Morgunblaðið - 27.11.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 27.11.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTT1R SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 45 GOLF Gífurleg aukning á einuári — eneruvell- irnir að yfirfyllast? FJÖLGUNIN f golfklúbbunum á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári er slík, að henni má helzt líkja við sprengingu. Fyrir utan þann fjölda sem hefur komið á golfvellina og kannski gripið í fþróttina endrum og sinnum, hafa á f immta hundrað nýir félagar bæzt í hópinn á höf uðborgarsvæðinu, þ.e. hjá Golfklúbbi Reykjavfkur, Keili í Hafnarfirði og hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Þár hef ur aukningin orðið hlutfallslega mest: 142 félagar voru þar í ársbyrjun, en 87 bættust við f sumar, svo Kjölur telur 229 félaga núna. Þess ber að gæta að Hlíðarvöllur í Mosf ellsbæ er ennþá aðeins 9 holu völlur. Með sama áframhaldi, gæti orðið fullskipað þar á næsta ári. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Graf arholti hef ur fjölgað um það bil úr 700 í 1000 og væri sú aukning ekki fær, ef GR hefði ekki aðstöðu á Korpúlfsstöðum einnig, þar sem er að vísu fremur f rumstæður æfinga- völlur, en gagnast að minnsta kosti byrjendum ágætlega, svo og þeim sem eru f golfi einkum sér til hressingar. Hjá Keili í Hafnarfiði hefur orðið fjölgun úr 307 í 331, en þar fyrir utan kom tals- verður hópur í haust og bætist hann væntanlega við fólagatalið á næsta ári. Hvaleyrarvöllurinn er 18 holur og þvf telst ekki þröngt setinn bekkurinn þar ennþá. Talið er fullskipað á miðlungstórum 18 holu velli, þegar félagatalan er komin í 600. Þess ber þó að gæta, að íslenzkir kylfingar virð- ast vera mun virkari og fara oftar í golf í viku hverri yfir sumartímann en gerist almennt í ná- grannalöndunum. Menn hafa reynt að velta fyrir sér ástæðum fyrir þessari skyndilegu ásókn í golfíð. Þar á ugglaust hlut að máli áróður fyrir útivist og hreyfíngu og ekki ér ólíklegt að ágætir golfþættir á Stöð 2 sfðastliðinn vetur og framá sum- ar hafí ýtt undir marga og vakið blundandi áhuga. Þeir hafa séð sem er, að þarna er ákjósanleg íþrótt, jafnt fyrir unga sem gamla og hef- ur í för með sér útivist, hreyfingu, félagsskap og skemmtun. Meinið er, að með áframhaldandi aukningu sem raunhæft er að gera ráð fyrir, stefnir f neyðarástand á þeim völlum, sem fyrir eru. Einkum er það í Reykjavík, sem skórinn er farinn að kreppa að. í Nesklúbbnum eru 300 félagar, hann rúmar ekki meira, er lokaður og ekki bætt við félögum, nema einhverjir hætti sem fyrir voru. Annar 18 holu völlur hefði þurft að vera tilbúinn núna til að taka við aukningu næstu ára, en þvf miður er ekki að sjá, að nein endurbót verði þar næsta ára- tuginn. Menn hafa lengi horft á stórkostlegt og nærtækt golfvallar- land fyrir 9 holu völl á Keldnatún- inu, sem einungis er nýtt til hey- skapar, Ifklega handa hrossum. Þótt borgin hafí gefið fyrirheit um land undir 18 holu völl á ösku- haugasvæðinu við Gufunes, er þess að gæta, að það verður að öllum Ifkindum ekki afhent með jarðvegi fyrr en 1992 og má þá augljóst vera, að þar verður ekki nothæfur golfvöllur fyrr en um aldamót. Hér AF INNLENDUM VETTVANGI Sigurðsson skrifar hafa einhveijir sofið á verðinum, en afsökun er það þó, að aukning- una á þessu ári sá enginn fyrir. Ánægjuleg aukning Sú aukning er ánægjuleg. En ánægjan getur orðið blendin fyrir þá sem eldri og reyndari eru í fþrótt- inni, þegar búið er að taka alltof marga byijendur á völlinn - og því miður virðast þeir sjaldnast fá leið- sögn f siðareglum. Meðal annars vegna þess hve áskipað er í Grafar- holti, hefur staumurinn ekki sízt legið upp f Mosfellsbæ, þar sem bæjarfeður hafa sýnt meiri stórhug og framsýni en dæmi eru um ann- arsstaðar frá, með því að láta gull- fallega landspildu næst sundunum undir völlinn. Að sjálfsögðu hefði verið fýsilegt byggingarland þarna; jafnvel freistandi að róta þar öllu upp vegna nærtækrar malartekju. En það hefur ekki hvarflað að þeim, sem ráða málum í Mosfellsbæ. Þarna er að sjálfsögðu útivistar- svæði, öllum opið, og alger náttúru- paradís með órofnu útsýni yfír Fló- ann og sundin. Það eitt skyggir á, að hér er aðeins landrými fyrir 9 holu völl, sem er frábærlega iagður í landið, spennandi golfvöllur með hæðum, giljum og vatni á einum stað. Tiltölulega fámennur golf- klúbbur hefur á skömmum tíma unnið stórvirki, ekki aðeins á vellin- um, heldur einnig f frágangi utan brauta og skógrækt. Nú hafa þeir Kjalarmenn áform um viðbótarland fyrir 9 holu völl út með ströndinni. Það er f landi Blikastaða; er f einkaeign og verður án efa mjög dýrt. Þótt samningar tækjust, er bjöminn aðeins að hálfu unninn. Eftir stendur að landið er óræktað og kallar á kostnaðarsam- ar framkvæmdir. En takist þetta er margt sem bendir til, að Hlíðar- völlur í Mosfellsbæ verði framúr- skarandi golfvöllur sem bæjarfélag- ið getur verið stolt af. Nesklúbburinn á ekki margra kosta völ til stækkunar á vellinum, en hefur þó fengið vilyrði fyrir við- bótarlandi, þar sem til þessa voru kartöflugarðar og fisktrönur. Þetta svæði nær að tjöminni og gæti rúm- að æfíngasvæði og kannskj 3 holur til viðbótar, en hefur ekki úrslita- áhrif á hugsanlega fjölgun í klúbb- num. Hvaleyrin er komin inná skipulag sem golfvöllur í Hafíiarfirði og er óhætt að segja, að skilningsríkara viðhorf hafí ríkt í bæjarstjóm Hafn- arfjarðar gagnvart þessu íþrótta- mannvirki nú á sfðustu árum.Á tvítugsaftnæli klúbbsins í fyrra, var Keili veitt viðbótarland uppi í Hval- eyrarholtinu undir golfskála, sem sárlega vantar, svo og grýtt land- svæði við Sædýrasafnið sáluga, þar sem nú er verið að aka í mold og er ætlunin að verði æfingasvæði. Skálabygging uppi í holtinu mun einnig kalla á skipulagsbeytingu á vellinum, venjan er a.m.k. sú að hægt sé að hefja leik og enda sem næst skálanum. Það er gleðiefni að geta sagt frá því, að Oddfellowreglan hefur látið teikna golfvöll í Urriðakotslandi, sem reglan á og er hjá Urriðavatni milli Hafnaifyarðar og Garðabæjar. Svæðið blasir við þegar farinn er svoneftidur Flóttamannavegur frá Vffilstöðum til Hafnarfjarðar. Þetta glæsilega framtak Oddfellowregl- unnar ætti að geta orðið til að bæta úr því vandræðaástandi, sem óneitanlega er komið upp nú þegar f Reykjavík. Hlutfallslega varð mest aukning hjá golfklúbbnum í Mosfellsbæ. til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Gunnar S. Guðmundsson Myndin er tekin við skálann þar og sést út á sundin og Morgunblaðið/Gunnar S. Guðmundsson Það er daamt um óvenjulegan skilning og framsýni, að Mosfellsbær lét fal- lega spildu meðfram sundunum undir 9 hoiu golfvöll. Hluti hans sést á þess- ari loftmynd og Mosfellsbær í baksýn. Urriðakotsvöllur verður sam- kvæmt teikningu Hannesar Þor- steinssonar 18 holur, 6.400 metra langur og þarmeð lengstur golfvaila á Islandi. Að auki verður þama smávöllur með 9 par-3 holum, stórt æfíngasvæði og að sjálfsögðu golf- skáli. Framkvæmdir eru hafnar að einhveiju leyti, þar á meðal um- fangsmikil skógrækt , en ætlunin er að næsta vor verði sáð f brautir og byrjað að ganga frá flötum, svo líklegt er nú talið, að hægt verði að leika golf á þessum velli að ein- hveiju leyti eftir rúm tvö ár, eða sumarið 1991. Ætlunin er, að þarna verði stofnaður golfklúbbur, sem verður öllum opinn. GoHklúbbur án vallar Golfklúbbur var stofnaður í Garðabæ fyrir rúmum þremur árum og hefur hann þá sérstöðu að vera einasti golfklúbbur landsins, sem engan hefur golfvöllinn. Stofnendur þessa félags höfðu augastað á lftt nýttum eða alveg ónotuðum túnum við Vífilstaði, sem ákveðið hefur verið að verði opið útivistarsvæði. Að vfsu er ekki fjölbreytt landslag þama, en teikning af golfvelli ligg- ur fyrir og í ljósi mikillar flölgunar f golfinu, veitir ekki af honum. Rætt var um, að Golfklúbbur Garðabæjar stæði að þessu f félagi við fólk úr heilbrigðisstéttum. Málið hefur staðið fast og strandað fyrir þvergirðing einhverra í heilbrigði- skerfinu og hvorki hafa heilbrigðis- ráðherra né bæjarstjóm Garðabæj- ar borið gæfu til að höggva á þann hnút. Kylfingar á Reykjavíkursvæðinu eiga að vísu í önnur hús að venda þegar allt um þrýtur. Hægt er að fara suður í Leiru og enginn er svikinn af Hólmsvelli, sem telst nú einn af þremur mestu og beztu golfvöllum landsins ásamt Grafar- holtsvelli og Jaðarsvelli á Akureyri. Glæsilegur nýr golfskáli og stórvel byggður golfvöllur gerðu m.a. mögulegt, að þar var haldið Norður- landamót í golfi á síðastliðnu sumri. Á Hólmsvelli er auk þess bezta æfingasvæði á öllu landinu. Erlend- is þætti ekki tiltökumál, þótt aka þyrfti í hálftíma til að komast á góðan golfvöll. Örlítið lefigra er að skreppa til Grindavíkur, en þar hef- ur verið lagður tilbreytingarríkur og skemmtilegur 9 holu völlur með einhveijum beztu flötum á voru landi. Flolrl velllr Með því að bregða undir sig betri löppinni og halda austur yfir Fjall, er hægt að leika á hinum nýja 9 holu golfvelli Selfyssinga á Ölfusár- bökkum. Þar hefur verið unnið stór- virki á skömmum tfma og völlurinn verður betri með hveiju árinu. Auk þess er búið að fá viðbótarland og teikna seinni 9 holumar. Strandar- völlur í Rangárþingi er einnig stór- virki fárra manna; eiginlega óskilj- anlegt afrek. Með smávægilegum endurbótum og lengingum er hann kominn I flokk alvöru golfvalla, þar sem hægt er að halda meiri háttar mót. Annar kostur og mun nær höfuð- borginni, sem brátt verður að veru- leika, er golfvöllur í Hveragerði. Þar var golfvöllur og klúbbur hér fyrr meir, sem iognaðist útaf, þegar hann missti landið, en hefur nú verið endurreistur og golfvöllur hef- ur verið teiknaður I landi Gufudals, ofan við Hveragerði, mestanpart á ræktuðu landi og golfskáli getur orðið í einu af þeim húsum, sem á staðnum eru. Á Akranesi er 9 hoiu völlur, en félagar þar hafa augastað á land- spildu í áttina að Akrafjalli og teikn- ing liggur fyrir af 9 holum til við- bótar á þeirri spildu. Þessari umleit- an hefur verið tekið með velvild í bæjarstjóm Akraness og má búast við að framkvæmdir hefjist áður en langt um líður. Viðbót er einnig fyrirhuguð hjá Golfklúbbi Akur- eyrar. Sunnan við hinn nýrri hluta vallarins hefur klúbburinn yfirráð yfir tilbreytingarríku og áhuga- verðu landi fyrir 9 holu völl til við- bótar við 18 holu völlinn, sem kylf- ingar þekkja. Óhætt er að segja, að reksturinn hjá golfklúbbi Akur- eyrar hafi verið með óvenjulegum glæsibrag. í fyrravetur var unnið stórvirki í golfskála félagsins eftir bruna, sem þar varð, og jafnframt byggð glæsileg vélageymsla og verkstæði. Akureyri getur sannar- lega verið stolt af golfklúbbnum þar og vellinum á Jaðri. Á öðrum stöð- um þekki ég ekki nóg til mála, en bendi á í lokin, að eftirminnilegt er að leika á golfvelli Sauðárkróks; ekki sízt fyrir flatir, sem teljast að minnsta kosti mjög góðar á íslenzk- an mælikvarða. Einnig þar hefur fámennt félag unnið stórvirki. Af þessari upptalningu má sjá, að ýmislegt er að gerast, sem ætti að gleðja kylfinga og ýta undir ennþá frekari þátttöku í golfíþrótt- inni. Smám saman síast það innúr höfuðskelinni á bæjar- og sveitar- stjómarmönnum, að sú almenn- ingsíþrótt sem mest vex á vorum dögum, þarf að fá boðlega aðstöðu. Og með því að hafa þar um leið opin útivistarsvæði eins og tíðkast á almenningsvöllum í Bretlandi, eru slegnar tvær flugur í einu höggi og öllu fremur þó þijár, því þar sem lagður er golfvöllur, fer einnig fram náttúmvernd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.