Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
Slansky yngri: hefur enn ekki
skipt um nafn.
RUDOLF SLANSKY,
53 ára gömlum syni og
alnafna eins kunnasta
kommúnistaleiðtoga
Tékkóslóvakíu, sem
var hengdur eftir
illræmd
sýndarréttarhöld
1952, hefiir verið leyft
að snúa sér aftur að
verkfræðistörfiim
eftir margra ára hlé.
Hann hefiir ekki
fengið að stunda þessa
sérgrein sína síðan
hann hóf baráttu gegn
því stjórnmálakerfi,
sem faðir hans trúði á
og lagði líf sitt í
sölurnar fyrir.
KOMMSSARANNA
Slansky yngri tók nokkum
þátt í að móta þá stefnu, sem
var tekin upp á „vordögun-
um“ í Prag 1968, en hefur
verið pólitískur andófsmaður
síðan innrásin var gerð. Hann er
einn kunnasti stjómarandstæðing-
urinn í Tékkóslóvakíu sem hefur
fengið að taka aftur upp fyrri störf,
en eftir á að koma í ljós hvort hann
reynir að fá aftur inngöngu í flokk-
inn, eða hvort innganga hans fæst
samþykkt.
Hingað til hafa frammámenn
jafnt sem og upprennandi forystu-
menn í kommúnistaflokknum talið
ráðlegast að sniðganga Rudolf
Slansky yngra til að stofna frama
sínum ekki í hættu. í tæp 40 ár
hefur hann orðið að þola ofsóknir,
útskúfun, niðurlægingu og óvissu.
Á þeim tíma hefur hann hitt fólk,
sem hefur talið föður hans hetju,
fómarlamb, píslarvott, leikbrúðu,
MERLENDBH
HRIWCSfÁ
eftir Gudm. Halldórsson
kjána eða þrjót og aðallega um-
gengizt aðra andófsmenn og lista-
menn og verið félagi í fámennum
samtökum þeirra.
Slansky yngri hefur dregið í efa
ýmsar þjóðsögur, sem hafa orðið
til um föður hans, og stundum ver-
ið að því kominn að skipta um nafn,
en hætt við það. Hann á margt
sammerkt með Lazlo Rajk yngra,
syni og alnafna eins voldugasta
leiðtoga ungverskra kommúnista
eftir heimsstyijöldina, sem beið
sömu örlög og Rudolf Slansky eldri,
og mörgum öðmm sonum bylting-
arsinna í Austur-Evrópu, sem urðu
■að þola fangelsisvist og pyntingar
fyrir trú_ sína á málstað kommún-
ismans. í þeim hópi em m.a. Adam
Michnik, ráðgjafi Samstöðu í Pól-
landi, Miklos Haraszti, ritstjóri ung-
verskra neðanjarðarrita, og margir
félagar í mannréttindasamtökunum
Charta 77 i Tékkóslóvakíu.
Lognar ásakanir
Slansky eldri var einn af fram-
kvöðlum hreyfingar kommúnista I
Tékkóslóvakíu og átti mikinn þátt
í valdaráni þeirra 1948. Hann var
um skeið annar valdamesti maður
landsins, en var handtekinn þegar
Júgóslavar vom reknir úr Komint-
em og ákærður fyrir njósnir, land-
ráð og zíonisma. Hann sætti pynt-
ingum í fangelsi og játaði á sig
allar sakargiftir, þótt þær væm
lognar, þegar hann kom fyrir rétt
ásamt 14 öðmm sakborningum, þar
af 11 gyðingum. Eftir líflát hans
og 10 annarra sakborninga 1952
Rudolf Slansky (1947): hátt fall.
vom ekkja hans, Josefa, og Slansky
yngri kyrrsett og þremur áram
síðar var ekkjunni tilkynnt að mað-
ur hennar hefði látizt af „köfnun
eftir hengingu“.
Ákæmrnar gegn Slansky vom
felldar niður 1963 og skömmu síðar
tilkynnti innanríkisráðuneytið Jos-
efu Slansky að jarðneskar leifar
hans hefðu verið brenndar og
krukku með ösku hans hefði verið
eytt til að rýma fyrir öðram.
Slansky hlaut síðan uppreisn æmá
„vordögunum" 1968.
Þegar fréttamaður New York
Times, Michael T. Kaufman, hitti
Rudolf Slansky yngra að máli ekki
alls fyrir löngu var hann tregur til
að ræða um ævi sína og fjölskyldu.
Hins vegar dró hann upp viðtal, sem
æskulýðsblaðið Mladu Svet (Heim-
ur æskunnar) átti við hann vorið
1968. Þar greindi hann frá því sem
gerðist kvöldið 22. nóvember 1951,
þegar hann var 16 ára. Foreldrar
hans vom úti að skemmta sér þetta
kvöld. Tveir menn vöktu hann,
sýndu honum skilríki til að stað-
festa að þeir væm starfsmenn leyni-
lögreglunnar og fóm með hann.
Upp frá þessu var líf hans líkast
martröð.
„Ég sá föður minn aldrei fram-
ar,“ sagði Slansky. „Ég hitti móður
mína aftur daginn eftir í kofa skóg-
arvarðar í Hvozdy, þar sem við
vomm höfð í haldi.“ Sjálf lýsti hún
reynslu sinni í bókinni Skýrsla um
eiginmann minn, sem kom einnig
Skömmu eftir að þau vora hand-
tekin rákust þau á klausu í blaði,
sem hafði verið notað sem umbúðir
um kjöt, þess efnis að Klement
Gottwald, leiðtogi flokksins, vissi
um handtökurnar. Josefa Slansky
minnist þess að sonur hennar sagði:
„Ég veit þetta er erfitt, en ef félagi
Gottwald veit þetta hlýtur Stalín
að vita það líka og við hljótum að
geta treyst honum.“
í viðtalinu 1968 sagði Slansky
yngri: „Ljóst var að handtökurnar
höfðu farið fram með vitund flokks-
ins og Gottwalds og ég trúði á
flokkinn. Ég vissi um Rajk-réttar-
höldin og sumt af því sem hafði
gerzt í réttarhöldunum í Rússlandi,
en hvemig sem ég reyndi að gera
mér grein fyrir því hvað kynni að
hafa valdið því að faðir minn var
handtekinn sá ég enga ástæðu til
að ætla að hann væri sekur. í skóg-
arkofanum, þar sem vörður gætti
okkar, fann ég grein í blaði, þar
sem þess var getið að ein ákæran
fjallaði um zíonisma og fram kom
andúð á gyðingum. Ég minntist
þess ekki að faðir minn hefði nokk-
urn tíma talað um gyðinga á heim-
ili okkar. Það var hreint mgl að
bendla föður minn við zíonisma."
Engu að síður sótti Slansky yngri
um að verða tekinn aftur í flokkinn
skömmu eftir að ákærurnar gegn
föður hans vom felldar niður 1963.
Tæpu ári síðar fékk hann aftur inn-
göngu í flokkinn, en hann var rek-
inn úr honum aftur þegar hann
gekk í Charta 77.
Slansky yngri talaði af stillingu
um reynslu sína, þótt hún hefði
greinilega valdið honum sálarkvöl-
um, og forðaðist að setja sig í dóm-
arasæti. Hann gat þess aðeins laus-
lega að honum hefði verið meinað
Rajk yngri: áttar sig ekki ð
þjóðsögum.
út 1968. Fyrst hélt hún að „útsend-
arar Vesturveldanna" hefðu rænt
henni og hún skrifaði um fund sinn
og Slanskys yngra daginn eftir:
„Ég þekkti varla augu hans aft-
ur. Þetta vora ekki lengur augu 16
ára gamals drengs, áköf og full af
æskufjöri. Þetta vora augu þrosk-
aðs manns, sem hafði reynt sitt af
hveiju. Ég þorði varla að horfa í
þessi augu í mörg ár á eftir, svo
hrædd var ég við að skjálfa af sama
ótta aftur og aftur.“
Treysti Stalín
Orð hennar skýra að nokkm fá-
læti sonar hennar. Það sem hún
skrifar um upphaf kyrrsetningar
þeirra, sem stóð í þijú ár, varpar
líka ljósi á hugarástand hans.
Rajk-feðgar: gylliboð um dvöl á
Krím.
að stunda nám í gagnfræðaskóla
og að hann hefði verið neyddur til
að vinna í verksmiðju, en orðið að
búa í 10 km fjarlægð frá henni.
Þegar hann undirritaði mannrétt-
indaskrána Charta 77 vora honum
fengin tilgangslaus verkefni í verk-
fræðideild byggingafyrirtækis, sem
hann starfaði hjá.
Hann er líkur föður sínum í út-
liti og býr einn í tveggja herbergja
íbúð, þar sem allir veggir em þakt-
ir bókum. „Já, síminn er hleraður,“
sagði hann, „og stundum er mér
veitt eftirför. En það gerir ekkert
til, þetta er bara svona og reyndar
er ástandið að batna.“ Um stefnu
Míkhaíls Gorbatsjovs sagði hann:
„Allt er að breytast og ekkert hefur
breytzt." Hann kvaðst þó fagna
hinni nýju stefnu, taldi hana
ósvikna og kvað hana hafa skotið
leiðtogum Tékkóslóvakíu skelk í
bringu.
Frambjóðandinn
Lazlo Rajk, sem er 38 ára gam-
all arkitekt, líkist um margt Rúdolf
Slansky yngra. Hann er pólitískur
andófsmaður og stjórnvöld hafa
hundelt hann. Þeir hafa hitzt einu
sinni, en þeir skiptust aðeins á
kveðjum og höfðu orð á því að ör-
lög þeirra væm svipuð. Líf og dauði
feðra þeirra minnir á bók Koestl-
ers, Myrkur um miðjan dag og ör-
lög sonanna gætu verið efni í fram-
hald þeirrar bókar.
Rajk yngri minnir á föður sinn í
útliti. Á tímabili seldi hann neðan-
jarðarrit, samizdat, í íbúð sinni í
Búdapest. Að lokum létu borgar-