Morgunblaðið - 20.11.1988, Page 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
St|örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
SporÖdreki ogBog-
maöur
í dag ætla ég að fjalla um
samband Sporðdreka (23.
okt.-23. nóv.) og Bogmanns
(22. nóv.-21. des.).
Sérfrœöingur og
fjölfrœöingur
Þessi merki eru ólík og eiga
þvi ekki vel saman nema önn-
ur merki séu þeim mun líkari.
Samband þeirra kallar þvi á
málamiðlun og getur ein-
kennst af togstreitu. Ef vel
tekst til geta þessi merki hins
vegar bætt hvort annað upp.
Sporðdrekinn
Sporðdrekinn þarf að einbeita
sér að afmörkuðum málum.
Hann þarf alltaf timabundna
einveru annað slagið til að
endumýja sig og hreinsa burt
umhverfisáhrif. Hann er dulur
og varkár. Sporðdrekinn vill
lifa sterkt og þarf djúp tengsl
við aðra. I samböndum þýðir
það allt eða ekkert. Hann er
þvi krefjandi félagi, er ráðrík-
ur og stjómsamur.
BogmaÖurinn
Bogmaðurinn þarf að fást við
§ölbreytt og lifandi mál,
stunda iþróttir eða ferðast og
vera á hreyfingu í daglegu
lifi. Hann þarf frelsi til að
vikka sjóndeildarhring sinn.
Bogmaðurinn er jákvæður í
skapi og að öllu jöfnu léttur
og hress. Hann er forvitinn,
víðsýnn og leitandi. Logn-
molla og vanabinding hentar
honum illa.
Einhcefni ogjjölhcefni
Mögulegur árekstur er sá að
þörf Bogmannsins fyrir fyöl-
breytni getur rekist á þörf
Sporðdrekans fyrir að kafa
djúpt i afmörkuð mál.
Frelsi og öryggi
Þörf Bogmannsins fyrir frelsi
og hreyfingu getur einnig rek-
ist á þörf Sporðdrekans fyrir
öryggi og staðfestu. Sporð-
drekinn er stjómsamur og
varkár og vill halda fast utan
um sitt, en Bogmaðurinn finn-
ur til innilokunarkenndar og
fær köfnunartilfinningu ef
aðrir ætla að stjóma honum.
Upp gæti því komið togstreita
milli frelsis- og nýjungaþarfar
annars vegar og sljómsemi
og staðfestu hins vegar.
Alvara og léttleiki
Hið ólíka skap getur einnig
leitt til togstreitu. Annars
vegar em jákvæð viðhorf
Bogmannsins sem vill ekki
gera of mikið úr einstökum
málum og hins vegar alvara
Sporðdrekans sem á til að
velta sér uppúr einstökum
málum. Og síðan geta komið
upp ásakanir um annars veg-
ar þyngsli og hins vegar
kæruleysi. Hið dula og opna
getur einnig rekist saman.
Bogmaðurinn er opinskár og
getur hneykslað hinn varkára
Sporðdreka o.s.frv..
Gagnkvcem virðing
Til að þessum merkjum gangi
vel þurfa þau að virða þarfír
hvort annars og gefa hvort
öðru svigrúm til að rækta eig-
in áhugamál. Ef þau virða
þetta munu þau sjá að saman
geta þau lært margt og bætt
upp veikleika hvort annars.
Samband þeirra getur því ver-
ið þroskandi. Það þarf að ein-
kennast af ferðalögum, þekk-
ingarleit og nýjum verkefnum
en jafnframt þurfa þau að
gefa sér tíma til að vera útaf
fyrir sig og taka ákveðin mál
fyrir. Einnig er æskilegt að
þau rækti saman eitthvert
tómstundamál til að koma í
_ veg fyrir að þau vaxi í sundur.
GRETTIR
GRETTIR, EF ÞO hagar þé^ ,
EINS CK5 PÓ S’ÉR.T HÚSGAGN ÞA
UMQENGST ÉG Þ)G LÍXA SEÚV)
^— 1^-. húsgagm
HA HA HA j
MOOG FVNDlR, )
vJÓN r
HOTANIR HAFA
EKKI AHRIF> /MIG
mm
BRENDA STARR
Fjárinn! Aflur D-mínus!
LIFE MA5 IT5 5UN5HINE ANP
IT5 RAlN,SIR..IT5 PAY5 ANC?
IT5 NI6HT5JT5 PEAK5
ANP IT5 VALLEY5...
Lífið býður upp á sól og
regn herra .. . daga sína
og nætur.. tinda sína og
dali...
Það rignir í kvöld í dalnum
mínum!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Indverjinn frægi, Jaggy Shiv-
dasani, fann ekki réttu vömina
gegn þremur gröndum Jóns
Baldurssonar í fyrsta spili í við-
ureign þjóðanna á ÓL.
Norður gefur: enginn á hættu.
Vestur
♦ KG5
VK5
♦ Á94
♦ 86532
Norður
♦ D109842
VÁG72
♦ G8
♦ 9
II
Austur
♦ 73
♦ D108
♦ KD6532
♦ ÁG
Suður
♦ Á6
♦ 9643
♦ 107
♦ KD1074
í opna salnum fengu Guðlaug-
ur R. Jóhannsson og Öm Am-
þórsson að spila 2 spaða í NS,
einn niður. Það var ágætur
árangur því AV geta unnið 4
tígla. En sú „hætta" var fyrir
hendi að AV fæm í 3 grönd, sem
em vonlaus með spaðasókn.
Lokaður salur.
Vestur Norður Austur Suður
— Pass 1 tigull Pass
1 hjarta 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar
3 grönd Pass Pass Pass
Útspil: spaðatía.
Svar Jóns á einu hjarta er
oftast byggt á lit, en sögnin er
stundum notuð á spil með lauf-
lit og 11-12 punkta, þvi tvö
lauf beint er geimkrafa og gervi-
sögn.
Shivdasani í suður drap fyrsta
slaginn á spaðaás og hefði nú
getað hnekkt samningnum með
því að spila spaða um hæl. Jón
fengi þá aðeins sex slagi á tígul,
einn á lauf og einn á spaða.
Byijendum er kennt að svara
makker i sama lit, en það er
langt siðan Shivdasani var í þeim
hópi og hann skipti yfir í lauf-
kóng. Hann hefur reiknað með
að Jón ætti fjórlit í spaða og
ekki talið spaðasókninga væn-
lega. En nú vannst tími til að
sækja 9. slaginn á hjarta og ís-
land græddi því 8 IMPa i stað
þess að tapa 3.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Kaup-
mannahöfn í október kom þessi
staða upp í skák alþjóðlegu meist-
aranna Eduard Rosentalis, Sov-
étríkjunum, sem hafði hvítt og
átti leik, og heimamannsins
Bjarke Kristensen.
14. Rxf5! - exf5 15. Rd6+ -
Bxd6 16. exd6+ - Kf7 17. He5!
(Hvítur vinnur nú manninn til
baka og svarta staðan verður ai-
gjörlega vonlaus) 17. - Dc3 18.
Dxd5+ - Kg6 19. h4 - h6 20.
Hxf5! - Dxc2 (20. - Dxal er svar-
að með 21. De4! - Dxcl+ 22. Kh2
og síðan fær svartur á sig ban-
væna fráskák) 21. Df7+ - Kh7
22. Bxh6 og svartur gafst upp.