Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 2
I
"&L.&....3ZZÍÍ
VSBÍiSS*
jl—l
wmmé.
Kynlegir kvistir
Smám saman §ölgar í sjónvarps-
hominu; Sigurbjörg Flosadóttir og
Anna Magnúsdóttir, bráðhressar
bóndakonur af Héraði stinga inn
kollinum. Sibba segist stinga af frá
búi og barni til að vinna sér inn
pening því endar nái ekki saman.
Anna kemur blaðskellandi beint frá
lækninum en hún hefur skorið sig
fyrr um daginn. Bjóðið fylltist af
síld og hún sá ekki hvar hnífurinn
kom niður. „Hann saumaði sex
spor, þetta er bará krosssaumur hjá
honum. Svo sagði hann að ég ætti
ekki að skera á morgun en ég geri
það nú samt,“ segir hún og hlær
óskaplega.
Salurinn fyllist smám saman af
fólki, sumum dulítið kynlegum
kvistum. Flestir skotra augunum
forvitnislega til gestsins og láta þar
við sitja. Ekki þó Svavar, stórbóndi
á Flugu í Hörgárdal. „Helvíts
Mogginn, það væri nær að Tíma-
menn kæmu, að skipun Steingríms
frænda," hnussar hann og sest sem
flærst gestinum. Svíamir, sem hafa
stungið inn kollinum öðru hverju
flyklq'ast inn, einn með myndband
undir hendinni. Þjóðimar tvær hafa
lítil samskipti sín í milli en allir
sameinast um að horfa á Rocky IV.
Sumir Svíanna hafa þó hlotið viður-
nefni hjá íslendingunum, t.d.
„kjaftaskurinn" sem aldrei þagnar.
Það er lítið annað við að vera á
kvöldin, enda fólkið þreytt. íslend-
ingamir tínast fyrr i háttinn, upp
úr kl. 22 en Svíamir horfa á mynd-
ina til enda.
Bragginn þrifinn
Það er vitlaust veður á miðunum
um nóttina. Þegar menn tínast inn
í borðsalinn rétt fyrir kl. átta til
að fá sér fyrsta kaffitár dagsins,
em fréttimar ekki góðar, engin síld.
Regnið bylur á rúðunum og engan
langar út en Hafsteinn verkstjóri
tilkynnir að hann ætli að láta menn
taka lokin af tunnunum og gera
klárt fyrir söltun. Von er til þess
að veðrið lægi og einn síldarbátur-
inn komist inn íjörðinn. Anna og
Sibba bjóðast til þess að þrífa
braggana, enda ekki vanþörf á, þar
sem sfldarhreistrið er hvarvetna.
Það þekkja allir þeir sem hafa kom-
ið nálægt síld.
íbúðarbragginn er tvfskiptur; í
þeim minni búa tíu íslendingar og
þar em einnig skrifstofur, í þeim
stærri er matsalur á neðri hæðinni
og bústaður Svíanna á þeirri efri.
Svíamir sem em á aldrinum 18-29
ára ganga hirðuleysislega um.
Þröngur gangurinn milli herbergj-
anna er fullur af pjönkum krakk-
anna, fötum og vinnugöllum. Það
má þó virða þeim til vorkunnar, að
herbergin era svo lítil að dótið sem
fylgir þeim, kemst varla fyrir, ef
hægt á að vera að stinga niður
fæti. A herbergjunum, sem em flest
tveggja manna, era þröngar kojur,
borð og lítill kollur. Annað rúmast
ekki. I skúmaskotunum getur að
líta áfengisflöskur frá undangengn-
um helgardrykkjum, flestallar
vodkaflöskur. Krakkamir halda
heljarstórt partý á hverjum laugar-
Morgunmaturinn er kl. 9.30 og
þá er tekið hraustlega til matar síns.
Margir taka sér sex-sjö samlokur,
auk hafragrautarins og slátursins
eða komfleksins. Og ofan á brauð
er hægt að fá sfld en fáa langar í
hana. „Og hvað er að þér?,“ hnussa
mæðgumar í eldhúsinu, þegar ein-
hver vogar sér inn á yfirráðasvæði
þeirra.
Fólkinu hefur gengið erfiðlega
að vakna, en er að hressast. Þeir
sem hafa unnið í meira en mánuð
em orðnir langþreyttir. Konumar
verkjar í únliði og handleggi eftir
sfldarskurðinn, sumar geta ekki
sofnað fyrir verk sem leggur upp
eftir handleggnum. 0g hendumar
em bólgnar. „Maður er mánuð að
Aftnælisveislan í Ásgarði. Linda, Anna og Ina hafa það notalegt.
degi, eða fara inn í bæinn til að
skemmta sér. íslendingamir, sem
em flestir mun eldri, taka ekki þátt
í helgarfjörinu. Síldarvinnan er
þeirra lífsviðurværi og þeir hvíla sig
þegar tækifæri gefst. Bragginn er
snyrtilegur þeirra megin og Sibba
og Anna em eldfljótar með tiltekt-
ina. En þær óar við því að þrífa
hjá Svíunum og ákveða að þeir
geti alveg gert það sjálfir.
Langþreyttir
kaffihléum er mikið sungið og
spaugað. Og rætt um allt milli him-
ins og jarðar. Vinnuna, aðbúnaðinn
og kaupið ber oft á góma. Að
ógleymdu umtalinu um náungann,
sem blómstrar í svona litlu sam-
félagi. Vinnan hefur óneitanlega
áhrif; manni einum sem ber á góma
er lýst þannig að hann sé eins og
síld í framan. Og aliir þekkja hann
á lýsingunni.
Pása, hvað er nú það?
Um hádegi hefur veðrið lægt og
von er á síldarbát inn um kaffileyt-
ið. Þegar hann leggst að er undir-
aldan svo mikil að ekki er hægt að
landa strax og það kennir óþolin-
mæði hjá mannskapnum. Skipveij-
um er ekki síður annt um að hefja
löndun svo þeir geti keypt sér
bijóstbirtu. Á meðan horfa nokkrir
á myndbönd en flestir byija a^
undirbúa söltunina. Hún hefst
stuttu síðar og þá gengur mikið á.
Konumar raða sér við færibandið,
vopnaðar tveimur hnífum °S
hlífðarsvuntu. Þær hausskera °f
slógdraga síldina hraðar en auga á
festir og líta ekki upp úr vinnunn>-
Ein og ein sænsk stúlka sker en
hefur ekki roð við konunum, sem
þekkja síldarsöltun frá blautu
bamsbeini, sumar aldar upp í síldar-
plássum á borð við Sigluijörð. Ég
reyni söltunina sjálf og nýt leið-
sagnar verksljóranna, því síldar-
stúlkurnar mega ekkert vera að
slíku. Það er erfitt að skera fyr>r
óvanan. Þegar þijú sfldarmerki eru
komin í stígvélið verkjar mig í úln-
liðina og er komin með náladofa 1
Einn íbúanna í Ásgarði nýtur tónlistarinnar.
Lottu var dembt ofan í fiskkar fullu af vatni í
tilefni af síðasta vinnudegi sínum hjá Norðursíld.
jafna sig eftir svona törn. En það
er svo skrýtið að þegar maður lítur
til baka eftir svona tvo mánuði, þá
hefur þetta verið ofsalega skemmti-
legt. Þetta er erfítt en það er svo
gaman að kynnast öllu þessu fólki,
frá mismunandi löndum," segir
Sibba. Tony Hunt, breskur rafvirki,
tekur undir með Sibbu. Hann er á
síld í annað sinn og hefur mikinn
áhuga á landi og þjóð.
Það er komið los á sænska hóp-
inn. Krakkamir hafa verið hérlend-
is síðan í september og em orðin
þreytt enda ekki vön vinnu eins og
hún tíðkast hér. En þau em víking-
ar til vinnu nema hún Súsanna litla,
sem gerir allt Iöturhægt. Nokkur
era farin eða á fömm en önnur
ætla sér að vera fram yfír jól ef
einhveija vinnu er að fá. Þegar þau
em spurð hvers vegna þau séu hér,
verður fátt um svör. Sum segjast
hafa komið þar sem þau hafi talið
að hér væri auðfenginn gróði og
sum bera við atvinnuleysi.
Rétt eins og íslendingamir em
Svíarnir hress hópur. í matar- og
Alla ráðskona skýst á milli húsa
í bleytunni.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988