Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
-.■■■■ > ■■ ■ M, i M ■■ —'I! i'f y í !■" ' ■> I' -> 1 fTW-»’rrr*--
VZterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
Œ AUGLYSINGAÞX5NUSTAN / SIA
Jafnvel ítalir
brugðust páfa
Vonleysi og uppgjöf eru þau orð,
sem best lýsa ástandinu i Páfa-
garði þegar það kom á daginn í
síðasta mánuði, að áróðursher-
ferð hans heilagleika, Jóhannes-
ar Páls páfa, gegn fóstureyðing-
um og getnaðarverjum hafði
beðið niðurlægjandi ósigur — og
það í sjálfu foðurlandi hinnar
kaþólsku trúar.
Þá var frá því skýrt, að mann-
fjölgunin á Ítalíu, sem var einu
sinni sú mesta í Evrópu, væri nú
orðin hin minnsta í iðnrílqunum.
Fyrir 20 árum áttu hver hjón að
jafnaði þijú börn en nú er talan
komin niður í 1,3 og lækkar enn.
Nægir það ekki til að mannfjöldinn
standi í stað hvað þá meir.
Páfi hefur haldið því fram, að
með því að nota getnaðarveijur séu
menn að „afneita forsjá guðs al-
máttugs“ og það er því mikið áfall
fyrir hann að fá þessar fréttir nú
þegar herferðin átti að vera í há-
marki.
„Hin kaþólska Ítalía kvödd"
sagði í fyrirsögn í einu dagblað-
anna, sem skýrðu frá fréttinni, og
í hinu víðlesna blaði Republica voru
riQaðar upp inargar óvinsælar
ábendingar Páfagarðs um það
hvemig fólk ætti að haga sér í
svefnherberginu. Sagði í blaðinu,
að kirkjan hefði „fyrirgert öllum
rétti til að hlutast til um kynferð-
islíf og fjölskylduvenjur ítala“.
Hugarfarsbreytingin, sem átt
hefur sér stað á Ítalíu, kemur vel
fram í skoðanakönnun, sem gerð
var í síðasta mánuði meðal ungra
kaþólikka, en hún fólst í því, að
þeir gáfu hinum svokölluðu dauða-
syndum einkunnir, allt frá 0 og upp
í 10. Útkoman var þessi: Stöðugt
framhjáhald 3; kynvilla 4; að sleppa
messu 1; fóstureyðing 2. Kynlíf
fyrir hjónaband og getnaðarvamir
fengu 0. Þau komust alls ekki í
dauðasyndaflokkinn.
Leiðtogi heimstrúarbragða, sem
telur sig þátttakanda í allsheq'ar-
uppgjöri við Satan sjálfan, getur
ekki brugðist öðm vísi við þessum
ósigri en með því að blása til nýrr-
ar sóknar. Hefur hann raunar þeg-
ar endurskilgreint getnaðarvamim-
ar og em þær ekki lengur flokkað-
ar með skírlífisbrotum, heldur
glæpur gegn trúnni, „hættulega
skyldar uppreisn englanna, sem
snem baki við guði“.
Síðasta og að sumra sögn mesta
atlagan gegn vantrúnni átti sér þó
stað 24. nóvember sl. þegar Páfa-
garður lýsti því afdráttarlaust yfir,
að fóstureyðing væri morð. Sek em
ekki aðeins konan og maður henn-
ar, heldur einnig læknar, hjúkmn-
arkonur og annað heilsugæslufólk
— allir, sem koma hér við sögu á
einhvem hátt — og refsingin, sem
hæfír glæpnum, er bannfæring.
Þessu fólki á meina öll sakramenti
kirkjunnar.
Um allan heim og ekki síst í
Ameríku, helstu fjáruppsprettu ka-
þólsku kirkjunnar, hafa kirlqunnar
menn varað við þessum tilskipunum
Páfagarðs. Segja þeir, að almenn-
ingur fari yfirleitt ekki eftir þeim
og þegar svo sé komið sé allur kenn-
ingagmndvöllur kirkjunnar í hættu.
„Era ítalir enn kristin þjóð?“ er
sagt að páfí hafí spurt De Mita,
forsætisráðherra 'Ítalíu, á fundi
þeirra í síðasta mánuði og fyrir
páfa hafa það hafa ekki verið orðin
tóm. Margt bendir til, að nú sé far-
ið að hilla undir endalok hins ka-
þólska menntakerfís í landinu.
Vinstrímenn á Ítalíu era famir
að spyija þeirrar spumingar hvers
vegna ríkið skuli halda áfram að
kosta 40.000 kaþólska kennara fyr-
ir nærri 12 milljarða ísl. kr. á ári
eins og kveðið er á um í samningi
ríkis og kirkju frá 1984 og nú þeg-
ar hefur verið ákveðið, að ríkis-
styrkur til 30.500 presta og biskupa
skuli afnuminn árið 1990. Enginn
veit hvað þá tekur við, þegar kirlq-
an þarf að fara að reiða sig á
síminnkandi Ijárframlög frá hinum
trúuðu. -WILLIAM SCOBIE
ÞREYTTUR — Jóhannesi Páli lærist sífellt betur að syndin er lævís og lipur.
Bókin um Bryndísi Schram er nákvæmiega eins og söguhetjan hefur alltaf
verið: HISPURSLAUS og HRESS! Ólínd Porvarðardóttir kemur glaðværð
Bryndísar og einlægni skemmtilega til skila þegar hún ræðir um sjálfa sig,
fjölskyldu sína, samferðamenn á mörgum sviðum þjóðlífsins og það afl sem
hún segir mestu skipta í iífi sínu -ástina.
Bryndís hefur komið ótrúlega víða við. Leikhúsmái, skóiamál, stjórnmái,
margvísleg störf á fjölmiðlasviði og ótal margt fleira kemur við sögu þegar
lífshlaup Bryndísar er rakið. Oft er einnig vitnað í dagbækur hennar og
fjölmargir kafiar úr bréfum Bryndísar og ýmissa annarra eru birtir.
KE
Þessi bókskyggnistá bakvið þá mynd sem þorri almennings hefur hingað
til séð af Bryndísi Schram. Petta er bók sem