Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 25
ö«t HaaMaaaa .n aifiJAíiuwMuf! aiUAjaMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 25 Koskotas: skjótur frami. : 'X'- ' Koskotas mætirtil yfirheyrsiu fyrir flóttann: hver hjálpaði honum að flýja? Að neðan: Koskotas á myndum í safni FBI, eftirlýstur fyrir skattsvik. Margaret Papandreou: neitar að veita skilnað Georg Papandreou: dreginn inn í málið. bauðst einnig til að segja af sér vegna ásak- ana um að hann hefði tekið þátt í yfír- hylmingu. Segja má að stjórnin hafi lamazt vegna þess álitshnekkis, sem hún beið. Þingmenn PASOK voru ekki síður hneykslaðir en full- trúar stjórnarandstöðunnar. Papandreou reyndi allt sem hann gat til að bjarga stjórn- inni þrátt fyrir veikindin. Þótt læknar skip- uðu honum að hafa hægt um sig kom hann nokkrum sinnum fram opinberlega til að sýna að hann færi enn með stjórnina og mundi binda enda á glundroðann. Papandreou hélt því strax fram að um samsæri væri að ræða. Hann sagði í sjón- varpsviðtali 13. nóvember að uppi hefðu verið ráðagerðir um að fá nokkra þingmenn PASOK til að hlaupast undan merkjum, svo að fiokkurinn missti þingmeirihluta sinn. PASOK hefur 156 þingsæti af 300. Daginn eftir sagði einn virtasti þingmað- ur PASOK, Apostolos Lazaris, af sér þing- mennsku og tilkynnti um leið úrsögn sína úr flokknum. Hann sakaði Papandreou um að leyfa yfirhylmingu og að skálda upp andlýðræðislegt samsæri til að kveða niður gagnrýni. Forsætisráðherrann varð við kröfu sljórn- arandstöðunnar um þingrannsókn og komst ekki hjá því að gera breytingar á stjórn- inni. En ýmsir þingmenn flokksins höfðu takmarkaðan áhuga á því að taka sæti í stjórn nema því aðeins að hann losaði sig við þá menn, sem hefðu haldið illa á málum. Helzta krafa þeirra var sú að Koutsoyorgas yrði rekinn. Þegar Papandreou gerði minniháttar breytingar á stjórninni 16. nóv. var Koutsoy- orgas ekki látinn víkja úr henni, en settur yfír annað ráðuneyti. Fleiri ráðherrar, sem höfðu verið gagnrýndir vegna banka- hneykslisins, fengu að sitja áfram í stjórn- inni. Breytingamar sættu harðri gagmýni og gerðu aðeins illt verra. Síðan hefur stjórn- arandstaðan krafízt þess að efnt verði til kosninga nú þegar. Skömmu eftir breytingarnar á stjóminni sagði einn af upprennandi leiðtogum PA- SOK, Costas Laliotis, af sér embætti ráð- herra án stjórnardeildar og Papandreou rak tvo ráðherra fyrir að gagnrýna stjómina opinberlega. Síðan lýsti Antonis Tritsis fv. menntamálaráðherra því yfir að „miðstjórn flokksins nyti ekki trausts óbreyttra flokks- manna og ætti að segja af sér“. Um leið rak Papandreou Stefanos Tzoumakas menntamálaráðherra og aðstoðarráðherra hans. En allar tilraunir Papandreous til að endurvekja traust almennings vom unnar fyrir gýg. Margir sögðu að honum væri farið að förlast, e.t.v. vegna veikindanna. Handtekinn Koskotas var handtekinn í Bandaríkjun- um þegar hann kom þangað;23. nóv. eftir stutta dvöl í Brazilíu. Hann lenti í einka- þotu sinni á flugvelli nálægt Boston og lög- fræðingur hans sagði að hann hefði óttazt um líf sitt í Brazilíu. Að sögn konu hans gmnaði hann að starfsmenn grísku leyniþjónustunnar væm á hælunum á honum og ætluðu að koma í veg fyrir að hann nafngreindi spillta emb- ættismenn. Frú Koskotas segir að hann hafí farið til Bandaríkjanna svo að hún og börn þeirra yrðu óhult. Þau hafa banda- rískan borgararétt, en hann ekki. Að sögn yfírvalda í Aþenu tilkynnti þeim enginn annar en sonur gríska forsætisráð- herrans, Nikos Papandreou, að Koskotas væri á leið til Bandaríkjanna. Þau kváðust þegar í stað hafa gert ráðstafanir til að tryggja að Koskotas yrði handtekinn þegar þessar upplýsingar hefðu legið fyrir. Grískur auðjöfur, Afyris Sariarellis, er sagður hafa smyglað Koskotas frá Grikk- landi 7. nóvember í Lear-þotu sinni. Hann hefur verið handtekinn í Aþenu fyrir að „skýla glæpamanni". Þremur dögum áður en Koskotas Var handtekinn, 20. nóvember, barst íslenska dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn frá Interp- ol um ferðir hans eins og Morgunblaðiö hefur greint frá. Nokkmm dögum áður hafði Koskotas dvalizt hér á landi í rúman sólarhring ásamt fámennu fylgdarliði og gist á Hótel Loftleiðum. Enn í haldi Koskotas er enn í haldi í Bandaríkjunum og gríska stjórnin hefur farið fram á að hann verði framseldur. Á stormasömum fundi sósíalista 30. nóvember virtist Pap- andreou gefa i skyn að Koskotas-málið gæti leitt til þess að stjóm hans sliti viðræð- um við Bandaríkjastjóm um framtíð fjög- urra bandarískra herstöðva í Grikklandi. Á þessum fundi endurtók Papandreou að málið væri liður í ráðagerðum um að bola stjórn sósíalista frá völdum, en útskýrði það ekki nánar. Stuðningsblöð stjómarinnar gefa hins vegar í skyn að Koskokas-málið °é liður í CIA-samsæri um að steypa stjóm- inni. Þær ásakanir hafa haft lítil áhrif á almenning og stjómarandstæðingar hafa hæðzt að þeim. Mörgum spurningurp um hlutverk grísku stjómarinnar í Koskotas-málinu hefur ekkf verið svarað, þótt ljóst sé að hún reyndi að torvelda rannsókn málsins. Flestum spurn- ingum'um viðskiptahætti Koskotas er líka ósvarað. Málinu er hvergi nærri lokið. Nokkrir leiðtogar sósíalista hafa tekið undir kröfur stjórnarandstæðinga um að þegar í stað verði gengið til kosninga. Stjórnin virðist staðráðin í að þrauka þar til kosningar eiga að fara fram eftir hálft ár. Þrátt fyrir mikla óánægju í röðum sósía- lista er ekki talið líkiegt að vantrauststillaga frá stjómarandsöðunni yrði samþykkt á þingi. En vegna bankahneykslisins, veikinda Papandreous og erfíðleika hans í einkalífi er hæpið að stjóm hans haldi velli í næstu kosningum. erfiðleikar í einkalífi því að hann hefði týnt vegabréfínu, en án árangurs. Að lokum var honum leyft að snúa aftur til Grikklands gegn einnar millj- ónar dollara tryggingu. Seinna var skatt- svikamálinu vísað frá vegna skorts á sönn- unum. Rannsókn Þrátt fyrir þetta hélt Koskotas stöðu sinni hjá Krítarbanka. Grikklandsbanki lagði til að tjaldabaki að rannsókn yrði látin fara fram, að hann yrði leystur frá störfum meðan á rannsókninni stæði og að settar yrðu strangari reglur um það hvernig menn gætu komizt yfir einkabanka. Tillögumar fengu engan hljómgrunn hjá stjóm Pap- andreous. Andstæðingar Koskotas í röðum blaðaút- gefenda sökuðu Agamemnon Koutsoyorgas, aðstoðarforsætis- og dómsmálaráðherra, um undanbrögð. Um leið reyndu þeir að gera áhrif Koskotas að engu með því að krefjast þess að fjármál hans yrðu könnuð. Þrýsting- ur þeirra varð að lokum til þess að efnahags- ráðuneytið fól Grikklandsbanka að rannsaka málið í júní sl. \ Nokkmm dögum eftir að rannsóknin hófst var frá því skýrt að stjórnin væri reiðu- búin að samþykkja að Krítarbanki fengi 42,5% hlut í fyrirhuguðu þróunarfyrirtæki á Eyjahafssvæðinu. Þessi fyrirætlun vakti svo mikla reiði að stjórnin hætti við hana. Rannsóknin fór á skjön vegna þess að Koskotas vitnaði í lög um bankaleynd til að meina Grikklandsbanka aðgang að einka- reikningi hans í Krítarbanka, sem hann var granaður um að nota til að færa fé úr bank- anum. Þrír mánuðir liðu áður en stjórnin bar fram tillögu um breytingu á þessum lögum, en hún gekk ekki nógu langt. Þá höfðu starfsmenn Grikklandsbanka gefízt upp við að komast til botns í skuldum Grikk- landsbanka og snúið sér að því að rannsaka eignir hans. Grikklandsbanki hafði Ioks heppnina með sér 18. októþer. Þá staðfesti stjórnin að skjal, sem Koskotas hafði látið í té og sýndi um 13 milljóna dala inneign Krítarbanka í stóram erlendum fjárfestingabanka, væri falsað. Með þessu falsaða skjali reyndi Ko- skotas að sýna að Georg Papandreou og fleiri leiðtogar PASOK hefðu þegið margra milljóna dollara mútur og að fénu hefði verið komið fyrir í Bandarílqunum. Þannig taldi hann að harm gæti stöðvað rannsókn- ina. Þetta bragð mistókst og sönnunargag- nið nægði til þess að stjórnin samþykkti að fulltrúa Grikklandsbanka yrði falið að taka við stjórn Krítarbanka og stjóma rækilegri endurskoðun á fjárreiðum bankans. Það vora fyrst og fremst tveir menn, sem komu því til leiðar að flett var ofan af Ko- skotas, að sögn Financial Times. Þeir voru bankastjóri Grikklandsbanka, Dimitris Cha- likias, og staðgengill hans, Stathis Papage- orghiou. Án þeirra hefði rannsóknin engan árangur borið. Báðir hafa opinberlega sakað stjórnina um að teijja rannsókn málsins. Lömuð stjórn Stjóm Papandreous komst í alvarlegan bobba þegar stjórnarandstaðan sakaði hana um að hafa hjálpað Koskotas að flýja 6. nóv. til að koma í veg fyrir að hann af- hjúpaði opinbera spillingu. Anastassios Se- hiotis lögreglumálaráðerra baðst lausnar. Koutsoyorgas dómsmálaráðherra, sem er nánasti trúnaðarvinur forsætisráðherrans, HEFURÐU HEYRT ÞAÐ NÝJASTA? Öllum TOSHIBA örbylgjuofnum fylgja 3 valin áhöld fram til jóla. Og eins og áður án endurgjalds: ★ íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir. ★ Matreiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennara, sér- menntaðri í matreiðslu í örbylgjuofnum. ★ islensk námskeiðsgögn. ★ Þér er boðið að ganga í Toshiba uppskriftaklúbb- inn. Meira en 14 gerðir ofna - Verð við allra hæfi. Góð greiðslukjör. Kaupið fullkominn ofn til framtíðarnotkunar. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiQ BÍLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.