Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 44
SYKURLAUST FRÁWRIGLEY’S MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK TBLEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Ekkertjóla- glögg á þingi GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, lagði til á fundi með forsetum Alþingis og þing- fiokksformönnum sl. miðvikudag að Alþingi e&idi til jólaglöggs fyrir þingheim, áður en þing- menn hverfa í jólafrí. Var tillaga hennar felld, eftir nokkurt þóf, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Þingforsetinn gerði þessa tillögu, samþingforsetum og þingflokks- formönnum til mikillar undrunar, í ljósi þeirrar miklu umræðu sem átt hefur sér stað að undanfömu um áfengismál ákveðinna embættis- manna. Var forseta sameinaðs þings bent á hversu óviðeigandi slíkt væri, jafnframt sem riíjað var upp að það hefði aldrei tíðkast að veitt væri *^*S.fengi í húsakynnum Alþingis. Sættist forsetinn á þessi sjónarmið að lokum. Sjá Dagbók/stjórnmál bls. 6. Þrettán dag- artiljóla ÞRETTÁN dagar eru til jóla og jólasveinamir byijaðir að koma til mannabyggða. Stekkjarstaur kemur fyrstur og heimsækir hann Þjóð- minjasafnið í dag klukkan 11. Bræður Stekkjarstaurs heimsækja svo Þjóðminjasafnið einn af öðrum á sama tíma, allt til jóla. Skólaböm taka á móti þeim með söng, hljóð- færaslætti og leik. Jólasveina- brúðum í fullri stærð verður dreift um safnið og safngestir geta skemmt sér við að leita þær uppi. Morgunblaðið mun birta myndir af íslensku jóla- sveinunum jafnóðum og þeir koma til mannabyggða. Sky-Channel í 500 íbúðum SENDINGAR sjónvarpsstöðvar- innar Sky-Channel nást nú í 500 íbúðum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og áskrifendum fjölgar jafnt jpg þétt, að sögn Vals Kristófers- sonar hjá Verkbæ, öðrum um- boðsaðila stöðvarinnar. Samgönguráðuneytið hefur að- eins gefið út leyfi fyrir sex móttöku- diskum, sem em nauðsynlegir til að ná sendingum Sky-Channel. Diskurinn kostar um 120-130.000 krónur en ekkert áskriftargjald er — - jrreitt- Sjá grein bls. D 26-27. 100 tonn afjólaeplum Morgunb,að,ð/RAX Sala á ávöxtum er að venju mikil fyrir jólin, og fer íjöldi tegunda sem á boðstólum eru sífellt vaxandi. Á myndinni sést hvar starfsstúlka í Hagkaup var að koma eplum fyrir í ávaxtaborðinu á fostudaginn, en samkvæmt upplýsingum Kolbeins Ágústssonar innkaupastjóra hjá Hagkaup er áætlað að um 100 tonn af eplum seljist í verslunum Hagkaups í desember. í Reykjavík eru gjafir kvennanna dýrastar ÞEGAR borið er saman verð á hefðbundnum jólagjöfúm til kvenna í Reykjavík, London, New York, París og Kaupmannahöfn, kemur á daginn að verðið er lang hæst í Reykjavík. Þetta er niðurstaða úr könnun sem blaðamaður Morgunblaðsins, með aðstoð fréttaritara blaðs- ins f viðkomandi borgum, gerði nú í vikunni. Um mun minni mun virðist vera að ræða í verði á hefðbundnu jólagjöfunum til karlmannsins og bamsins, en hlutur karlsins virðist vera hvað ódýrastur í París, því þar kostuðu innkaupin handa honum frá 12 til 16 þúsund krónur, en í Reykjavík frá tæpum 20 til 25 þús- und krónum. Þær vörur sem valdar voru handa karlinum voru góð skyrta, gott bindi, ullarpeysa, rakspíri, bók og 3 koníaksglös. Niðurstaðan í samanburðinum á kvenvörunum, sem eru m.a. nátt- kjóll, náttsloppur, leðurstígvél, leður- handtaska og ilmvatn leiðir eftirfar- andi í ljós: Hlutur konunnar í inn- kaupakörfunni kostar í Reykjavík frá 30 til 70-þúsund krónur; í London frá 28 til 41 þúsund krónur; í New York frá 32 til 40 þúsund krónur; í París u.þ.b. 35 þúsund krónur og í Kaupmannahöfn 22 til 30 þúsund krónur. Jólagjafir handa henni Sjá „Ódýrt, dýrt, rándýrt" bls. 10-11. Nýtt korta- tímabil að heQast í Kringlunni og hjá mörgum öðrum verslunum á höfúðborgar- svæðinu hefst nýtt greiðslukort- atímabil á morgun, 12 desember. Að sögn Einars I. Halldórssonar framkvæmdastjóra Kringlunnar verða nótur vegna greiðslukorta- viðskipta geymdar, og koma því ekki til greiðslu fyrr en 2. febrúar. Einar sagði að tilgangurinn með tilfærslu greiðslukortatímabils- ins væri fyrst og fremst sá að stuðla að dreifíngu jólaverslunarinnar á lengra tímabil, og koma með því í veg fyrir að hún lendi öll á síðustu dögunum fyrir jól. Grænfriðungar: Aðgerðir framundan GRÆNFRIÐUNGAR í Banda- ríkjunum ætla að ráða sérstakt starfsfólk í næsta mánuði til þess að fá skóla og stofúanir til að hætta að kaupa islenskan físk. Um 50 skólaumdæmi í Massa- chusetts-fylki og 19 í Connec- ticut-fylki hafa þegar hætt kaup- um á fiskafúrðum frá Islandi. Ástæðan er barátta grænfrið- unga gegn hvalveiðum íslend- inga í vísindaskyni. Könnun, sem samtök grænfrið- unga í Sviss hafa gert, leiðir í ljós að flestir félaga hafa lokið' námi sem jafngildir stúdentsprófi. Flestir eru á aldrinum 30-40 ára og yfir helmingur ógiftur. „Það þykir benda til að grænfriðungar kjósi óvígða sambúð fram yfir hjónaband. Þeir endurnýta gler, pappír og álumbúðir, spara orku og ferðast helst með almennings- samgöngutækjum. Aðeins 10% fé- lagsmanna eru meðlimir í stjóm- málaflokki en meirihluti styður stefnu jafnaðarmanna og græn- ingja.“ Sjá grein bls. D 1-4. Heildarfískaflimi stefnir í 1,7 milljónir tonna í ár Lýkur á því að útflutningsverðmæti verði svipað og í fyrra eftir Hjört Gíslason ÁRIÐ í ár færir íslendingum að öllum likindum meiri afla úr sjó en nokkru sinni áður. Miðað við aflabrögð til þessa og spá Fiskifé- lags íslands verður aflinn rúmlega 1,7 milljónir tonna og verður það þá i fyrsta sinn, sem afli fer yfir það mark. Botnfiskafli verð- ur svipaður þrátt fyrir samdrátt í þorskafla og loðnu- og síldar- afli eykst talsvert. Minna hefúr hins vegar veiðzt af skelfiski nú en i fyrra. Verðmæti aflans upp úr sjó eykst verulega og þrátt fyrir verðlækkanir á frystum fiski erlendis má áætla að heildarverð- mæti útfluttra sjávarafúrða verði svipað og á síðasta ári, um 42 milljarðar króna. Þar skiptir mestu veruleg verðhækkun á loðnuaf- urðum og um 100.000 tonna aflaaukning í heildina. Opinberar tölur um aflabrögð til nóvemberloka liggja ekki fyrir, en í október var afli landsmanna tölu- vert meiri en árið áður. Afli í nóv- embermánuði er einnig talinn meiri en í sama mánuði í fyrra, þó tölur liggi ekki fyrir nema frá Norður- landi og reyndar fyrir um alla loðnuveiði. Fiskifélag íslands áætl- ar botnfískaflann á þessu ári um 685.000 tonn, sem er svipað og í fyrra. Þorskur af því verður nú um 365.000 tonn, en var 390.000 í fyrra. Afli annarra helztu botnfisk- tegunda eykst nokkuð, en ýsuaflinn eykst langmest eða um 13.000 tonn. Síldveiði er áætluð nálægt 100.000 tonnum á móti 75.000 í fyrra og loðnuafli gæti farið í 900.000 tonn á árinu. Nú í upp- hafi desember hafa um 850.000 lestir borizt á land og líklegt að 50.000 til viðbótar náist fyrir ára- mót. Skelfískafli er talinn dragast saman um 13.000 tonn, hann falli úr 55.000 í 42.000. Humarafli er áætlaður 2.200 tonn, rækjuafli 29.000 og hörpudiskur 11.000. Að loknum ágústmánuði hafði verðmæti þorsks upp úr sjó aukizt um 11% miðað við sama tíma í fyrra, verðmæti ýsu um 64%, loðnu um 61% og heildarverðmæti aflans um 14%. Það var þá 20,4 milljarð- ar króna, en 1987 17,8. Áður fyrr mátti áætla útflutningsverðmæti tvöfalt aflaverðmæti, en það er hæpið nú, bæði vegna útflutnings á ísuðum fiski og verðlækkunar á dýrustu afurðunum. í júlílok var útflutningsverðmæti sjávarafurða að lagmeti meðtöldu um 25,4 millj- arðar króna og var þá 6,7%_lægra en á sama tíma árið áður. Á þeim tíma er veruleg verðhækkun á loðnuafurðum ekki farin að skila sér enda veiðar og vinnsla ekki hafin. Með aukningu heildarafla um 100.000 tonn, megnið af því loðna og síld, og verðhækkun á loðnuafurðum má því reikna með því að heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða verði svipað og á síðasta ári, um 42 milljarðar króna. Verðmætið hefur því aldrei verið meira, reiknað á verðlagi hvers árs fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.