Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 14
14 'MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 H / Dregið hefiir úr mikilvægi Rússlandsmarkaðarins en Sovétmenn eru úfjúðir í íslenskt hugvit eftir Pól Þórhallsson „EF SVO fer fram sem horfir, að Sovétmenn leysa upp miðstýringuna í utanríkisviðskiptunum, þá hlýtur maður að spyrja sig hvort framhald verði á rammasamningum Islands og Sovétríkjanna og hvort þá verði jafii flókið að selja Sovétmönnum vörur og öðrum,“ segir ónafiigreindur íslenskur útflytjandi. Aðrir sjá mikla möguleika opnast þar sem er áhugi Sovétmanna á íslenskri tækniþekkingu. RAMMASAMNIN6UR Hér sjást sendinefndir íslands og Sovétríkjanna í í UfÍTIIM apríl árið 1985 þegar gengið var frá rammasamn- I MUIUR ingi þeim sem tók gildi 1. janúar 1986 og rennur út í lok ársins 1990. INNFLUTNINGUR, 1987 cif-verð, 2.573,6 millj.kr. Svartolía Timbur 9,7% AnnaÖ 2,0%- UTFLUTNINGUR, 1987 fob-verð, 1.932,9 millj.kr. Fryst fiskflök 44,0% -Ullarvörur 13,6% -Lagmeti 9,4% -AnnaÖ 3,5% ^ stæða þess að íslending- m ar hafa enn sem komið /■B er ekki orðið mikið varir 1 B við perestrojkuna. er sú I n að stærstu vöruflokkarn- I B ir sem ganga kaupum og f ■ sölum milli landanna eru -^B-ennþá á einni hendi í Sovétríkjunum. Ráðuneyti erlendra viðskiptatengsla sér um olíuútflutn- inginn og sjávarútvegsráðuneytið tók við einokun á fiskinnflutningi fyrir tveimur árum. Sovribflot nefn- ist utanríkisviðskiptadeild þess ráðuneytis. Áður heyrðu fiskinn- kaup undir Prodentorg, deild í ut- anríkisviðskiptaráðuneytinu. Að sögTi fiskútflytjenda tók það nokk- um tíma fyrir Islendinga að ná aft- ur fótfestu í fisksölunni eftir þessa breytingu. Þótt Sovétmenn hafi dregið úr innflutningi frá Vesturlöndum þá hefur hann ekki komið svo mjög niður á matvælum, þar með töldum íslenska fiskinum. Islenskir fiskút- flytjendur leggja áherslu á mikil- vægi sovéska markaðarins. Þar hefur verið stærsti markaðurinn fyrir feitan fisk eins og síld og allir vita hversu grannt er fylgst með samningaviðræðum við Sovétmenn á verstöðvum frá Vopnafirði, suður og vestur til Akraness. Einnig hefur mönnum þótt gott til þess að vita að geta selt fisk til Sovétríkjanna sem er fljótlegur í vinnslu. Reyndar orðaði einn viðmælandi minn það svo að í Sovétríkjunum væri óþrjót- andi markaður a.m.k. á meðan matvælaskortur er við lýði. En inn á hann kæmust íslendingar ekki án rammasamnings ríkjanna. Nú eru liðin 35 ár síðan fyrsti viðskipta- og greiðslusamningur íslands og Sovétríkjanna var gerður í kjölfar löndunarbanns á íslenskan fisk í Bretlandi. Á árunum 1953 til 1975 var jafnkeypissamningur milli ríkjanna, þ.e.a.s. jöfnuður varð að vera í viðskiptunum (slíkur samn- ingur er enn í gildi milli Finnlands og Sovétríkjanna). Frá árinu 1976 hafa verið gerðir rammasamningar, eða viðskiptabókanir, sem gilda í fimm ár í senn. Þar lýsa samnings- aðiljar vilja sínum að eiga svo og svo mikil viðskipti með tilteknar vörur, einkum fisk og olíu. Ýmist er uppgefið verð í dollurum eða magn. „Viðskiptabókunin er akkeri og þar af leiðandi er lágmörkum hennar beitt í samningaviðræðum til að þrýsta á sölu hvers árs þótt bókunin sé ekki bindandi,“ eins og einn útflytjenda orðaði það. Samið um fiysta fiskinn Staðan í ár er sú að enn vantar nokkuð upp á að lágmörkum við- skiptabókunar sé náð hvað kaup Sovétmanna á ull og síld varðar. Sama má segja um freðfiskinn nema þar er aðstæður öðruvísi. í viðskiptabókun er talað um 20.000-25.000 tonna sölu af fryst- um fískflökum og 4.000-7.000 tonn af heilfrystum fiski. Árið 1986 þeg- ar fyrst var samið innan ramma núgildandi samnings stóðu íslend- ingar ekki við sinn hlut. Var þá samið að nýju við Sovétmenn um minna magn. Á þessu ári seldust 9.500 tonn af frystum flökum og 1.200 tonnum af heilfrystum fiski. Söluverðmætið var 23,7 milljónir dala (1.076 millj- arðar ísl. kr.). íslendingar voru reiðubúnir að selja 15-16.000 tonn á þessu ári. Ein skýringin á því að ekki seldist meira til Sovétríkjanna í ár er sú að fleiri þjóðir en íslend- ingar sóttust eftir að selja frystan fisk til Sovétríkjanna vegna sölu- tregðu í heiminum. Til dæmis buðu Argentínumenn Sovétmönnum mjög hagstætt verð á lýsingi. Á föstudag tókust samningar í Moskvu um freðfiskssölu næsta árs. Magnið var minna en í ár, sam- tals 9.700 tonn, og verðið lægra, samtals 20,8 milljónir dala. Verð- lækkunin er í einhverju samræmi við lækkandi heimsmarkaðsverð. Sú staðreynd að allt magnið á að afhendast á fyrri hluta ársins 1989 þykir gefa vonir um að takist að bæta við samninginn þegar líða tekur á árið. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur undanfarin ár verið með tvo þriðju hluta viðskiptanna en Sjávar- afurðadeild SÍS með þriðjung. Þær fisktegundir sem Sovétmenn kaupa einkum eru ufsi, karfi og grálúða. Þetta er fljótunnin framleiðsla og hentar vel í frystihúsunum þegar mikið berst að landi. Síldin hefúr sérstöðu Enn vantar 50.000 tunnur upp á að lágmarki rammasamningsins hvað saltsíld varðar sé náð á þessu ári. Hinn 31. október sl. var samið um sölu til Sovétríkjanna á 150 þúsund tunnum af hausskorinni og slógdreginni síld. Verðmætið er um það bil 750 milljónir ísl. króna. Stjómvöld í Sovétríkjunum íhuga enn hvort frekari gjaldeyrisheimild- ir verði gefnar fyrir kaupum á af- gangnum. Síldarútflutningurinn hefur nokkra sérstöðu að því leyti að semja verður um sölu ársins 1989 áður en söltun hefst að hausti 1988. Gosplan, ríkisáætlunarnefnd Sovétríkjanna, gerir að hausti áætl- un um fyrirhuguð viðskipti á næsta ári, þar á meðal sfldarkaup. Þar er tekið tillit til viðskiptabókunar ís- lands og Sovétríkjanna. Æðstaráð Sovétríkjanna afgreiðir innkaupa- áætlun fyrir komandi ár yfirleitt formlega í kringum byltingaraf- mælið 7. nóvember. Þessi inn- kaupaáætlun er ekki það opinber að Islendingum hafi tekist að kom- ast yfir hana. Það kann þó að breyt- ast því Sovétmenn eru farnir að gefa út innflutnings og útflutnings- skýrslur. Vandi síldarútflytjenda hefur verið sá að fá undanþágu um kaupsamning áður en Æðstaráðið samþykkir innkaupin. Þess þarf ekki við sölu á freðfíski og Iagmeti því samið er í desember og janúar. I fyrra var gerður staðfestur síldar- sölusamningur um 150.000 tunnur 30. október (á síðustu vertíð var samtals saltað í 290 þús. tunnur). Á aðfangadag var svo bætt við 30.000 tunnum. Þetta ætti að sýna TOLVUVOGiR Sovétmenn fpí UMDCI vinna nu að end- iKA MhKlL urskipulagningu fiskveiða og vinnslu í landi. í því skyni hafa þeir meðal annars keypt tvær Marel-vogir og fjórar hausklofningsvélar af Kvikk sf. að ekki er öll nótt úti enn hvað varðar síldarsölu á þessu ári um- fram þær 150.000 tunnur sem þeg- ar hefur verið samið um. Lagmetið veitir 100 manns atvinnu I ár hefur verið selt Iagmeti til Sovétríkjanna fyrir 6 milljónir dala (272 milljónir ísl. kr.) Einungis Vestur-Þýskaland og Frakkland eru stærri markaðir fyrir íslenskt lag- meti. I viðskiptabókuninni er miðað við 4,0-5,5 milljónir dala sölu til Sovétríkjanna með mögulegri aukn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.