Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 42
42 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
nmnmn
'„'Eg get e-icki munois \>ab’ Eru bbkhald-
arar „v'ms-tri heili'ý' e£a„haegri heiLi"?"
Boltarnir þínir eru alltaf Ég er kvölin ...
of snöggfir.
HÖGNI HREKKVÍSI
Bréfritara Snnst tímabært að
stofnað verði félag eldri borgara
í Kópavogi.
Stoftium
félag eldri
borgara í
Kópavogi
Kæri Velvakandi.
Nú hef ég heyrt að það standi
til að stofna Félag eldri borgara í
Kópavogi og gladdi þetta mig mik-
ið. Þetta er gert í góðri samvinnu
við Félag eldri borgara í Reykjavík
og hefur komið upp sú hugmynd
að stofna landssamband allra félaga
aldraðra sem starfa í landinu. Það
hefur sýnt sig að fólk hefur mikið
gagn af að vera í svona félögum
og það getur meðal annars fengið
afslátt í mörgum verslunum og af
allskonar þjónustu. Mér finnst orðið
tímabært að stofna svona félag í
Kópavogi en þar fer fullorðnu fólki
stöðugt fjölgandi og þetta félag
yrði eins og í Reykjavík fyrir alla
sem orðnir eru 60 ára.
Fullorðinn Kópavogsbúi
Arka niður
þrjá, Mogg-
anumtilaðná
Velvakanda hefur borist þessi
vísa frá aðila sem kýs að kalla
sig „Næstum jafnaldra Mogg-
ans.“
Flesta morgna ársins daga arka ég
niður þijá, Mogganum til að ná.
Marga morgna verða það þó
Þrisvar sinnum „þijá“
Styrkir fætur, veikir fætur
arka niður þijá,
arka niður þijá,
Mogganum til að ná.
Á FÖRNUM VEGI
Valur Fannar og
Anna Aðalsteins-
dóttir: „Svipta
hann dómara-
hempunni."
Morgunblaðið/Svérrir
A
Afengiskaup opin-
berra starfemanna
Mikil umræða um hlunnindi
opinberra starfsmanna hefiir
orðið á síðustu dögum í kjölfar
meintrar misnotkunar handhafa
forsetavalds á heimild til kaupa
á áfengi á kostnaðarverði.
Við hittum Gísla Guðmundsson
á fömum vegi og spurðum hann
álits á málinu. „Mér fínnst rétt að
háttsettum opinberum starfsmönn-
um sé auðveldað þegar þeir sinna
störfum í þágu hins opinbera eins
og móttökum og þess háttar, en
þetta mál er alveg forkastanlegt.
Menn eiga ekki að misnota aðstöðu
sína á þennan hátt og mál forseta
hæstaréttar er vægast sagt óeðli-
legt í alla staði.“
Otrúlegt
„Það er ótrúlegt að menn skuli
komast upp með svona lagað,"
sagði Ásrún Vilbergsdóttir. „Ann-
ars er ágætt að þetta mál skuli
hafa komist upp, því það er a.m.k.
til vamaðar. Svona hlutir verða til
þess að ríkistekjur minnka, og al-
menningur greiðir brúsann. Fólk í
svona háum embættum ætti að sjá
sóma sinn í að misnota ekki aðstöðu
sína á þennan hátt.“
Ætli við yrðum
ekki rekin ?
„Nú, það á auðvitað að svipta
Morgunblaðið/Sverrir
Ásrún Vilbergsdóttir: „Til varn-
aðar.“
manninn dómarahempunni!" sagði
Valur Fannar, sem við hittum í
Austurstræti ásamt Önnu Aðal-
steinsdóttur. „Það segir sig sjálft
að það er ekki eðlilegt að menn
kaupi svona mikið magn án þess
að hafa í raun ástæðu til þess,“
Víkverji skrifar
Víkveiji kom fyrir nokkru á
vinnustað þar sem útvarp var
hátt stillt, starfsfólkið hlustaði af
athygli og virtist hafa þó nokkra
skemmtan af. Víkveiji lagði við
hlustir og heyrði að hér var á ferð
grinþáttur, sem honum virtist að
mestu byggður á bjöguðu málfari
og rangri málnotkun. Málshættir
voru „stílfærðir" og rangt farið með
orðtök.
Vafalaust var hér verið að skopast
að ambögunum, eða þeim, sem láta
þær sér um munn fara, en hræddur
er Víkveiji um að það komist illa
til skila. Þvert á móti fínnist mörg-
um þetta sniðugt — og fari að hafa
það eftir.
Víkveiji fékk þetta einmitt stað-
fest í liðinni viku. Móðir 12 ára
stúlku sagði honum að dóttir henn-
ar afskræmdi iðulega kunn orðatil-
tæki í tilsvörum. Fyrst hélt hún að
telpa væri að gantast með þessu,
en komst svo að því að hún hafði
ekki hugmynd um hvemig orðatil-
tækin eru rétt. Aðspurð hvaðan hún
hefði þetta málfar vitnaði hún í
fyrrnefndan útvarpsþátt. Það getur
verið varhugavert að vera skemmti-
legur á kostnað tungunnar. Þar
má tilgangurinn ekki helga meðalið.
XXX
*
Arátta manna að apa hver eftir
öðrum er mikil — og á það
ekki síst við um tungutak. Víkverji
hlustaði eitt sinn á símaviðtalsþátt
í útvarpi þar sem einn viðmælandi
stjómanda sagði „ókei“ í tíma og
ótíma. Og nær allir þeir sem á eft-
ir komu „ókei-uðu“ í sífellu.
Ef til vill finnst einhveijum þetta
óþarfa nöldur, íslenskan sé það rót-
gróið mál að hún eigi auðvelt með
að standa af sér öll erlend áhrif og
misnotkun af ásettu ráði. Vonandi
að svo sé, en samt er rétt að vera
vel á verði og bjóða ekki hættunni
heim að ástæðulausu.
XXX
að fór aldrei svo að íslending-
ar, sem dvöldu í Tælandi um
tíma í. haust, fengju. ekki fréttir að
heiman í þarlendu blaði. Við þeim
blasti á einni erlendu fréttasíðunni
í „Bangkok Post": „Reykjavík hafn-
ar hundum." í fréttinni var skýrt
frá því að í allsheijaratkvæða-
greiðslu um hundahald þar í borg
hefði mikill meirihluti (tilgreindur í
prósentum) lýst sig andvígan því.
Síðan eru tíunduð þau ummæli
borgarstjóra að borgarstjórnin gæti
ekki vikið sér undan að taka tillit
til þess meirihlutavilja, sem þar kom
fram.
Síðar var í sama blaði önnur frétt
frá íslandi. Skýrt var frá orðsend-
ingu Jóns Baldvins til utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna varðandi
hvalamálið.
Oft hefur viljað brenna við að
fijálslega hafi verið farið með sann-
leikann i fréttum frá íslandi í er-
lendum blöðum, en svo var ekki að
þessu sinni, frá öllu var rétt skýrt.
Fréttamatið speglar aftur á móti
hvað þarlendum þykir áhugaverðast
og í frásögur færandi frá eyjunni
lengst norður í höfum.