Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 C 27 Svíar veðja á vindmylluna TJm þessar mundir eru Svíar að ráðast í miklar framkvæmdir í orkuöflunarmálun og hyggjast reisa hvorki meira né minna en 4.000 vindaflsver á 52 stöðum, flest við ströndina eða langt úti ásjó. Þessi áætlun er líklega um- fangsmesta fjárfesting í meng- unarlausri orkuöflun, sem um get- ur, þótt önnur ríki hafi einnig á prjónunum að nýta vindorkuna miklu meira en nú er gert. Á síðustu árum hefur lágt olíuverð valdið því, að menn hafa gerst værukærir og lítið sinnt nýjum orkuleiðum en nú er að verða á því breyting. Tsjemobyl-kjamorkuslysið og auknar áhyggjur af „gróðurhúsa- áhrifunum", sem fylgja brennslu lífræns eldsneytis, hafa neytt menn til að snúa sér í alvöru að nýjum orkukostum. Svíar hafa sérstakan áhuga á að finna nýjar orkuuppsprettur því að þeir hafa skuldbundið sjálfa sig til að loka síðasta kjamorkuverinu árið 2010. Em þau 12 talsins og er jafnvel komið að því að hætta rekstri þess fyrsta og annars árið 1996. Upphaflegur rekstrarkostnaður vindaflsstöðvanna er enn mjög mik- ill en Bretar, Kanadamenn, Danir, Hollendingar og Vestur-Þjóðveijar auk Svía hafa þó í smíðum mjög stóra rafala. I þessari framleiðslu er það þó Kalifornía, sem hefur forystuna, en þar eru nú 16.600 rafalar. Er það venjan að líta á þessar vindaflsstöðvar sem eins konar búgarða og er afraksturinn síðan reiknaður út miðað við hveija ekru. Worldwateh-stofnunin telur til dæmis, að arðurinn af hverri ekru á vindaflsbúunum sé allt að 282.000 fsl. kr. á ári eða 15 sinnum meiri en af hverri hveitiræktarekru í Iowa í Bandaríkjunum og 100 sinnum meiri en af nautgriparækt- arekru Texasbóndans. Búist er við, að á næsta áratug verði raforkan frá vindaflsstöðvun- um orðin verulega ódýrari en frá kola- og kjamorkuverunum. í skýrslu, sem lögð var fyrir sænska umhverfís- og orkuráðuneytið, er auk þess bent á, að hér sé um hreina, endurnýjanlega og innlenda orku að ræða. I henni er það hins vegar nefnt sem helsti ókostur vind- aflsbúanna, að þau munu auka á samkeppnina um olnbogarýmið á landi og sjó og hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfírbragð landsins. Leggja skýrsluhöfundar til, að vind- aflsstöðvunum verði komið fyrir á 17 stöðum á sjó og 35 á landi. Yrðu landstöðvarnar með strönd Suður-Svíþjóðar, við Eystrasalt, Eyrarsund og Kattegat, en til að leysa af-hólmi hvert kjamorkuver þarf 750 stóra vindrafala. Hentugra þykir að koma vind- aflsstöðvunum fyrir á sjó en landi enda þarf þá ekki að bítast um landið við fyrirtæki eða bæjarfélög. Auk þess er jafnan vindasamara á sjó en landi og orkuframleiðslan því meiri og jafnari. -THOMAS LAND í Kaupmannahöfn F/EroT I BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI NÓVEMBER 1953 STOFNAÐI HJÖRTUR NIELSEN SÉRVERSLUN í TEMPLARASUNDI Sendum i póstkröfu um land allt. C SÉRVERSLUN Templarasundi 3 • sfmi 19935 Þetta var fyrsta verslun landsins sem sérhæfði sig í kristals- og postulínsvörum. Hjörtur lagði áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum viðurkenndar gæðavörur, enda létu viðbrögðin ekki á sér standa - í 35 ár hafa fjölskyldur um land allt prýtt heimili sín fallegum kirstal og borðbúnaði frá Hirti Nielsen. í dag, á 35 ára afmæli verslunarinnar, eru nýir eigendur við búðarborðið. Þær Hlín Kristinsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir eru staðráðnar í að vinna með sama metnaði að innflutningi á fyrsta flokks kristal og postulíni, og skapa þar með versluninni þann sess, sem sæmir minningu Hjartar Nielsen. HVlTA STELLIÐ. Fágað matar- og kaffistell með ýmsum aukahlutum. Sígilt útlit, óhagganleg gæði. Ekta gylling. Gott verð. LAUKURINN. Handmálað matar- og kaffistell frá Keramíka. fætta er sá upprunalegi. Mikið af aukahlutum. Mjög gott verð! MATTA RÓSIN. Handskorinn kristall frá Bohemia. Framleitt að aldagamalli hefð. Mikið úrval af glösum, karöflum, vösum, skálum o.s.frv. UNDNER. Skartmunir, lampar, vasar, mokkastell o.fl. Glæsilegt, handmálað postulín frá V-Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.