Morgunblaðið - 13.01.1989, Page 21

Morgunblaðið - 13.01.1989, Page 21
iMQRGUNgLAJÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 21 Bandaríkjamenn hætta við heræf- ingar við Líbýu Líbýumenn segja að vestur-þýsk fyr- irtæki hafí aðstoðað við að reisa efíia verksmiðjuna 1 Rabta Washington, Nikosíu, New York, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Bandarikjamenn ákváðu á miðvikudag að hœtta við á»t.lanir um heræfingar á Miðjarðarhafi fyrir norðan Líbýu, þar sem banda- riskar orrustuþotur skutu niður tvær libýskar herþotur fyrir viku. Sendiherra Libýu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að vestur-þýsk fyrirtæki hefðu aðstoðað Líbýumenn við að reisa efiiaverksmiðjuna í Rabta, sem Bandaríkjamenn segja að eigi að framleiða efiiavopn. Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins, Bill O’Connel, sagði að hætt hefði verið við heræf- ingar, sem Bandaríkjamenn fyrir- huguðu í nágrenni Líbýu í næstu viku. Hann sagði að líklega yrðu þær haldnar annarsstaðar á Mið- jarðarhafinu. Hann vildi ekki svara því hvort ákvörðunin hefði verið tekin vegna kvartanna Líbýu- manna. Sendiherra Líbýu hjá Sameinuðu þjóðunum, Ali Trakei sagði á mið- vikudag að heræfíngar Bandarfkja- manna undan ströndum Líbýu „gætu orðið stórhættulegar." Hann kvaðst ánægður með þá ákvörðun Bandaríkjamanna að hætta við þær. Vestur-þýskir embættismenn hafa sagt að fram hefðu komið sannanir fyrir því að vestur-þýsk fyrirtæki hefðu aðstoðað Líbýu- menn við að reisa efnaverksmiðjuna og talsmaður stjómarinnar, Fried- helm Ost, vildi hvorki játa því né neita f gær. Vestur-þýsk stjómvöld höfðu í rúma viku vísað á bug ásök- unum Bandaríkjamanna um að vestur-þýsk fyrirtæki hefðu veitt þessa aðstoð. Nú hafa þau hins vegar tilkynnt að eftirlit með út- flutningi verði hert og fyrirskipað nokkrum vestur-þýskum fyrirtækj- um að hætta við útflutning til Líbýu. „Vestur-Þjóðveijar veittu okkur aðstoð, ekki aðeins við verksmiðj- una í Rabta heldur einnig aðrar verksmiðjur," sagði Ali Treiki sendiherra í viðtali við CBS-sjón- varpið. Hann ítrekaði hins vegar að í efnaverksmiðjunni ætti aðeins að framleiða lyf. Hryðjuverkahópar Baska: Frakkar handsama aðalleiðtoga ETA Bayonne, Frakklandi. Reuter. JOSE Antonio Urruticoechea Bengoechea, leiðtogi baskneska hryðjuverkahópsins ETA, var handtekinn í gær er hann var á ferð á vélhjóli sinu skammt £rá Bayonne f Suður-Frakklandi á miðviku- dagskvöld. Honum tókst að skjóta einu skoti er menn úr sérsveit lögreglunnar réðust til atlögu og á honum fannst handsprengja. Yfirvöld á Spáni hafa fagnað handtökunni og munu fára fram á að Urruticoechea verði framseldur. Um sama leyti vom fjórir af liðsmönnum ETA handteknir í íbúð sem Urruticoechea hafði ver- ið í og um morguninn voru aðrir fímm handteknir í borginni Poiti- ers og fundust vopn í íbúð fólks- ins. Að sögn lögreglu hafa yfir- völd í Frakklandi og á Spáni nú mikinn viðbúnað vegna ótta um að ETA láti til sín taka til að sýna að samtökin hafí ekki verið lömuð. Síðastliðna tvo áratugi hafa ETA-liðar drepið um 600 manns í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands á Norður-Spáni. Á sunnudag lýsti ETA yfír einhliða, 15 daga vopnahléi til að knýja á um að spænsk stjómvöld hefji við- ræður við hryðjuverkasamtökin. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Otvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SÖMPÖáQtDgKLOir Vesturgötu 1 6, sími 13280 ///*///- | pjjil E ilomberc J vaskar í stáli og hvítu. 15 gerðir. Hagstætt verð. Góðgreiðslukjör. Einar Farestveit & Co .hff. BORQARTÚNI28, SÍM118995. Lelö 4 stoppar vlA dymar Aðeins samdrátturá íslandi Þessi tafla birtist í breska tímaritinu Economist fyrir nokkrum dögum og sýnir annars vegar hagvöxtinn í aðildarrikjum OECD, Efiiahags- og franifarastofnunarinnar, á liðnu ári og hins vegar áætlaðan hag- vöxt á þvi, sem nú er nýbytjað. ísland er yst til vinstri á töflunni og eins og sjá má er það eina ríkið þar sem samdrætti er spáð. Skoðanakönnun í Noregi: Rúmur þriðjungur vill aðild að EB Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SÍFELLT fleiri Norðmenn vilja nú að landið sæki um aðild að Evrópubandalaginu. í nýrri skoð- anakönnun segjast 35% vera þvi fylgjandi, 30% andvígir en aðrir eru óákveðnir. í september voru aðeins 24% fylgjandi aðild en 43% á móti. Talið er að aukin umræða um aðild að EB hafi valdið þvi að fleiri segjast nú styðja aðild. Árið 1972 var haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið og greiddu þá 53,5% atkvæði gegn aðild að bandalaginu. Síðan hefur lengst af verið hljótt um málið. Síðastliðið haust hóf Hægriflokkurinn, sem var fylgjandi aðild 1972, aftur umræðu um aðild og hefur einn norskra stjómmálaflokka tekið skýra af- stöðu; flokkurinn vill enn sem fyrr að Noregur gangi í EB. Með þessu hefur flokkurinn þvingað aðra flokka til að gera upp hug sinn fyrir þing- kosningar sem verða næsta haust en flestir þeirra hefðu vafalaust vilj- að bíða með slíkt - átökin 1972 ollu miklum innbyrðis deilum í mörgum þeirra og hefur varla fennt yfir þær enn. Norska Gallup-stofnunin hefur kannað hug landsmanna til aðildar síðan 1986 en fram til þessa hefur hlutfall EB-fylgjenda aldrei verið hærra en 25%. Breytingin núna verð- ur því til þess að málið verður mjög ofarlega á baugi í kosningabarát- tunni. Hæst er hlutfall stuðningsmanna EB í borgaralegu flokkunum. 58% af kjósendum Hægriflokksins styðja aðildina og 55% kjósenda Framfara- flokksins. Meðal kjósenda stjómar- flokks jafnaðarmanna er enn sem fyrr meirihluti gegn aðild. 31% era á móti, 29% með aðild en 41% era enn óákveðnir. EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Vrtfe\?>s'a °íare^aÖ —' Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RlKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.