Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.11.1988, Qupperneq 30
30 C MORGUNBLAÐŒ) MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 MYNDLIST/í/^ik) rekur áfjörumar hérf -------- KVIKIVIYNDIR/Ný hátíb med stórt hlutverk? - AFSKEKKT OGAFSKIPT Samkvæmt gömlu búmennskuheilræði áttu menn að búa að sínu. Það þótti hollur heimafenginn baggi og gott að vera ekki öðrum háður. í stórum dráttum má segja, að enn sé haldið tryggð við þetta heilræði í íslenzkri myndlist. En hvort það er hollt og gott á þeim vettvangi er svo ann- að mál. Oft er þess getið, að ísland sé orðið í einskonar þjóðbraut milli austurs og vesturs. Hvað alþjóðleg myndlist- 'n»arsamskipti varðar er þó svo að sjá, að við búum fyrst og fremst í verulegri afskekkt og athyglisverðar sýningar, sem fara milli landa og borga, hafa ekki viðkomu hér. Við eigum þrjár stofnanir, sem hafa á sinni könnu að verða einskonar útsýnisgluggi til heimsins að þessu leyti: Kjarvalsstaði, Norr- æna húsið og Listasafn íslands. Þar hefur þó verið færra um fína drætti en æskilegt væri. Það sem uppúr stendur frá síðustu árum og vert er að þakka, er fjölþjóðlega grafíksýningin á Kjarvalsstöðum eftir Gíslo ^Sigurðsson 1987, Graphica Atlantica og tvær eftirminnilegar sýningar í Norræna húsinu: Annarsvegar Munchsýning- in haustið 1986 og hinsvegar sýning sænsku listakonunnar Lenu Cron- quist á þessu ári, sem var listvið- burður í þungaviktarflokki. Að fjöldi íslenzkra listunnenda hafði aldrei heyrt þessa sænsku listakonu nefnda, sýnir kannski bezt, að MUNCH-SJALFSMYND frá sýningu í Norræna húsinu 1986. Norðurlandamyndlist er ekki vel kynnt hér þrátt fyrir viðleitni Norr- æna hússins. Nú segir kannski einhver: Hann ' gleymir heldur betur Picassosýn- ingunni á Listahátíð 1986 og Cha- gallsýningunni á Listahátíð í vor. Onei, báðar standa lifandi fyrir hugskotssjónum, en því miður vegna þess, að þar voru aðallega sýndir molar af borðum meistar- anna. Þeir sem hafa séð slagkraft Picassos á söfnum, þó ekki væri nema það sem franska ríkið hirti í erfðaskatt og sjá má í París, hlýtur að vera ljóst, að Picassosýningin á Kjarvalsstöðum var grátlega fátæk- leg. Og þeir sem hafa komið til Nice í Frakklandi og séð þó ekki væri annað en Chagallsafnið, sem þar var reist utan um eina einustu myndröð þessa meistara, gátu séð hvað það var fátækleg Chagallsýn- ing, sem við fengum og var þó lát- in binda fjórðung sýningarrýmis í Listasafni Islands í allt sum- ar. Kannski var þetta betra en ekki neitt, en við megum ekki vera svo lítilþæg að fá glýju í augun af frægum nöfnum einum saman; það eru gæði sýninganna sem skipta máli. Eg skoðaði í vor Ludwig- safnið í Köln og þótti góð tíðindi þegar spurðist, að sýning þaðan væri væntan- Ieg á Kjarvalsstaði. Henni hefur þó verið aflýst. Það mun hafa strandað á því sama og oft áður; nefnilega að flutnings- og trygginga- kostnaður er hærri en svo, að þessar stofnanir okkar ráði við slikt. Þessvegna verður það líklega hlutskipti okkar í afskekktinni og aura- leysinu, að hingað koma ein- staka grafíksýningar, sem getur vissulega verið gott með öðru, en veigameiri sýn- ingum verður að hafna. Síðasta virkið í Berlín Kvikmyndaverðlaun Evrópu. Hvað er nú það? Ekki þó enn ein kvikmyndahátíðin? Er ekki nóg að hafa Pálmann á Cannes, Björninn í Berlín, Ljónið í Feneyjum og fleira og fleira? Nei. Þessi er svolítið öðruvísi. Á meðan hinar hátíðamar eru alþjóðlegar er Evrópukvikmynda- hátíðin, sem haldin verður í fyrsta sinn þann 26. nóvember nk., aðeins fyrir myndir gerð- ar í Evrópu. Og kvikmyndahátíð- inni er ætlað að vinna að samevr- ópsku markmiði sem ýmsir telja orðið mjög brýnt, þ.e. skapa mót- vægi gegn flæði amerískra gróðamynda, afþreying- arefnis og léttmetis. Það á að lyfta evrópumyndunum til vegs og virð- ingar, lyfta kvikmyndamenning- unni hér austan hafs á örlítið hærra plan. Hugmyndin að samevrópskum kvikmyndaverðlaunum á uppruna sinn í Vestur-Berlín og þar er verð- launahátíðin fyrst haldin. Sjö stór- menni í evrópskri kvikmyndagerð þ.m.t. Bernardo Bertolucci, Ingmar Bergman, Wim Wenders og Claude Chabrol veittu henni stuðning sinn og í sameiginlegri ályktun frá þeim segir að evrópsk kvikmyndagerð, sem framleitt hefur sum helstu verk kvikmyndasögunnar, sé í al- varlegri hættu og „hrakin hægt en örugglega úr bíóhúsunum okkar“ af stöðluðum gróðaframleiðslum sem allstaðar eru eins. Það var jú í Evrópu sem meist- araverk eins og Beitiskipið Potemk- in og Blekkingin mikla urðu til og það er menningin sem skapaði þau og miklu fleiri fram á þennan dag, sem er í hættu. „Ég held að þetta sé mjög þarft framtak", sagði Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- höfundur í samtali en Tinna Gunn- laugsdóttir úr myndinni hans, I skugga hrafnsins, er ein af fjórum leikkonum sem keppa um Evrópu- verðlaunin. Einnig er Helgi Skúla- son einn af fímm leikurum sem útnefndir eru til verðlaunanna fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hér kemur listi yfir nokkrar útnefningarnar: Bestu myndir Bless, krakkar eftir Louis Malle (Frakkland), Himininn yfir Berlín eftir Wim Wenders (V-Þýskaland), Sigurvegarinn Palli eftir Bille August (Danmörk), Fjarlægu raddir, kyrra líf eftir Terence Davies (Bretland), Stutt mynd um dráp eftir Krzysztof Kieslowski (Pólland), Jakob eftir Mircea Daneluic (Rúm- enía) og Skógurinn eftir Jose Luis Cuerda (Spánn). Bestu leikstjórar Terence Davies (Bretland), Louis Malle (Frakkland), Wim Wenders (V- Þýskaland), Sergei Paradjanov (Sovétríkin, fyrir myndina „Ahik Kerib“) og Manuel de Oliveira (Portúgal, fyrir myndina Mannæturnar). Bestu leikkonur í aðalhlutverki Tinna Gunnlaugsdóttir (ísland), Carmen Maura (Spánn), Omella Muti (Ítalía) og Carol Scanlan (írland). Bestu karlleikarar í aukahlutverki Helgi Skúlason (ísland, Noregur), Curt Bors (V-Þýskaland), Björn Granath (Svíþjóð), Ray McBride (írland) og Wojtek Pszoniak (Austurríki). Verðlaunin verða afhent laugardaginn 26. nóvember og ríkissjónvarpið mun sjónvarpa beint frá athöfninni. DJRSS/Stendurfatlabipíanistinn undirfrœgbinni? eftir Arnald Indriðason Dvergvaxinn djassisti Mikið fjári er nýja skífan hans Michels Petruccianis góð. Hún heitir Michel plays Petrucciani (Blue Note/Skífan) og var hljóðrit- uð í desember í fyrra. Eins og nafnið ber með sér eru allir ópus- arnir eftir píanistann og spanna tónarófið firá blúsuðum búgga til gegnsæs tónregns. En hver er þessi Michel Pe- trucciani? kann einhver að spyija. Á ég að þekkja hann? Kannski ekki þegar svarið er: Þetta er franski djasspíanósnillingurinn sem manna best sameinar kraft- hljóma McCoy Tyners, draum- lyndi Bill Evans og gegnsæi De- bussys. Frekar þegar svarið er: Þetta er franski dvergurinn með beinkrömina sem hamrar djassinn flestum betur á slaghörpu. Þessi 26 ára gamli Frakki, með ítalska nafnið, eins og Grappelli og Chinotti, hefur spilað á píanó síðan hann var fjögurra ára. Pabbi hans og bræður tveir eru djassleik- arar og tæplega tvítugur var hann farinn að leika með saxafónleikar- anum Charlie Lloyd og settist þá að í Kaliforníu. Charlie hélt á hon- um inná sviðið og var þá eins og komnir væru Baldur og Konni. Sú ^amlíking gleymdist þó um leið og pilturinn hóf djasssveifluna. Nú býr Petrucciani í New York og Blue Note sendir nýja Petrucciani- skífu á markaðinn árlega. Það hefur löngum verið erfitt fyrir evrópska djassleikara að hasla sér völl í Bandaríkjunum. Shearing og Zawinul, Grappelli og Toots Thilemans eru í þeim fá- menna hópi. Helstu píanómeistarar Evrópudjassins, Tete Montoliu og Martial Solal, hafa ferðast um Bandaríkin þver og endilöng og uppskorið frábærar viðtökur gagn- rýnenda og djasssérvitringa en al- þýðuhylli látið á sér standa. Pe- trucciani kom sá og sigraði og ekki er laust við að sá grunur læð- ist að manni að vansköpunin eigi stóran þátt í því. Nú á dögum er ekki nóg að vera blindur og hálf- heymarlaus eins og Tete, það þvð- eftir Vernharð Linnet ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ SOFA MEÐ BORÁS flú þarftu eKKi lengur að Kvíða fyrir því að fara í háttinn. hann er sænskur og alveg frábær, þú verð- ur að prófa hann. B0RÁ5 sængurfatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull og fæst í öllum helstu heimilis- og vefnaðarvöruverslunum landsins. ENGIN SLAGSMÁL VIÐ KODDAVERIN B0RÁ5 sængurfatnaðurinn er nefnilega sér- 5aumaður fyrir almennileg íslensk heimili. Koddaverín eru 50x70 cm. Engin afgangsbrot sem lafa útaf eða sem verður að troða undir. Eða þá þessi slagsmál við að troða stóra og góða kodd- anum sínum inn í alltof lítið koddaver. HEITAKK! Ég tek sænska B0RÁ5 sængurfatnaðinn fram yfir allt annað - þú líka. SAGRES CAFÉ DE PARIS borás borás —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.