Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 38
38 C
MORGUNBLAÐŒ) VELVAKANDI SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
7?Harm át cxWo, 56ldcalcfeiierfcana í isskrápn-
ann í moimælaskyni vi& efnaíníigsástanoliá
i Fb'llcuid.''
Ég kom hingað að sunnan,
en þú?
Ég held ég sé búinn að róa
hann. Ég kom með stórt
kjötbein.
Það verður gaman að sjá
þegar hann vaknar?
HÖGNI HREKKVÍSI
Góð þjónusta
Evrópuferða
Til Velvakanda.
Við hjónin áttum þess kost í
haust að ferðast á vegum
ferðaskrifstofunnar Evrópuferða.
Ferðinni var heitir til Algarve í
Portúgal en þangað höfðum við
ekki komið áður. Skipulag ferðar-
innar og þjónusta starfsfólks Evr-
ópuferða var hreint til fyrirmynd-
ar. Allt sem lofað var af þeirra
hálfu stóðst og gott betur. Hótel
og aðbúnaður var sérstaklega góð-
ur. Ferðaskrifstofan Evrópuferðir
á allt okkar þakklæti fyrir gott
og vel heppnað sumarfrí.
Hermann Ástvaldsson
Á FÖRIMUM VEGI
Síðasta
íreisting*
Krísts -
Konungs-
merkið á
Alþingis-
húsinu
Kvikmyndin Síðasta freisting
Krists, sem sýnd er í Laugar-
ásbíói um þessar mundir, hefur
vakið umtal og deilur. Sumir
telja að þessi kvikmynd sé arg-
asta guðlast og beri vott um ger-
spillt hugarfar, aðrir að hún sé
að vísu djörf en alls ekki eins
klúr eða andstyggileg og margt
annað myndeftii sem boðið er
uppá. Fólk á förnum vegi sl.
fimmtudag var spurt hvort það
ætti að banna kvikmyndina
Siðasta freisting Krists.
Varla fyrir útvalda
Þarf maður að vera útvalinn til
að sjá þessa mynd? Fyrst prestarn-
ir mega sjá hana hljótum við hin
að mega sjá hana líka, sagði Jón
S. Magnússon sem við hittum í
Austurstræti. Annars hef ég engan
áhuga á þessi mynd og hugsa að
ég fari ekki að sjá hana.
Mikill ljótleiki í heiminum
Það er svo mikill ljótleiki í heim-
inum að mér fínnst alveg ástæðu-
laust að vera að framleiða meiri ljót-
leika, eða er þessi mynd nokkuð
annað? sagði Sigríður Hannesdóttir.
Það er kannski ekki ástæða til að
banna myndina en mér fínnst held-
ur engin ástæða til að sýna svona
myndir og sjálf ætla ég ekki að sjá
hana. Mennirnir skapa svo mikið
af illum hlutum. Hugsið ykkur bara
Jón S. Magnússon
Loftur Vilhjálmsson
kjamorkuvopnin, til hvers annars
eru þau en að deyða fólk og eyða
heimsbyggðinni og hver sigrar í
slíku stríði? Það ætti tvímælalaust
að banna öll kjamorkuvopn.
Fólk á sjálft að velja
Fóklið á að velja hvort það vill
sjá þessa mynd eða ekki, ég tel
enga ástæðu til að banna hana,
sagði Loftur Vilhjálmsson. Ég hef
ekki ákveðið hvort ég sé hana eða
ekki og hef reyndar lítin áhuga
Víkverji skrifar
að hefur verið í tízku um nokk-
urra ára skeið að hamast gegn
hvers konar mengun í lífi nútíma-
fólks. Það er vel á meðan áttum
er haldið í hugsun, orði og hegðan.
En af einhverjum undarlegum
ástæðum hefur hávaðamengun orð-
ið útundan. Hún er þó sízt betri en
aðrar tegundir mengunar. Víkverji
fagnar því að nokkrir borgarar hafa
tekið upp andóf gegn óþarfa hávaða
í umhverfi og daglegu lífí okkar.
Nú er svo komið, að þegar verka-
menn og iðnáðarmenn eða aðrir em
að störfum í borginni, kemur oft
meiri hávaði úr útvarpstækjum en
vinnutækjum, svo sem vélnöfmm,
hömmm og sleggjum, og hefði það
einhvem tíma þótt ótrúleg saga.
Víkveiji hefur orðið vitni að því að
íbúar við heila götu em undirlagðir
hávaðamúsík, sem þeir hafa alls
ekki beðið um, af því að verið er
að gera við eitt húsið eða jafnvel
aðeins verið að dytta að garðinum.
Fólk, sem lá í sólbaði á svölum úti
að sumarlagi einn bjartan sunnu-
dagseftirmiðdag, ætlaði að hlusta á
konzert í útvarpinu á lágu nótunum,
en fékk ekki notið hans og varla
hlustað á fréttir, af því að þakvið-
gerðarmenn í nokkurra húsa fjar
lægð stilltu tæki sín eins hátt og
hægt var á allt aðra tegund af
músík. Margir munu og kannast
við það, að þegar vinnuflokkur still-
ir bifreið upp nálægt vinnustað,
skrúfar allar rúður niður en útvarp-
ið upp á hæsta kraft og spillir svo
öllu umhverfi sínu rneðan vinna
stendur yfir.
Fleiri dæmi mætti nefna. Fólk
er ófrótt um rétt sinn til að kvarta
undan slíkum hávaða á almanna-
færi við löggæzlumenn, en hann
mun ótvíræður.
XXX
Undarlegt er og það tiltæki
verzlunareigenda að hafa
síbyljuhávaða inni í búðum sínum
og láta glymjandann helzt berast
út á götuna. Víkveiji veit, að hann
er ekki einn um það að forðast með
öllu slíkar búðir. Einnig ættu kvik-
myndahúsastjórar að gæta þess að
æra ekki gesti sína, eins og stund-
um vill brenna við, einkum í kynn-
ingar- og auglýsingamyndum, sem
sýndar eru á undan aðalmyndum.
Víkveiji fór að sjá „Barflugur"
um daginn. Þetta er mögnuð mynd,
óhugnanleg og fyndin til skiptis,
og vel er hún leikin. Einkum leikur
Mickey Rourke aðalsöguhetjuna
vel. Oheyrilegur drykkjuskapur og
tilheyrandi áfengisböl einkennir
myndina, en þó fannst Víkveija
þetta mikla fyllirí stundum óekta,
þ.e. það sá ekki alltaf mikið á sögu-
hetjunum, þótt gífurlega mikið
væri innbyrt, og aldrei virtust þær
verða „þunnar", hvað þá timbraðar
að marki.
Á undan myndinni voru væntan-
legar kvikmyndir kynntar, en sú
kynning fór fyrir ofan garð og neð-
an hjá Víkveija, því að hávaðinn
var svo hrikalegur í tækjum kvik-
myndahússins (máske rangt stillt-
ur?), að hann var alveg miður sín
á meðan, og svo var um fleiri, því
að hann sá fólk stinga fingrum í
eyru.
xxx
Og meðal annarra orða: „Miða-
salan opnar klukkan hálfþrjú“
stóð á spjaldi í glugga á miðasöiu
kvikmyndahússins. — Það er hægt
að opna miðasölu, en hún opnar
aldrei sjálf.