Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
! f
REYKJAVIK
JOLAGJAFAKARFAN
í ÁR
HÖFN
Reykjavík
Jólaösin er svo
sannarlega hafín í
Kringlunni sem
annars staðar, og
ekki að sjá að
menn haldi fastar
um pyngjuna nú,
þótt stöðugt sé
klifað á því að
óvissutímar fari í
hönd og að aðhald
sé nauðsynlegra
en nokkru sinni
fyrr.
Morgunblaðið/Rax
HVAÐ KOSTA JOLAGJAFIRNAR
f HEIMSBORGUNUM f
VIO REYKJAVfK?
eftir Agnesi Bragodóttur
MÁ BJÓÐA þér einn lítra af ilmvatni á 12 hundruð
þúsund krónur? Nei, tæpast lætur nokkur sig dreyma
um að gefa elskunni sinni slík ilmefni í lítratali, en
engu að síður er það staðreynd að 7,5 millilítra glas
af Paloma Picasso-ilmvatninu kostar 8.839 krónur,
sem jafngildir því að lítrinn kosti 1.178.533 krónur.
Þorláksmessukvöld er í hugum margra sá tími sem
ófáir eiginmenn eigra um bæinn í þeirri von að leitin
að jólagjöfinni handa þeirri heittelskuðu beri nú loks
árangur. Til eru jólagjafir sem heyra undir
hefðbundnar „reddingar“ eiginmannanna og máþar
nefiia ilmvötn, hanska, hljómplötu, náttkjól og
náttslopp. Hvað skyldu hefðbundnu jólagjafirnar hér
í Reykjavík kosta miðað við verð á sambærilegum
vörum í London, París, Kaupmannahöfii og New
York? Mikið hefiir verið rætt um innkaupaferðir
íslendinga til annarra landa, jafiivel dagsferðir og
talað um að óhemju innkaupaæði geti gripið landann,
þegar hann tyllir tám á erlenda grund. Er það kannski
svo að slíkt hopp á milli landa geti borgað sig og vel
það, þegar líða fer að jólum?
Við útbjuggum ákveðna jólagjafakörfii og fórum,
með aðstoð fréttaritara Morgunblaðsins í viðkomandi
borgum, í ímyndaða innkaupaleiðangra. Niðurstöður
vettvangskannananna fara hér á eftir. Rétt er að
hafa þann fyrirvara á að ekki reyndist mögulegt að
kanna ávallt sama vörumerki og sömu gerð af munum,
en reynt var að bera saman vörur svipaðar að gæðum.
Ikörfunni handa honum er að
fínna vandaða herraskyrtu,
þokkalegt herrabindi, ágæta
ullar- eða ullarblöndupeysu og
rakspírann ómissandi. Auk
þess fá þau hjónin sameigin-
lega 6 gullfalleg koníaksglös.
Við byijum innkaupin í
Reykjavík, og veljum ágæta sænska
skyrtu af gerðinni Stenström, og
greiðum fyrir hana 3.980 krónur.
Bindið er valið af gerðinni Cerruti
(ítalskt glæsibindi) sem kostar
2.900 krónur. Peysan verður annað-
hvort af gerðinni Daniel Hechter,
frönsk ullarpeysa fyrir 5.900 krón-
ur, eða Boss, sem kostar frá 5.500
krónum upp í 9000 krónur. Rakspír-
inn sem herrann fær er franskur,
Davidoff, og kostar 1.300 krónur.
Loks fær bóndinn eina nýútkomna
íslenska bók, en verð á þeim er
yfírleitt á bilinu 2.000 til 3.500
krónur.
Koníaksglösin sem hjónin fá eru
sex talsins, annaðhvort úr tékkn-
eskum kristal og kosta þá á bilinu
2.400 krónur upp í 6.000, eða úr
sænsku gæðagleri frá Kosta Boda
og kosta þá 6.900 krónur. Ef við
höldum okkur við það að velja frem-
ur það sem dýrara er, þá er hlutur
bóndans í Reykjavíkurkörfunni um
25 þúsund króna virði, en rétt innan
við 20 þúsund, ef við veljum það
ódýrara.
SPQRUM TILSVEIT
I PlllS
Það er ljóst að í París getum við
gert sambærileg innkaup handa
herranum fyrir mun lægri upphæð.
Að vísu er peysan frá Daniel Hecht-
er dýrari, því þar kostar hún frá 6
til 7 þúsund krónur, en fínar herra-
skyrtur kosta ekki meira en 3.000
krónur. Herrabindi úr silki, eins og
frá Dior og Balmain, kosta um
2.500 krónur, en minnaþekkt merki
einungis um 1.400 krónur. Meðal-
verð á rakspíra í 150 millilítra glasi
er um 1.150 krónur. Bókin handa
bóndanum keypt í París kostar að-
eins 900 krónur (meðalverð á nýút-
komnum bókum í París) og koníaks-
glös úr kristal, sex talsins kosta
um 2.000 krónur. Hans hlutur yrði
því á bilinu 12.700 krónur upp í
tæpar 16 þúsund krónur, ef við
veldum það dýrara.
Við kaupum ekki alveg sömu
merki fyrir herrann í Kaupmanna-
höfn, en í sambærilegum gæða-
flokki. Gæðabindi úr silki, af ágæt-
um merkjum kosta yfirleitt 2.500
til 3.000 krónur. Skyrtan hans kost-
ar 2.500 krónur (Burberrys) upp í
4.700 krónur (Boss). Peysan af
Burberrys-gerð kostar 4.800 til
5.400 krónur, en af Boss gerð
10.200 krónur. Hann fær rakspíra
frá Boss og fyrir hann greiðum við
2.700 krónur. Bókin hans kostar
um 1.500 krónur og hans hlutur í
koníaksglösunum er um 1.000
krónur. Innkaupin handa honum
kosta okkur því í Kaupmannahöfn
frá 15 þúsund krónum upp í 24
þúsund krónur.
Evrópuinnkaupunum ljúkum við
í London, sem kemur mjög hag-
stætt út, að undanskildum koníaks-
glösunum, sem hljóta raunar að
vera einstaklega glæsileg, fyrir
15.400 krónur, en þau eru af gerð-
inni Waterford Crystal. Herrann
fær skyrtu, en algengt verð á þeim
er um 1.700 krónur og fínni merk-
in fara frá 2.700 krónur. Bindið
hans er af gerðinni Pierre Cardin,
og er úr silki. Fyrir það greiðum
við aðeins 1.000 krónur, en þau eru
fáanleg bæðí ódýrari og dýrari.
Peysan er af gerðinni Pringle, al-
ull, og fyrir hana greiðum við 4.200
krónur, en ullarpeysur frá 3.000
krónum eru fáanlegar. Rakspíra
fær hann af gerðinni Antaeus og
kostar hann 1.500 krónur, sem er
meðalverð. Bókin hans kostar um
1.600 krónur sem er meðalverð.
Hans hlutur kemur því mjög ódýrt
út í innkaupunum í London, ef við
undanskiljum kristalsglösin góðu.