Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 33
S»í H3&M3ííSfl II AltpACRIHUOe MAð 11111/1 lllflfl GIQAiaWJOHOM __
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUtSÁGUR 11. DESEMBER 1988
33
Þuríður Guðjóns-
dóttir — Minning
Fædd 3. júlí 1898
Dáin 4. desember 1988
Nú er hún horfin yfir móðuna
miklu mín elskulega móðursystir.
Hún var mér og bróður mínum sem
önnur móðir eftir að faðir okkar dó.
Þura frænka var alltaf kát og
hress og hrókur alls fagnaðar jafnt
innan sem utan heimilis. Hún hafði
sérstakt lag á að hæna börn að
sér. Þau voru komin í fang hennar
um leið og þau sáu hana. Oft var
bankað í kjallaragluggann hennar
af börnunum við Vesturvallagöt-
una. Þau fengu bros og gott í munn-
inn, hún var alltaf að gleðja aðra.
Þuríður Guðjónsdóttir fæddist 3.
júlí 1898 í Nefsholti, Holtum, Rang-
árvallasýslu. Hún var dóttir hjón-
anna Guðjóns Jónssonar, bónda, og
Sólveigar Magnúsdóttur. Þau eign-
uðust 8 börn, þar af komust sjö til
fullorðinsára. Þau eru: Benedikt,
bóndi í Nefsholti, Þuríður, sem hér
er kvödd, Málfríður, dáin 1966,
Júlía, húsfreyja á Þingshólum,
Rangárvöllum, Halldóra, búsett í
Reykjavík, Eyfríður móðir mín, bú-
sett í Reykjavík, og Páll, trésmiður,
einnig í Reykjavík.
Arið 1924 fluttist Þura ásamt
móður minni til Reykjavíkur og má
segja að hér hafi hún búið öll sín
ár. Mamma og Þura réðu sig í vist-
ir og gættu þess að fá sama frídag
í vikunni, sem þær eyddu svo sam-
an. Gengið var um bæinn og hann
skoðaður og er ég viss um að þær
hafi haft gleði af samverunni, því
að þær voru góðar systur og vinir.
Þura frænka bjó nokkur ár með
Jóhannesi Sveinssyni kaupmanni á
Öldugötu 41 og störfuðu þau þar í
verslun hans í kjallara hússins.
Þangað kom ég oft sem barn og
fékk gott í munninn. Foreldrar
mínir bjuggu í næsta húsi, Bræðra-
borgarstíg 18, svo stutt var á milli
okkar. Er Jóhannes lést 1942 flutti
Þura til foreldra minna. A dánar-
beði föður míns bað hann hana að
líta til með okkur og hún brást
ekki bón hans. Eftir lát föður míns
fluttum við úr húsinu og neðar í
sömu götu, Bræðraborgarstíg 4, í
eitt herbergi og eldhús. Ég man
ennþá hvað það var gaman að
hlusta á þær systur tala saman um
menn og málefni fram á nótt. Ég
átti að vera sofnuð, en hélt mér
vakandi. Þetta var eini tíminn sem
þær höfðu, því báðar unnu mikið.
Á þessum árum var frænka í
vist hjá Jóni Símonarsyni, bakara-
meistara, og konu hans, Hannesínu
Sigurðardóttur, á Bræðraborg-
arstíg 16. Hún hélt tryggð við þau
hjónin meðan bæði lifðu.
Sumarið 1951 flutti Þura frænka
frá okkur og hóf búskap með Sigur-
valda Björnssyni á Gauksmýri,
Vestur-Húnavatnssýslu. Þau giftu
sig 20. nóvember 1952 í Melstaðar-
kirkju. Ég heimsótti Þuru og Valda
á hveiju sumri og dvaldi í góðu
yfirlæti hjá þeim.
1956 fluttu þau að norðan og
bjuggu í eitt ár hjá Dóru syst.ur
hennar. Ári seinna keyptu þau íbúð
á Vesturvallagötu 1 og þar voru
þau meðan heilsan leyfði. Mér þótti
gott að koma í heimsókn til þeirra.
Ég var alltaf velkomin og svo var
setið í eldhúsinu og spjallað um
alla heima og geima.
Hún var ein hreinskilnasta mann-
eskja sem ég hef kynnst, talaði
hreint út og stundum sveið svolítið
undan orðum hennar, en ávallt var
hægt að fyrirgefa vegna þess að
hún hafði rétt fýrir sér.
Núna, er jólin nálgast, minnist
ég allra jólagjafanna sem þau gáfu.
Ekki aðeins okkur í fjölskyldunni,
heldur öllum sem minna máttu sín.
Hún frænka mátti ekkert aumt sjá
og tók ævinlega málstað þeirra sem
minna máttu sín. Allir höfðu sínar
ástæður til að breyta eins og þeir
gerðu.
Síðustu átta árin voru Þuru erf-
ið. Hún fékk kölkun í aðra mjöðm-
ina og eftir það var húri í hjóla-
stól. Fyrir tveimur og hálfu ári voru
kraftarnir búnir og þá lagðist hún
inn á Landakotsspítalann og þar
lést hún sunnudagsmorguninn 4.
desember.
Þegar ég kveð þetta líf vonast
,ég til að elsku frænka mín verði á
meðal þeirra sem taka á móti mér
með útbreiddan faðminn. Guðni
bróðir og Þóra þakka henni fyrir
allt sem hún var þeim og sonum
þeirra.
Góði Guð, blessa þú hana um
eilífð.
Kæri Valdi minn, Guð blessi þig
og haldi verndarhendi sinni yfir
þér. Minningin um góða konu mun
fylgja þér um ókomin ár.
Mamma mín, ég samhryggist þér
við lát systur þinnar og vinkonu.
Sigga Ásta
Móðir mín, tengdamóöir og amma,
MARTA JÓNSDÓTTIR,
er lést á Sólvangi 4. desember sl., verður jarðsungin frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði mánudaginn 12. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á Styrktarsjóð Sólvangs.
Minningarkort fást á skrifstofu Sólvangs og í Bókabúð Olivers
Steins.
Skúli Gunnar Böðvarsson, Laufey Jóhannsdóttir,
Marta Marfa Skúladóttir,
Hjördfs Ýrr Skúiadóttir,
Jóhann Böðvar Skúlason.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, vináttu og kærleika við
andlát og útför
VALGERÐAR H. SIGURÐARDÓTTUR.
Guðlaugur Eyjólfsson,
Þorbjörg Guðlaugsdóttir,
ISigurður Guðiaugsson, Magna Baldursdóttir,
Ingólfur Guðlaugsson,
Jón Gunnar Guðiaugsson, Lára Jónsdóttir,
| Bárður Guðlaugsson, Guðný Einarsdóttir,
barnab&rn og barnafjarnabörr..
VÍKURÚTGÁFAN
Land minna mæðra. Ný
Ijóðabók eftir Gunnar Dal. Allir
Ijóðavinir munu fagna útkomu
þessarar bókar. Hún á erindi til
allra.
í gegnum árin. Hér eru á ferð-
inni frásögur um minnisstæð at-
vik tólf einstaklinga, sem sumir
hverjir eru þjóðkunnir. Ólöf J.
Jónsdóttir hefur séð um útgáf-
una. Forvitnileg bók, sem marg-
ir munu hafa ánægju af að lesa.
Ceymdar stundir
FRÁSACNIR AF
AUSTURLANDI
Geymdar stundir. Frásögu-
þættir af Austurlandi í saman-
tekt Ármanns Halldórssonar
frá Eiðum. Þar er að finna
margvíslegan fróðleik um líf
fólks, atvinnuhætti og lífsbar-
áttu á liðnum tímum.
Hió frábæra tungumálaspil, Polyglot, er nú loks komið til
íslands. POLYGLOT er andlega þroskandi og menntandi leikur
sem hefur verið hannaður til þess að örva skilning og þekkingu á
erlendum tungumálum.
Hér er valió tækifæri til að efla tökin á ensku, frönsku, íslensku,
ítölsku, spænsku og þýsku.
Happaglof ffylgir hverju spili. í vinninga eru: ferð fyrir tvo fil Florída med Flugleióum og
Hexaglot - nýjasta tungumálatölva í heimi.
Verókr. 3.390.-
Fæst m.a. í Pennanum og hjá Magna