Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
2. GREIN
fexti og myndir/Jóhönna Kristjónsdóttir
Ég opna augun
Ljósin hafa veríð slökkt i herberginu
Ég loka augunum
kalla fram Ijósið
sem opnar sjóndeildarhringinn
Ég breyti um liti á máluðum
veggjum
Ég skipti um andlit konunnar i
málverkinu
set annað í staðinn
Síðan milda ég antímónusallann á
augabrúnunum
Eg Ixt sem ég sjái ekki vofuna
sem er i felum bak við tréð
Og teikna andlit af ungum manni
með vinalega andlitsdrætti,
set það hjá nýja konuandlitinu
Konan brosir
stígur út úr málverkinu
Ég horfi á hana
— hún gengur um herbergið
og fer að breyta húsgagnaskipuninni
Ég gleðst yfir Ijósinu
Nú streymir það frá glugganum
það er yfir rúminu mínu
Ég vakna,
dauf skíman
sundurleitir litir þekja veggina,
dagblöð
tóm glös
Málverkið á veggnum á sínum stað
og konan í málverkinu brosir
Hlær hún að draumi mínum?
Ég loka augunum
leita aftur inn i svefninn.
y
Þetta ljóð „Her-
bergið" er eftir
Hameed Saeed,
þekktasta ljóð
skáld íraks og rit-
stjóra málgagns
Baathflokksins.
Saeed hefur gefið
út sjö ljóðabækur frá því sú hin
fyrsta kom út fyrir tuttugu árum.
Eg hitti hann á dögunum á skrif-
stofu blaðsins hans „Byltingarinn-
ar“ eftir að ég hafði gert mína
einkabyltingu á skrifstofu herra
Maás í upplýsingaráðuneytinu og
getið var um í fyrstu Iraksgreininni.
Hameed Saeed er trúr og dyggur
flokksmaður eins og staða hans
bendir til. Hann kannaðist ekki við
að ritskoðun í írak væri óeðlilegt
fyrirbrigði. Eins og fleiri „ opin-
berir“ aðilar, fylgismenn forseta-
stjórnarinnar, sagði hann ritskoð-
unina vera af öryggisástæðum.
Utsendarar óvinanna liggja alls
staðar í leyni og eru til alls vísir.
Saeed talaði af kurteislegum sann-
færingarkrafti um ástandið í
landinu. Hann neitaði því afdráttar-
laust að þetta færi nokkurn skapað-
an hlut í taugarnar á blaðamönnun-
um, enda væru þeir allir þjóðhollir.
Saeed kemur fyrir sjónir sem
blíðlynt hörkutól, fallegur maður
og einlægur. Trúir hann því sem
hann segir um pólitíkina. Eg hall-
ast að því. Spyr. „Skáld skrökva
ekki,“ segir hann. „Skáld trúa því
sem þau eru að gera, og ef sannfær-
inguna vantar, verður hljómurinn
holur. Þú segir að ritstjórinn þinn
Á götu í Bagdad - Innfellda myndin'er af listaverki úr sögunni um þjófinn í Bagdad
Síðdegisstund með Harned
Saeedf þekktasta Ijóðskáldi
Iraks og samvera
meðRostungi riddara
við höfum það hlutverk að stuðla
að því að friðurinn verði meira en
orðin tóm. Stríðið er óþolandi og
ljótt. Það veldur ekki aðeins dauða.
Það afskræmir mannssálina. Við
finnum skýrar en nokkru sinni hvað
friðurinn er fagur.“
Ég spyr um ókyrrð meðal Kúrda
í landinu, en fréttir hafa borist um
að eftir að stríðinu lauk hafi Sadd-
am Hussein beint kröftum hersins
að því að sækja að Kúrdum.
Hann hristir höfuðið. „Þú þyrftir
að komast þangað,“ segir hann. „Þá
myndirðu sjá að þetta er áróður.
En það eru alltaf til menn sem rang-
túlka og æsa upp. Kúrdar hafa
meiri rétt hér og búa við betri stöðu
en nokkurs staðar, þeir eru á háu
menningarplani, eiga sína rithöf-
unda setn skrifa á þeirra tungu-
máli ög mjög margar bækur eru
gefnar út á Kúrdamáli. Flestir
Kúrdar láta sér í léttu rúmi liggja
þótt erlendis sé hafður uppi þessi
áróður, því að þeir vita betur."
Ég benti ritstjóranum á að mér
væri ekki leyft að fara á svæði
Kúrda og því væri borin von til að
ég gæti séð með eigin augum.
Spurði hvort honum fyndist ekki
eðlilegra að greiða götu blaða-
manna, svo að þeir gætu dregið
sínar ályktanir. Finnst honum þetta
samrýmast því frelsi sem hann sem
skáld telur svo mikilsvert.
„Ég er hræddur um að þú skiljir
þetta ekki allskostar. Fréttamenn
hafa átt drjúgan þátt í að friðurinn
er kominn," segir hann og horfir
ásakandi á mig. Eilítið dapur á svip.
„A stríðstímum verður að gæta
þess að halda uppi siðferðisþreki
þjóðarinnar. Það er ótækt að láta
menn komast upp með að skrifa
neitt það sem gæti brotið skarð í
kjark fólksins. Ég kalla það ekki
ritskoðun. Ég kalla ekki þær ráð-
stafanir frelsisskerðingu sem verð-
ur að gera til að styrkja siðferðis-
þrekið. Ég er líka viss um að þú
kæmist á svæði Kúrda ef þú værir
lengur, það tekur allt sinn tíma
varðandi svona mál.“
sé skáld. Hann hlyti að
skilja hvað ég á við.
Spurðu hann hvort skáld
skrökvi. Kannski þau sjái
og skynji sterkar, öðruv-
ísi. En þau skrökva ekki.
Menn sem fást við skáld-
skap, hvort sem er á Is-
landi, í Japan, í írak, eiga
sér alls staðar eitthvað
sameiginlegt. Á sama
hátt og blaðamenn. Á
sama hátt og læknar eða
bílstjórar. Umhverfið
mótar, uppeldi, hefðir og
trú. En innst inni er eðli
mannsins hið sama.
Hversu raunverulegur
friðurinn sé? Það tala all-
ir um friðinn. Við vildum
ekki þetta stríð, við biðj-
um að þessu sé lokið. Ir-
anir vildu ekki frið, en
þeir sáu að þeir gátu ekki
haldið þessu áfram. Við
erum að lifa mikilvægan
tíma í blaðamennsku hér,
Hamed Saeed, skáld og ritstjóri.