn óspillt og eyjan
er friðuð og nýtur vemdar Menn-
ingarstofnunar SÞ, Unesco. Þangað
koma aðeins 500 ferðamenn á ári.
Stjóm Chile gerði eyjuna að þjóð-
garði 1935 og réð skógarverði til
starfa. Stórvaxnir burknar vaxa á
eyjunni og reynt hefur verið að
bjarga einni tegundinni með fjár-
stuðningi frá World Wildlife Fund.
Foringi úr sjóher Chile, lautinant
að tign, er æðsta yfírvald á Juan
venjast nýjum landnemum og hug-
myndum og gera sér grein fyrir því
að ef hin nýju áform verði gerð að
vemleika verði margir verkamenn
fluttir til eyjunnar. Þeir em vissir
um að slíkir fólksflutningar mundu
hafa slæmar breytingar í för með
sér og óttast að þá yrðu þeir „ann-
ars flokks borgarar" í eigin landi.
Ef vegur yrði lagður milli þorps-
ins og flugvallarins yrði líklega að
sprengja göng gegnum fjöllin, sem
skipta eyjunni. Leiðin liggur um tvö
síðustu svæðin, þar sem risab-
burknarnir þrífast enn, og þeir
gætu eyðzt vegna vegagerðarinnar
og uppblásturs. Skógunum og
lífsvenjum eyjaskeggja kynni einnig
að verða fórnað í þágu nútímafram-
fara, ef ráðagerðirnar kæmu til
framkvæmda.
Hins vegar hafa vaknað efa-
semdir um hvort hugmyndimar um
að gera þetta gamla sjóræningja-
bæli að fjármálamiðstöð og skattap-
aradís séu raunhæfar vegna ein-
angmnar eyjunnar og slæmrar að-
stoðu þar. Einnig er óvíst hvort
Pinochet forseti gerir alvöru úr því
að setjast þar að, þótt einangrunin
kunni að vera kostur í hans augum
ef hann hrökklast frá völdum.
I
tx
/• •
SUNDABORG 1 S. 688588-688589
Uppþvottavél
með þremur
þvottaqrindum,
rúmar meira,
betri meðferð,
enn betri bvottur,
10 gerðir til afgreiðslu
Ibfláele
Páll Kr. Pálsson
UPPBYGGING IÐNAÐAR
f DREIFBÝLI
lönlánasjóöur gengst nú fyrir fundum
um uppbyggingu iðnaðar í dreifbýli.
Aö bessu sinni:
■ 23. nóvemberá AKRA.NESI
Hótel Akranesi kl. 19.30.
■ Dagskrá:
1. Kynning á starfsemi Iðnlánasjóðs og þeirri
fyrirgreiðslu sem Iðnlánasjóður veitir fyrirtæKj
um.
Bragi Hannesson, bankastjóri.
2. Fyrirlestur um markaðsathuganir og mat á
markaðsþörf.
Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri.
ad kynna starfsemi Iðnlánasjóðs fyrir stjórn-
endum fyrirtækja og fulltrúum atvinnulífs i
dreifbýli,
ad vekja áhuga stjórnenda fyrirtækja á
nýsköpun, sameiningu fyrirtækja og samstarfi
þeirra.
3. Fyrirlestur um vöruþróun.
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri.
4. Fyrirlestur um samstarf og samruna fyrirtækja.
Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri.
5. Fyrirlestur um arðsemismat á
hugmyndum.
Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri.
Lögð verður áhersla á þessa málaflokka:
Lánáfyrirgreidslu, vöruþróun, markadsmál,
tækni, afkastagetu, söluadferdir, dreifileiðir
og samstarf við önnur fyrirtæki.
Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur taki 20-30
mínútur. Fundarstjóri verður Jón Magnússon,
formaður stjórnar Iðnlánasjóðs.
VIÐ HVETJUM ALLA ÞÁ SEM MÁLIÐ VARÐAR TIL AÐ KOMA.
IÐN LÁN ASJÓÐUR
ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00
ABGUS SiA