Morgunblaðið - 27.11.1988, Side 48
48 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
vJ*
Skíðaferð er
ævintýri!
OgSalzbun
er omotstæðlleg. Vikuverðfrákr. 19*900
Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í
heimsins bestu brekkum...það er sannarlega engu
líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er Ioftið tært og
heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi
<>.• stemningu sem líður þér seint úr minni.
Mayrhofen, Zell am See og Kitzbiihel eru staðirnir
þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til. Beint áætlunar-
flug er vikulega til Salzburg. Að kynnast Salzburg
er öllum minnisstætt, borgin er fádæma falleg og
notaleg. Tónlistin svífur yfir vötnum, þú finnur
aðlaðandi kaffihús og freistandi veitingastaði.
Viðkoma í Salzburg er sjálfsögð ef þú vilt krydda
ferðalagið á skemmtilegan hátt.
* Miðað er við staðgreiðsluverð og fjóra saman í íbúð á Landhaus
Heim. Brottför: 17/12, 24/12, 31/12, 7/1, 14/1 og 21/1.
Allar nánari upplýsingar færðu á sölu-
skrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum
og ferðaskrifstofum.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju
og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir
í síma 25 100.
FLUGLEIÐIR
FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAL
- fólk sem kann sitl fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900
LAND OG SAGA HF. - SAGALAND TRAVEL
LAUFÁSVEGUR 2 * 101 REYKJAVÍK- SÍML 27144
<TTC<TMTM<
Hallveigarstíg 1, Sími: 28388
FERÐASKRIFSTOFA FÍB
DOPGAPIUNI 33 tOS RVK SIMAP 29997 & 622970
FERÐASKRIFSTÖFAN
POLARIS
Kirkjutorgi4 Sími622 011
arandi
VESTURGÖTU 5 • REYKJAVÍK • SÍMI 622420
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐAlSTR/fTI 16 101 REYKJAVÍK
SÍMI 621490
Til heiðurs
afruglara
heimilisins
Mlkið má maður vera þakk-
látur fyrlr að hafa klofið
það á sínum tíma að eignast
myndlykil. Ef ég má segja mitt
álit, þá held ég að þau ósköp
sem spýtast
framan í mann
gegnum afrugla-
rann sé áhrifa-
mesta aðför að
íslensku heila-
búi sem reynd
hefur verið.
Þess ber að
geta að afruglar-
inn er sterkt tæki. Minn er
margbúinn að detta i gólfið með
braki og brestum og háum
dynkjum, meira að segja hefur
hann dottið útum glugga, og ef
eitthvað er þá verður hann
betri við hvert högg. Þannig að
hvað slitþol og endingargæði
varðar er enginn svikinn sem
ákveður að slá til og kaupa sér
afruglara. Sálin í honum og
lnnrætið er svo annar hand-
leggur; það má líkja honum við
heilsuhraust rakkapakk.
Sumsé, burtséð frá hvað þetta
er sterkt tæki, þá er með ólík-
indum hvað þetta litla tól getur
gengið fram af manni. Truflað,
skapraunað og móðgað mann,
æ ofan í æ. Mér er enn í fersku
minni bíómyndin sem subbað-
ist útúr tólinu á nýársnótt og
þá lá nú svo beint við að kveikja
á afruglaranum til þess að geta
hangið vakandi þessa heilögu ■
nótt og ég segi það hér og nú,
það er hægara sagt en gert að
slökkva á tækinu úr því það er
komið í gang. En að tæpu ári
síðar skuli maður skammast
sín fyrir að lofa unglingum og
eldra fólki að njóta afruglarans
með manni, að leyfa sér að
skjóta skjólshúsi yfir fólk til
þess að horfa á annað eins
drasl og birtist gegnum rugla-
rann eitt helgarkvöldið, það er
fjandi hart. Enda stóðu ungl-
ingsgreyin upp áður en yfir
lauk og sögðu: Þetta er búið að
vera alveg meiriháttar leiðin-
legt, maður er orðinn þroska-
heftur eftir kvöldið. Þá var liðið
búið að sitja yfir fegurðarsam-
keppni í tvo klukkutíma. Og
þegar unglingar sitja glottandi
með hæðnisglósur yfir beinni
útsendingu á fegurðarkeppni
þá veit ég ekki hveijir hafa gagn
eða gaman af þessu.
En ekki tók betra við. Ekki
aldeilis verið að sleikja fýluna
úr fólki ef það hélst ekki við
yfir fegurðarkeppninni. Næsta
atriði var bíómynd í þessum
dúr: Nokkrar djarfar stúlkur
ákveða að halda sundlaugar-
boð. Þær bjóða nokkrum roskn-
um kaupsýslumönnum og fer
þá ýmislegt öðruvísi en ætlað
er og fjör að færast í leikinn.
Með aðalhlutverk i þessari
skemmtilegu mynd fara fjöl-
margar stúlkur sem prýtt hafa
miðopnu hins virta tímarits
Playboy. Þegar sýningu þessar-
ar dirfskufullu myndar, eins og
stendur í sýningarskrá, lauk
var hlaupln illska í liðið.
Önnur eins pest í myndlíki
kæmist ekki með aðra löppina
inn nokkursstaðar í heiminum,
nema ef vera skyldi í stofur
íslenskra myndlyklaeigenda.
Það sem þó tók við verður ekki
eytt orðum i: hundurinn fékk
ekki einu sinni að horfa á það,
hann hefði fengið kúltúráfall,
orðið klámfenginn og ofbeldis-
hneigður.
Lauk svo þessu hryllilega
ómenningarkvöldi, allir stóðu
upp dáldið verri manneskjur,
búnir að fá nóg af svívirðilegri
aðför að litlu heilabúunum í
bili. Verst hvað afruglarinn er
vandað tæki.
eftir Sigríði
Holldórsdóttur