Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
KARLAR
í alltof
stuttu pilsi
Staður: Norfolk, höfuðstöðvar
NATO í Bandarikjunum.
Þið hafið oft séð þetta i sjón-
varpinu. Hvítgljáandi einkaþota
renriir sér liðlega til jarðar. Klipp.
Kemur hvissandi
og hvíandi út úr
kóflnu. Stefnir
beint í myndavél-
ina. Klipp. Nem-
ur staðar. Stigan-
um rennt að.
Hurðinni svipt
eftir Bryndísi frá. Fram á pall-
Schrom inn stigur td.
heimsfræg leikkona, keisari eða
knattspyrnuhetja. Að þessu sinni
var það bara ég — litla (stóra)
Bryndís.
Að visu voru engar myndavél-
ar, en þarna stóðu aðmíráiar og
ofurstar, borðalagðir, brosandi,
með snjakahvítar húfur. Fram-
undan var rauður dregill (eða
hvað?). Beggja megin skari af
óbreyttum hermönnum, beinstí-
fir, með hendur við húfur.
„Þú fyrst,“ sögðu mennirnir á
bak við mig — eiginmaðurinn og
ambassadörinn. — Var það bara
af kurteisi? — Ég leit yfir mann-
söfnuðinn. — Jesús, ég er í allt
of stuttu pilsi. Ég kemst aldrei
niður þennan stiga. Það horfa
allir á mig. Auðvitað taka þeir
eftir því. Pilsið er langt fyrir ofan
hné. — Af hverju fór ég ekki i
síða pilsið? Ég er svo fjandi nýj-
ungagjörn. Stutta tízkan er enn
ekki komin tii Bandaríkjanna.
Þetta er skandail. — Jæja, bara
brosa. Taka örsmá skref. Þá situr
> pilsið á sínum stað. Framundan
er óralöng leið. í fjarska sé ég
svartar Iímósínur. Hermennirnir
skipta tugum, ef ekki hundruð-
um. — Ég heilsa. Læt sem ekkert
sé. Hva, aðmírálar eru öllu vanir.
— Óbreyttir kannski ekki. Nú
hefst gangan langa að bílunum.
Eiginmaður, ambassadör, aðmír-
álar og ofurstar koma í humátt á
eftir. Obreyttir eru beinstífir með
hönd við húfu, blaka ekki auga.
Og þó. Sumir gjóa augunum.
Sviplausir. Drottinn minn dýri.
Þeir eru að horfa á stutta pilsið
mitt. Bara að ég hefði verið í síða
pilsinu.
Leiðin er að styttast. Óbreyttur
opnar bílhurðina. Hönd að húfu.
Þá man ég allt í einu. Varalitur-
inn minn. Varaliturinn minn
varð eftir um borð. Ég snarst-
anza, sný mér að næsta manni.
— Varaliturinn minn — my
lípstick — it’s on the plane. Ég
þarf að ná í varalitinn minn.
Won’t take a minute. — Og ég
ætla að hlaupa til baka. En það
er þrifið í mig. Auðvitað er það
ekki hægt. Brot á siðareglum.
Þetta er opinber heimsókn. —
„What’s the matter? What’s the
• matter?" — Aðmírálar og ofurstar
koma hlaupandi. „Her lipstick is
on the plane. She won’tgo witho-
ut it.“ — „Oh, that's bad. But you
can’t go back, your excellency
(þannig er ég ávörpuð í útlöndum
um þessar mundir). You get into
the car. We’ll get your lipstick.
• Just relax."
Nú er ég búin að gera allt vit-
laust. Skipulagið riðlast. Og hver
á að sækja varalitinn? Þrir
^ óbreyttir hlaupa af stað. Aðmírál-
ar og offurstar líta á klukkuna.
Tímaplanið stenzt ekki. Eigin-
maður, ambassadör, aðmírálar,
ofurstar og óbrcyttir með hönd
■ við húfu bíða allir eftir varalitn-
um. — Líklega finna þeir hann
I ekki. Það hefði verið einfaldara
að láta mig fara. En það er búið
í að loka bilhurðinni. Líklega hafa
1 þeir læst líka. Eiginmaðurinn
veifar til mín úr öðrum bíl.
Loksins koma þeir hlaupandi
niður stigann. (Þeir eru ekki i
stuttum pilsum.) Þeir veifa vara-
litnum, sigri hrósandi. Ég slaka
á. Ég fer ekki fet án varalitsins.
— Aðmírálar, ofurstar og óbreytt-
ir brosa. „Off we go.“ — Lestin
brunar af stað. Óbreyttir standa
beinstífir með hönd við húfu.
Sviplausir, en gjóa augunum. —
Sýndist mér ég sjá þá brosa?
„íslendingar ekki
nógu skapandi“
— segir John Godfrey, ritstjóri I-D tímaritsins
John Godfrey er ritstjóri breska
tímaritsins „I-D magazine",
sem komið hefur út í átta ár, og
á miklum vinsldum að fagna með-
al ungs fólks víða um heim. Hann
var nýlega staddur hér á landi
ásamt fylgdarliði en heimsóknin
var liður í heimsreisu tímaritsins,
„I-D World Tour“. Var af því tii-
efni haldin I-D hátíð í Tunglinu,
þar sem spjallað var við ritstjó-
rann.
' „I-D er fyrst og fremst tísku-
blað. Við reynum að kynna það
nýjasta og frumlegasta í tísku og
tíðaranda. Könnum næturlíf stór-
borganna, skemmtistaði og lífsstíl
ungs fólks og birtum reglulega
greinar um tónlist, myndlist og
bókmenntir. Stefna blaðsins er að
forðast þá formúlu sem svokölluð
glanstímarit fylgja. I-D var og er
málgagn götutískunnar".
—Og hvernig líst þér á Islend-
inga?
„Það fyrsta sem vakti athygli
mína var hvkð fólk er almennt
drukkið þegar það er að skemmta
sér. Unglingamir komast ekki inn
á dansstaðina og hafa ekkert við
að vera annað en að þvælast um
miðbæinn. Ef þessir krakkar
hefðu einhvem stað til að fara á
væri áreiðanlega minna um of-
beldi og drykkjuskap. Ég hef
hvergi séð neitt þessu líkt nema
ef til vill í Stokkhólmi“.
—Hvað með tískuna, fylgjumst
við vel með?
Vissulega fylgjast íslendingar
vel með því sem er að gerast, en
þeir em alls ekki nógu skapandi
sjálfír. Búðirnar við Laugaveginn
em fullar af innfluttum tískuföt-
um en ég átti von á að sjá meira
af innlendri hönnun. Það sama
má segja um dansmenninguna.
Fólk er að reyna að herma eftir
því sem það heidur að sé að ger-
ast í London, í stað þess að finna
sinn eigin stíl. Hér em allir neyt-
endur í stað þess að vera skap-
andi.
Um þessar mundir er mikið að
gerast á meginlandi Evrópu og
London virðist hafa misst það for-
skot sem hún hefur haft í tísku
og tónlist. Margir binda miklar
vonir við sameinaða Evrópu 1992
og það er spennandi að fylgjast
með þeim breytingum sem þegar
em famar að láta á sér kræla“.
Frásögn af íslandsferð I-D mun
væntanlega birtast í mars hefti
tímaritsins.
John Godfrey, ritstjóri I-D í rammíslenskum félagsskap.
VEITINGAHÚS
Nýr pizzustaður
í Reykjavík
SKEMMTISTAÐIR
„Acidhouse“ og gamalt rokk
Það kannast allir við skemmti-
staðinn „Casablanca".
Margir hafa aldrei gengið þar um
gleðinnar dyr, sumir líta þar inn
einu sinni, og einhverjir fara helst
ekki þaðan ef
þeir á annað borð
hafa fest þar ræt-
ur. Nú hefur nýr
rekstraraðili, Ar-
nór Björnsson,
tekið við staðnum
og var forvitni-
legt að heyra frá
honum. Hvernig
staður er þetta?
„Þetta er stað-
ur fyrir aldurs-
hópinn 20-35
ára, hresst fólk
sem „fílar“ sig.
Hér er „opið“ fólk
sem er ekki hrætt
við að vera það sjálft. Við spilum
„Acidhouse“-tónlist (tónlistar-
stefna sem hefur heltekið
skemmtanalíf Lundúnaborgar),
gamaldags „latino“-tónlist og
gamalt rokk inn á milli.“
Hvort þetta er einhver „acid-
brúða“ er óvitað, en það er máski
að hún sé til ánægju og yndis-
auka, svona pjötlulaus við stjóm.
Þetta er líka fríðleiksbrúða, þó
að hún sé bæði handleggja- og
hárlaus.
— Ætlar þú að breyta staðn-
um eitthvað?
„Það er stefnt að því að breyta
alltaf einhveiju á milli helga.
Síðan ætlum við til dæmis að
skipta um mál-
verk u.þ.b. mán-
aðarlega til þess
að halda þessu
frísku. Svona litl-
ir staðir mega
ekki staðna. Á
fimmtudögum er
stefnt að því að
hafa tónleika-
kvöld, annars fer
það líka mikið
eftir fólkinu sem
kemur hingað
hvað verður.“
— Er unga
fólkið svona nýj-
ungagjamt?
„Sumir, aðrir eru ekki opnir
fyrir nýjungum. Fólkið þróast
lítið héma heima. Allir eru að
hlusta á „hit-poppið“. Hér er
gott lið sem ekki er bundið af
neinu og fylgist með.“
Ljósmyndari l-D myndar hér íslenska fyrirsætu, Rögnu
Sigurðardóttur, tunglfara.
Morgunblaðið/Sverrir
Hér eru eigendur og starfsfólk samankomið. Frá vinstri á myndinni
eru: Steindór Ólafsson, Hulda G. Johansen, Lárus Gunnarsson, Susan
Lawrey, Anna Linda Sigurgeirsdóttir, Þóra Mjöll Guðmundsdóttir, Guðrún
Gerður Steindórsdóttir, Hrund Steindórsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Þor-
steinn Gíslason og Magnús Ríkharðsson.
Fyrir skömmu var opnaður nýr
pizzustaður á Suðurlandsbraut
í Reykjavík. Þetta er „Pizza Hut“,
einn af 7.000 veitingastöðum víðs-
vegar um heiminn sem bera sama
heiti. Þessi veitingahúsakeðja er
amerísk að uppruna
en hefur unnið .sér
fastan sess í veit-
ingahúsalífi Evrópu
og nýlega hafa verið
opnaðir „Pizza
Hut“-staðir á Norð-
urlöndunum.
Steindór Ólafsson
og Hulda G. Johans-
en sjá um rekstur
staðarins í
Reykjavík og voru
þau innt eftir því
hvað á boðstólum væri.
„Það eru pizzur, pasta, salöt og
lasagna og er hráefnið að mestu
íslenskt. Pizzan er elduð og borin
fram í pönnu sem heldur henni
heitri meðan á máltíð stendur og
er þjónað til borðs fyrir matar-
gesti. í hádeginu er boðið upp á
pizzu dagsins, svokallaða „10
mínútna pizzu“ sem er þá tilbúin
til afgreiðslu á þeim tíma og hentar
sérstaklega vel fólki sem hefur
lítinn tíma til umráða. Einnig er
boðið upp á nýjung í íslenskum
pizzum en það eru pizzur með
hangikjöti,“ segir Steindór. „Fólk í
fréttum" bragðaði á
hinum ýmsum teg-
undum sem allar
reyndust hreinasta
lostæti.
Ensku veitinga-
húsin eru fyrir-
myndin en þar voru
þau hjón á nám-
skeiði og þurftu að
setja sig inn í allar
hliðar rekstursins.
„Ég fékk mikla
drykkjupeninga
þegar ég þjónaði til borðs, það vor-
kenndu allir gamla gráhærða þjón-
inum,“ segir Steindór í spaugi.
Á „Pizza Hut“ er opið fram til
klukkan 22 öll kvöld og til klukkan
23 um helgar. Á Þorláksmessu
verður opið fram eftir nóttu og eitt
er víst að enginn verður svikinn af
þeim dýrindis pizzum sem þar eru
á boðstólum.