Morgunblaðið - 13.01.1989, Page 14
1
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
14
Minning:
Þorgeir Jónsson
bóndif Gufúnesi
Fæddur 7. desember 1903
Dáinn 5. janúar 1989
í dag verður Þorgeir Jónsson
bóndi í Gufunesi jarðsunginn ffá
Langholtskirkju, og greftraður í
Lágafellskirlq'ugarði.
Eg kynntist Þorgeiri ekki fyrr
en hann var kominn á efri ár og
aldrei mikið. Hins vegar eru mér
þessi kynni einkar minnisstæð. Ég
kynntist fyrst dóttursyni hans og
nafna og síðan gamla Geira, eins
og hann var gjaman kallaður í hópi
okkar þeirra sem kynntumst honum
fyrir tilstilli Þorgeirs Örlygssonar,
til aðgreiningar nöfnunum. Mér
þótti merkilegt að komast að raun
um að innan borgarmarkanna var
bóndi á við Þorgeir Jónsson. Ekki
vegna þess að ég vissi ekki að til
væru bændur í Reykjavík, heldur
hins að sá gamli virtist svo gjörsam-
lega ósnortinn af borgarlífinu sem
þó var rétt við bæjardyr hans að
eins hefði hann getað hafa búið
ævi sína fjarri öllu þéttbýli. Búskap-
urinn átti hug hans allan, einkum
hestar svo sem landsfrægt er.
Sveitamanni eins og mér þótti sér-
stök reynsla að komast í kynni við
þennan Reykjavíkurbónda og eiga
nokkrar eftirminnilegar stundir í
Gufunesi bæði við heyskap og
skepnuhirðingu.
Auk þess að vera merkilegur
bóndi var Þorgeir sérstæður og
margbrotinn maður, harðjaxl og
bam í senn. Skemmtilegur og hlýr
en með erfiða lund og uppstökkur.
Ógleymanlegt er þegar hann eitt
sinn við heyhirðingu reiddist við
nafna sinn út af einhverju sem okk-
ur þóttu smámunir og ég búinn að
gleyma, tók einu dráttarvélina sem
í notkun var og ók heim á bæ til
að jafna sig. Við stóðum nánast
verklausir í flekknum á meðan.
Eftir nokkra stund kom blessaður
akandi aftur, þá búinn að jafna sig
og skein eins og sól í heiði.
Þegar eitthvað þurfti að skreppa
í bíl, þótt stutt væri, fór hann gjam-
an að syngja og þá yfirleitt Hvað
er svo gíatt, og víst er, að í þau fáu
skipti sem skoðað varð, var sýnilegt
að karlinn gamall naut ómældrar
kvenhylli.
Hrossin bar að nálgast með hlýju
fasi og hafa með brauð handa þeim,
því að þau áttu alltaf að hlakka til
þess að sjá manninn í næsta sinn.
Það duldist engum sem á horfði að
þar voru skepnur sem stóðu hjarta
gamla Geira næst. Enda munu fá
hross jafn auðveld í umgengni og
hrekkjalaus og þau sem hann hefur
fóstrað, þótt þau geri stundum frek-
lega kröfu til brauðsins, en þrekið
virðist líka óbilandi.
Nú hafa hrossin í Gufunesi misst
eiganda sinn og einkavin, böm föð-
ur, afa og langafa og tengdaböm
tengdaföður. Reykjavík sér nú á
bak þekktasta og merkasta bónda
sínum og er stórum fátækari fyrir
vikið.
Þeim sem mest hafa misst skal
vottuð sérstök samúð, en allir þeir
sem þekktu Þorgeir í Gufunesi
sakna vinar í stað.
Friðgeir Björnsson
Viku af viku, nótt og napran dag
dauðans engill söng þitt vöggulag;
söng og skenkti sárra kvala vin,
söng og spann þitt hvíta dáins Iín.
Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó,
himnesk rödd, er sagði: Það er nóg!
(Matthías Joch.)
Með þessum orðum úr erfiljóðum
Matthíasar Jochumssonar vil ég
minnast tengdafoður míns, Þorgeirs
Jónssonar í Gufunesi, sem nú hefur
hlotið hinstu hvfld. Með stakri virð-
ingu þakka ég honum allt sem hann
gaf mér og kenndi.
Hafdís
Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi
lézt þann 5. janúar sl. 85 ára að
aldri. Hann fæddist í Varmadal á
Kjalamesi, semjafnframt voru hans
æskustöðvar. Foreldrar hans voru
Salvör Þorkelsdóttir og Jón Þor-
láksson. Föður sinn missti hann
árið 1916. Eftir það annaðist móðir-
in heimilið með aðstoð bama sinna.
A yngri árum var hann meðal
fremstu íþróttamanna landsins,
mikill glímumaður, vann Grettis-
beltið sem glímukóngur íslands. Þá
fékk hann fegurðarverðlaun í glímu
á Alþingishátíðinni 1930. Hann
lauk prófi sem íþróttakennari frá
íþróttaháskóla í Danmörku.
Bóndi var hann alla sína
starfstíð. Lengst af bjó hann í Gufu-
nesi, eða frá 1937 þar til yfir lauk.
Var hann því jafnan kenndur við
Gufunes, meðal kunningja oftast
nefndur Geiri í Gufunesi.
Hann átti marga afbragðs góða
hlaupa- og skeiðkappreiðahesta.
Margir, sem komnir era á efri ár,
muna eftir hlaupahryssunni Drottn-
ingu. Sérgrein hans var reyndar
skeiðið. Ég held að það sé ekki á
neinn hallað, þótt ég telji þá Varma-
dalsbræður, Þorgeir og Jón, snjöll-
ustu skeiðreiðmenn landsins á
sínum tíma. Þeir áttu úrvals vekr-
inga eins og Flugu, Randver o.fl.
Af seinni tíma skeiðhestum koma
upp í huga minn Nasi, Óðinn og
síðar Þór. Sl. sumar keppti Guðný,
dóttir Þorgeirs, á Þór, 17 vetra í
250 metra skeiði á Amarhamri,
Kjalamesi, í vonsku veðri, rigningu
og roki, en völlurinn hálfgert forað.
Þar lá hann báða sprettina undir
öraggri stjóm hennar. Henni kippir
í kynið.
I hrossaræktinni var hann athug-
ull, farsæll og náði góðum árangri.
Af stóðhestum hlaut t.d. Kolbakur
frá Gufunesi fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi 1981. Á fjórðungsmóti
1985, á Víðivöllum í Reykjavík
sýndi Þorgeir stóran ræktunarhóp
með Kolbak í fararbroddi, sem hann
sjálfur sat af virðuleik, þá kominn
á níræðisaldur.
Kjmni mín af Þorgeiri vora vegna
hesta og hestamennsku. Fyrir til-
viljun fór ég út í hestamennsku
fyrir rúml. tveimur áratugum, en
sem bam og unglingur hafði ég
vanist hestum, því að faðir minn
átti þá gæðinga. Það var á vordög-
um 1966, sem ég keypti fyrsta hest-
inn, bleikálóttan. Hann var ættaður
fi-á Þorgeiri. Annar maður átti hann
reyndar þá, en hélst ekki á honum
vegna vilja. Það var mér mikið lán
að eignast slíkan gæðing. Örviljug-
ur var hann, þrekið með eindæmum,
skapmikill en þó með viðkvæma
lund, áræðinn, en kunni þó ávallt
fótum sínum forráð. Þessi hestur
kenndi mér mikið. Ég hef stundum
leitt hugann að því að margt væri
líkt með honum og Þorgeiri, þótt
með sitt hvora móti væri. Hann
varð 29 vetra og er heigður í landi
mínu. Annan hest fékk ég frá Þor-
geiri nokkra síðar, þegar konu mína
vantaði hest. Hann er brúnstjöm-
óttur, sonarsonur hins fræga
Nökkva frá Hólmi. Hann sagðist
hafa keypt hann sem folald vegna
þess hve vel sér hefði litist á hann.
Þessi hestur hefur einnig rejmst
einkar vel, gangsamur, viljugur,
lundgóður og traustur. Nú er hann
26 vetra, óbilaður, sinar hreinar
sem á ungum hesti. Ég nefni þetta
til þess að sýna fram á að frá Þor-
geiri komu oft framúrskarandi hest-
ar og eins hversu traustir og end-
ingargóðir þeir gátu verið. Þorgeir
var afar glöggur á hesta og fljótur
að sjá út kosti þeirra og eðli.
Þorgeir var vel af manni gerður,
þrekvaxinn, sterkur vel, harðdug-
legur, hjálpsamur, drenglyndur og
með hæfustu hrossaræktarmönn-
um. Hann var oft sérstakur en
skemmtilegur í tilsvörum, svo að
frægt var meðal hestamanna.
Sem dæmi krafta hans vil ég
nefna að Gunnar Bjamason, fyrr-
verandi hrossaræktarráðunautur
getur þess í bók sinni Ættbók og
saga, 1. bindi, að eftir að hann
hefði fest kaup á stóðhestinum
Nökkva frá Hólmi, þá á 4. vetri,
hefði hann komið honum í vörzlu
hjá Þorgeiri í Gufunesi. Ætlunin
var að fá stjóm Búnaðarfélags ís-
lands til þess að kaupa hestinn til
nota á Hólabúinu, en þá stóð nokk-
ur styr um hestinn. Kom þá félags-
stjómin til þess að skoða Nökkva.
Þorgeir sýndi þeim hestinn og reið
honum. Dáðust þeir að þessum vel-
skapaða og föngulega grip, sem
sýndi ágætar hrejrfíngar og ljúfan
vilja. Til þess að sýna þeim hversu
taugasterkur og lundgóður hann
væri, hefði Þorgeir farið undir hest-
inn, beygt sig saman í knjám, sett
herðar undir kvið Nökkva og ljrft
honum svo að allir fætur vora á
lofti. Þá hefði stjóm Búnaðarfélags-
ins hlegið. Hesturinn verið keyptur
og sendur norður.
Af dugnaði hans má geta þess
að Þorgeir lét sig ekkert muna um
að gera skeiðvöll í Gufunesi og efndi
til kappreiða.
Með Þorgeiri Jónssjmi er horfinn
af sjónarsviðinu maður hreinskipt-
inn, frábær hestamaður og mikil-
hæfur hrossaræktarbóndi.
Hákon Jóhannsson
Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufu-
nesi, var sonur Jóns Þorlákssonar
(1873-1916), bónda í Varmadal á
Kjalamesi, og konu hans, Salvarar
Þorkelsdóttur (1875-1965). Jón var
sonur Þorláks Jónssonar, bónda í
Varmadal og konu hans, Geirlaugar
Gunnarsdóttur, en Salvör dóttir
Þorkels Ingjaldssonar frá Glóra á
Kjalamesi og konu hans, Bjargar
Sigurðardóttur frá Álfsnesi á Kjal-
amesi.
Foreldrar Þorgeirs eignuðust
átta böm: Ágúst (1900-1978),
rannsóknarlögreglumann og kaup-
mann, Lára (1902-1903), Þorgeir
(1893-1989), Jón (f. 1905), bónda
í Varmadal, Björgvin (1907-1955),
glerslípunar- og speglagerðarmann,
Sigríði (f. 1909) saumakonu, Ástu
(f. 1910), sem búsett er í Banda-
ríkjunum og Lára (f. 1913).
Faðir Þorgeirs dó úr lungnabólgu
árið 1916, aðeins 42 ára að aldri,
frá sjö bömum á aldrinum 2-15
ára. Ágúst var þá 15 ár, Þorgeir
12 ára, Jón 10 ára, Björgvin 8 ára
en dætumar þijár enn yngri.
Hreppsnefndin bauð eklq'unni með
bömin sjö að þeim yrði tvístrað en
hún kvaðst ekki þurfa að tala við
nefndina ef aðstoð væri boðin fram
í slíku formi. Stóð móðir Þorgeirs
í sömu sporam og fræg kona nokkr-
um áratugum síðar, Monika Helga-
dóttir á Merkigili í Skagafírði, kon-
an í dalnum með dætumar sjö og
son að auki. Bjó ekkjan áfram í
Varmadal ásamt bömum sínum í
röskan áratug og naut þar fyrst og
fremst aðstoðar harðduglegra
bama sinna. Þorgeir þurfti því
snemma að taka til hendi, m.a. við
jarðabætur. Þrátt fyrir brauðstritið
var mikill íþróttaáhugi á bænum
og urðu bræðumir allir góðir glímu-
menn. Þorgeir var þó fremstur þar
og þótt víðar væri leitað enda varð
hann glímukappi íslands tvö ár í
röð, 1927-1928, og þá jafnframt
handhafi Grettisbeltisins. Hlaut
hann árið 1928 einnig viðurkenn-
ingu fyrir fegurðarglímu, Stefnu-
homið, en því fylgdi titillinn Glímu-
snillingur Islands. Voru þeir ekki
margir sem urðu samtímis Glímu-
kappi og Glímusnillingur íslands.
Um þetta lejrti varð Þorgeir einnig
íslandsmeistari í kúluvarpi og
kringlukasti. Setti hann íslandsmet
f kringlukasti, svo og í kúluvarpi
með báðum höndum og kringlu-
kasti með báðum höndum. Skömmu
síðar eða laust fyrir 1930 keyptu
Þorgeir og Jón bróðir hans Varmad-
alinn og stofnuðu til félagsbús. Bjó
Þorgeir þar um skeið ásamt konu
sinni, Guðnýju Guðlaugsdóttur
(1905-1952). Þau giftu sig 5. jah-
úar 1929 þannig að Þorgeir hefur
andast á 60. brúðkaupsdegi sínum.
Tilviljanir lífs og dauða era marg-
brejdilegar en ætla má að um fagn-
aðarfundi hafí verið að ræða.
Eftir nokkurra ára búskan í
Varmadal fluttust Þorgeir og
Guðný um 1935, að merkisbýlinu
Sunnuhvoli í Reykjavík. Stóð bær-
inn þar sem nú era gatnamót Há-
teigsvegar og Þverholts. Bjuggu
þau þar nokkur ár. Um eins árs
skeið, 1937-1938, bjuggu þau í
Viðey en hófu síðan búskap í Gufu-
nesi árið 1938.
Þorgeiri og konu hans varð sjö
bama auðið. Þau era Jóna ritari,
gift Eysteini Jónssyni vélstjóra,
Reykjavík; Margrét, búsett á Long
Island f Bandaríkjunum; Þóra, gift
Örlygi Hálfdánarsjmi bókaútgef-
anda, Seltjamamesi; Guðný, starfs-
maður hjá Kaupfélagi Borgfírðinga,
gift Bjama Jóhannssjmi verk-
smiðjustjóra, Borgamesi; Guðlaug-
ur, giftur Hafdfsi Þórhallsdóttur
bamagæslumanni, Kópavogi;
Ragnheiður bankastarfsmaður, gift
Emi Marinóssyni, skrifstofustjóra
Landsvirkjunar, Seltjamamesi og
Guðný Björg tölvuritari, gift Þór
Sigþórssjmi, forstjóra Ljrfjaverslun-
ar ríkisins, Seltjamamesi.
Auk þess átti Þorgeir síðar með
Málfriði Ólafsdóttur soninn Jóhann-
es (f. 1963) vélvirkja er býr með
Sólrúnu Jóhannsdóttur skrifstofu-
manni.
Alls era afkomendur Þorgeirs nú
59 talsins.
Þorgeirs Jonssonar verður
minnst fyrir margt, afrek í fijálsum
íþróttum og glímu á yngri áram,
búskap alla tíð, m.a. hálfa öld í
Gufunesi þar sem fegurðin við
Sundin blá mun aftur njóta sín inn-
an tíðar er sorphaugar Reykjavíkur-
borgar hverfa, og ræktun lands-
frægra skeið- og stökkhesta.
Þeir sem þekktu Þorgeir ekki
aðeins úr fjarlægð vissu að hann
lék eins og Mozart á töfraflautu er
gat svipt burtu dranga og vakið
fögnuð. Tónamir úr flautu bóndans
í Gufunesi vora hnjrttin orð og til-
svör, oft á eigin kostnað, ekki ann-
arra. Jafnvel þeir sem leika á töfra-
flautur hætta þó leik sínum um síðir
en tónamir enduróma. Og jafnvel
glímukóngar og víkingar falla fyrir
Elli kerlingu — Þorgeir nú, Egill
forðum__— en orðstír deyr aldregi.
Jón Ögmundur Þormóðsson
Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi
lést á sjúkrahúsi fimmtudaginn 5.
janúar sl. en hann hafði átt við
vaxandi vanheilsu að stríða undan-
farin misseri.
Það er mál manna að hér hafi
orðið mikill héraðsbrestur er svo
kunnur og vinsæll maður sem Þor-
geir var fellur frá. Hann var fjöl-
hæfur maður á mörgum sviðum en
ævistarfið var bóndinn og ræktun-
armaðurinn, eins og þeir gerast
bestir á Islandi.
Hann rak bú sitt vel og um-
gekkst búfé sitt sem vini og fylgd-
ist gjöria með daglegum háttum
þess og heilbrigði enda var bú hans
jafnan gagnsamt og afurðagott.
Ræktun fénaðar var honum mjög
svo hugleikin og frægur varð hann
af hrossum sínum og átti marga
gæðinga sem komu vel fyrir bæði
í kappreiðum og á kjmbótasýning-
um. Þá átti hann jrfirleitt afburða-
góðar kýr og eignaðist ég nokkrar
frá Þorgeiri sem reyndust mér og
fleiram vel og sama mátti segja um
sauðfé ættað frá honum.
Þorgeir fæddist í Varmadal þ.
7. desember 1903 ocr vnr hriftii f
röð hinna mannvænlegu bama
þeirra hjóna Salvarar Þorkelsdóttur
og Jóns Þorlákssonar bónda þar.
Systkini Þorgeirs vora Ágúst, Lára
er lést á bamsaldri, Jón, Björgvin,
Sigríður, Ásta og Lára yngri fædd
1913. Mikill og merkilegur ættbogi
er kominn frá þeim Salvöra og Jóni •'
og stundum kölluð Varmadalsætt á
sama hátt og afkomendur systur
Jóns, Sigríðar í Álfsnesi, og bróður
hans Skafta Þorlákssonar er lengi
bjó í Knútskoti. Þeir era margir
afkomendur þessara þriggja bama
Þorláks Jónssonar, f. 1841 d. 1918,
og Geirlaugar Gunnarsdóttur sem
bjuggu allan sinn búskap í Varma-
dal.
Þorgeir hóf búskap í félagi við
Jón bróður sinn í Varmadal og
bjuggu þeir þar saman þar til þeir
seldu jörðina 1933. Þá fluttist Þor-
geir að Sunnuhvoli og síðan í Við-
ey, en 1938 settust þau Guðný að
í Gufunesi til frambúðar.
Þorgeir kvæntist Guðnýju Guð-
laugsdóttur þ. 5. janúar 1929 og
flutti Þorgeir brúði sína að Varma-
dal. Guðný fæddist 31. desember
1905, dó 13. desember 1952. Á 60
ára brúðkaupsafmæli þeirra þ. 5.
janúar sl. kvaddi hún svo Þorgeir
til sín jrfir móðuna miklu og al-
mættið sameinaði anda þeirra á ný
svo eftirminnilega.
Þeim hjónum varð 7 bama auðið,
en þau era Jóna gift Eysteini Jóns-
sjmi vélstjóra og eiga þau 4 böm
og eitt að auki sem Jóna átti með
fyrri manni sínum. Þá Margrét sem
gift er Robert Petersson en þau
eignuðust 5 böm og bjuggu í
Bandaríkjunum en maður hennar
er nú látinn. Þóra er gift Örlygi
Hálfdánarsjmi bókaútgefanda og
eiga þau 4 böm. Þá er Guðný eldri
gift Bjama Jóhannssjmi verk-
smiðjustjóra í Borgamesi og eiga
þau 5 böm. Guðlaugur bifreiða-
stjóri í Kópavogi er kvæntur Haf-
dísi Þórhallsdóttur en þau eiga 4
böm. Ragnheiður er gift Emi Mar-
inóssyni skrifstofustjóra hjá Lands-
virkjun og eiga þau 4 böm. Guðný
jmgri Björg er gift Þór Sigþórssjmi
forstjóra Lyfjaverslunar ríkisins og
eiga þau 3 böm. Yngst bama Þor-
geirs og áttunda er Jóhannes sem
Þorgeir eignaðist með Málfríði Ól-
afsdóttur eftir að hann varð ekkill.
Skyldulið og afkomendur Guðnýjar
og Þorgeirs era orðnir allfjölmennur
hópur eða um það bil 60 manns,
og er vel heppnað atgervisfólk sem
lætur að sér kveða í starfi og leik
svo sem það á kjm til.
Kunnugt er það að Þorgeir var
hinn mesti afreksmaður á íþrótta-
sviðinu og kom það í ljós á bams-
aldri að óvenjulegur léttleiki og
kraftur var í snáðanum í Varmadal
sem seinna þróaðist með áhuga og
æfingum að verða í tölu afreks-
manna, einkum í glímu og fijálsí-
þróttum að óglejmidum frábæram
árangri í íþróttum hesta. Þrek og
þrautseigja einkenndi allt hans líf
í leik og starfi. Fátt gerðist af til-
viljun eða án markmiðs og þessu
var fylgt eftir af viljakrafti og ólg-
andi skapi sem hann virkjaði sér
til góðs árangurs.
Þorgeir var frækinn íþróttamað-
ur og m.a. glímukóngur íslands, en
þessi þáttur í lífí hans er meiri en
svo að hægt sé að rekja að gagni
í stuttum minningarorðum. Hann
var ávallt harður keppnismaður og
spurði yfirleitt einskis nema að
leikslokum. Hann kunni vel að meta
drengskap enda aðalsmerki hans
sjálfs, drengskapur svo af bar.
Er leiðir okkar skiljast nú er mér
það nærtækast að rifja nokkuð upp
um fyrstu samskipti okkar Þorgeirs
f Gufunesi er hann var ungur bóndi
í Varmadal og þá orðinn víðkunnur
íþróttamaður. Hann átti erindi að
Reylq'um, mun ég þá hafa verið
innan 10 ára aldursins, en þá var
Guðný þénandi stúlka á heimilinu
og varð seinna eiginkona hans.
Heimsóknir Þorgeirs að Reykjum
vora alls ekki öllum að skapi því
Guðný var íðilfögur og prúð stúlka
sem ýmsir aðrir litu hýra auga. Við
bömin á heimilinu fylgdumst vel
með þessum gestakomum svo sem
títt var um krakka á þessum áram.
Okkur leist vel á Þorgeir og átti
hann þar góða meðmælendur.
Bamslegt hugmyndaflug okkar
sett.i hann hpo-ar f Rtaft f snmanhnrft