Morgunblaðið - 27.11.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 7.
Sigríður fæddist árið áður
en síðari heimsstyrjöldin
braust út og man fyrst
eftir sér á Skólavörðu-
holtinu á stríðsárunum.
Faðir hennar, Geir Stef-
ánsson, lögfræðingur og
stórkaupmaður, rekur
ættir sínar austur til Vopnafjarðar,
en móðir hennar, Birna Hjaltested,
er innfæddur Reykvíkingur og hef-
ur ætt hennar búið í Reykjavík í
hartnær þijú hundruð ár. Frá
bernsku sinni minnist Sigríður tíðra
heimsókna ijölskyldunnar á Suður-
götu 7, til afa hennar, séra Bjarna
Hjaltested og Stefaníu ömmu, sem
var dönsk.
„Bemsku- og unglingsárin móta
persónuleika mannsins og á fyrstu
hún tók þátt í fegurðarsamkeppn-
inni, sem átti eftir að breyta öllum
hennar framtíðaráformum. í keppn-
inni á Langasandi árið eftir vakti
Sigríður einna mesta athygli kepp-
enda enda fór það svo að strax að
henni lokinni fékk hún tilboð frá
Musical Corporation of America,
sem þá var ein virtasta umboðs-
skrifstofa fyrir leikara og söngvara
í Bandaríkjunum.
Þegar hér var komið sögu varð
ekki aftur snúið og ljóst að Sigríður
myndi ekki hverfa heim til íslands
í bráð. „Mér var fenginn sérstakur
umboðsmaður, Harry Abrahams,
sem hafði það hlutverk að kynna
mig í kvikmyndaheiminum. Á hveij-
um morgni var farið með mig í við-
töl við hina og þessa framleiðendur
vera allt í einu komin mitt á meðal
þessa fólks og ég skemmti mér oft
konunglega. Fólkið sjálft var hins
vegar ekki allt eins spennandi og
maður hafði ímyndað sér. Ég man
til dæmis hvað mér brá þegar ég
sá Övu Gardner og Ritu Hayworth
í fyrsta skipti. Þær voru nú ekki
alveg eins fallegar og á myndunum
sem við Ann vorum að líma í stíla-
bókina forðum. Margir karlleikar-
amir voru heldur ekki eins myndar-
legir og spennandi og þeir virðast
á hvíta tjaldinu. Flestir þeirra voru
meðalmenn á hæð og sumir svo litl-
ir að þeir voru settir á kassa þegar
þeir voru með konu í nærmynd,
eins og til dæmis Alan Ladd.
Ég hef hitt fjöldann allan af
þessu fólki og gæti sagt þér ótal
CORAZON AQUINO:
Frekar alvörugefin.
BENIGNO AQUINO:
Alltaf blíður
og brosandi.
KIRK DOUGLAS:
Tók hann nokkur ár að komast
út úr hlutverki Spartacusar.
sögur af því ef það er það sem þú
ert að leita eftir. Ég gæti til dæm-
is sagt frá því þegar ég fór í nýárs-
boð hjá Frank Sinatra, eða þegar
ég dvaldi um jól á búgarði Robert
Mitchum í Maryland. Það gerðist
eftir að ég var flutt til New York.
Ég kynntist syni Roberts, Jimmy,
þegar ég var að læra söng í Holly-
wood og hann heimsótti mig eitt
sinn í New York. Birna systir bjó
þá hjá mér og við vorum ekki al-
mennilega búnar að koma okkur
fyrir í íbúðinni. Þetta var rétt fyrir
jólin og Jimmy stakk upp á að við
kæmum með honum heim til for-
eldra sinna og værum þar yfir jólin.
Við þáðum boðið og áttum þarna
skemmtileg jól. Ég hafði kynnst
Robert áður í Hollywood og þau
hjónin tóku afskaplega vel á móti
okkur systrunum. Hann gekk með
mér um allt og sýndi mér landar-
eignina. Húsið var gríðarstórt og
það var meðal annars notað í sjón-
varpsþættinum Stríðsvindar sem
sýndir voru hér í fyrra. Yngri sonur-
inn Chris, sem var jafngamall
Birnu, var þarna líka og svo dóttir-
in. Þetta var ósköp venjuleg og
þægileg fjölskylda.
Ég gæti líka sagt þér frá því
þegar Kirk Douglas kastaði sér yfir
mig á baðströnd á Acapulco og lét
eins og hann væri enn í hlutverki
Spartacus, en það tók hann nokkur
ár að komast út úr því hlutverki.
Ég reiddist að sjálfsögðu og spurði
hver hann héldi eiginlega að hann
væri og þá hundskaðist hann í
burtu. Það fannst mér ekki sérlega
geðfelldur maður, að minnsta kosti
ekki þá stundina.
En eins og ég sagði byggist allt
líf þarna á samböndum og þau fær
maður meðal annars með því að
mæta í sem flest viðtöl og sam-
kvæmi og fara á frumsýningar. I
Ameríku á þessum árum fór ung
stúlka ekki ein í slík samkvæmi
heldur varð hún að vera í fylgd
herra. í fyrstu sá Harry um að fara
með mig og ég man að eitt af því
fyrsta var á eins konar forfrumsýn-
ingu á „Never on sunday". Hún var
haldin í sérstökum sal sem Sam-
band kvikmyndaleikara átti og var
lokuð fyrir almenning þannig að
þarna voru bara leikarar og frægt
fólk. Eftir sýninguna fóru allir inn
í hliðarsal í kokteil en ég sat eftir
í sætinu og var að hugsa um mynd-
ina. Þá kom skyndilega annar heið-
ursgestanna út úr hliðarsalnum,
Jules Dassin, leikstjóri myndarinnar
og eiginmaður aðalleikkonunnar
Melinu Mercouri. „Ég sé að þú ert
eins og ég, ekki mikið fyrir marg-
menni,“ sagði hann og við tókum
tal saman. Þá kom Melina og fór
að dást að kjólnum sem ég var í,
en hann var úr efni sem ég hafði
keypt í Tyrklandi, áður en ég kom
til Ámeríku. í framhaldi af því fór
ég að tala um dásemdir Tyrklands
og nefndi það við Dassin að hann
ætti endilega að taka upp mynd í
þessu stórbrotna landi. Hann kvaðst
nú aldrei hafa leitt hugann að því.
Ég veit ekki hvort þetta samtal
okkar hefur haft áhrif á það eða
ekki að minn maður fór nokkrum
PETER STRAUSS:
Ekki sérlega spennandi.
tuttugu árum ævinnar skipti ég
þrisvar um heimkynni, flyt á milli
ólíkra menningarsvæða og hef
kannski rétt náð að skjóta rótum á
einum staðnum þegar ég flyt á
annan. Þess vegna bijótast þrír
ólíkir menningarstraumar um í mér
og þótt það auki kannski víðsýni
hefur það sína galla. Það er erfitt
að skipta um land og þurfa sífellt
að tileinka sér nýja siði, ekki síst
fyrir börn. Ég mæli ekki með því
við neinn. Pabbi var í viðskiptum
og fjölskyldan flutti til Svíþjóðar
þegar ég var 7 ára. Ég var þá orð-
in læs og það hefur eflaust bjargað
miklu hvað íslenskuna varðar, en
systur mínar Anna og Birna, sem
þá voru þriggja ára og ellefu mán-
aða, lærðu ekki íslensku fyrr en við
fluttum aftur heim níu árum síðar."
Sigríður settist í Menntaskólann
í Reykjavík þegar hún flutti aftur
til íslands frá Svíþjóð og lauk stúd-
entsprófi 1958. Að loknu stúdents-
prófi hóf hún nám í sænsku og
frönsku við Háskóla íslands og
hafði lokið fyrsta vetrinum þegar
og leikstjóra. Svo var ég látin fara
í prufuupptökur og myndir teknar
af mér með einhveijum leikurum
til að vekja á mér athygli. Ég var
til dæmis látin þvælast um alla
Beverly Hills heilan dag með leikar-
anum Edd Byrnes í auglýsingaskyni
fyrir blaðið Photoplay. Ég man að
mér fannst það heldur óþægilegt
og óviðeigandi þegar hann var að
kjassa mig og kremja við ólík-
legustu aðstæður, bláókunnugur
maðurinn. En svona var lífið þama.
Það var alltaf verið að setja eitt-
hvað á svið og yfirleitt var þetta
allt sýndarmennska í von um eftir-
tekt.
Hollywood og fræga fólkið
Sigríður færist undan því í fyrstu
að ræða kynni sín af fræga fólkinu
í Hollywood, finnst eins og það virki
sem sjálfshól af sinni hálfu auk
þess sem sjálfri finnist henni ekkert
sérstakt til þess koma að hafa
kynnst þessu fólki, a.m.k. ekki
sumu þeirra. „Þegar ég var lítil
stúlka í Svíþjóð fylgdist ég vel með
því sem var að gerast í Hollywood
í gegnum sænsku kvikmyndablöðin.
Við Ann Forsman, vinkona mín,
klipptum þá uppáhaldsstjörnurnar
okkar út úr blöðunum og límdum
þær í stílabók. í undirmeðvitundinni
hefur þá sjálfsagt fæðst einhver þrá
til að líkjast þessu fólki og lifa svona
lífi og auðvitað var spennandi að
GÓÐIR ISLENDINGAR
Útgáfudagur plötu, kassettu og geisladisks
1. desember
: •
VALGEIR GUÐJONSSON
Tónleikar í íslensku Óperunni
sunnudagskvöld 4. desember kl. 21:00
Forsala aðgöngumiða í íslensku Óperunni
og hljómplötuverslunum Steina hf.