Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 3

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 3 einn fingnrinn. Konurnar hlæja dátt að mér, og segja þetta ein- kenni eftir mánaðarlanga söltun. 'Þær vinna ótrauðar fram undir ell- efu en þá á að hætta. „Pása, hvað er nú það?“ gellur í þeim þegar bjallan hringir í kaffihlé. Skyndilega birtast í skemmunni skipvetjarnir af síldarbátnum Ágústi Guðmundssyni með nikku, syngjandi sjómannasöngva. Spiliríið er eins og vítamínsprauta fyrir kon- urnar. Þær taka hraustlega undir og sveifla hnífunum, svo það er mesta mildi að engin skuli slasa sig. Enginn vill í flörið Flestir ná að hvíla sig örlítið eft- ir kvöldmatinn; leggja sig, skrifa bréf, nú eða horfa á myndböndin sívinsælu. Lítil húsamús, sem hefur komist inn, hefur hreiðrað um sig bak við sjónvarpið og truflar sýn- inguna með því að skjótast fram og til baka. Eftir kvöldmat sitja nokkrir Svíanna áfram og horfa á myndina í óþökk Öllu ráðskonu sem vill horfa á fréttirnar. Þeir verða að víkja og fara upp til sín. Von bráðar nötrar loftið, þeir hafa skrúf- að tónlistina í botn og reyna jafn- framt að tala saman. Þannig geta þeir haldið áfram fram á nótt. Sagt er að einn eldri maður sem á bágt með að þola lætin, eigi það til að berhátta sig, fara fram á gang og skipa þeim að steinhalda sér sam- an. Slíkar aðgerðir gera Svíana kjaftstopp; í bili. Á meðan er söltununni að ljúka en skipveijarnir syngjandi eru hreint ekki á þeim buxunum. íslend- ingarnir koma við í matsalnum til að fá sér kaffisopa áður en þeir skríða dauðþreyttir undir sæng, svo ekki þýðir að eiga við þá. Skip- veijamir fara því upp til Svíanna en þeir taka þeim einnig tómlega. Einn skipveija tekur þá á það ráð að spræna af tröppunum, yfir síldartunnurnar, sem til allrar guðs- lukku eru kyrfilega lokaðar. Síðan fara þeir um borð enda ekkert ann- að að gera. Seyðisfjörður kvaddur Við erum mörg sem yfirgefum Seyðisfjörð á föstudagsmorgni. Þrír ©NAÐARBANKINN VE> DALBRAUT: Útibú okkar við Dalbraut hefur tekið stakkaskiptum. Við höfum ekki aðeins breytt aðstöðu starfsfólks og viðskiptavina til hins betra - þjónustan hefur verið endurskipulögð, gjaldkerum fjölgað og afgreiðslufyrirkomulagi breytt í taktvið nýja tíma. Við erum sannfærð um að Svíinn Stefan tekur hraustlaga til matar síns við morgunverðar- borðið. Svíanna em á leið til Reykjavíkur þar sem þeir halda að sé meira um að vera. Áuk þess era nokkrir menn, greinilega í viðskiptaerindum og skipsáhöfn, sem hefur fengið sér ærlega neðan í því þó klukkan sé rétt tíu að morgni. Söltunin er kom- in í fullan gang og enginn má vera að því að kveðja. Ég doka því við fram að kaffi. Þar eru menn þegar famir að hugsa til kvöldsins. Síldar- stúlkumar ræða hvað þær eigi að kaupa sér í Ríkinu, og hallast helst að því að kaupa sér viskí og fá sér irish coffee. Svíarnir halda sig við sterkari drykkina. Við kveðjumst með virktum. Á þessum stutta tíma hefur fólkið viljað allt fyrir mig gera. Þrátt fyrir að íbúðarbragginn sé engin höll, eru móttökurnar á áranguiinnverður ermbetriþjónusta! Veriðvelkomiii! (?) iðnaðarbanUnn -nútim knKi Laugarnesútíbú. Dalbraut 3. Sími 685488 w Gffi AUGlýSP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.