Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 10

Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Gula línan útvegar þér iðnaðarmenn sem þú getur treyst. Ef þjg vantar iðnaðarmann til stærri eða smærri verka, hringdu þá í Gulu línuna -'sími 62 33 88 - og við útvegum þér örugga og vandvirka menn til verksins.* Við hjá Gulu línunni höfum komið upp ströngu eftirlitskerfi til að tryggja að þeir sem eru á skrá hjá okkur reynist vel. Nýir iðnaðarmenn sem koma á skrá Gulu línunnar verða að hafa meðmælendur. Við höldum uppi öflugu gæðaeftirliti með þjónustu iðnaðarmanna sem eru á Gulu línunni. Allir þeir iðnaðarmenn sem eru á Gulu línunni er tryggðir ábyrgðartryggingu sem bætir tjón er viðkomandi eða hans menn kunna að valda verkkaupanda.** 62 33 88 Hringdu í Gulu línuna síma 62 33 88 - þér að kostnaðarlausu og fáðu vandaðan og traustan iðnaðarmann til verksins. •k Gula linan er upplýsingasími um vörur og þjónustu. Vió tökum ekki ábyrgd á verkum þeirra manna sem vió visum á. Vió leggjum hinsvegar metnaö okkar í ad þeir iönaöarmenn sem á skrá eru séu traustir og vandvirkir. Meö „iónaöarmenn" er átt vió trésmiöi, málara, múrara, rafvirkja. pipulagningamenn og dúklagningamenn. k ★ Tjónabætur eru háöar skilmálum viökomandi tryggingafélags. SÁLARFRÆÐI/Getum vib öblast innra frelsif Um hamingjuna Asíðastliðnu vori var haldin ráðstefna um þetta efni á vegum félagsmálastjóra landsins. Þar voru flutt allmörg erindi, sem síðan hafa verið endurflutt í út- varpi á þessu hausti, flest ef ekki öll tvisvar sinnum. Ekki sat ég þessa ráð- stefnu og hlust- un mín á erindin í útvarpinu hefur verið fremur slitrótt. Samt hefur þetta orðið tii þess að mér hefur oftar en áður orðið hugsað til þess merkilega fyrirbæris sem hamingja kallast, en líklega vefst fyrir mörgum að útlista. Haft er eftir vitrum manni, að engum manni sé auðið að njóta hamingju nema skamman tíma í einu. Rík gleði- og sælukennd hljóti að dofna ef hún verður al- vanaleg. Þessu er líkt farið og um sælgæti eða annað gómgæti sem neytt er að staðaldri. Vel má þetta vera satt, sé hamingja skilin sem einhvers konar upphafið sælu- ástand. En fyrr má nú gagn gera. Ég velti því fyrir mér hvernig lýsa megi þeim kenndum, sem einna helst gætu nálgast ham- ingjuhugtakið. Ætli það sé ekki einhvers konar gleðikennd, vitund um lífsþrótt og orku, tilfinning fyrir innra frelsi og sjálfsforræði, svo að eitthvað sé nefnt. Og víst er sá sæll, sem státað getur af slíku ástandi. Hvað skyldi þurfa til þess að maður fái notið slíkra gæða? Vitaskuld er ég ekki fær um að svara því fremur en aðrir. En benda má þó á fáein atriði sem stuðlað geta að vellíðan af þessu tagi. Því skyldi þó síst gleymt að maðurinn hefur sjaldnast á valdi sínu nema að hluta til að njóta lífsgleði, eða hvað við viljum kalla þetta. Heilsutjón, hvort heldur er af sjúkdómum eða slysum, ást- vinamissir, leið og lýjandi störf, margs konar vonsvik og von- brigði, fjárhagserfiðleikar ásamt mörgu öðru eru sjaldnast innan valdsviðs eða stjórnunar einstakl- inga. Lífið býður mönnum vissu- lega misjöfn kjör og skammtar sumum gleðiefnin naumt. Vissu- lega getur þetta skyggt verulega á lífsgleði, þrótt og lífslöngun eða birgt fyrir alla sól. En innan þessara marka sem öllu lífi eru sett er þó ýmislegt sem einstalingur getur sjálfur haft áhrif á, einn eða með hjálp annarra. Kvíði er alvarieg hindrun lífsgleði og lífsnautnar. Sumum fylgir hann eins og skuggi langa ævi. Kvíði getur að vísu komist á svo hátt stig að hann sí sjúklegur og einstaklingurinn ekki fær um að sjálfsdáðum að bæta úr honum. Að þeim tilvikum slepptum er gífurlegur fjöldi fólks haldinn vægum kvíða og áhyggjusemi sem gerir því lífið leitt. Með nokkru átaki er oft hægt að skilja rætur kvíðans og orsakir og eyða honum eða draga verulega úr. Þar er höfuðatriði að viðkomandi temji sér að skyggnast í sjálfan sig, skoða hugsanir sínar og tilfinn- ingar af fullri einurð og heiðar- leika. Oft er það mikill gleðispillir að fólk hefur ekki nægilegt yfirlit og nægilega góða stjóm á per- sónulegum málum sínum. Það fer illa með flesta að láta reka á reið- anum og lifa frá degi til dags. Fjármálaóreiða er ekki ávallt í því fólgin að fólk sé skuldum vafið, heldur veit það ekki nægilega vel hvernig fjármálum þess er farið; það heldur ástandið verra og vandann torleystari en hann er. Ef fólk temur sér skipulagningu á lífi sínu og gott yfirlit yfir þau málefni sem varða mestu fyrir daglega tilveru, leiðir af því öryggistilfinningu, sem vissulega er einn af hornsteinum hamingj- unnar. Innra frelsi er tilfinning sem erfitt er að útskýra. Það er sum- part árangur kvíðaleysis og öryggiskenndar, en einnig leiðir það af lausn úr ýmsum „félagsleg- um viðjum". Margir eru um of bundnir á klafa almenningsálits. Þeir eru sífellt að hugsa um hvað öðrum finnst, sífellt að reyna að laga sig að einhveijum „almennt viðurkenndum" staðli hegðunar og sjónarmiða. Nú mæli ég að sjálfsögðu ekki með því að fólk snúist gegn samfélagi sínu. En frjáls maður tekur afstöðu. Hann reynir að meta gerðir sínar og viðhorf eftir eigin mælikvarða sið- gæðis og raunsæis fremur en eft- ir almenningsáliti. Þá er það trú mín að hver maður eigi sinn eigin lífsryþma (ég finn ekki hentugra orð í bili.) Mönnum hentar misvel hraði og spenna, tilbreyting eða tilbreyt- ingaleysi. Erfiði bæði andlegt og likamlegt fellur mönnum misjafn- lega. Sumir vilja vinna hægt og jafnt, aðrir í skorpum. Svefnþörf er mismikil. Sumir er kvöldsvæfir, aðrir morgunsvæfir. Ótal margt fleira mætti nefna sem greinir fólk að í þessum greinum. Einkar mikilvægt er að fólk kappkosti að gera sér grein fyrir hvað því hentar best og reyni að lifa sam- kvæmt því. Það er þó síður en svo ætíð auðvelt. En ýmsu má þó kippa í lag. Framangreind atriði skipta öll máli í sambandi við lífshamingju. En fjölmargt er þó ósagt, eins og að líkum lætur. Hér verður þó að nema staðar að sinni, þar sem rými er þrotið. eftir Sigurjón Björnsson LOGFRÆÐI/Er greibsla meb víxli fullnabargreibsla? Bílavíxlar“ Orðið „bflavíxill", en svo eru stundum kallaðir þeir víxlar sem ganga milli manna í viðskiptum um notaða bíla, er óþekkt í lög- fræðiritum. Ástæðan fyrir því er mmmmmmmm einfaldlega sú, að um víxla sem not- aðir eru í þessum viðskiptum gilda sömu reglur og um víxla yfirleitt. Hins vegar er fyrir- eftir Davíð Þór fgnin valin með Björgvinsson /að lhn2a að na athygli þeirra sem stunda slík viðskipti. Ég hef rekið mig á að hjá mörgum þeirra gætir nokkurs misskilnings varðandi þýð- ingu þess að greiða með víxli. Sú aðstaða kemur oft upp að menn taka við víxlum (víxli) sem greiðslu fyrir bíl sem þeir eru að selja og láta þá síðan ganga áfram til næsta manns sem þeir eru að kaupa bíl af. Þeir sem eru klárastir í bransanum reyna gjarnan að losna þannig við víxlana án þess að setja nafn sitt á þá sem ábekingar. Telja sumir að með þessum hætti sleppi þeir við ábyrgðina á því ef víxlarn- ir fást ekki greiddir hjá samþykkj- anda, útgefanda eða öðrum ábek- ingum sem kunna að hafa ritað nafn sitt á víxlana. Hafa þeir talið að afhending víxlanna feli í sér endanlega greiðslu án tillits til þess hvort þeir fást greiddir hjá þeim sem tekið hafa á sig víxilskuld- bindingu. Það sé eingöngu á áhættu þess sem tekur við víxlunum. Af- hending víxla sem greiðslu er þá talin jafngilda því að borgað sé með beinhörðum peninga- seðlum. Þetta er býsna út- breiddur misskilningur og skal þess freistað að koma hér leiðréttingu á framfæri. í þessu sambandi er rétt að rifja upp Hæstaréttardóm frá árinu 1964. (HRD: XXXV:900). Þó dómurinn sé kominn okkuð til ára sinna er tæpast ástæða til að ætla annað en að leyst yrði úr álitaefninu með sama hætti ef á það reyndi fyrir dómstól- um nú. Hefur þetta raunar verið staðfest í nýlegum héraðs- dómi. I máli þessu tók seljandi bifreiðar við víxlum sem samþykktir voru af kaupanda. Þegar kaupandinn gat ekki greitt víxlana varð að sam- komulagi með þeim að hann af- henti seljandanum aðra víxla, sem samþykktir höfðu verið og gefnir út af öðrum en kaupandanum. Þá voru víxlamir heldur ekki ábektir af honum. Þegar á reyndi fengust víxlar þessir ekki greiddir. Höfðaði seljandinn þá mál á hendur kaup- andanum, sem m.a. hafði upp þá vörn að með afhendingu víxlanna hefði verið um fullnaðargreiðslu af hans hálfu að ræða og bæri hann ekki ábyrgð á því þó víxlarnir fengj- ust ekki greiddir. Í dóminum var hafði seljandinn hefði tekið við víxlunum á þeirri forsendu að þeir fengjust greiddir hjá samþykkjanda þeirra. Þar sem sú forsenda brást hafi fýrri skuldasambanda aðila, þ.e. kaupanda og seljanda, raknað við. Var kaupandinn því dæmdur til að greiða seljanda andvirði víxlanna ásamt kostnaði sem hlotist hafði af tilraunum til að innheimta þá hjá samþykkjanda þeirra. Af dómi þessum má draga þá ályktun að afhending víxla með þessum hætti sé ekki fullnaðar- greiðsla, heldur aðeins loforð um greiðslu hjá þriðja aðila. Bregðist það á sá sem tekur við víxlunum sem greiðslu kröfu á þann sem af- henti víxlana. Þess ber þó að geta að í slíku tilfelli er þó ekki um víxilkröfu að ræða, heldur almenna skuldakröfu. Mál vegna kröfunnar er þá ekki reist á víxlunum sem slíkum, heldur einfaldlega á þeirri staðreynd að kaupandinn hefur ekki greitt fyrir bílinn. í lokin er þess að geta að ætla má að nákvæmlega sama gildi þeg- ar skuldabréf eru notuð með þess- um hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.