Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 • NYJASTA TI.SKA ENÞOSIGILD Við eigum mikið úrval af stökum teppum í nýtísku mynstr- um og sérlega fallegum litum. Algengustu stærðirnar eru 140x200 sm og 170x240 sm. Þessi teppi eru bæði til úr ull og gerviefnum á hagstæðu verði. Spáðu í stöku teppin sem gefa heimilinu nýjan svip, - það hefur aldrei verið meira úrval. Við lánum teppin út til skoðunar. KOMDU OG SKOÐAÐU. Teppaland Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 CPDGOO DDOD CL OSTACARPffTS LLI Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Innritun er hafin í námið sem hefst í janúar 1988. A skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækling um námið, bæklingurinn er sendur í pósti til þeirra sem þess óska, Nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. Of TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Aliar RING bílaperur bera merkið © sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. Munið að ökuljósin eru öryggistæki. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs DÆGURTÓNLIST/.«or*'r lagasmidi sjálfsgagn rjn i?__ Listin að semja sjálfur FÁTT þykir mér verra en að lenda inni á veitingastað þar sem sjálf- skipuð séní flytja frumsamda tónlist. Þar á ég við menn sem eru að semja tónlist sem enginn hefur gaman af nema þeir sjálfir og ef til vill örfáir vinir þeirra. Nú er ekki nema gott eitt um það að segja að menn reyni fyrir sér í þessum efiium, en mættu ekki margir íslenskir lagasmiðir ástunda örlítið meiri sjálfsgagnrýni? Iupphafi sjöunda áratugarins var farið að gera auknar kröfur um að popptónlistarmenn semdu lög sín sjálfir og með því opnuðust fióð- gáttir fyrir nýja og margbreytilega tónlist. Margir fundu hjá sér köll- un tónskáldsins þótt áhöld séu um hvort allt það efni, sem út var gefið, hafi átt erindi til almennings. Sann- leikurinn er sá að mörgum þessara gjörsamlega fyrir- eftir Svein Guðjónsson lagasmiða var munað að viðurkenna takmörk sín í þessum efnum og héldu ítrekað áfram að hvekkja allt skikkanlegt fólk með útgáfu og flutningi á hug- arfóstrum sínum. Það er því miður alltof mikið um þetta enn þann dag í dag. En hvað er boðleg tónlist og hver er þess umkominn að skera úr um það? Smekkur manna er auðvitað misjafn og það sem einum finnst gott þykir öðrum slæmt eins og gengur. Best væri auðvitað að laga- smiðimir sjálfír ástunduðu lág- marks sjálfsgagnrýni og létu ekkert frá sér fara nema eftir vandlega umhugsun. Þá myndi þetta lagast af sjálfu sér. Atli Örvarsson heitir ungur tón- listarmaður norður á Akureyri, en hann, ásamt bróður sínum Karli, samdi megnið af tónlist Stuðkomp- anísins sáluga. Mörg þeirra laga náðu eyrum almennings og nutu vinsælda. Um sjálfsgagnfynina seg- ir Atli meðal annars: „Ég trúi því ekki að nokkur íslenskur lagasmið- ur sendi frá sér lag sem hann er ékki ánægður með sjálfur, a.m.k. geri ég það ekki. Þegar ég hef sam- ið lag, sem mér líkar ekki hendi ég því og þau em orðin miklu fleiri lögin sem hafa farið í körfuna en hin, sem hafa haldið velli. Hins vegar er annar flötur á þessu máli og hann er sá hvort maður eigi ekki heldur að fara eftir eigin sann- færingu um hvað sé gott lag en áliti annarra. Ef menn semja tii dæmis lag sem þeim líkar sjálfum en engum öðmm, eiga þeir þá ekki sem listamenn að standa og falla með Iaginu?“ í þessu sambandi má einnig viðra annað sjónarmið sem er gott dæmi um heilbrigða sjálfsgagnrýni. Söngvarinn ungi, Bjami Arason, sagði eitt sinn í samtali við undirrit- aðan, að ástæðan fyrir því að hann flytti ekki fmmsamda tónlist á plöt- um sínum væri einfaldlega sú að hann teldi aðra hæfari lagasmiði. Það þarf hugrekki til að viðurkenna takmörk sín og er Bjarni maður að meiri að mínum dómi. Hann er ekki verri söngvari þótt hann semji ekki sjálfur og í því sambandi má minna á, að það liggur lítið eftir Elvis á þessu sviði. Bjarnl Arason: Telur aðra höfunda hæfari. Atll Orvarsson: Eiga menn ekki sem listamenn að standa og falla með eigin sannfæringu? BLÚS/ErRobert Cray að leika blús? Popp með blúsívafi Robert Cray kom mikið á óvart með þriðju plötu sinni, Strong Persuader, sem náði 500.000 ein- taka sölu í Bandaríkjunum og skaut honum upp á pogpstjömuhimininn. I allri umgöllun um Cray hafa menn talað um hann sem blúsleik- ara. Blúsáhuga- menn hafa þó ekki verið allir á því; nær væri að kalla tónlist hans popp með blúsívafi. Fyrstu plötu Crays, Strong Persu- ader, mátti kalla blúsplötu, enda var hann þá að leika gamla blúsa eftir Willie Dixon og Howling Wolf, auk blúsa sem hann setti sjálfur saman. Á þeirri plötu gefur einnig að heyra að Cray var þá þegar far- inn að veita inn í sína tónlist fönk- og rokkáhrifum og því hélt hann áfram. Tónlistin hafði tekið stakka- skiptum á plötunni Það þurfti þó meira til en góðan vilja til að kalla Strong Persuader blúsplötu og á nýjustu plötu sinni, Don’t Be Afraid of the Dark, stígur Cray skrefið til fulls í átt að poppinu. Ekki ber að skilja þessi orð sem svo að þau séu áfellisdómur yfir síðustu plötu Crays því líklega er Don’t Be Afraid of the Dark, besta plata Crays frá upphafi. Hún er heilsteyptasta plata hans og hann syngur betur á henni og leikur bet- ur á gítarinn en nokkm sinni. Hann er bara að leika og syngja popptón- list sem á vonandi eftir að fleyta honum upp vinsældalista víða um heim. eftir Árna Matthíasson itiiiiií tuiuiiuiiimii HtttlUlUIHillliÍliÚlitÍillltilIIDfifillfiiiÚiDÞ'iillÍ'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.