Morgunblaðið - 20.11.1988, Side 24

Morgunblaðið - 20.11.1988, Side 24
24 C MORGUNBLAÐH) FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR, TILVONANDI RITSTJÓRI ÞJÓÐVIUANS Drífandi, dugleg og tilfinninganæm „Hörð og óvægin, drífnndi og dugleg, ör og tilfinn- inganæm, hrifiiæm og listhneigð,“ segja menn meðal annars um Si^ju Aðalsteinsdóttur cand. mag. sem sest í ritstjórastól Þjóðviljans um næstu áramót, fyrst kvenna til að gegna því starfi við íslenskt dagblað. Si\ja feddist í Rauðuvík á Árskógsströnd 1943 og ólst upp á Akureyri fram til tíu ára aldurs. „Þar fékk ég þennan fallega framburð," segir hún. Síðan hefur hún búið í Reybjavík og telur sig Reykvfidng þrátt fyrir norðlenska framburðinn. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1963, kenndi einn vetur á Blönduósi og reyndi sig við mynd- list á listaakademíu í Dyflinni á írlandi en settist í Háskólann haus- tið 1965 og lauk BA-prófi í íslensku og ensku 1968. Síðan kenndi hún um skeið við Háskólann og Kenn- araskólann og lauk svo kandidats- prófi í íslenskum bókmenntum 1974. Af umsögnum þeirra sem þekkja til Silju má ráða að þar fari kona með ákveðnar skoðanir, víðlesin, greind og skemmtileg, en eigi það tii að vera „fjandanum frekari", eins og einhver orðaði það. Kunnugir segja einnig að snemma hafi borið á listrænum til- hneigingum í fari hennar, ekki að- eins á bókmenntasviðinu heldur einnig í myndlist. „Ég hafði gaman af að teikna þegar ég var stelpa og vann fyrir mér i menntaskóla með því að teikna myndir sem þá voru mikið í tísku, af langleggjuðum stelpum og mótorhjólagæjum,“ sagði Silja þegar hún var spurð um þetta atriði. „En þegar ég átti að fara að stunda þetta eingöngu þá leiddist mér heldur og langaði í bækurnar." Hún kveðst ennþá af gaman af að teikna, en fari leynt með það enda sé þetta eingöngu tómstundagaman. Silja hefur starfað víða en aldrei sótt um þau störf sem hún hefur stundað. Sem kennari var hún al- mennt vel liðin meðal nemenda sinna. Nægir þar að vitna í Sigurð Valgeirsson, sem var nemandi hennar í Háskólanum: „Silja var geysilega áhugasöm og hreif okkur með sér. Hún bauð okkur oft heim til sín þar sem viðfangsefnin voru rædd fram og til baka og þannig tóks henni að virkja og efla þann áhuga sem fyrir hendi var hjá okk- ur. Einnig var hún frjálsleg og skemmtileg enda mjög vel liðin í Silja Aðalsteinsdóttir: Hrifnæm, list- hneigð, og ófeimin við að segja fólki til synd- anna. þessum grundvallaratriðum stendur hún fast, en að öðru leyti gerir hún sér ekki mikla rellu út af dægur- þrasi stjórnmálanna," sagði einn viðmælenda okkar og bætti við að hvað menningarpólitíkina varðaði væri hún nú orðin fijálslyndari en áður og hefði sýnt það í starfi sínu hjá Máli og menningu að hún vildi rífa niður pólitískar víggirðingar í bókmenntum. Ami Bergmann, ritstjóri Þjóðvilj- ans, sagði að sér litist vel á sam- starfið við Silju: „Ég hef starfað með henni í ritnefnd tímarits Máls og menningar og veit að henni er einkar iagið að halda mönnum til verka og er ákveðin og föst fyrir hvað varðar allar tímasetningar og skil á verkefnum. Hún er líka ófeim- in við að segja mönnum til synd- anna ef henni finnst illa unnið, til dæmis hvað varðar málfar og stíl og er þannig mun virkari í afskipt- um af handritum en flestir aðrir ritstjórar sem ég þekki til. Mér líst þvi vel á Silju í þetta starf enda þykir mér ágætt að hlýða þvi sem konur segja skynsamlegt," sagði Ámi. En hvemig lýst blaðamönnum Þjóðviljans á að fá Silju í ritstjóra- stól? Um það segir Lúðvík Geirsson fréttastjóri: „Ég held að flestum hér lítist bara vel á það. Við höfum verið nánast kvenmannslausir á rit- stjórninni nú um nokkurt skeið og ekki vanþörf á að bæta þar úr. Reyndar þekkja fæstir okkar mikið til hennar eða starfshátta hennar þannig að þetta verður ný reynsla fyrir okkur. En við erum hvergi srneykir." Silja hefur getið sér gott orð sem þýðandi og hefur þýtt á þriðja tug bóka. Eftir hana liggja þrjár frums- amdar bækur, auk fjölda bæklinga og greina um bókmenntaleg efni. Hún er gift Gunnari Karlssyni próf- essor í sagnfræði við Háskóla ís- lands og eiga þau tvær dætur, Sif 23 ára og Sigþrúði 17 ára. okkar hópi, og ég held að það hafi gilt almennt um nemendur hennar.“ Silja var ritstjóri tímarits Máls og menningar um sex ára skeið, en lét af því starfí um síðustu ára- mót. Á þessu ári vann hún við þýð- ingu á bók Jane Austen, Hroki og hleypidómar, sem nýlega kom út á vegum Máis og menningar. Hún hafði ákveðið að helga sig ritstörf- um þegar henni bauðst ritstjórastað: CWPMVMn an á Þjóðviljanum. í ® • inTI I Wl/ þau þijú skipti sem 7 ' 7 Silja hefur sótt um eftir Svein Gudjónsson störf var henni hafn- að. Hún sótti tvisvar um starf hjá Ríkisútvarpinu, og eitt sinn sótti hún um stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Hún var dæmd hæf en fékk þá umsögn í hæfnisdómi að hún væri einsýnn marxisti. Hún hefur ekki sótt um starf við Háskólann síðan. „Það sem einkennir Silju einna mest er hversu ósérhlífin hún er í starfí," segir Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar. „Að því leyti gæti sumum reynst erfitt að vinna með henni því menn verða að leggja sig fram. Hún er tilfínninganæm og eflaust er ýmis- legt í hennar fari sem sumt fólk á erfítt með að sætta sig við. Á hinn bóginn er hún afar hrifnæm og getur orðið allt að þvi bamslega hrifin af einhveiju nýju sem hún hefur rekist á. Hún er tilfinninga- manneskja með kostum og göllum sem því fylgja. Mér fannst það þó mikill kostur í okkar samstarfí og þá einkum driftin og dugnaðurinn í henni,“ sagði Halldór. Silju hefur verið legið á hálsi fyrir að vera einstrengingsleg í sijómmálaskoðunum en þeim sem hafa umgengist hana náið bar flest- um saman um að hún væri síður en svo með pólitík á heilanum. „Hún hefur verið framarlega í jafn- réttisbaráttunni, er vinstrisinni og harður herstöðvaandstæðingur. Á Verða Bylgjan og Stjarnan sameinaðar? Gagnkvæm tor- tyggni helsti þröskuldurinn Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjömunnar Viðræður um sam- einingu Bylgjunn- ar og Stjörnunnar Forsvarsmenn útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og Sljörnunnar hafa staðið í viðræðum að undanförnu um hugsanlega sameiningu stöðvanna auk þess sem lögfræð- ingar beggja hafa verið að skoða þau mál. I þessum viðræðum er gengið út frá jaftiri eignaskipt- ingu, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikil stífiii í báðum aðilum og óvíst á þessu stigi hvort saman muni ganga í þessum viðræðum. að var Stjarnan sem átti frum- kvæðið að viðræðunum að þessu sinni en Bylgjan hefur tvíveg- is áður leitað eftir sameiningu stöðvanna og í eitt sinn óskað eftir að kaupa Stjörnuna. Því var þá al- farið hafnað og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er ekki um það að ræða nú að annað fyrirtækið kaupi hitt. Af hálfu Stjömunnar muni einungis jöfn eignaskipti koma til greina, en það eigi Bylgju- menn erfitt með að sætta sig við. Sex þættir um sögu kommúnismans „Fjórða sjónvarpsrásin í Bret- landi, Channelá, hefúr hafið sýn- ingar á sex þáttum um sögu kommúnismans í Austur- og Mið-Evrópu (The Other Europe). Sérstakt efiii er tekið fyrir í hveijum þætti og ekki er fjallað um atburði í réttri tímaröð. Báðir aðiiar munu vera sammála um hagkvæmni þess að sameina stöðvarnar við núverandi aðstæður, en ágreiningur um skiptingu eigna- hlutfalls og gagnkvæm tortryggni mun vera helsti þröskuldur í vegi þess að af sameiningu geti orðið, eins og málin standa nú. Aðild Stöðvar 2 að EBU: Laganefindin fiindaði á Islandi Laganefiid Evrópusam- bands sjónvarpsstöðva (EBU) hélt fúnd hér á landi um síðustu helgi, að beiðni forsvarsmanna Stöðvar 2, en Stöðin hefúr lengi reynt að fá inngöngu í samtökin. Afundinum var starfsemi Stöðvar 2 kynnt, en laga- nefndin metur þá sem full- nægja skilyrðum um aðgöngu og gerir tillögur til aðalfundar, en hann frestaði ákvörðun um aðild Stöðvar 2 í júlí í sumar. Það eru einkum ríkisreknar sjónvarpsstöðvar, sem eru að- ilar að EBU, þótt dæmi séu um aðild sjálfstæðra sjón- varpsstöðva svo sem bresku stöðina ITV. Ríkisútvarpið er aðili að EBU. FerMogginn ígrímma stiómarandstöðu? gjg JHorflunblníliti ■1— Alvinnulr iI®3i5=7!|Sp[§5’ g-y- tef; Útflutningnverðma'ti sjávar- aAirða lækkar um 550 miljj. IIÍKkupaskipli á | miðju næsta ári ipSf IwfZs , - ••• •, Morgunblaðið hefur lengi borið höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla íslenska og löngum hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins talið ægivald Moggans eina meginskýringu á eigin giftuleysi. Kannski er eitt- hvað til í því, en kenninguna má líka skoða sem einfalda afsökun fyrir eigin getuleysi. islenskum vinstrimönnum hefur lengi reynst erfitt að gefa út almennilegt blað og enn gefa þeir út þijá flokkss- nepla, sem eru af miklum vanefn- um gerðir, úr takt við tímann og fáir nenna að lesa. Megineinkenni íslenskrar fjöl- miðlunar um stjórnmál síðustu áratugi er aukið sjálfstæði hennar gagnvart stjórnmálaflokkunum. Þar eiga ljósvakamiðlarnir dijúgan hiut, ásamt fyrirrennurum DV, Dagblaðinu og Vísi á síðasta ára- tug, og Helgarpóstinum sáluga. Morgunblaðið hefur líka tekið stakkaskiptum á þessum tíma og útbreiðsla þess sennilega aldrei verið meiri en nú. Ástæða þess, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kveinkuðu sér mjög undan Mogganum hér áður fyrr, var ekki bara útbreiðsla hans, heldur hitt að hann var þeim afar grimmur og óvæginn og oftar en ekki vel skrifaður. Hlutdrægnin var hins vegar augljós og kom það bæði fram í fréttaskrifum og öðru. Morgunb.aðið studdi sína menn rækilega þegar þeir voru í stjórn, en fór fyrst bamförum þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var í stjórnar- andstöðu. Andstaða blaðsins við vinstri stjórnimar 1956—58 og 1971—74 var illskeytt og hefur sjálfsagt haft einhver áhrif á kjós- endur, þó áhrifin á forystumenn stjórnarflokkanna hafi kannski ekki verið minni; grafið undan sjálfstrausti þeirra og magnað inn- byrðis tortryggni. Breytingar á Morgunblaðinu síðustu tvo áratugi hafa bæði birst í því, að meiri áhersla er lögð á að greina að fréttir og ritstjórnar- legt efni, þó frá því séu undantekn- ingar, og svo hinu, að Morgun- blaðið hefur orðið gagnrýnna á Sjálfstæðisflokkinn. T.d. hefur blaðið með áberandi hætti gagn- rýnt ríkisstjórnir með aðild flokks- ins 1983—88 og sömuleiðis flokk- inn sjálfan. Staða Sjálfstæðisflokksins er erfið í augnablikinu; fylgið rýrt samanborið við fyrri tíð og flokkn- um var skákað úr ríkisstjórn. Úr flokknum hafa heyrst raddir um að Morgunblaðið hafi brugðist flokknum. Morgunblaðsmenn hafa svarað þessu með því að segjast halda áfram á sömu leið, enda fánýtt að hverfa til fyrri tíma. Sjálfsagt er það rétt, að gamal- dags flokksblaðamennska yrði flokknum til lítils framdráttar í miklu fjölbreyttari ijölmiðlaheimi nútímans, en myndi rýra traust Morgunblaðslesenda á blaðinu. Hafa má í huga, að skv. könnun eftir kosningarn- ar 1983 kaus um helmingur reglu- legra lesenda blaðsins ekki Sjálfstæðisflokk- inn. Ástæðulaust er hins vegar að van- meta þrýsting traustra flokks- manna, sem horfa með söknuði til liðins tíma. Þess vegna verður fróðlegt fyrir áhugamenn um fjölmiðla og stjórnmál að fylgjast með því á komandi vetri hvort Morgunblaðið heldur áfram að þróast til óháðrar blaðamennsku — en nýjasta dæ- mið um þá þróun er einmitt hin nýja sunnudagsútgáfa blaðsins — eða hvort blaðið fer í grimma stjórnarandstöðu. Ólafur Þ. Harðarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.