Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 29 Geymt en ekki gleymt Eins og önnur stéttarfélög hafa samtök sovéskra arkitekta lengi átt skemmtilega félagsmiðstöð og sumarhús á fögrum stað fyrir utan Moskvu. Eru húsin í þorpi, sem Súkhanovo heitir, og telst meðal annars til þeirra gamalt klaustur. Árið 1938 ákvað ríkið að taka það til sinna nota og án þess að gera arkitektunum nánari grein fyrir því. Þeir spurðu held- ur einskis og þar til fyrir skömmu voru eigendaskiptin gleymd og grafin í hugum flestra. EINVALDURINN: Verða ódæðisverkin greipt í stein? Nú hefur þó komið í ljós, að klaustrið var gert að leynilegu fangelsi og einhverri mestu pynt- ingamiðstöð Stalínstímans. Fangar, sem þurfti að „mýkja upp“, voru fluttir þangað frá Lefortovo-fangels- inu í Moskvu og svo mikil leynd hvíldi yfir klaustrinu, að þeir, sem þar störfuðu, máttu ekki minnast á það einu orði. Jevgeníj Gnedín var talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins árið 1937 og þar til hann var handtekinn tveimur árum síðar. Hann lést fyrir fimm árum en æviminningar hans, sem eru nýkomnar á prent, hafa komið nokkru róti á hugi sovéskra arkitekta. Þá hafði aldrei grunað til hvers klaustrið með sínum upp- múruðu gluggum var notað. Þessar óhugnanlegu upplýsingar fengu þeir á sama tíma og verið var að stofna samtök um að reisa fómarlömbum Stalíns verðugt minnismerki. „Mörgum finnst, að gera eigi þessi hús öll að einu safni,“ segir Vyac- heslav Glazytsjov, varaforseti arki- tektafélagsins. „Þar ætti að vera opið minningarsvæði, lítið safn fyrir ýmsar sýningar, bókasafn og tölvu- vætt skjalasafn þar sem fólk gæti leitað upplýsinga um ættingja sína og vini.“ Tímaritið Ogonjok og vikuritið Literaturnaja Gazeta hafa nú tekið höndum saman við arkitektana við að koma þessu safni upp og hafa stofnað landssamtök, sem þau kalla einfaldlega „Minninguna“. Hafa þeim borist 700 tillögur um gerð minnismerkis um fórnarlömb Stalíns og er búist við, að þær verði orðnar 2,000 talsins næsta haust þegar til- lögufresturinn rennur út. Er einnig vonast til, að sovéskir listamenn og myndhöggvarar, sem búsettir eru erlendis, sendi inn tillögur og innan skamms verður skýrt frá skipan dómnefndar. Erfitt verður að finna minnis- merkinu réttan stað en Vyacheslav Glazytsjov er ekki í neinum vafa mætti hann ráða. Hann vill koma því fyrir á torginu gegnt Húsinu á fyllingunni, sem frægt er úr sögu Júríjs Trífonov. „Það eru tvær ástæður fyrir því. Flestir félaga í Komintem bjuggu þar í einhvern tíma og Stalín lét drepa 90% þeirra. Hin er sú, að á miðöldum fóru þama fram opinberar aftökur. Þess vegna finnst mér þetta viðeigandi staður.“ -JONATHAN STEELE Maðurinn sem bar Ijósið inn í myrkrið Það er ekki víst að spunavélin eða sjónvarpið hafi í raun verið nein mannkynsblessun en það á þó örugglega við um höfund blindra- letursins. Það er því dálítið skrý- tið, að ævisaga hans skuli vera að koma út fyrst nú. Öll hefðum við þó gott af því að vita meira um Louis Braille þótt ævi hans hafi ekki verið vafin neinum heljuljóma; hann varð bæði skammlífur og átti löngum við illt atlæti að búa. Braille fæddist árið 1809, sonur fransks söðlasmiðs, og missti sjónina þriggja ára gamall. Er talið, að hann hafi blindað sjálfan sig fyrir slysni með einhveiju verkfæri föður síns. Tíu ára gamall var hann sendur til Parísar í eina heimavistarskólann, sem þá var rekinn fyrir blint fólk, og átti þar illa ævi, leið hálfgert hungur og þjáðist af heimþrá. Hann var því löngum heilsuveill og var kominn með berkla og farinn að kasta upp blóði 26 ára gamall. Þá var hann þó búinn að semja grund- vallartáknin í blindraletri, bæði fyrir ritað mál og tónlist. Braille var ekki alger brautryðj- andi, heldur naut hann i starfi sínu tilrauna tveggja annarra manna. Var þar annars vegar um að ræða Valentin Hauy, sem fyrstur gerði upphleypt stafróf fyrir blinda, meðal annars til ánægjuauka fyrir Marie Antoinette, og hins vegar mann að nafni Barbier. Hann var höfuðsmað- ur í Napóleonsstyijöldunum og hafði séð hermenn missa lífið af slysförum þegar þeir kveiktu á lampa til að geta lesið orðsendingarnar. Hann fann upp táknmál, sem lesið var með því að fara um það fingrum, og kallaði „næturskrift". Braille var þó ekki kominn af unglingsaldri þeg- ar hann áttaði sig á, að gagnlegt blindraletur yrði að vera miklu ná- kvæmara. „Kúnstin að lesa ritað mál, ein- faldan söng og tónlist með upp- hleyptum punktum fyrir blinda" var gefin út árið 1837 þegar Braille var 28 ára að aldri. Voru undirtektirnar heldur litlar framan af og blindralet- rið var ekki almennt notað fýrr en eftir að hann hafði látist úr berklum 43 ára gamall. Það var svo ekki fyrr en eftir síðari heimsstyijöld, að haldin var um hann síðbúin minning- arathöfn með messu í Notre Dame og ræðu, sem Helen Keller flutti. Kista Brailles var grafin upp og nú hvílir hann í Pantheon við hlið ýmissa bestu sona Frakklands, til dæmis þeirra Voltaires, Hugos og Zola. Fæðingarþorpið hans vildi hins vegar líka fá eitthvað af helgidómn- um og því var gripið til þess villi- mannlega ráðs að höggva af honum hendurnar og grafa þær þar. Lennard Bickel, höfundur ævisög- unnar, lýsir Braille næstum eins og dýrlingi, sem fómaði öllu fyrir blinda nemendur sína á sama tíma og hann var að hósta upp úr sér líftórunni. Bókin hefur líka verið þýdd á blindraletur og stendur því opin þeim mörgu milljónum manna, sem eru í ævarandi þakkarskuld við Louis Braille. -ROSEMARY DINNAGE Við dauðans dyr INNLITIÐ í EILÍFÐINA LOFAR ÓNEITANLEGA GÓÐU SÚ tilfinning að yfirgefa líkamann, líða í gegnum löng göng í átt að „ljósverunni" og sjá allt lífið fyrir sér i einu svipleiftri er algeng meðal þeirra, sem hafa verið „kallaðir heim frá helju“ með hjálp nútíma læknavísinda. Segir frá þessu í bók, sem kom út í Bretlandi í síðasta mánuði. Höfundur bókarinnar, sálfræð- ingurinn Raymond Moody, hefur rætt við meira en 1.000 manns, sem allir eiga það sameig- inlegt að hafa verið við dauðans dyr einhvern tíma á síðustu 20 árum. Segir hann, að sumt af fólkinu þurfi á hjálp að halda, nauðsynlegt sé að fullvissa það um, að það þjáist ekki af ofskynj- unum eða einhveijum geðsjúk- dómi. Tveir krabbameinssérfræðing- ar við Konunglega Marsden- sjúkrahúsið í London hafa reynt þetta sama í sínu starfi og skýrðu nýlega frá því í læknatímaritinu Lancet. Sögðu þeir, að 72 ára gamall maður, „mjög vel mennt- aður“, hefði reynt að rífa burt slöngur, sem hann hafði í æð, og hrópað: „Þetta er grimmd og ill- mennska... Hvers vegna gerið þið mér þetta? Hvers vegna má ég ekki hafa mína mynd?“ Dr. Moody, sem las sálarfræði að loknu heimspekinámi, starfar nú sem sálfræðingur í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Segir hann, að reynsla þeirra, sem hann ræddi við, sé merkilega lík þótt hún sé engin vísindaleg sönnun fyrir framhaldslífi. „Hér var um að ræða ofur- venjulegt fólk, sem var að reyna að lýsa því með orðum, sem hvorki verður sagt né skilið," segir Mo- ody og bætir því við, að fólkinu hafi fundist það sjá lífshlaupið fyrir sér án nokkurs samhengis við tímann. Það var líkast því sem það væri áhorfandi að atburðun- um, eins og það væri í sporum einhvers ættingja, maka, vinar eða barns. Lýsingum á „göngunum" fylgdi þörf eða löngun til að komast yfir einhvern þröskuld og nokkrir kváðust hafa séð „heilu ljósaborg- imar“. Var þessi upplifun mis- sterk og því skýrari og nákvæm- ari sem sjúklingamir vom lengra komnir á leiðinni yfir landamærin. Sumir sjúklinganna kváðust hafa horft á sjálfa sig og læknana vera að reyna að bjarga þeim en aðrir vom jafnvellkomnir út fyrir sjúkrahússveggina. Segir dr. Mo- ody, að það sé furðulegra en svo, að unnt sé að finna á því skýr- ingu. Nefnir hann sem dæmi konu, sem „sá“ dóttur sína þar sem hún sat fýrir utan sjúkrastof- una, og önnur kona sagði banda- ríska hjartasérfræðingnum Mic- hael Salbolm, að hún hefði séð skó á veggsyliu utan á sjúkrahús- inu. Þar fannst skórinn þegar að var gáð. Þessi reynsla hafði þau áhrif á flesta, að þeir öðluðust alveg nýja lífssýn, einhvem innri frið, sem fylgdi þeim upp frá því. Segir dr. Moody til dæmis af manni, ákaf- lega taugatrekktum og uppstökk- um, sem varð svo ljúfur í lund, að við lá, að konan hans skildi við hann. Dr. Moody leggur áherslu á, að þessi breyting eigi ekkert skylt við þann feginleik, sem fýlgir því að vera bjargað úr lífsháska, og bendir á því til sönn- unar, að skapgerðarbreytingin eigi jafnt við um börn sem full- orðna. -AILEEN BALLANTYNE KOMUM HEIM, MÆLUM OG RÁÐLEGGJUM í VALI Á INNRÉTTINGUM • Þriggja vikna afgreiðslu- frestur. • Ókeypis hugmynda- vinna. • Ókeypis heimsendingar- þjónusta. Höfum á boöstólum frábært úrval af vönduöum og fallegum eldhúsinnréttingum, baöinnrétt- ingum og fataskápum. Við bjóðum frábært verö og innrétt- ingar við allra hæfi. Hafiö sam- band strax! Viö komum, teiknum upp hugmyndirog gerum tilboö þér aö kostnaöarlausu. Veitum fólki úti á landi llka sérstaka þjónustu. Við erum við hliðina á Álnabæ í Siðumúla. mnre\ Opið 9-19 alla daga Laugardaga 10-16. Sunnudaga 10-16. óumúli 32 Sími: 680624 ftir dpnunartíma 667556. 41 MALVERKAUPPBOÐ verður haldið sunnudaginn 4. desember kl. 20.30 á Hótel Sögu. Klausturhólar, sími 19250.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.