Morgunblaðið - 13.01.1989, Side 20

Morgunblaðið - 13.01.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JAÍNÚAR 1989 Boeing 737-300 og -400 þotur kyrrsettar: Brezku þoturnar reyndust í lagi London. Reuter. BREZK og írsk flugfélög luku í gær skoðun á eldvarnakerfi Boeing 737-þotna sinna, sem brezka flugmálastjórnin (CAA) kyrrsetti í fyrra- dag. Stóðust flugvélamar allar skoðun og reyndist ekkert athugavert við öryggiskerfi þeirra. Kyrrsetningin var ákveðin i framhaldi af brot- lendingu Boeing 737-400 þotu British Midlands-flugfélagsins í Eng- landi sl. sunnudagskvöld. Bandariska flugmálastjómin (FAA) kyrrsetti allar þotur af gerðunum Boeing 737-300 og -400 af sömu ástæðu, eða 300 flugvélar, unz þær hefðu venc Orsakir brotlendingar British Mid- land-þotunnar hafa verið taldar þær, að flugmenn hennar hafi slökkt á röngum hreyfli er tæki þeirra gáfu til kynna að eldur væri laus í öðrum þeirra. Sérfræðingar í flugmálum telja að hugsanlega megi leita skýr- ingarinnar í rangri tengingu mæli- tækja, sem hafi sýnt eld í röngum hreyfli. Því var ákveðið að láta skoða samskonar flugvélar og kanna hvort vírar hefðu víxlast í eldvamarkerfum þeirra, hitaskynjurum í hreyflum og öðrum mælitækjum er gefa óeðlileg- an titring í hreyflum til kynna. Talsmenn British Airways, British Midland, Aer Lángus og annarra flugfélaga er reka Boeing 737-300 og 737-400 þotur, sögðu í gær að skoðun væri lokið og að flugvélamar hefðu allar staðizt hana. Graham Warwick, fréttastjóri brezka flugtímaritsins Flight, sagði í gær, að í ljósi niðurstöðu skoðunar á þotunum kyrrsettu mætti segja að allur kraftur væri farinn úr kenning- unni um að vírar hefðu víxlazt í tækjabúnaði British Midland-þotunn- ar. Ef um víxltengingu hefði verið að ræða hefðu mistök af því tagi að öllu jöfnu átt að koma fram í fleiri þotum. Nefiidi hann sem dæmi atvik þar sem röng tenging uppgötvaðist í slökkvikerfí Boeing 747-breiðþotu skoðaðar. japanska flugfélagsins Japan Air árið 1977. Við skoðun á öðmm Bo- eing-breiðþotum félagsins kom í ljós, að sömu mistök höfðu verið gerð í 14 þeirra af 16. Warwick sagði að eftir að flug- mennimir hefðu slökkt á röngum hreyfli, sem þeir töldu eld vera í, hefðu aðvömnarljós átt að sýna áfram að eldur væri laus, þ.e.a.s. í hinum hreyflinum. Eldvamakerfið hefði áfram átt að sýna eld þó vírar hefðu víxlazt í tækjabúnaði þotunn- ar. Skýrsla tekin af flugstjóranum Skýrsla var tekin af Kevin Hunt, flugstjóra British Midland-þotunnar, í fyrradag, en hann slasaðist mikið í brotlendingunni og liggur enn á sjúkrahúsi. I gærkvöldi hafði ekki verið látið uppi hvemig honum sagð- ist frá. Hunt ræddi í þrjá stundarfjórð- unga við fulltrúa brezku flugslysa- nefndarinnar og var fulltrúi félags brezkra atvinnuflugmanna viðstadd- ur. Talsmaður sjúkrahússins í Leic- ester sagði að Hunt flugstjóra hefði verið áfram um að skýra sina hlið mála. Eftir fundinn hefði litið út sem þungu fargi hefði verið af honum létt. • O Loftárásir fsraela: Ráðist á bækistöðvar manna Abus Nidals K£ar Fila. Sídon. Beirút. Reuter. ÍSRAELAR gerðu í gær loftárás á bækistöðvar hinna róttæku samtaka Palestínumanna, Bylt- ingarráðs Fatah (FRC), sem lýtur stjóm hins illræmda hryðju- verkamanns Abus Nidals. Ekki var greint frá mannfalli í ár- ásinni. í suðurhluta landsins bár- ust firegnir af hörðum bardögum milli Amal-liða og Hizbollah. Tvær ísraelskar herþotur gerðu árásir á bækistöðvar Byltingarráðs Fatah í Majdalyoun austan við hafnarborgina Sídon. Að sögn lög- reglu slösuðust þrir menn í árásinni og töluvert tjón varð á mannvirkj- um. Talsmaður ísraelshers í Tel Aviv staðfesti í gær að ísraelskar her- þotur hefðu gert árás á „bækistöðv- ar hryíjuverkamanna sem tilheyra samtökum Abus Nidals." Hann sagði að í bækistöðvunum hefðu hryðjuverkamenn skipulagt og hrundið af stað árásum á ísrael. FRC, sem talið er að njóti stuðn- ings Líbýustjómar og íransstjómar, hefur andmælt viðurkenningu Yassers Arafats, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), á tilverurétti ísraels. í síðasta mánuði felldu ísraelskir hermenn þijá félaga í FRC þegar þeir reyndu að komast inn í Israel frá landamærum Suður-Líbanon. Nókkmm kílómetmm sunnar, í smábænum Jubah, héldu bardagar áfram 13. daginn í röð milli Amal- liða, sem em hliðhollir Sýrlending- um, og Hizbollah-skæmliða, sem njóta stuðnings írana. Fylkingamar berjast um völdin yfír 1,5 milljón shítamúslimum í Líbanon. Tilraunir sýrlenskra og íranskra stjómvalda til að binda endi á bardagana hafa reynst árangurslausar. Reuter Harðir bardagar geisuðu í gær milli striðandi fyikinga shítamúslima í bænum Jubah í Suður-Lfbanon. Á myndinni sjást Amal-liðar beina vélbyssuskothríð að (jandmönnum sínum i Hizbollah samtökunum (Flokk Guðs). Vinsældir Reagans í forsetaembætti Hér sést hversu mörg prósent aöspuröra í skoöanakönnunum kváöust áneagö meö frammistööu Ronalds Reagans i embætti Bandarikjatorsota áárunum 1981-88. ,2' 100%- D, K ít/Á ^ t 'M o%- Reyntaö myröa ;lann Landgönguliö- ar falla I lluárás Skuröaögerö vegna krabbameins Skýrsla Irarvkontra- Reagan forsetl 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 v.r ekkl kn* .IkwSamkM I »t)ónim4lunum «Wr flokkifrfclQ mpúblkin*. Fylgl hans hrfur v»rifl »vo tfl ófcreylt ottfc (mfl. 1988 HEIMILD: Skoöanakannanir Washington Post-ABC Kveðjuræða Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta: Endurreisn efhahagslífsins og aukin sjáifsvirðing þjóðarínnar Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti flutti í fyrrakvöld kveðjuávarp sitt til þjóðarinnar eftir átta ára setu á forsetastóli. Kvaðst hann hafa stuðlað að efiiahagslegri endurreisn, lagt sitt af mörkum til nánari sam- vinnu Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna og átt þátt í, að þjóðin fann sjálfa sig á ný, í auknu sjálf- strausti hennar og virðingu fyrir þeim verðmætum, sem hún hefur ávaUt haft að leiðarljósi. „í mínum augum er það einkum tvennt, sem ég er hreykinn af. Endurreisn efnahagslífsins, sem fært hefur okkur 19 milljónir nýrra starfa, og aukinni sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Bandaríkin eru enn á ný í fararbroddi og við forystu þeirra eru vonir bundnar. Menn hafa nefnt þetta Reagan-bylting- una og ég er sáttur við þá nafngift en í mínum huga hefur þó fremur verið um að ræða „hina miklu end- urfundi". Við höfum fundið okkur sjálf og þau siðferðilegu verðmæti, sem eru styrkur þessarar þjóðar," sagði Reagan í kveðjuræðunni en 20.*janú8r nk. lætur hann af emb- ætti og George Bush tekur við. Reagan notaði ekki tilefnið til að gefa væntanlegum Iandsfeðrum og þjóðinni allri góð ráð eins og var með George Washington á sínum tíma þegar hann varaði við afleið- ingum þess að tengjast hverfulum bandalögum Evrópuríkjanna og Dwight Eisenhower, sem tók þjóð- inni vara við þeim hættum, sem fylgt gætu of miklum áhrifum her- gagnaiðnaðarins. Reagan lét sér nægja að ræða um árin sín í emb- ætti. „Heilbrigð skynsemi sagði okkur, að með því að leggja á háa skatta værum við um leið að draga úr framleiðslu. Þess vegna voru skatt- amir lækkaðir og framleiðslan jókst sem aldrei fyrr... Þetta hagvaxt- artímabil er það lengsta í sögunni. Útflutningur hefur aukist og fram- leiðni og samkeppnisgeta iðnaðar- ins batnað mikið. Heilbrigð skyn- semi sagði okkur einnig, að til að tryggja friðinn yrðum við að segja skilið við ráðleysið og efla okkar eigin styrk. Þess vegna treystum við vamimar og nú um þessi ára- mót skáluðum við fyrir nýjum frið- arvilja um allan heim,“ sagði Reag- an og fór síðan hlýlegum orðum um Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. „Slökunarstefna áttunda áratug- arins var meira í orði en á borði. Sovétmenn lofuðu öllu fögm en gúlagið var eftir sem áður gúlag og útþenslustefnan breyttist ekki. Nú er hins vegar farið að kveða við annan tón. Gorbatsjov hefur komið á ýmsum umbótum innan- lands og brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan er haflnn. Við megum samt ekki sofna á verð- inum en samtímis því verðum við að halda áfram að bæta samskiptin og draga úr gagnkvæmri tor- tryggni. Gorbatsjov er ólíkur fyrir- rennurum sínum á valdastóli í Sov- étríkjunum. Ég tel, að hann geri sér grein fyrir helstu ágöllum kerf- isins og vilji bæta úr þeim. Við skulum óska honum velfamaðar." Reagan sagði, að 5 embættistíð sinni hefði fjárlagahallinn valdið honum mestu vonbrigðum en hann Reuter Að loknu kveðjuávarpi Reagans efndi hann til fréttamannafundar í ákrifstofu sinni í Hvfta húsinu. Var þetta í 84. sinn, sem hann tal- ar* beint til þjóðarinnar. komst hæst i allt að 200 milljarða dollara en hefur lækkað síðan. Kvað hann mikinn hluta tíma síns að undanfömu hafa farið í glímuna við þennan vanda og sagðist mundu hlífa áheyrendum við umflöllun um hann við þetta tækifæri. Sagði Re- agan, að mikið starf biði George Bush og ríkisstjómar hans og kvaðst vona, að hann nyti í því sama stuðnings þjóðarinnar og hann sjálfur hefði notið. „Og hvemig vegnar nú borginni (Bandaríkin hafa í skáldskap verið kölluð „borgin bjarta á hæðunum") á þessari vetramóttu? Hún býr nú við meiri velmegun, meira öryggi og meiri hamingju en fyrir átta árum. Og ekki aðeins það: Eftir 200 ár stendur hún enn styrk og stað- föst á grunni.sínum; hún er enn það ljós, sem vísar öllum frelsisunn- andi mönnum veginn. Þegar ég held aftur út á borgar- strætin vil ég segja þetta: Vinir mfnir, við höfum unnið gott verk. Við höfum ekki aðeins verið til á þessum tíma, við höfum einnig brot- ið í blað. Við höfum eflt borgina, gert hana frjálsari og skiljum hana eftir í góðum höndum. Þegar allt kemur til alls, ekki sem verst. Hreint ekki sem verst. Ég kveð ykkur, guð blessi ykkur og Bandaríki Norður-Ameríku." Stjórnarkreppan í Færeyjum: Hægriöfl og vinstrí- sinnar í eina sæng? Miklar líkur á samsteypustjórn undir forystu Fólkaflokksins Kaupmannahttfii. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins og Ritzau. FJÓRIR stjómmálaflokkar í Færeyjum, Fólkaflokkurinn, Þjóðveldis- flokkurinn, Sj álfstýriflokkurinn og Rristilegi fólkaflokkurinn hófu á miðvikudag viðræður um samsteypustjóm. I gær náðu þeir samkomu- lagi um grundvallaratriði stjómarsáttmála en eftir var að leysa minni háttar ágreiningsmál. Er Morgunblaðið ræddi við fiæreyska sjónvarpið kom firam að liklega yrði fundað í gærkvöldi um þau og einnig i dag ef þörf krefði en allt benti til að saman gengi með flokkunum. Það vekur athygli að öflin lengst til vinstri og hægri, þ.e. annars veg- ar Þjóðveldisflokkurinn og hins vegar Fólkaflokkurinn, standa að viðræð- unum en tveir hefðbundnir stjómar- flokkar, Sambandsflokkurinn og jafnaðarmenn, sem núverandi lög- maður, Atli Dam, stjómar, em utan við þær. Nokkur ókyrrð mun vera í Þjóðveldisflokknum og hafa einhveij- ir sagt sig úr flokknum vegna áform- anna um samvinnu við hægri öflin. Tvö mál á enn eftir að leysa. Ná þarf samstöðu um lagafrumvarp er kveði á um jafnrétti kynjanna en engin slík lög em í Færeyjum og leysa verður deilu um samning sem gerður var við suður-afrísk stjóm- völd um fiskveiðar við Namibíu. Þetta mál hefur valdið Færeyingum vandræðum þar sem grænlensk stjómvöld hafa refsað þeim fyrir samninginn með því að neita Færey- ingum um flskveiðiréttindi. Sjálfstýriflokkurinn hefur stjóm- armjmdunammboðið en talið er mögulegt að flokkurinn láti Fólka- flokknum eftir embættið í von um að koma helstu málum slnum í gegn. Er því sennilegt að Jógvan Sundstein verði næsti lögmaður Færeyja en ekki er búið að semja um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.