Morgunblaðið - 13.01.1989, Side 15

Morgunblaðið - 13.01.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 13. JANÚAR 1989 við hina fomu kappa íslendinga- sagnanna enda höfðu unglingar þess tíma ekkert æðra að miða við. Þorgeir hlaut góða dóma og virtist okkur þessi maður sameina bestu kosti þeirra Gunnars á Hlíðarenda og Skarphéðins á Bergþórshvoli og lengra væri ekki hægt að ná í mann- legu atgervi. Næst lágu sporaslóðir okkar Þor- geirs saman er hann var orðinn bóndi á Sunnuhvoli í Reykjavík en ég var vikadrengur á Klömbmm, eða næsta bæ, í Norðurmýrinni við Rauðarárstíg. Mér varð enn star- sýnt á vinnubrögð og íþróttaæfíng- ar bóndans á Sunnuhvoli. Bústörf frá því eldsnemma að morgni, köst og hlaup í hádeginu meðan annað fólk hvíldist eftir matinn og að lokn- um vinnudegi annaðhvort íþróttir eða æfíngar fýrir kappreiðar. Þar kom ég að nokkru liði því mörgum hestum þurfti að hleypa og velja úr þá sefti senda skyldi á næstu kappreiðar. Flugu, hið fræga skeið- hross, æfði hann hins vegar alveg í einrúmi og fáir gátu fylgst með því. Um þetta leyti setti Fluga nýtt met í 250 m skeiði sem var ef ég man rétt 25,0 sek sléttar og stóð það um langt árabil. Þá var einnig Randver að hefja sinn feril sem skeiðhestur en hann mun hafa ver- ið í eigu Jóns bróður Þorgeirs. Þessi tími er mér eftirminnilegur og hefur án vafa setið í mér þar til seinna að ég gat farið að fíkta sjálfur við þjálfun kappreiðahesta. Það næsta sem við Þorgeir höfð- um saman að sælda var þegar Gunnar Bjamason kom suður með homfírskan kynbótahest, Nökkva, og gerðist ég meðeigandi að honum um tíma, en þetta mun hafa verið 1944. Frá þessum tíma var ég iðu- lega í sambandi við Þorgeir og fékk m.a. hjá honum fyrsta og besta gæðinginn minn, Kolskegg, sem seinna náði öðm sæti í skeiði á landsmóti 1958. Síðan var það Ven- us sem öll mín hróss em ræktuð útaf, en hún var dótturdóttir Drottningar gömlu í Gufunesi. Þetta sem hér er nefnt, er aðeins lítið brot úr sjóði minnínganna og hversu hoiium lá gott til mín með ráðum og dáð. Þessi maður var heillandi fyrir- mynd sér yngri manna, sívinnandi að áhugamálum okkar allra með hvatningum og leiðbeiningum. Þar vom gæðingamir Hörður gamli, Gnýfari, Blakkur og svona mætti lengi telja en einnig skeiðhestamir Fluga, Randver, Nasi, Þór o.fl. sem mig brestur minni til að telja upp á þessari stundu. Hestamennsku Þorgeirs em gerð allgóð skil í bók Gunnars Bjama- sonar „Ættbók og saga" og þar má lesa sér til um allmargt sem Þorgeir sýslaði við í hestamennsku sinni enda þótt það sé varla tæm- andi. Hins vegar er ljóst að menn eins og Þorgeir sem verða í munni fólks og samtíðarmanna nánast þjóðsagnapersónur, þeir hafa skap- að sér sess með framtaki, dugnaði og útsjónarsemi. Hann hafði oft ekki geð í sér til þess að elta ólar við meðalmennskuna og þegar hon- um þótti dauflega að málum staðið greip hann til sinna ráða svo sem frægt var er hann hélt einkakapp- reiðar sínar heima í Gufunesi og sýndi svo um munaði hvemig hægt var að standa að slíkum samkomun með reisn og myndarskap. Þar voru verðlaun hærri en áður þekktist og þá sýndi Þorgeir for- dæmi sem seinna var oft vitnað til. Þeir voru jafnaldrar og sennilega fermingarbræður Halldór Laxness og Þorgeir, en er þeir uxu úr grasi lágu leiðir þeirra lftið saman enda fóru þeir ólíkar leiðir. Þeir munu þó hafa hist í afmæli sameiginlegs vinar og áttu þar orðastað og var það eftir að Halldór fékk Nóbels- verðlaunin. Þorgeir taldi Halldór vera besta og frægasta íslending sem sögur fæm af en Halldór svar- aði í sömu mynt af sínu alkunna lítillæti að hann hefði þó hvergi komist með tæmar þar sem Þor- geir hafði hælana. Höfðu menn hina bestu skemmtan af samtali þeirra félaga og rifjuðu þeir þá margt upp frá fyrri tíð. í daglegri viðkynningu var Þor- geir hinn sívakandi áhuga- og at- orkumaður sem hafði brennandi áhuga fyrir umhverfi sínu, hvort heldur það var jörðin sem hann ræktaði, búféð ellegar nágrannar hans og vinir. Hlýr og umhyggju- samur var hann öllum þeim sem hann hafði samskipti við og ávallt umtalsgóður um alla. Slíkur maður kom sér alls staðar vel enda ljúfur og kátur og jafnan tilbúinn til þess að liðsinna. Hann átti góða ná- granna í áburðarverksmiðjunni og lá ekki á því hversu þeir reyndust honum vel er aldurinn færðist yfír og honum varð þyngra um hreyf- ingar. Hann hafði sterkan vilja og lét fátt eða ekkert tmfla sig frá hugðarefnum sínum. Hann var ekki alltaf með bros á vör og gat gert nokkrar athugasemdir ef honum mislíkaði en enginn erfði það vegna þess að í bijósti sló hlýtt og göfugt hjarta og sem slíkan munum við hann ætíð. Öllum aðstandendum sendum við vinir og nágrannar samúðarkveðj- ur. Minningin lifír. Jón M. Guðmundsson Þorgeir Jonsson fæddist 7. des- ember 1903 í Varmadal, Kjalar- nesi, sonur Salvarar Þorkelsdóttur frá Álfsnesi á Kjalamesi og Jóns Þorlákssonar bónda í Varmadal. Þorgeir andaðist á Sólvangi í Hafnarfírði 5. janúar 1989. Hann var 85 ára að aldri. Þorgeir Jónsson frá Varmadal var einn af hinum glæsilegustu og drengilegustu íþróttamönnum á fyrra helmingi þessarar aldar. Frægastur var Þorgeir fynr glímuna. Þeir Varmadalsbræður, Þorgeir, Ágúst, Jón og Björgvin, koma allir mikið við sögu íslensku glímunnar. Þorgeir var þegar ungur að árum orðinn kunnur kappglímumaður. Og hann, varð ekki síður kunnur fyrir glæsileika, mýkt og drengskap á glímuvelli. Hann var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og rammur að afli. Þorgeir var vamarmaður mik- ill og sneri tíðum s?kn andstæðings- ins upp í vöm og lagði viðglímend- ur sína leiftursnöggt á mótbragði. Hann var mjög fjölhæfur glímu- maður og kunnáttumaður glímu- bragða og -vama. Helstu uppáhaldsglímubrögð Þorgeirs vom sniðglíma á lofti tek- in upp úr mjaðmahnykk með vinstri mjöðm, hælkrókur tekinn með hægra fæti á vinstri fót og hné- hnykkur tekinn með vinstra fæti á þann hátt að viðfangsmaður var hafínn á loft um leið og hnéhnykk- urinn var lagður á. Mér er það minnisstætt að árið 1929, en þá var ég 18 ára og þátt- takandi í Íslandsglímunni en Þor- geir þáverandi glímukappi íslands og þátttakandi í glímunni, hvað mér þótti ánægjulegt að glíma við hann sökum drengskapar hans og glímuhæfni. Mér gleymist ekki glæsileiki Þorgeirs sem glímu- manns á glímuvelli. í þessari ís- landsglímu sigraði Sigurður Thor- arensen en Þorgeir varð annar í röðinni að vinningum. Þorgeir vann Skjaldarglímu Ár- manns 1925 og 1926 og tvisvar varð hann glímukappi íslands, árin 1927 og 1928. Seinna árið sem Þorgeir vann Íslandsglímuna vann hann einnig fegurðarglímuverðlaun sem veitt voru fyrir fagra og drengi- lega glímu. Þorgeir varð sá fyrsti sem samtímis varð glímukappi og glímusnillingur. Þorgeir fór undir stjóm Jóns Þorsteinssonar í glímuflokki Ár- manns til sýninga í Noregi 1925 og 1926 til Danmerkur. Ferðast var um Danmörku á vegum Niels Buch á Ollerup og var glíma sýnd á 30 stöðum. Þorgeir var um skeið glímukenn- ari hjá KR og þótti ágætur glímu- kennari. Þá stóð hann fyrir glímu- námskeiðum og kennslu í frjálsum íþróttum hjá íþróttafélagi sínu, Stefni á Kjalamesi og Umf. Dreng- ur í Kjós. Þorgeir Jónsson var frábærlega góður frjálsíþróttamaður og keppti í mörg ár í ftjálsum íþróttum með ágætum árangri. Hann setti þijú staðfest Islandsmet og varð fjórum sinnum íslandsmeistari í kringlu- kasti og kúluvarpi. Árið 1926-27 var Þorgeir Jóns- son á íþróttaskóla Niels Buch í 011- emp í Danmörku ásamt Sigurði Greipssyni. Þorgeir Jónsson gerðist bóndi í Gufunesi árið 1938 og bjó þar til æviloka. í Gufunesi hóf Þorgeir hrossarækt og hafði mikið yndi af hestamennsku og var viðurkenndur hestamaður. Hann hafði mikil af- skipti af málefnum hestamanna og gerðist brautryðjandi í hesta- mennsku og hestaíþróttum. Þorgeir efndi m.a. til kappreiða á eigin skeiðvelli í Gufunesi. Blessuð sé minning Þorgeirs Jónssonar glímukappa. Kjartan Bergmann Guðjónsson í dag kveðjum við Þo'rgeir Jóns- son bónda í Gufunesi. í Gufunesi bjó hann í hálfa öld og ári betur. Ég vil nú, að leiðarlokum, minn- ast þessa öðlings, sem ég þekkti að öllu góðu, en alltof stutt, nokkr- um fátæklegum orðum. Þorgeir var mikið náttúmbam. Hann ólst upp og starfaði úti í náttúmnni alla sína ævi og tók á henni með bemm höndum. Hann umgekkst hana af nærfæmi, bæði gróður _og dýr. Sá þráður slitnaði aldrei. í því sambandi kemur upp í hugann það þéttbýlisfólk, sem snúið hafði baki við náttúranni lengi, en sýnir nú afturhvarf og vill kjmnast henni á ný, einkum í gegnum gróður og útivem, og er það vel. Þrátt fyrir samfelld störf að bú- skap, gaf Þorgeir sér tíma til að ganga í íþróttaskóla í Ollerup í Danmörku, enda mikill atgjörvis- og dugnaðarmaður. Hann kenndi víða íþróttir eftir heimkomuna, auk þess að vera sjálfur virkur kepp- andi, þegar tími gafst, mest í fijáls- um íþróttum og glímu. íslandsmet átti hann um tíma í kúlu- og kringhikasti. Þá varð hann glímukóngur íslands og Grettis- beltishafí. Atti þá kappi við sér mikið stærri og þyngri menn. Sann- aðist þar hið fomkveðna að margur er knár þó hann sé smár. Þorgeir hafði mikið yndi af hest- um, enda afbragðs hestamaður og hrossaræktandi. Hann átti fjölda góðra hesta, bæði kappreiðahesta og gæðinga, sem raunar fór oftast saman hjá honum. Einn kunnasti hestur hans í seinni tíð hygg ég vera Óðinn, er sló íslandsmet Glettu, Sigurðar Ólafssonar, í 250 metra skeiði. Umgengni Þorgeirs við hesta var alveg sérstök. Þar beitti hann sinni sálfræði og ákveðnu framkomu. Hrossin urðu honum svo fljótt auð- sveip og unnu með honum, hvort heldur hann var að temja ungviði eða taka þau til kostanna. Hann fór afar vel á hesti og var við bmgðið hvað hann sat vel berbakt, sem hann gerði oft. Þegar hestamennskan var í hvað mestri lægð hér, í upphafí vélaaldar okkar, skömmu eftir stríð, var Þor- geir einn þeirra sem hélt uppi merk- inu. Hann kunni vel að meta eðlis- kosti hestanna sem reiðhesta og naut samvista við þá. í ræktunar- starfi sínu stefndi hann einmitt á kostarík alhliða hross, sem fóm vel með knapann og gátu eitthvað. Sumir sögðu að hægt væri að fara hringveginn á einu Gufuneshrossi, svo þrekmikil þóttu þau og vel alin. Þorgeir var mikill keppnismaður og þar réð íþróttaandinn ríkjum, hvort sem sigur vannst eða ekki. Það varð fleygt hér um árið, er Óðinn tapaði fyrir Fannari í 25Ö metra skeiði. Málið var borið undir Þorgeir. „Mikið skeiðaði Fannar vel,“ svaraði hann. Það var tekið til þess á fjórðungs- mótinu hér í Reykjavík 1985, þegar nokkrir rosknir hestamenn sýndu sig og hross sfn á kvöldvökunni. Þeir fóm á tignarlegu tölti aðra leiðina á vellinunven sýndu tilþrifa- skeið til baka. Þar þóttu Þorgeir (þá 82ja ára) og Þór bera af og vildu margir sem sáu eiga þá sýn- ingu á myndbandi. Þar þurfti ekki fótaslátt né taumaskak, svo næmt var sambandið við hestinn. Sá sem þessa sundurlausu punkta ritar, hefur starfað á næsta leiti við Þorgeir í 40 ár, þ.e. á fjar- skiptastöðinni í Gufunesi. Kjmni okkar hófust þó ekki fyrr en fyrir 20-25 ámm, einkum vegna hest- anna. Þorgeir kom þá oft upp á Stöð og blandaði geði við starfs- menn. Ég veit að þeir þakka þau kynni og senda aðstandendum sam- úðarkveðjur. Nú þegar Þorgeir heldur á æðri svið, vil ég og fjölskylda mín þakka honum fyrir raungóð en alltof stutt kynni. Fýrir allan þann hlýhug og góðvild, sem við urðum aðnjótandi. Ástvinum og aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar og giftu. Matthildur og Hákon Bjama- son, Hörður, Bjarni og Siggi. Það era ekki margir sem ná því að verða þjóðsagnapersónur í Tif- anda lífi. „Geiri í Gufunesi" varð það fyrir áratugum. Hann var íþróttamaður af guðs náð. Hann hefur verið í fremstu röð hestamanna, keppnismanna og hrossaræktenda í áratugi. Hann var harðgerður og kapps- fullur áhlaupamaður, en jafnframt viðkvæmur og næmur drengskap- armaður. Enginn var hann ræðumaður, en kom þó þannig fyrir sig orði, að mörg tilsvör hans hafa orðið lands- fleyg. Ekki var hann sundurgerðarmað- ur í klæðaburði, en heimsmaður í allri framkomu og háttvísi. Að umgangast og tala við konur var hans sérgrein og kannski ekki á færi karla að lýsa þeirri list hans. Mér er þó til efs að nokkur stjama hvíta tjaldsins hafí staðið honum framar sem „kavaler". Hann var ekki langskólagenginn, en að kynnast þekkingu hans á hrossum, viðhorfum og þjálfunarað- ferðum í hestamennsku var mikill skóli. Hann miðlaði ekki þekkingu SJÁANDINN SUZANNE GERLEIT Á ÍSLANDI Ameríski sjáandinn Suzanne Gerleit mun halda námskeið hér á íslandi í lok janúar og byrjun febrúar sem hér segir: 1. Kristsvitundin vakin - laugardaginn 28. janúar kl. 10-17. Haldið i'Xemplarahöllinni v/Eiríksgötu. 2. Lækningamáttur þinn - sunnudaginn 29. janúar kl. 10-17. Haldið íTemplarahöllinni v/Eiríksgötu. 3. Samskipti: Lækningar og jafnvægi - laugardaginn 4. febrúar kl. 10-17. Haldið í Ráðstefnusal Hótel Loftleiða. 4. Velmegun: Listin að hafa nægtir - fyrirlestur föstudagskvöldið 3. febrúar kl. 21 -23. Haldið íTemplarahöllinnni v/Eiríksgötu. Allar upplýsingar gefur Kristfn í síma 675443 á kvöldin og um helgar. ATHUGIÐ að takmarkaður fjöldi er á námskeiðin. 15 með fyrirlestmm, en þeir sem vom vakandi og fylgdust með gátu mik- ið af honum lært. Mörg atvik koma fram í hugann eftir margra ára samskipti tveggja næstu nágranna. Samnefnari allra þeirra atvika og atburða er þessi: Ég er stoltur af því að hafa feng- ið að kynnast Þorgeiri í Gufunesi. íslenskum hestamönnum er það ómetanlegt að hafa átt innan sinna vébanda mann sem Þorgeir i Gufu- nesi. Síðasti spretturinn er nú á enda. Um leið og ég, kona mín og böm, vottum aðstandendum hans samúð okkar, viljum við, í anda keppnis- mannsins mikla, Þorgeirs í Gufu- nesi, óska þeim til með hamingju með „gullið" í sprettinum stóra, lífshlaupinu sjálfu. Ragnar Tómasson Elskulegur frændi minn Þorgeir Jónsson í Gufunesi er látinn. Þor- geir var ættaður frá Varmadal á Kjalamesi. Mig langar til að heiðra minningu hans með ritun þessarar minningar- greinar, vegna þess hve góður hann var mér ávallt. Það fyrsta sem ég man var að hann sagði oft þegar hann kom í Varmadal, „komdu nú með mér niður í Gufunes og vertu nótt“ og stundum varð það úr, mér litlum dreng til mikillar ánægju. Ævintýrin gerðust hvert af öðm, fara í litlum mótorbát með einn hest í taumi og svo syntu 20 aðrir frjálsir frá Gufunesi út í Viðey til beitar. í önnur skipti var farið með stóðið uppí Seljadal og var það Sjá bls.32 Blaðberar óskast Símar 35408 og 83033 GAMLIBÆRINN Hverfisgata 4-62 Skólavörðustígur VESTURBÆR Frostaskjól AUSTURBÆR Stigahlíð 49-97 fttorjgttttMtiMb

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.