Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ rispur SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
í ANDLITÍ
LANDSINS
L andið er kraf tmikið með sterkum
andstæðum í náttúrufari, myndrænt
og mótað af afli ægis, elds og íss.
Myndirnar spanna mynni Ölfusárósa,
Breiðamerkurjökul, Skeiðarársand
og strandlengjuna á Snæfellsnesi, en
tækni nútímans liefur lagt leið sina
inn í myndefnið með tilkomu flugvél-
arinnar sem kemur við sögu i öllnm
myndunum. Flugvélin hefur leikið
stórt hlutverk í möguleikum landsins
barna á undanförnum árum til þess
að kynnast landinu nánar, sjá það
sem engum hefur verið fært í gegn
um aldanna rás öðrum en fluglinum
fljúgandi.
Andlitið i Ölfusárósum er
svipmikið eins og landið sjálft,
Kjarvalskt.
Jökulsprungurnar í Breiöamerkur-
jökli eru hrikalegar, en það býr yfir
þeim ákveöin ti^n, reynsla þess sem
lifir og hrærist ■ umhverfi smu í takt
við þá möguleika sem tilveran ætlast
til. Jökulböndin gefa af sér Jökulsár-
lónið og Jökulsá á Breiðamcrkur-
sandi, farveg náttúruauðBndarinnar
sem breytir landinu endalaust. Vatna-
kerfi Skeiðarársands hríslasl um
sandflákana og minnir um margt á
smásjármynd af birkilaufi.
Brimhnefinn á strönd Snæfellsness
er dæmigerður fyrir hið síkvika kög-
ur landsins, hafölduna sem leikur
lögin sín á strandhörpuna með óend-
anlcgum tilbrigðum í tónum, allt eftir
stærð og gerð gr jótsins sem gefur
hljóminn. — á.j.
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson