Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT 88GI HaaM383Q .If ÍIUDAtlöMVÍUS Öl(3A.rÖWIÍ)ílOM “ÍIÖRGUNBLA'ÐIÐ'SUNNUDÁGUR ÍlTlDESEMBER 1988 Ósérhlífin og föst fyrir Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastj óri Hj álpar stofnunar kirkjunnar Helgi sagði að Sigríður væri skemmtileg, jarðbundin og enginn „fagidjót". „Hún hefur áhuga á öllu mannlegu, en ekki eingöngu Hjálparstofnuninni og starfinu þar. Starfið gengur þó framar öllu öðru hjá henni og hefur alltaf gert. Hún sækist ekki eftir sviðsljósinu, en nýtur sín best í þröngum hópi vina. Hennar ímynd hefur þó örugglega aukið veg Hjálparstoöiunarinnar." Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, var yfírmaður Sigríðar á hjartadeild Landspítal- ans. „Sigríður er mikill vinur vina sinna og hefur alltaf staðið sig mjög vel í starfí," sagði Unnur. „Hún er afkastamikil og ábyrgðar- full og á auðvelt með að umgang- FYRIR um tveimur árum tók við starfi framkvæmdastjóra Hjálparstofiiunar kirkjunnar ung kona, Sigriður Guðmunds- dóttir. Hún fékk það erfiða verkefni að byggja upp traust almennings á Hjálparstofiiun- inni að nýju, eftir mikil áföll. Sigríður hafði ekki verið mikið í sviðsljósinu áður, utan hvað viðtöl höfðu birst við hana í fjöl- miðlum vegna hjálparstarfs hennar í Eþíópíu. Viðmælendur Morgun- blaðsins bentu á, að val Sigríðar í stöðuna hefði verið mjög gott; hún tengdist ekki á nokkum hátt stjómun Hjálparstofnunarinnar áður og þekkti hjálparstarf af eig- in raun. Líklega hafa fyrstu mán- uðir Sigríðar í starfí ekki verið neinn dans á rósum, en fyrir síðustu jól kom í ljós að hún hafði haft erindi sem erfíði, því þá tókst söfhun Hjálparstofnunarinnar með ágætum. Stofnunin virðist nú að fullu hafa endurheimt traust al- mennings. Viðmælendur Morgun- blaðsins voru allir sammála um eitt; að Sigríður væri ósérhlífín og teldi ekki eftir sér að leggja nótt við dag ef mikið væri að gera. Þá kom fram, að þegar hún vann við hjálparstarf í Sómalíu veiktist hún mikið af gulu og varð að koma heim. Það aftraði henni hins vegar ekki frá því að halda áfram starfínu um leið krafta til. SVIPMYND eftir Ragnhildi Sverrisdóttur og hún hafði metin. Það var gaman að fylgjast með starfí hennar; hún er kraft- mikil og skelegg." Bemharður sagði að Sigríður væri glaðsinna og skemmtilegur samstarfsmaður. „Það segir sig þó sjálft að hún hlýtur að vera skapmikil og föst fyrir. Öðru vísi hefði hún tæpast ráðið svo vel við þetta starf. Hún er afar ábyggileg og leggur sjálfa sig að veði. Það er óhætt að treysta því að það fé, sem Hjálpar- Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt og fyrstu kynni hennar af hjálparstarfí voru er hún fór á vegum Rauða kross íslands til Thailands og síðar til Eþíópíu, Sómalíu og Súdan. „Hún stóð sig afar vel á vettvangi og hafði gott orð á sér,“ segir Jón Ásgeirsson, sem var framkvæmdastjóri Rauða krossins á þessum árum. „Hún er þægileg í viðmóti, hörkudugleg og ósérhlífín." Bemharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, starfar í sama húsi og Sigríður. „Ég kynntist Sigríði þegar ég fór til Bati í Eþíópíu ásamt Ama Gunnarssyni hjá Hjálparstofnun- inni. Við nutum þess að vera sam- landar hennar, því hún var mikils stofnunin safnar nú, kemst á leið- arenda, því Sigríður hefur séð með eigin augum hversu mikil þörfín er fyrir hjálp." Góður vinur Sigríðar, Helgi Benediktsson, kynntist henni í Hjúkrunarskóla Islands. „Hún er engin gunga og segir sínar skoðan- ir umbúðalaust, en er diplómatísk og lagin að sigla milli skers og báru,“ sagði Helgi. „Hún virtist heilluð af hjálparstarfínu, en það tók mjög á hana. Hún þurfti auð- vitað að bíta á jaxlinn þegar hún stóð frammi fyrir því að ákveða hveijum skyldi hjálpað og hveijir ættu enga von. Þó Sigríður sé ekki fyrsti íslendingurinn sem'tek- ur þátt í hjálparstarfí á hún stærst- an þátt í því að kynna það hér heima. Fólk tekur mark á henni af því að hún talar af reynslu." Guð- 14. Nafn: Sigríður mundsdóttir F.dagur og ár: febrúar 1954 Menntun: Próf frá Hjúkrunarskóla ís- lands 1975 Starf: Framkvæmda- stjóri Hjálparstofnun- ar kirkjunnar Fyrri störf: Hjúkruna- rstörf á hjartadeild Landspítala og á sjúkrahúsi í Gauta- borg í Svíþjóð, hjálpar- starf i Thailandi, Súd- an, Sómalíu og Eþíópíu. Störf að fé- lagsmálum, t.d. í stjóm Hjúkrunarfé- lags íslands. Heimilishagir: og bamlaus Ógift ast samstarfsfólk, jafnt sem sjúkl- inga. Það segir sig sjálft að hún er skapmikil; það gæti engin skap- laus manneskja tekið að sér það starf sem hún sinnir núna. Hins vegar fer hún vel með það og það bitnar aldrei á því fólki sem í kring- um hana er. Ég er viss um að hún er rétta manneskjan í þetta starf. Hún sýndi hvers hún er megnug þegar hún vann við að skipuleggja flóttamannabúðir í Sómalíu. Hún telur ekki eftir sér að vinna sólar- hringum saman og er mikið hörku- tól. Sigríður er einstök," sagði Unnur Sigtryggsdóttir. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hrefiia 69 Forksdóttir frá Syðra-Hóli er kúa best í Austur-Húna- vatnssýslu og hlaut hún viðurkenningu fyrir skömmu frá Búnaðar- sambandi A-Hún. og Sölufélagi A-Hún. fyrir þetta afrek. Austur-Húnavatnssýsla: Hrefiia kúa fesfurst Blönduósi. 1^ FEGURÐ og gjörvileiki er skilgreind hjá fleiri dýrategundum en manninum. Kýr eru til að mynda metnar að verðleikum eftir ytra útliti og eðliskostum. Ein allsherjar úttekt var gerð á norðlenskum kúm á sl. vori og var Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, aðaldómari á sýningum þessum. Alls voru skoðaðar og dæmdar 2.227 kýr og hlutu 133 kýr einkunn sem veitir þeim rétt til að ala af sér kynbótanaut framtíðarinnar. IAustur-Húnavatnssýslu voru skoðaðar 232 kýr og fengu 8 þeirra nautsmæðraeinkunn. Sú kýr- in sem sameinaði best ytri fegurð og eðliskosti heitir Hrefna 69 og er frá Syðra-Hóli í Vindhælis- hreppi. Eigendur Hrefnu eru hjónin Bjöm Magnússon og Ingunn Hjalta- dóttir. Sú kýr er stóð næst Hrefnu heitir Ljótunn 5, frá Höskuldsstöð- um, einnig í Vindhælishreppi. Ein- hvern tíma var kveðið að þessar hámjólka kýr væru hættuleg dýr en hvað fyrir höfundi vakti er ekki gott að segja en eitt er ljóst að þessir kostagripir sem hér eru nefndir eru eigendunum sínum mik- il auðlind. — Jón Sig Skemmdir unnar á skóladagheimili GÍFURLEGAR skemmdir voru unnar á skóladagheimilinu Hraunkoti í Breiðholti á fimmtu- daginn, skömmu efltir að starfs- fólk fór þaðan að loknum vinnu- degi. Að sögn Lilju Torp, for- stöðumanns skóladagheimilisins, var allt lauslegt eyðilagt, en engu virtist hafa verið stolið. Það var búið að eyðileggja allt í húsinu sem hægt var að eyði- leggja. Lýsi var fljótandi um allt gólfið, búið var að btjóta fiskabúr og henda munum úr hillum og skúffum. Í eldhúsinu var öllu laus- legu hent út um allt, og hveiti og sykri stráð um öll gólf. Eggjum var fleygt í veggina og 40 glös voru brotin, þannig að allt var þakið í glerbrotum. Það virðist einungis hafa verið hugsunin að eyðileggja sem mest. Hér var til dæmis segul- bandstæki og útvarp sem var eyði- lagt, og sultu og graut síðan hellt yfir,“ sagði Lilja. í gær var skóladagheimilið lokað þar sem unnið var við að gera hreint eftir skemmdarvargana, en lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Laxfoss og Brúarfoss: Aðeins í Sundahöfn LAXFOSS og Brúarfoss hin nýju skip Eimskipafélagsins, sem eru stærstu skip flotans, geta stærð- ar sinnar vegna hvergi lagst að bryggju á íslandi nema við Sundabakka. Búið er að lengja Sundabakka bæði til austurs og vesturs og er hann nú 225 metrar að lengd. Lax- foss er hins vegar 172 metrar á lengd og Brúarfoss einum metra lengri. Forseti vildi iólaglögg HVAÐ sem fjárlagagerð og tekjuöflun rikisins líður, vakti það mesta athygli þingmanna í liðinni viku að Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings gerði það að tillögu sinni á forsetafundi á miðvikudag að haldið yrði jólaglöggboð í Alþingishúsinu fyrir alþingismenn, áður en þeir hyrfii til síns heima í jólafrí. Eg hef heimildir fyrir því að það hafí komið allverulega á sam- forseta Guðrúnar og þingflokks- formenn, þegar hún bar upp partí- tillögu sína. Munu flestir hafa hall- ast að því að tillagan væri ekki ein- ungis óviðeigandi, heldur væri tíma- setning hennar gjörsamlega út í hött í ljósi þeirrar miklu umræðu og gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á áfengiskaup ákveðinna embættismanna á kostn- aðarverði. Þá kom fram það sjónarmið, að eitt af því sem þingmenn almennt gætu verið stoltir af, væri sú stað- reynd að það hefði aldrei tíðkast að áfengi væri veitt eða haft um hönd í Alþingis- húsinu, og þeirri hefð bæri ekki að breyta. Það væri einungis á fjög- urra ára fresti, við innsetningu forseta íslands, sem menn dreyptu á kampavíni. Reyndar hef ég einnig heimildir fyrir því að forsetinn hæstvirti hafi verið afar föst fyrir og talið það mundu gera þingheimi gott að hrist- ast svolítið saman! En hún tók for- tölum að lokum, svo veslings þing- mennirnir verða annað hvort að DAGBÓ: STJÓRNMÁL eftir Agnesi Bragadóttur kaupa sitt jólaglögg sjálfir, eða bara að sleppa því. Það má heita mesta furða hvað stjórnarliðar bera sig mannalega þessa dagana, þótt stjórnarand- staða láti að því liggja að þeir muni ekki veita tekjuöflunarfrum- vörpum háttvirts flármálaráð- herra, Ólafs Ragnars Grímssonar brautargengi í neðri deild Al- þingis. Stjómar- liðar segja einfaldlega sem svo að sá eigi kvölina sem eigi völina. Ef stjórnarandstaðan ákveði að fella frumvörp íjármálaráðherra í neðri deild, sé hún jafnframt að axla ábyrgðina af því að stjómvöld verði að ákveða gífurlegan niðurskurð framkvæmda og íjárveitinga fyrir næsta ár, til þess að hallalausum Guörún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings vildijólaglögghanda þingheimi fjárlögum verði náð. Síðan verði það hennar að standa þjóðinni skil á skýringum á þeirri afstöðu, sem stjórnarliðar kalla „hreint ábyrgð- arleysi“. Stjórnarandstæð- ingar segja aftur á móti að þijóskist stjómin við að sitja áfram í getuleysi sínu, án þess að ná fram sínum stefnu- málum og fá frum- vörp samþykkt í neðri deild, þá sé hún að axla ábyrgð- ina af þvi að sigla atvinnulífinu inn í algjöra kreppu. Ef það verði ofan á sé ljóst að Steingrímur Hermannsson og samráðherrar hans sé tilbúnir að láta reka á reiðanum — stólamir séu þeim kærari en efnahags- legur árangur og atvinnuöryggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.