Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 21
Miðjarðarhafið
má heita á síðasta
snúningnum
í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er varað við því, að mikil
fólks- og ferðamannaQölgun í Miðjarðarhafslöndunum geti verið
búin að eyðileggja alla strandlengjuna fyrir árið 2025. Eru ríkin
hvött til að hafa með sér náið samstarf svo unnt verði að hafa eftir-
lit með iðnaðar- og ferðamennskuþróuninni á þessum slóðum.
Umhverfisvemdarnefnd SÞ
(UNEP) hóf þessa athugun
árið 1977 til að geta aðstoðað ríkin
í náttúravemdarmálum en megin-
niðurstaðan er sú, að ör fólksfjölg-
un geti eyðilagt alla strandlengj-
una, 25.000 mílna langa. Við Mið-
jarðarhafíð búa nú 360 milljónir
manna en búist er við, að um 2025
verði talan komin í 520 milljónir.
Verður ijölgunin mest við sunnan-
vert Miðjarðarhaf, í Afríku, og
aðallega í borgum.
„Meginástæða fólksijölgunar-
innar er aukin fijósemi og þörfin
á auknu vinnuafli eftir því sem
iðnaðinum fleygir fram í þessum
löndum,“ sagði talsmaður SÞ og
hafði þá í huga ríki á borð við
Egyptaland, Tyrkland, Líbýu og
Marokkó.
í könnuninni er ferðamenns-
kunni einnig kennt um hnignun
strandlengjunnar við Miðjarðarhaf.
Hvergi í heiminum er hún meiri
en þar og má nefna sem dæmi, að
á árinu 1985 komu 100 milljónir
ferðalanga til þessara ríkja eða
þriðjungur allra þeirra, sem þá
lögðu land undir fót.
Ef fram heldur sem horfir má
búast við, að 760 milljónir ferða-
manna fylli strendurnar árið 2025
með alvarlegum afleiðingum fyrir
umhverfið og vatnsbúskapinn í
þessum heimshluta.
Lundia furuhillur og húsgögn eru ein-
föld í uppsetningu, stflhrein og sterk.
TRAUSTAR
HILLUR
LUNDIA-furuhillur eru frábær hag-
leikshönnun. Möguleikar á sam-
setningu eru óendanlegir; þú raðar
saman hillum, skápum, borðum og
skúffum á þann hátt sem þér hent-
ar best.
Lundia
SUNDABORG 7 • SlMI 680922