Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ
FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
Saga bílsins
á Islandi
kvikmynduð
ÞÁTTUR bílsins í þjóðlífínu er
viðfangsefhi heimildarmyndar,
sem þeir hafa byijað gerð á
Hjálmtýr Heiðdai, Finnbogi Her-
mannsson og Ásgeir Sigurgests-
son. Samkvæmt kostnaðaráætlun
er gert ráð fyrir að myndin kosti
Qórar milljónir króna. Sótt verð-
ur um styrk til verksins til Kvik-
myndasjóðs.
+
Istuttu samtali sagði Finnbogi að
myndin ætti að fjalla um sögu
bílsins allt frá því fyrsti bíllinn kom
til landsins skömmu eftir aldamótin.
Til að mynda verður fjallað um
hingaðkomu Ford T-módelsins árið
1913, opnun hálendisins með til-
komu kraftmikilla hertrukka eftir
hernámið. Þá verður fjallað um
bílinn sem stöðutákn og þjónusta
við bifreiðir, svo sem viðgerðarsaga
hans, rekin. „Við teljum okkkur
vera að bjargá ákveðnum menning-
arverðmætum. Það hefur ekki áður
verið gerð heimildarmynd, þar sem
þáttur bílsins í nútímasögunni er
skilgreindur," sagði Finnbogi.
Hann og Hjálmtýr eru nýbúnir
að ljúka gerð 50 mínútna heimildar-
myndar um síldarævintýrið á
Djúpuvík. Að myndinni hafa þeir
unnið undanfarin fimm ár og hafa
þeir til þess meðal annars notið
styrks úr Kvikmyndasjóði. Myndin
heitir fullu nafni: Af síld við erum
orðin rík á Ingólfsfírði og-
Djúpuvík.„Myndin er tilbúin og
sjónvarpið veit af henni. Ef það
semst um skikkanlegt verð er ekk-
ert til fyrirstöðu," sagði Finnbogi
aðspurður um hvenær almenningur
mætti vænta þess að sjá myndina.
Hann sagði að eðlilegast væri að
Ríkissjónvarpið fengi myndina til
sýningar, þar sem Stöð 2 næðist
ekki á Ströndum.
ÍSLENSKAR FRÉTTASTEFNUR 1.
Ásgeir Friðgeirsson fjölmiðlafræðingur hefur gert sam-
anburðarkönnun á aðalfréttatímum Útvarps, Sjónvarps
og Stöðvar 2. í fyrstu grein af íjónini um fréttastefnu
þessara Qölmiðla er rætt við Boga Ágústsson frétta-
stjóra Sjónvarps um helstu niðurstöður könnunarinnar
er varða hans stofnun.
Bogi sagði að sér kæmi það
ekki á óvart að fréttamat stöðv-
anna væri ólíkt, en af um rúmlega
þijátíu fréttum í kvöldfréttatím-
um voru að jafnaði einungis §órar
sem voru birtar á öllum stöðvun-
um þremur. Það má segja að þá
viku sem athugunin fór fram sam-
einaði einungis
Bogi Ágústsson: „Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar eiga að færa
okkur svipmeiri og stílhreinni fréttatíma...“
Hafskip, skák,
vandi frysti-
húsa, þjóðar-
gjaldþrot
Steingríms
Hermannsson-
ar og Linda
Pétursdóttir fréttastofurnar þijár.
Hann sagði að þetta benti til þess
að fréttastofumar væm mjög
sjálfstæðar í fréttaöflun og að
mikil áhersla væri lögð á einkaf-
réttir. Hann sagði að ástæða
þessa væri m.a. að hér á landi
væri ekki ein fréttastofa sem þjón-
aði öllum fjölmiðlum eins og t.d.
Press Association gerir í Bretlandi
og RITZAU í Danmörku. Bogi
vildi ekki leggja mat á það hvort
þetta væri slæmt eða óæskilegt.
Hann dró í efa þær niðurstöður
blaðamanns að Stöð 2 legði meiri
áherslu á erlendar fréttir en Sjón-
frétta hefði minnkað á síðustu
ámm. Hann taldi ástæðuna vera
þá að framboð af innlendum frétt-
um hefði aukist. Hann nefndi það
sem dæmi að fyrir örfáum ámm
héfði það varla þekkst að frétta-
menn biðu þess fyrir utan stjórn-
arráðið að ríkisstjórnarfundi lyki.
Nú væri það
BAKSVIP
eftir Asgeir Fridgeirsson
næsta daglegt
brauð. Þegar
hann var
spurður um
hvort hann
væri hlynntur
þessari þróun
svaraði hann því til áð það væri
alltaf matsatriði hvort leggja ætti
meiri eða minni áherslu á það sem
gerðist í eigin samfélagi eða á
erlendri gmnd.
Bogi samþykkti það að frétta-
gildi margra innlendra frétta-
mynda væri lítið og talaði hann
sjálfur um útvarpsfréttir með
myndum. Hann sagði að á frétta-
stofunni væm hreinlega ekki
nægjanlega margir starfsmenn til
þess að vinna allar fréttir eins vel
og óskandi væri. Hann hafnaði
þeirri kenningu að sjónvarps-
Fréttastefm Sjónvarps mótost
ekki afsamkeppnisaðttum
Fréttastefna er eitthvað sem
sjaldnast er tími til að ræða
um í hvunndagsamstrinu, að sögn
fréttastjóra Sjónvarps. Því fór þó
ijarri að honum þætti slík umræða
eitthvað óeðlileg. Hann vildi hins
vegar ekki að viðtalið snerist ein-
göngu um aðalfréttatíma Sjón-
varps því einnig væm vel heppn-
aðar fréttir í dagskrárlok.
Þegar talið barst að því að
fréttamat Sjónvarps væri áþekk-
ara fréttamati Útvarps en Stöðvar
2 jánkaði Bogi því að margt væri
líkt með skyldum en bætti þó við
að líklega væri til einskonar
RÚV-hefð. Raunar taldi hann að
þeirrar hefðar gætti einnig hjá
Stöð 2 því áhrifamestu starfs-
menn fréttastofunnar þar hefðu á
sínum tíma unnið hjá RÚV. Hann
sagði að það lýsti sér m.a. í þeirri
ánægjulegu staðreynd að sam-
keppni sjónvarpsstöðvanna væri á
- segir Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarpsins
Við samanburð á aðalfréttatímum Sjónvarps, Útvarps
og Stöðvar 2 dagana 14.—19. nóvember kom m.a. í
Ijós að:
I Fréttamat fréttastofanna er ólíkt.
■ Heildarsvipur á aðalfréttaþáttum er óljós.
■ Fréttagildi innlendra fréttamynda er rýrt.
■ Fréttaval og fréttaröðun Sjónvarps er áþekkara
Útvarpi en Stöð 2.
■ Erlendum fréttum er síður sinnt í Sjónvarpi en
Útvarpi og Stöð 2.
■ Beinharðar fréttir mjög áberandi í fréttum Sjón-
varps og fáar mannlífsglefsur.
sömu forsendum, en ekki alls
óskyldum eins og fréttasamkeppni
útvarpsstöðvanna. „Fréttastefna
Sjónvarps mótast ekki af sam-
keppnisaðilum," sagði Bogi.
varpið. Hann taldi að hefði Stöð
2 greint betur frá erlendum at-
burðum í tiltekinni viku væri sú
vika ekki dæmigerð. í máli hans
kom fram að hlutfall erlendra
fréttamenn sem flestir koma af
blöðum og útvarpi kynnu ekki að
skrifa fyrir sjónvarp því þeir væru
enn að skrifa eins og þeim var
upphaflega kennt.
Hörðu fréttimar hafa forgang
hjá Sjónvarpinu en forvitnilegar
mannlífsfréttir verða oftast út-
undan. Boga þótti þetta miður og
taldi að með agaðri vinnubrögðum
og festu væri unnt að vinna á
þessu bót. Hann gat þess að fyrir
dyrum stæðu skipulagsbreytingar
sem m.a. miðuðu að því að auð-
velda framkvæmd markaðrar
fréttastefnu. Hann sagðist vonast
til að yfirbragð fréttatímans yrði
við breytingarnar svipmeira og
stílhreinna. Bogi Ágústsson sagði
hins vegar að hann gerði sér fulla
grein fyrir því að það kostaði sitt
að gera hlutina eins og best yrði
á kosið.
Alvora lífsinseða
dreifbýttsfyndni
Yið erum heppin sem eigum
heima úti á landi. Við getum
viðast hvar heyrt í útvarpi,
sjónvarp sést sums staðar og sam-
göngutæki af ýmsu tagi gera okkur
kleift að skoða blöðin, jafnvel sam-
dægurs og lesið er upp úr þeim
fyrir okkur í sumum útvörpunum.
Sumir verða að vísu að láta sér
lynda að skoða blöðin frá því í gær
eða fyrradag - eða úr hinni vikunni
og það er ekki lakara. Þá er efni
þeirra nefnilega orðið eins konar
sagnfræði. En við erum heppin á
fleiri vegu. Við höfum það nefnilega
umfram aðra að eiga landsmála-
blöð. Þeir kalla þau að minnsta
kosti því nafni í gamla útvarpinu.
Þegar ekkert er annað til að drepa
útvarpstímann og engin blöð koma
út, lesa þeir úr landsmálablöðum! í
blöðunum eru samkvæmt því engin
landsmál. Ein undantekning er á
þessu og hún er hér á Akureyri.
Hér höfum við Dag, sem er núorðið
talinn með blöðunum. Það stafar
að vísu eingöngu af því að hann
kemur út daglega.
Stundum eru þeir hjá útvarpinu
svo heppnir að finna í landsmála-
blöðum greinar eftir valinkunna
hreppstjóra eða bæjarstjómarmenn
þar sem þeir fjalla um efnahagsmál
á svipaðan hátt og formaður flokks-
ins í Reykjavík gerði nokkrum vik-
um fyrr. Þá er lesið lengi, því þetta
er svo fjarskalega líkt því sem
gæti staðið í blöðunum sjálfum.
Hafi eini vinnuveitandinn á útgáfu-
staðnum farið á hausinn, frystihú-
sið brunnið til kaldra kola eða kirkj-
an í sókninni fokið út í veður og
vind er líka lesið um það, enda
kunnuglegt úr gömlum fréttatím-
um. Hafi bömin á staðnum hins
vegar búið til þriggja hæða snjó-
hús, bóndi orðið fyrir því að missa
traktorinn sinn í skurð og ort um
það vísu, héraðslæknirinn skotið
ijúpu og bóndinn líka ort vísu um
það, er það sjaldnast lesið. Það
kemur þó að vísu fyrir, en þá fylg-
ir því sérstakur tónn, eins og verið
sé að lesa upp úr Islenskri fyndni.
Ekki er heldur sagt frá orðaskiptum
prófasts og meðhjálpara vestur í
Djúpi um það hvort kirkjuhurðin
hafí verið rík í stöfum eða föst í
falsi, nema ef tíðindamaður úti á
landi geri það af sérvisku sinni
einni. Og ég held að mörgum frétta-
fræðingnum þyki það óskaplega
“dreifbýlislegt". Þetta em ekki
fréttir!
Ég held hins vegar að það sé
alrangt að líta á litlu blöðin víðs
vegar um land sem annars flokks
fjölmiðla. í þeim er ef til vill meira
af því sem skiptir í raun og vem
máli en í stóm miðlunum, sem
stundum, til dæmis í svonefndri
gúrkutíð, em meira og minna fullir
af lítt merkilegu uppfyllingarefni.
Við lifum ekki endalaust á efna-
hagsmálum eða blaðri um fínt fólk
í útlöndum sem við þekkjum ekki
neitt. Lifið á landinu er ekki að
smjatta og kjamsa á ófömm eða
óláni fólks - og vera fyrstur að
því, eins og allrafínast þykir hjá
sumum blöðum, útvörpum og sjón-
vörpum. Vissulega er stundum
smjattað í litlu blöðunum, en aldrei
af annarri eins áfergju og þegar
sumir tiðindamenn fyrir sunnan
komast í feitt (!).
í litlu blöðunum er sláttur
þjóðarhjartans. í þeim er
það sem venjulegt fólk
hugsar og gerir og það
sem þessu sama venju-
lega fólki þykir mikilvæg-
ast, hvað sem háskóla-
numið fréttamat segir.
Staða þessara litlu
blaða er yfirleitt erfið.
Upplagið er lítið, tekjur
rýrar. Oft er þeim haldið
úti af áhuganum einum
saman í sjálfboðavinnu
fárra manna. Oft þarf að
sækja langan veg til að
fá þau prentuð og sett.
Þá er efni þeirra ekki
splunkunýtt þegar þau birtast, en
samt skipta þau miklu máli. Bæði
fyrir íbúa útgáfuhéraðsins og líka
þá fjölmörgu sem brottfluttir eru
og sólgnir í tíðindi „að heiman".
Þau eru þá líka eins konar sagn-
fræði.
Þó að ýmsir tali í kæruleysistóni
um litlu blöðin ættu þeir að gæta
að hversu langt þeir ganga. Og þó
að Halldór lýsi Norðurhjaranum á
Djúpvík á skoplegan hátt í Guðs-
gjafarþulu held ég að hann sé ekki
að gera lítið úr þessum menningar-
þætti. Alls ekki.
Sverrir Páll
Erlendsson