Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 4
4
MORGUNBIAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
Fulltrúar ríkis og BSRB
efiia til vinnufunda
ÞRÍR ráðherrar, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, J6n
Sigurðsson viðskiptaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra áttu könnunarviðræður við forystumenn BSRB í gær fyrir
komandi kjarabaráttu. Ráðherrarnir ræddu þær efnahagsráðstafan-
ir, sem rikisstjórnin hyggst grípa til á næstu vikum og BSRB-menn
reifuðu sínar hugmyndir. Ákveðið var að stofina til frekari funda í
næstu viku og verður næsti vinnufundur þessara aðila væntanlega
haldinn nk. þriðjudag.
„Við fórum vítt og breytt yfir
efnahagssviðið á fundinum í gær.
Ráðherramir kjmntu okkur þann
vanda, sem ríkisstjómin stendur nú
frammi fyrir og við kynntum þeim
þann vanda, sem við teljum að
launamenn standi frammi fyrir.
Fyrst og fremst var verið að afla
upplýsinga og miðla upplýsingum.
Við lögðum áherslu á að við höfnuð-
um frekari kjaraskerðingu, heldur
vildum við sækja fram til bættra
lífskjara," sagði Ögmundur Jónas-
son í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Samningsréttur BSRB-manna er
hjá einstökum aðildarfélögum
bandalagsins. Forystu bandalagsins
var eingöngu falið að kanna hvað
væri á döfínni hjá stjómvöldum og
í ljósi þess sem þar kemur fram,
munu einstök aðildarfélög móta
sína stefnu og þá taka afstöðu til
þess hversu náið samstarf þau
munu hafa í komandi kjarabaráttu,
að sögn Ögmundar.
„Við lögðum á það ríka áherslu
á að það sé ýmislegt sem máli
skipti þegar rætt er um lífskjör.
Við þyrftum að sjálfsögðu hærri
kauptaxta, en við myndum að sjálf-
sögðu fylgjast með öðmm málum
í leiðinni og í því sambandi var sér-
staklega minnst á vaxtamálin. Ég
varaði eindregið við vaxtahækkun,
þvert á móti þyrfti að lækka þá.
Ég tel að raunvextir í landinu hafí
verið allt of háir allt of lengi. Það
kom greinilega fram hjá ráðherrun-
um að ríkisstjómin hefur áhyggjur
af peningamálunum í landinu,"
sagði Ögmundur.
Formaðurinn sagði að ekki hefði
verið farið mjög náið inn á neitt
einstakt svið. Þetta hefði ekki verið
samningafundur á neinn hátt heldur
könnunarviðræður eingöngu. BSRB
hefur ekki mótað sér stefnu gagn-
vart Atvinnutryggingasjóði eða
ákveðið hvort lífeyrissjóður samtak-
anna muni taka þátt í skuldbreyt-
ingum með milligöngu sjóðsins, að
sögn Ögmundar. „Persónulega tel
ég þó að með tilkomu Atvinnu-
tryggingasjóðs séu menn famir að
feta sig inn á rétta braut, að taka
á vanda einstakra fyrirtækja og
hverfa frá hrossalækningastefn-
unni, sem fólst í gengisfellingum.
Sú leið er einfaldlega of dýr og
felur í sér kjaraskerðingu fyrir al-
menning," sagði formaður BSRB
að lokum.
VEÐUR
/ / /
, / / / / /
////// / '
/DAG kl 12.Q0:, , , /
Heimild: Veðurstofa islands
/////// / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR í DAG, 13. JANÚAR
YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandshafi er kyrrstaða 958 mb lægð sem
grynnist. Um 1.700 km suðvestur af Vestmannaeyjum er vaxandi
975 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðaustur. Hiti breytist lítið f
fyrstu en þegar líöur ó nóttina fer að hlýna, fyrst sunnanlands.
SPÁ: Á morgun Iftur út fyrir austan-átt á landinu allt að 11—12
vindstigum á Suðaustur-landi en hægari f öðrum landhlutum. Rign-
ing verður ó Suðaustur-landi slydda eða snjókoma ó Norðaustur-
og Austur-landi og vestan með Suður-ströndinni en er þurrt að
mestu annarstaðar. Heldur hlýnandi veður í bili, einkum um landið
austan-vert.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan- og norðvestan-átt og frost um
allt land. Él á Noröur og Norðaustur-landi en annars þurrt.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan-átt og fremur kalt. Él á Suður
og Vestur-landi en annars þurrt. Lóttskýjað á Norðaustur og Aust-
s. Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■|0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
*
V El
~ Þoka
= Þokumóða
’, ’ Suld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
jl^ Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl vsAur Akursyri +1 léttskýjað Reykjavlk +2.4 enjóél
Bargen 6.8 tkúr
Helelnkl 2 rignlng
Kaupmannah. 4 þokumóða
Nareaareeuaq +16 skýjað
Nuuk +14T tkýjað
loisridi. 6 skýjað
Stokkhólmur 3 skýjað
Þórehöfn 4 skýjað
Algarve 16 skýjað
Amaterrfam 7 þokumóða
Barcolona 13 mlstur
Bariln 4 þokumóða
Chlcago +0.6 léttskýjað
Feneyjar 6 þokaruðnlngur
Frankfurt 4 þokumóða
Glaegow 6 ekúr
Hamborg 6 léttskýjað
Lat Palmat 17 lóttskýjað
London 9 rignlng
Loe Angelee 8 helðsklrt
Lúxemborg 6 ekýjað
Madríd 8 mietur
Malaga 18 mistur
Mallorca 17 léttekýjað
Montreal +12 skýjað
New York 4 alekýjað
Oriando 16 þoka
'París 8 alskýjað
Róm 12 þokumóða
San Diego 10 heiðtkirt
Vln 0.7 þokumóða
Washlngton 3 rignlng
Wlnnlpeg +17 altkýjað
Morgunblaðið/Sverrir
Frá fundi forsvarsmanna BSRB og þriggja ráðherra í gær. Frá
vinstri eru Haraldur Hannesson varaformaður BSRB, Bjöm Arnórs-
son hagfræðingur BSRB, Ögmundur Jónasson formaður BSRB,
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Ólafur Ragnar
Grímsson Qármálaráðherra.
Brunatryggingar húsa í Reykjavík:
Bent var á að bæta
endurtryggingar
Borgarráð ákvað óbreytt fyrirkomulag
VTO ÚTBOÐ vegna enduraýjunar endurtryggingasamninga Húsa-
trygginga Reykjavíkur, á síðasta ári, skrifaði framkvæmdastjóri
íslenskrar endurtryggingar h/f, Bjarai Þórðarson, borgarráði bréf
og lagði til að gerðar yrðu breytingar á endurtryggingavemd Húsa-
trygginga Reykjavíkur. Hann taldi þessa verad ónóga, með tilliti til
þess ef til stórbruna kæmi eða óvenju mörg og dýr brunatjón yrðu
sama árið. Fyrirtækið tók þó ekki þátt í útboðinu. Við afgreiðsiu
málsins í borgarráði var samþykkt að endurnýja fimm ára samning
við Almennar tryggingar um endurtryggingar húsa í Reykjavík.
Jón G. Tomasson borgarritari
staðfesti að þessar athugasemdir
hefðu borist og að loknum umræð-
um hefði verið samþykkt að end-
umýja fyrri samning við Almennar
tryggingar enda hefði aldrei orðið
.nálægt þvj jaftvstórt brunatjón í
Reýkjavík og varð á Réttarhálsi í
síðustu viku. Borgarritari sagði að
endurtryggingar húsnæðis í borg-
inni væm tvíþættar. Annars vegar
væri samningur, sem miðaðist við
að þegar heildarbmnatjón í borg-
inni næðu l,05%o(prómill) af trygg-
ingarverðmæti tæki endurtrygging
við og bæri ábyrgð á sjöföldu þessu
lágmarki. Endurtryggingar tækju
samkvæmt því við þegar heildartjón
næðu 330 milljónum króna og bæm
skaða upp að um 2,6 milljörðum.
Þegar því marki væri náð, bæm
Húsatryggingar Reykjavíkur
ábyrgð að nýju. „Það hefur aldrei
fyrr hillt undir það að á þennan
samning reyni," sagði Jón G. Tóm-
asson. Hann sagði að annar endur-
tryggingasamningur gilti vegna
einstakra bmnatjóna. Hann miðist
við að Húsatryggingar bæti fyrstu
25 milljónir í einstökum brana, þá
taki endurtryggjandi við og bæti
næstu 150 milljónir. Þar fyrir ofan
reyni aftur á Húsatryggingar
Reykjavíkur, allt þar til fyrrgreindu
samningsmarki um 330 milljóna
heildarbmnatjón sé náð.
Þetta er talið að muni gerast í
fyrsta skipti í 34 ára sögu Húsa-
trygginga Reykajvíkur í framhaldi
af Réttarhálsbrananum en Jón G.
Tomasson sagði þó of snemmt að
fullyrða um það enn sem komið
væri. Hann sagði að í athugasemd-
unum hefði verið bent á að á und-
anfömum áram hefðu risið í borg-
inni fasteignir, sem þættu svo verð-
mætar að einn bmni gæti kippt
stoðum undan heildarendurtrvgg-
ingavemd^í borginni þad árið. I því
sambandimefndi Jón að branabóta-
mat Kringlunnar einnar nálgaðist
fyrrgreint heildarharhark endur-
trygginga.
Aðspurður hvaða áhrif Réttar-
hálsbraninn mundi hafa fyrir Húsa-
tryggingar Reykjavíkur sagði Jón
að ljóst væri að Húsatryggingar
myndu þurfa framlög frá Borgar-
sjóði á næsta ári. Iðgjaldatekjur á
þessu ári væra áætlaðar 98,4 millj-
ónir króna og, þótt uppgjör síðasta
árs lægi ekki fyrir, væri reiknað
með að til væra um 60 milljónir í
sjóðum stofnunarinnar. Hann sagði
að nú væri verið að skoða breytingu
á endurtryggingavemdinni. Einnig
ynni nú Branamálastofnun og borg-
in að athugun á hvemig bæta
mætti eftirlit með branavömum.
Jón G. Tómasson sagðist vilja benda
á, að þótt Húsatryggingar
Reykajvík yiðu nú fyrir áfalli, hefði
þetta fyrirkomulag skilað borgarbú-
um veralegum ávinningi á liðnum
áram. „Borgarbúar hafa notið þessa
í lágum iðgjöldum og í því að Húsa-
tryggingar Reykjavíkur hafa tekið
veralegan þátt í því að efla brana-
vamir í borginni. Til dæmis hefur
rekstrarafgangi verið varið til að
bæta tæki og búnað slökkviliðs og
einnig hefur veirð lagt fram fé til
reksturs þess,“ sagði Jón G. Tómas-
son borgarritari.
Sendiráð Sovétríkjanna;
Leyfi fyrir nýj-
um móttökudiski
Bygginganefnd Reykjavíkur
hefiir veitt skrifstofú viðskipta-
fúlltrúa Sovétríkjanna leyfi til
að setja móttökudisk fyrir
gervihnattaútsendingar á svalir
hússins að Túngötu 24.
Fyrir nokkram áram var settur
upp móttökudiskur á svölum húss
sendiherra Sovétríkjanna á homi
Túngötu og Hólavallagötu. Stað-
setning hans olli deilum, þar sem
hann þótti of áberandi, og ekki
var veitt leyfí fyrir honum. Sam-
kvæmt upplýsingum Gunngeirs
Péturssonar, skrifstofustjóra
byggingafulltrúans í Reykjavík,
hefur ekki enn verið veitt leyfi
fyrir þeim skermi, en hann er engu
að síður enn á svölunum. Gunn-
geir segir það mál vera í höndum
utanríkisráðuneytisins. Hins vegar
hafí leyfí fyrir skermi á svölum
hússins að Túngötu 24 verið veitt
þar sem lítið beri á skerminum þar.