Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Að njóta listar úr ódýru sæti að ku vera hlutverk listar- innar að vernda mannlnn á tölvuöld. Sé það rétt verður varla sagt annað en að við Reyk- víkingar eigum dijúgt varnarlið. Að minnsta kosti á þessum árstíma. i höfuðborginni eru opnaðar 5-6 málverkasýningar um hveija helgi, tugur leiksýn- inga er í gangi og margir tónleik- ar af ýmsu tagi i hverri viku. Allt saman ákaflega merkilegt og flest í sérflokki, eins og glöggt má sjá af viðtölum i blöðum og öllum útvarpsþáttum við þá sem gerst mega vita, fram- leiðendur sjálfa. Alveg makalaust hve mikið nokkrir tugir þúsunda list- njótenda komast yfir á skömmum tíma. Auðvitað í samræmi við ltfnaðarhætti þessarar skorpu- þjóðar. Til að ná neytendum verður að grípa þá frá því þeir koma úr sumarleyfum og skólar byija og fram að desember, þeg- ar svífur að jólaandinn með glöggveislum, jólafundum fé- iaga, hreingerningum og bakstri og jólabækur drifa að. En svo sem víðar gengur mannfólkinu verst að ráða við veðrið, þyngar- lögmálið og timann. í slíku fá- menni verður tíminn dálítið knappur til að ná öllu sem fram er boðið svona í einni bendu. Liklega ekki mikið við þvi að gera. Ekki virðist auraleysið baga listunnendur að ráði, enda kostar ekki allt mikið. Það dýrara fær litlu minni að- sókn. Gáruhöf- undur er svo heppinn að hafa einfaldan smekk og situr gja'rnan hinn ánægðasti á efri svölum í Þjóðleikhúsinu fyrir 700 kr. i stað 1500 kr. þegar óperur og söngleikir eru á sviðinu. Að ekki sé talað um skrautsýningar á borð við Æfintýri Hoffmanns. Þar hljómar söngur og tónlist nefnilega engu síður og jafnvel betur en inni undir svölum niðri. Ekki hafa víst margir svo einfaldan smekk. Sem betur fer, því alltaf má ganga að miðum á uppseldar sýningar. Vel á minnnst, skrautsýning- ar! Þær voru í tisku og þóttu ómissandi í eina tíð á félagasam- komum um landið og í skólum, þar sem blandaðri dagskrá var komið upp í samkomuhúsum. Sjónvarpið hefur aftur fært þjóð- inni ámóta samkomur í þættin- um „Hvað er á seyði?“ í sjón- varpinu á sunnudagskvöldum. Á leiklistarárum Gáruhöfundar fram að 12 ára aldri, heilluðu „skrautsýningar" með glitsviði og skrautbúningum áhorfend- ur.„Deyjandi svanurinn" var hluti af dagskránni i leikför með Stúkunni Æskunni um Suður- nes, með hvítklæddri yngismey blakandi handleggjum á skraut- legu gylltu sviði og vonda veiði- manninum á gægjum til hliðar meðan kvæðið var lesið með dramatískum tilburðum. Að visu ekki til að nefna í sama orði og glæsisýninguna Æfin- týri Hoffmanns, en grunnhugs- unin sú sama, að hrífa áhorf- endur með gliti og skrauti á sviði og búningum. Og einmitt í slíkum skrautsýningum er mað- ur svo vel settur með allt sviðið í fjarvidd ofan frá. Til að sjá bróderi á búningi eða annað smálegt má bara bregða upp leikhúskíki, ef vill. Að fá miða á uppselda sýn- ingu hljómar líkt og að geta upp á því hvað‘sé í tómum poka. í pokanum er ekkert, en á aug- lýstu uppseldu sýningunum i Þjóðleikhúsnu eru oftast laus sæti - á efri svölum. Svona geta svörin við gátum verið viðsjál. Víðast erlendis er jafnan troð- fullt uppi á efstu svölum á eftir- sóttum og uppseldum sýning- um. Sjálf náði ég í slikan miða (fyrir 7,50 pund) á efsta bekk á löngu útseldri sýningu á „Hættu- leg kynni" i Pallace leikhúsinu í London um daginn með þvi að mæta í von um að einhver leik- húsgesta forfallaðist, eftir að umboðsmaður hótelsins hafði gefist upp á að útvega miða. Sem betur fer, þvi með slíkum milli- lið getur eftirsóttur miði farið í 40 pund. En þessi sýning var svo frábærilega leikin að hvert orð í flóknum og hárnákvæmum samræðum barst vel upp á efsta bekk og leikari hvarf aldrei sýn. Svona nákvæm blæbrigði í ieik og flutningi er aðall breskra leikhúsa og byggir á langri hefð og kunnáttu. Verður forvitnilegt að sjá hvort það næst jafn vel á sýningu á þessu sama leikriti frá 1780 (sjá mynd) í Þjóðleikhús- inu hér síðar í vetur. Þrátt fyrir gróskuna komast ekki allir islenskir listamenn að á okkar litla listamarkaði, eins og ijóslega má sjá af þeim fjölda ungs fólks sem er að hasla sér völl erlendis, svo sem líka kem- ur fram í viðtölum og fréttum af tónleikum og sýningum ís- lendinga erlendis. Einkum þeg- ar þeir koma og leyfa löndum sinum að heyra og sjá það sem þeir eru að flytja úti í heimi. Þá er hátíð í bæ! Og nú erum við meira að segja orðnir veitendur til helmslistarinnar - megnum orðið að ala, undirbúa og kosta til náms fólk, sem kemur fær- andi hendi á heimsmarkaðinn? Ekki í þeim fróma tilgangi ein- um„að bera hróður jslands" eða réttara sagt veita íslendingum eitthvað til að hreykja sér af, heldur einfaldlega til að leggja skerf í þá deiglu sem heimslistin er. Svo við getum hætt að vera bara þyggjendur þeirrar sigildu iistar, sem skapast hefur á um- liðnum öldum, en erum að byija leggja í púkkið líka. Ætli fari ekki að verða óhætt að sleppa sígildrl viðmiðun við fólksfjölda líka. SiÖKUN GEGN STREIiU Leiðbeinendur: Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræóingur Sæmundur Hafsteinsson, sólfræðingur Vöðvaspenna - tímaskortur - stöðug þreyta - höfuðverkir - pirringur - svefntruflanir: Kannast þú við einkennin? Kvöldnómskeiðin vinsælu að fara af stað aftur. Þátttakendur koma saman eitt kvöld í viku. Kennsla í hópum og einstaklingsráðgjöf. Látið skrá ykkur strax hjá Heilsugarðinum í síma 656970. O HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 WÍiMÍt í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI VINNUFLOTBÚNINGURINN ísAcOr Kaplahrauni 12, 220 Hafnarfirði Sími 54044 r K0MDU TIL 0KKARÞAR SEMBÍLA VÖRUINNKA UPIN B0RGA SIG naust BORGARTUNI26, SIMI622262 STEARNS ifs 580 VARAHLUTIRI Hentar öllum sjómönnum, rjúpna- skyttum, snjósleðafólki, hestamönnum, verktökum og veitustofnunum. Tvöfalt ytra byrði á hnjám og sitjanda. Rennilásar á skálmum. Uppblásanlegur höfuðpúði. Mikið vasapláss. Hetta sem hindrar ekki sjónsvið. Þyngd aðeins 2,3 kg. Fáanlegur í stærðum frá „XS“ til „XXXL“. Viðurkenndur af Strandgæslu USA til notkunar á heimskautasvæðum. HÁTÍDLEG STUND LÝSIR TILVERUNA Ijósmynd geymiroggledur barnamyndir (frá 2-3 mánada) fjölskyldumyndir brúdkaupsmyndir tiskumyndir. . . .. . í stúdiói eða heimahúsum. Studio 76 gerir þínar hugmyndir að veruleika. Suðurlandsbraut 22 2h. Ath. sama verð á laugardögum. Timapantanir i sima 680676

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.