Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 8
• ' ■ “...- * ' 7'
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
HJÁ
FRÆGU
FfiLKI
árum síðar til Istanbul og tók upp
myndina Topaz.
Það eru svona atvik og skemmti-
legar tilviljanir, sem ég man best
eftir, eins og til dæmis þegar ég
hitti Shirley McLaine í fyrsta skipi,
en það var í mátunarklefa hjá klæð-
skera í Hong Kong, þar sem við
vorum báðar að láta sauma á okkur
kjóla. Hitt, sem gerðist frá degi til
dags, rennur meira saman og eins
minningin um fólk sem maður hitti
oft og kannski daglega. Ég get þó
nefnt Jill St. John sem var góð vin-
kona mín. Ég var líka í góðum
kunningsskap við Goldie Hawn og
Ann Margaret. Goldie var þá óþekkt
og hún þurfti að bíða lengi eftir
frægðinni, ein fimmtán ár. Eg hefði
aldrei haft þolinmæði til þess.
Kvikmyndir og sjónvarp
„Þegar ég kom til Hollywood
voru sjónvarpsþættir að stíga sín
fyrstu spor og eftir á að hyggja
held ég að réttara hefði verið að
beina mínum starfsframa frekar að
þeim. Ég held því að mínum málum
hafi verið vitlaust stjórnað af hálfu
umboðsskrifstofunnar. Ég lék í fjór-
um kvikmyndum á þessum árum.
Ein var um Hitler, þar sem ég lék
hjúkrunarkonu. Næst fékk ég eitt
af aðalhlutverkunum í myndinni
The Crawling Hand þar sem Rod
Lauren var mótleikari minn. Hann
hafði þá slegið í gegn sem söngv-
ari, náð lagi í efsta sæti vinsælda-
listans og var að reyna fyrir sér í
kvikmyndum. Ég hitti hann aftur
nokkrum árum síðar í New York,
en síðan veit ég ekkert hvað af
honum varð. Næst fékk ég smáhlut-
verk í mynd sem hét Bedtime Story,
en aðalhlutverkin í henni léku David
Niven og Marlon Brando. Ég man
að mér þótti þetta hlutverk heldur
lítilfjörlegt og var eitthvað að
kvarta yfir því við David og við
ræddum saman allan daginn á milli
þess sem verið var að mynda. Hann
var mjög rólegur og afslappaður
og gat talað um allt milli himins
og jarðar. Aftur á móti var Marlon
Brando miklu þyngri og ég kynntist
honum lítið. Hann var allan daginn
úti í horni með kennara sínum að
æfa textann. Hann virtist hafa mjög
mikið fyrir hlutverkinu eða þá að
hann hefur verið svona afskaplega
vandvirkur.
Svo fór ég að leika í sjónvarps-
þáttum sem urðu um 20 taisins.
Þar kvað mest að Beverly Hillbill-
ies, sem var kjörinn vinsælasti sjón-
varpsþátturinn eitt árið. Ég lék þar
hlutverk franskrar þjónustustúlku
og hlaut nokkrar vinsældir fyrir,
komst til dæmis á forsíður ein-
hverra blaða og fékk aðdáendabréf.
Ég lék líka í einum sjónvarps-
þætti með Peter Strauss, en það
var fyrsti sjónvarpsþátturinn sem
hann kom fram í. Hann var þá
nýbúinn að slá í gegn og kom frá
New York bara fyrir þennan eina
þátt. Ég lék kærustuna hans í þess-
um þætti og man að mér þótti
mótleikarinn ekkert sérlega spenn-
andi, hann var bæði lítill og bólu-
grafínn. Svo lék ég í einum Dr.
Kildare-þætti þar sem Dick Cham-
berlain lék aðalhlutverkið, en þetta
var hans sjónvarpsþáttaröð í mörg
ár áður en hann fór að leika í kvik-
myndum. Mér fannst hann svolítið
stirðbusalegur í framkomu í þá
daga, en hann breyttist mikið síðar.
Eins var ég í tveimur þáttum með
John Forsythe, þessum sem nú leik-
ur gamla manninn í Dynasty, en
þeir þættir hétu Bachelor’s Father“
og hann lék titilhlutverkið.
Filippísku vinirnir
„Skömmu eftir keppnina á
Langasandi fór ég í þriggja mánaða
sýningar- og söngferðalag til
Filippseyja, Hong Kong og Japans.
Kynnir í þessari sýningu var leikar-
inn Jeff Chandler, en hann var þá
að gera kvikmynd á þessum slóðum.
A Filippseyjum kynntist ég
ágætu fólki sem átti eftir að verða
nánir vinir mínir næstu árin. Sýn-
ingin var haldin í Araneta Coloss-
eum í Queson City, sem var þá
stærsta yfírbyggða hringleikahús í
heimi, tók um 10 þúsund manns í
sæti og alltaf troðfullt. Það var í
eigu Araneta-fjölskyldunnar, en
þetta fólk var í hópi hinna efnuð-
ustu á Filippseyjum. Araneta átti
þijú böm á okkar aldri. Elsta dóttir-
in Judy var þá gift Gerald Roxas,
en faðir hans var fyrrverandi for-
seti Filippseyja.
Ég hitti þetta fólk nokkrum sinn-
um síðar í Ameríku og í gegnum
Judy kynntist ég meðal annars
Benigno og Corazon Aquino, systur
hennar Sari og yngsta bróðurnum,
Joseph Cojuangco. Benigno og
Corazon voru miklar andstæður,
hann alltaf blíður og brosandi en
hún frekar alvörugefin. Sari varð
góð vinkona mín og við skrifuð-
umst á við og við og seinna bar
hún upp bónorð fyrir hönd yngsta
bróður síns. Faðir þeirra var þá
látinn, en á Filippseyjum var það
siður að elsti meðlimur fjölskyld-
unnar bæri upp bónörðin fyrir hönd
hinna yngri. Ég var ekki í giftingar-
hugleiðingum á þessum tíma, og í
formlega svari, sem ég gaf við
þessu bónorði, bað ég þau um að
hugleiða hvort ekki væri varhuga-
vert fyrir fólk í þeirra þjóðfélags-
stöðu að fá útlending í Ijölskyld-
una. Ekkert varð því úr þessum
áformum.
Nokkrum árum síðar, eftir að ég
var flutt til New York rakst ég af
tilviljun á Araneta sjálfan og hann
bauð mér að líta inn einhvem dag-
inn í íbúð sína á Waldorf Astoria
hótelinu. Þar hitti ég Marcos í fyrsta
skipti, sem síðar átti eftir að verða
forseti Filippseyja, en hann starfaði
þá hjá Sameinuðu þjóðunum. Við
hittumst í lyftunni á leiðinni upp
til Araneta. Þetta var svolítið fynd-
ið því við gáfum hvort öðru auga
Á þröskuldi
frægðarinnar
Á efri myndinni er Sirry Steffen á
götu í Hollywood með leikaranum
Edd Byrnes. Myndatakan var
sviðsett fyrir blaðið Photoplay í
auglýsingaskyni.
Til hliðar er hún með
verðlaunagripinn fyrir titilinn
„besta Ijósmyndafyrirsætan“ í
keppninni á Langasandi.
þama í lyftunni og fómm svo bæði
út á sömu hæð og gengum að sömu
dyrunum á hótelinu. Þegar inn var
komið kynnti Araneta okkur og
sagði að þetta væri maðurinn sem
hann ætlaði að styðja í forsetaemb-
ættið á Filippseyjum. Marcos var
laglegur og aðlaðandi á þessum
árum og ég stóðst ekki mátið og
sagði að hann hefði svo sannarlega
valið sér myndarlegan frambjóð-
anda. Nokkmm ámm síðar, þegar
ég vann við sjónvarp og sýningar-
störf í Manila, kom fyrirspurn frá
forsetanum um hvort þarna væri á
ferð sú sama „Miss Iceland“ og
hann hefði hitt í lyftunni á Waldorf
Astoria. Þegar honum var svarað
játandi var mér boðið í kvöldverð
til forsetans ásamt fleira fólki.
Hollywood kvödd
Þegar Sigríður hafði búið í Holly-
wood í fjögur ár var hún farin að
ókyrrast. Hún var þá farin að leika
í sjónvarpsauglýsingum og fékk
meðal annars tilboð frá New York
sem hún tók.
„Það var auðvitað margt sem
olli því að mér fannst ég verða að
skipta um umhverfi. Það getur
stundum verið erfitt að vera útlend-
ingur á svona stað og að sumu leyti
var ég ein á báti og fékk ekki þann
stuðning sem sumir aðrir erlendir
leikarar höfðu. í flestum löndum
em gefin út kvikmyndablöð sem
hafa sérstaka blaðamenn í Holly-
wood til að fjalla um „sitt fólk“.
Ég hafði ekkert slíkt, en fékk nokk-
um stuðning af sænska hópnum,
þar sem ég hafði búið í Svíþjóð.
Það sem ég held þó að skipti sköp-
um til að endast í svona umhverfi
er að hafa foreldra sína eða vanda-
menn og fjölskyldu hjá sér.
í New York trúlofaðist ég banda-
rískum manni, Robert Weltz. Hann
er af gyðingaættum og faðir hans
var mótfallinn ráðahag okkar og
tókst að koma í veg fyrir að við
giftum okkur. Bob giftist síðan
tvisvar gyðingastúlkum, fyrir til-
stilli gamla mannsins, en skildi við
þær báðar. Þannig fer það stundum
þegar foreldrar em að skipta sér
af ráðahag bamanna. Eftir að faðir
hans dó giftist hann kristinni konu
og það hjónaband gengur vel. Við
höldum góðu sambandi og ég og
Stefán maðurinn minn heimsóttum
hann og konu hans á heimili þeirra
í Santa Barbara síðastliðið sumar.“
Áður en Sigríður flutti heim
dvaldi hún ásamt Onnu systur sinni
í eitt ár í Austurlöndum, m.a. á
Filippseyjum og í Bangkok, en
Sigríður söng á Hilton-hóteli og
næturklúbbi auk þess sem hún kom
fram í sjónvarpsþáttum. Bob Hope
var þá að skemmta hermönnum í
Víetnam, bjó á hóteli í Bangkok,
en flaug til Víetnam á morgnana
og kom aftur á kvöldin. Eitt kvöld-