Morgunblaðið - 20.11.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 20.11.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 C 41' þungar stunur brimsins í fjarska. Auðvitað gat Guð látið þennan voðalega, stóra sjó koma og gleypa alla. Og hvað skýin gátu stundum verið grett og svört. Og rokið hams- laust á þilinu. Hann var sterkur, Guð, sterkari en sjórinn og stormur- inn. Drengurinn skildi auðmýkt og lotningu hins sterka manns, afa síns, þegar hann hóf kvöldlesturinn á þessum orðum: „Guð veri oss náðugur og miskunnsamur fyrir Jesúm Kristum." Það var óendan- legt öryggi, traust og friður í þess- um orðum. Ekki hugsaði drengurinn úti hvað orðin „fyrir Jesúm Kristum" áttu að þýða. Það skildi hann seinna. Hann hugsaði margt um Guð. Eftilvill mundi Guð einhvemtíma kalla til hans einsog Samúels og Móse. Eða hann kæmi til hans eins- og til Abrahams. Til þess langaði hann. Oft talaði hann við Guð. Honum fannst hann vita af honum. En Guð talaði ekki — nema uppúr stóm bókinni og Passíusálmunum. Það var skrítið. Iðulega mælti hann sér mót við Guð á afviknum stöðum og hét því með sjálfum sér að láta engan vita þó hann kæmi, ef hann kynni ekki við að aðrir kæmust á snoðir um það. En Guð kom ekki. Og samt var hann „yfir og alltum- kring“. Og ljóslifandi suðrí mýri stundum. En Guð átti víst engin bein eða brýn erindi við hann. Það var hreint ekki víst að Guði þætti vænt um hann. Hann var vondur, sagði ljótt, var óþægur við ömmu, kaffærði köttinn, var nærri búinn að drepa hann. Engir áttu síður skilið að hann gerði þeim illt en amma og kisa. Hann var ótta- legt illyrmi. Kannski var Guð búinn að sjá að hann hlyti að glatast. Hendingar úr Passíusálmunum, setningar úr húslestmnum þmm- uðu fyrir eyram honum, óttalegum þunga einsog brimið við sandana, köldum nístingi. Hann var fimm eða sex ára þegar þetta var og honum fannst hann vera glataður. Hann hafði iesið í einhvem skrítinni bók sem slæðst hafði inná heimilið, að tiltekinn maður útí heimi hefði selt sig djöflinum, og hugsunin greip hann heljartökum. Hún var í senn skelfileg og einkennilega æsandi. í hugsunarlausu bráðræði bernsk- unnar afréð hann að eignast hlut- deild í þessari fágætu reynslu og seldi sig djöflinum með hátíðlegri yfirlýsingu, sem að vísu enginn heyrði nema hann sjálfur. Þetta atvik varð tilefni þeirrar sannfæringar að Guð hefði útskúf- að honum. Nú hafði óvinurinn hann á valdi sínu. Þetta stóð ekki lengi, en var fullkomin angist, alger skelf- ing með köflum. Eftirað hann komst til vits og ára lærðist honum að meta og þakka þessa reynslu. Hún ein nægði honum til að skilja, að þeir gömlu fóra ekki með hé- góma þegar þeir töluðu um terrores conscientiae (ógnir samviskunnar). Þessa byrði gat hann ekki borið einn. Hann stundi angri sínu upp við ömmu einusinni þegar hún var að mjólka, og skömmu síðar talaði hann við föður sinn á leiðinni heim frá fjárhúsunum. Eftir þessi samt- öl, einkanlega hið síðara, varð hon- um rótt. „Aldrei tapast sá nokkur neinn, sem nafn þitt uppá treystir." „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingeíinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Hann mundi ekki nákvæmlega hvernig orðin féllu í básnum eða á fjárhúsgötunni, en innihaldið var þetta. Það var kristin kirkja sem mætti honum í þessum tveimur börnum sínum með sitt evangelíum — og gaf honum,það sem hann þurfti. Það er kvöld. Ljósið í baðstof- unni dvínar og fjarlægist annað veifið — syfjan sækir á. Kliður rokksins, marrið í rúmstokkunum, þytur stormsins við gluggann ómar í fjarska bakvið hrynjandi mjúkrar raddar ömmu, sem er að hjálpa honum í háttinn. Hún fer með vers, hann tekur orðin upp eftir henni, dularfull orð, háleit, stillt og tær einsog stjörnurnar, himnesk einsog þær. Húrt stýrir hendi hans, þegar hann signir sig: „í nafni Guðs, föð- ur og sonar og heilags anda. Guð geymi mig og varðveiti mig á sálu og lífi þessa nótt og alla tíma í Jesú nafni. Amen.“ Svo hverfur hann sæll á vit Máttarins sem er langt fyrir ofan þekjuna, en samt nær honum en baðstofan og ennþá hlýrri en hún, miklu meiri en afi og amma og pabbi og ennþá betri en þau. Jesús. Oft hafði drengurinn séð regnbogann brúa bilið milli himins og jarðar, bijótast fram í yggldum, svörtum skýjum, sveipa þau dýrð um leið og þau flúðu. Honum hafði verið kennt að segja þegar hann sæi regnbogann: „Friður á milli himins og jarðar, friður á milli Guðs og manna." Jesús var regn- boginn. Þunginn, gnýrinn, dynurinn í orðum Passíusálmanna var óveður á flótta. Það var friður milli himins og jarðar, milli hans og Guðs. Að- eins að horfa á táknið, gleyma því ekki. Læra að elska það, elska eitt- hvað af fegurð þess inní sjálfan sig. Regnboginn kom og fór. Krossinn skyldi aldrei hverfa. Hvert kvöld og hvern morgun hafði hann, fráþví hann mundi eftir sér, vígt sig merki hans. Nú sá hann hversvegna. Og nú fór hann að skilja betur orðin „fyrir Jesúm Kristum". Næstu árin — hann var þá flutt- ur til föður síns — var Jesús hans mikli og góði vinur. Mátturinn, sem var sterkari en Laki og Kötlugjá, var bróðir hans, frelsari hans. Hann vissi að mamma hafði fórnað lífinu til að bjarga þeim bræðram frá bana. Hann skildi svo vel að Jesús hafði gert eins eða svipað fyrir mennina, fyrir Guð. Jesús var oftlega hjá honum, al- veg hjá honum, einkanlega þegar hann var einn útum haga. Hann hjálpaði honum ævinlega þegar eitt- hvað var erfitt. Honum fannst óhugsandi að vegir þeirra mundu nokkumtíma skiljast. Þegar messað var fóra alltaf ein- hverjir frá Kotey til kirkju, allir sem áttu heimangengt. í því samhengi mundi drengurinn fyrst eftir sér á hnakknefinu hjá afa, þegar hann reiddi hann fyrir framan sig til kirkjunnar. Áðuren þeir stigu af baki gall við í stráksa: „Afi minn, klóraðu mér fyrir austan nefið,“ og varð efni í margar hjartanlegar hláturrokur hjá gamla manninum. í þeirri sveit var vissulega höggvið eftir, hvemig tekið var til orða. Þessi fyrsta kirkjuferð varð drengnum mikil upplifun. Honum varð starsýnt á skímarföður sinn, séra Bjama á Mýram, þarsem hann stóð skrýddur fyrir altarinu, mikill vexti og með þróttmikla söngrödd. Ekki leið á löngu þartil hann fór sjálfur að tóna eftir prestinum. Við gluggann á baðstofunni var lítið borð þarsem hann stillti sér upp og tónaði með miklum tilburðum. Langamma veitti þessu athæfi eft- irtekt, hló við og lét þess getið, að snáðinn mundi verða býsna fallegur fyrir altarinu. Hún fullyrti og fékkst ekki ofanaf því, að hann ætti eftir að verða prestur. Þessi kararkona, “ ömmumóðir drengsins, var fámál og fáskiptin, en bjó yfir einhverjum dulargáfum sem gerðu henni kleift að sjá fyrir óorðna hiuti, hvort heldur var um að ræða draumspeki eða hugboð. Fóra margar sögur af framsýni hennar. Einhveiju sinni sagði hún uppúr eins manns hljóði: „Skrítið þykir mér, ef ég á eftir að deyja á ' Fljótum.“ Ekki hafði komið til tals að neinn úr fjölskyldunni flyttist að Fljótum, en svo fór nú samt að þar bar hún beinin. KYNNIR NY yndBo* MYNDBÖND Dreifing: Myndbox - sími 16444 BASED OM THE BESTSELLER THATSHOCKED 40 MILLIOM READERS fLOWERS % ^AWIC ISLENSKUR TEXTl íftl FNWim TCVTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.