Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR
11. DESEMBER 1988
29
NÁTTÚRAN BRREGÐUR Á LEIK í BORGARFIRÐI
Þetta ungmeyjarsandbijóst varð til sl. sumar þegar verið var að moka
upp sandi til uppfyllingar. Mennirnir skildu eftir stóra hrúgu af sandi,
síðan flæddi að og þegar fjaraði út hafði sjórinn mótað þetta hverfula
listaverk.
Sögubrot
Hnyttin tilsvör manna, sér-
kennileg orðatiltæki og mein-
fyndnar og óborganlegar ambögur
lifa oft lengi á vörum fólks. Sjaldn-
ast komast þessar sögur á prent
en þegar kunningjar koma saman
á góðri stundu eru þessar sögur
rifjaðar upp. Tilhlýðilegt þykir að
herma eftir orðfæri, málrómi
og/eða fasi viðkomandi, enda eru
sögurnar flestar af mergjuðu og
sérstæðu fólki, sem stakk og sting-
ur enn í stúf við sauðsvartan almúg-
ann, eins og sagt er. Sögur þessar
vilja breytast og ekki ber mönnum
alltaf saman um hina einu réttu
framrás sögunnar og er þá gjarnan
deilt eða menn föðurlega áminntir.
En kjarni hverrar sögu heldur sér
yfirleitt þótt menn séu ekki alltaf
sammála um stað og stund eða jafn-
vel tilefnið sjálft. Hér fara á eftir
nokkur slík héraðssögubrot.
Á einum sólríkum sumardegi fyr-
ir mörgum árum voru nokkrir
verkamenn við vegagerð vestur á
Mýrum. Kófsveittir eftir erfiðan
áfanga köstuðu þeir sér niður í
vegarkantinn og tóku sér smá hvíld.
í þessu ber að ríðandi fólk sem var
í skemmtiferð. Stansar hópurinn
hjá verkamönnunum og fyrirmaður
einn hafði orð fyrir fólkinu og
ávarpaði þá með þessum orðum:
„Það er heitt á letingjunum í
dag...“ Var einn verkamannanna
þá fljótur til svars og sagði: „Já,
og á okkur líka . . .!“ Heldur mun
hafa verið fátt um kveðjur og í
skyndingureið fyrirfólkið í brott og
fór mikinn.
Tveir fullorðnir vinnufélagar voru
eitt sinn á leið í vinnuna. Fóru þeir
á forláta jeppa sem annar þeirra
átti og ók, en hinn sem hét Ingólf-
ur sat í farþegasætinu. Eitthvað
tókst óhönduglega að koma jeppan-
um af stað í fýrstu. Hikaði hann
og hökti og síðan drapst alveg á
honum og stöðvaðist hann þá
skyndilega og það snöggt að Ingólf-
ur rak höfuðiðlí framrúðuna þannig
að það kom í hsjna sprunga. Varð
ökumanninum þá að orði að rúðuna
yrði Ingólfur að borga, úr því hann
hefði þurft að stanga hana með
hausnum. Halda þeir síðan ferð
sinni áfram. Skömmu síðar hleypur
köttur yfir veginn og við það nauð-
hemlar ökumaðurinn og nú fer Ing-
ólfur með hausinn alveg í gegnum
framrúðu jeppans. Dæsir eigandinn
þá og segir: „Og enn má' Ingólfur
borga.“
Húsasmiður einn þótti fara illa með
hendurnar á sér og hlífa þeim lítt.
Hann var ætíð í gatslitnum vinnu-
vettlingum og oftar en ekki sár á
höndunum. Vinnufélagi hans spurði
hann eitt sinn að því af hveiju í
ósköpunum hann keypti sér ekki
nýja vinnuvettlinga. Þá svaraði
maðurinn: „Hendurnar gróa en
hanskarnir ekki.“
Tveir ríkisstarfsmenn voru eitt sinn
á ferðalagi og komu við á veitinga-
stað við þjóðveginn að beiðni þess
yngri. Sá yngri keypti sér kók og
prins en einhver urgur var í þeim
eldri og þegar þjónustustúlkan
spurði hann hvort hann ætlaði að
versla eitthvað þá ansaði hann
henni ekki. Þá hækkaði þjónustu-
stúlkan róminn og spurði: „Get ég
gert eitthvað fyrir þig?“ Þá sneri
sá eldri sér loks að henni, brosti
og sagði: „Nei ekki núna elskan,
ég er í vinnunni...“ Síðan gekk
hann léttstígur út. Þjónustustúlkan
eldroðnaði og mikið afsökunarpat
kom á þann yngri sem loks hljóp
út á eftir félaga sínum.
Þessi saga gerðist þegar menn
voru enn að basla við að byggja sér
þak yfír höfðið, sem er orðið fátítt
á þessum síðustu og verstu tímum.
Húsbyggjandinn var að lýsa því
fyrir kunningja sínum, sem oft tal-
aði áður en honum gafst tími til
að orða hugsun sína, hvar hann
væri staddur með húsbygginguna.
Hann væri rétt að komast með
húsið á það stig að það gæti talist
fokhelt. Þá varð vininum að orði:
„Þá getur þú farið að sækja um
húsmæðrastjórnarlánið er það
ekki,“ og átti að sjálfsögðu við hús-
næðismálastjómarlánið.
Poppsöngvarinn KW Böggles var
eitt sinn á ferð um héraðið ásamt
kunningjum sínum og kom þá við
í Hvítárskálanum. Er Böggles kom
inn í skálann voru þar fyrir verð-
andi búfræðingar og fijótæknar frá
Bændaskólanum á Hvanneyri, sem
Böggles nefndi einu nafni „Fræbúð-
inga“. Fannst Böggles frekar dauft
yfir mannskapnum og þegar af-
greiðslustúlkan spurði hvað hann
vildi versla, þótti Böggles við hæfi
að biðja um „eina volga malt og
gamalt prins póló.“
Það voru frímínútur og krakk-
amir hlupu út úr skólanum og út
á skólalóðina. í síðasta tíma höfðu
þau verið að læra um ýsmar stað-
reyndir varðandi himintunglin og
snúning jarðarinnar. 1 tímanum
hafði borið á efasemdum hjá einni
stúlkunni varðandi snúning jarðar-
innar. Og þegar bekkjarfélagamir
þustu út og fóru að leika sér, stóð
stúlkan hugsi á skólatröppunum um
stund, síðan sást hún hlaupa út á
miðja skólalóðina og henda sér
flatri og leggja eyrað að jörðinni.
Þannig lá stúlkan um stund. Síðan
spratt hún sigurviss á fætur og
hrópaði: „Hún snýst ekki, hún snýst
ekki.“
Ur badminton
í Beethoven
ÞAÐ ER tilefni til að minnsta kosti þriggja húrraa þegar Sinfóníu-
hljómsveit þjóðarinnar slítur sig upp úr stólunum sínum á sviðinu
í Háskólabíói í Reykjavík og tekur sér ferð eitthvað út fyrir El-
liðaársvæðið til að spila fyrir fólk. Og þess fengu Akureyringar
og þeir sem heiinangengt áttu úr nágrannabyggðum að njóta á
dögunum. Meira að segja heilt kvöld af Tsjækofskí. Alvörutónleik-
ar með ekki lakari dagskrá en gengur og gerist á tónleikum í
henni Reykjavík. Og Pétur Sakaríasson frá Finnlandi, hinn nýi
sprotaveifandi við sljórn. Þetta er gott konsert, segi ég eins og
vinur minn einn er vanur að segja um alla atburði sem skaga
upp úr lágkúru hversdagsleikans.
Fró Sverri Póli Erlendssyni á ""
AKUREYI »1
Það em ekki mörg ár síðan ég
fór á tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar hér á Akureyri og
þá gutlaði hljómsveitin hálfáhuga-
laus einhver alþekkt stef og kunn-
uglegar línur sem á þeim tíma
þótti við hæfí að flytja út á land,
eins og þar væri ekki við því að
búast að fólk hefði þann menning-
arlega þroska að geta meðtekið
alvörutónleika eins og fýrir sunn-
an. Það var kvartað undan þessu
og síðan hefur hljómsveitin okkar
allra komið með alvörudagskrá
út fyrir höfuðborgarsvæðið, að
minnsta kosti til Akureyrar. Ekki
svo að skilja að þekkt stef séu
vond tónlist, þegar vandlega og
vel er spilað, heldur hitt að okkur
fínnst engin kurteisi að bjóða fólki
hér upp á sama léttmetið hvað
eftir annað. Tónlistarskólarnir og
útvarpið hafa nefnilega kennt
fólki að hlusta á fleira en kassa-
stykki.
Allraskemmtilegustu tónleikar
sem ég hef farið á voru á Sal í
Menntaskólanum fyrir fáum
árum. Það var á meðan Manúela
bjó hér á landi. Þá komu þær iðu-
lega norður og spiluðu hún og
Helga Ingólfs, en í þetta sinn var
Manúela ein og spilaði eingöngu
nútímatónlist (Jón Hlöðver spilaði
smávegis á gúmmíslöngu frammi
á gangi í einu verkinu) og meira
að segja strákar á eðlisfræðibraut
sem aldrei höfðu farið á tónleika
heilluðust upp úr skónum og
fengu tónlistarbakteríu. Það var
stórkostlegt.
En eins og það er gleðilegt að
Sinfóníuhljómsveitin okkar komi
og hafi gott konsért hjá okkur er
grátlegt til þess að vita að hér
er ekkerttónlistarhús. í Reykjavík
vantar • sárlega tónlistárhús, en
þar er þó hægt að halda góða
tónleika í stórum sölum eins og
Háskólabíói, Þjóðleikhúsinu og
Óperunni, svo eitthvað sé nefnt.
Hér á Akureyri höfum við kirlq'-
una sem tekur svo sem þijú
hundruð manns í sæti en þá er
ekkert pláss fyrir hljómsveit.
Samkomuhúsið tekur á þriðja
hundrað manna í sæti en á sviðinu
er pláss fyrir eitt biggband eða
svo, í hæsta lagi tuttugu manns.
Og þegar við fáum Sinfóníuhljóm-
Morgunbladið/Rúnar Þór Bjömsson
Tónlistarhöllin á Akureyri
sveitina okkar í heimsókn er
brugðið á það ráð að jialda tón-
leika í Iþróttaskemmunni, sem var
ekki einu sinni byggð sem íþrótta-
hús heldur geymsla fyrir jarðýtur
og veghefla.
Hersveit smiða er kölluð til að
smíða pall, nægilega stóran og
sterkan til að halda uppi sextíu
til sjötíu manna hljómsveit með
öllum hertygjum. Síðan eru sóttar
gömlu, blettóttu tepparúllumar
og þessir renningar lagðir á gólfið
og festir saman með glæru
límbandi. Þá er stormað í nokkra
skóla og þeir tæmdir stólum. Þeg-
‘ar þeir eru komnir inn og búið
er að taka niður meginhlutann
af auglýsingaspjöldum og körfu-
boltahringum - þá er komin tón-
listarhöll Akureyrar. Hún hljómar
ótrúlega vel. En ef einhver þarf
að pissa þá er það því miður ekki
hægt því klósettið er inni í miðjum
sal og vatnagangur passar ekki
með öllum tónverkum. Samt er
þetta tónlistarhöllin okkar í fáa
klukkutíma. í senn. Þegar síðustu
ómarnir í Píanókonserti Tsjæ-
kofskís fjara út kemur hersveit
manna til að hreinsa húsið svo
hægt sé að spila fótbolta, körfu,
blak eða badminton.
Hlýleg, íslensk jólagjöf
handa vinum og œttingjum
innanlands sem utan
ís/ensl' Álafossvœrdawod er gó<) hugmyndþegar velja skal fallega og vandada
jó/agjöf handa cettingjum og vinurn innanlands sem utan.
Nota/eg jó/akveðja, sem kemur sér vel, hlý, mjúk og endist lengi.
SÖLUSTAÐIR:
Álafossbúðin, Vesturgötu 2.
íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3.
Rammagerðin hf., Hafnarstræti 19 og Kringlunni.
Ullarhúsið, Aðalstræti 4.