Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
31
Hjördís Péturs-
dóttir - Minning
Fædd 11. ágúst 1926
Dáin 2. janúar 1989
Kveðja frá Inner Wheel
klúbbi Kópavogs
í dag kveðjum við Hjördísi Pét-
ursdóttur, sem lést 2. janúar sl.
Hún hefði tekið við forsæti í
klúbbnum okkar nú í vetur, hefði
henni enst líf og heilsa til. Hjördís
vann ötullega að stofnun klúbbsins
og var alltaf gott að leita til hennar
um aðstoð. Hún var hress og
lífsglöð kona og hafði hlýlegt við-
mót. Hún hafði ákveðnar skoðanir
á hlutunum og fór ekki dult með
þær, þegar það átti við.
Það var okkur ljúft að starfa
með henni og því er sárt að kveðja.
Við þökkum Hjördísi innilega sam-
verustundimar og samstarfið og
sendum Páli og dætrum þeirra hug-
heilar samúðarkveðjur.
Alda Sveinsdóttir
Mig setti hljóða er ég heyrði
dánartilkynningu Hjördísar vinkonu
minnar í útvarpinu. Ég rauk í
símann og hringdi til Sigrúnar vin-
konu okkar og saman hlustuðum
við á tilkynninguna flutta í annað
sinn.
Ég segi Hjördís vinkona mín, því
þótt við hittumst sjaldan í seinni tíð
og stundum ekki heilu árin, þá vor-
um við miklar vinkonur og vissum
alltaf hvor af annarri.
Við kynntumst í gagnfræðaskóla
og vorum daglega saman í mörg
ár. Ég átti góða vinkonu fyrir, Sig-
rúnu Þorsteinsdóttur, og kynntust
þær í gegnum mig og urðu miklir
mátar.
Eftir að við lukum skóla og fómm
að vinna úti, var stutt á milli okk-
ar. Hjördís hjá Skipaútgerð ríkisins,
Sigrún í Verðanda og ég f Ing-
ólfsapóteki.
Þetta vom yndisleg ár með mik-
illi gleði og hamingju. Við vomm
stríðsáraunglingar en komumst vel
frá því öllu saman. Eftir stríð þegar
aftur opnaðist til Norðurlanda fóm
þær Sigrún og Hjördís til Kaup-
mannahafnar og lærðu snyrtingu.
Ég brá mér svo á eftir þeim og fór
á húsmæðraskóla. Þama vomm við
þrjár samtíða og var það góður tími.
Þegar þær Sigrún og Hjördís komu
heim, stofnuðu þær snyrtistofuna
„írisi" og var hún ein af þeim fyrstu
í Reykjavík.
Nú tók alvaran við. Við giftumst
og fómm við Hjördís af landi brott
um árabil. Þegar við komum aftur
heim sáumst við af og tii, oftast
er hún og maður hennar, Páll Hann-
esson, fóm um Norðurland og heim-
sóttu mig að Fosshóli.
Ég minnist góðra stunda sem
unglingur þegar hún átti heima á
Ásvallagötunni. Þar var manni vel
tekið. Björt er minningin um heimil-
isfólkið: Þórönnu, Pétur, Pálma og
Önnu systur hennar sem öll em
horfin yfir landamærin miklu.
Þama var góður andi og man
ég enn bökunarlyktina úr eldhúsi
Þórönnu en hún var mikil húsmóðir
og skar ekki við nögl sér að gera
okkur gott.
Við vomm glaðar á þessum ámm
og finnst mér að við höfum alltaf
verið í góðu skapi og hlæjandi.
Hlýjar em minningamar og gott
að verma sér við þær nú, er árin
færast yfír. Við Bjami sendum
Páli, Þórönnu, Hólmfríði og þeirra
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu vinkonu
minnar.
Bíbi
í dag, föstudaginn 13. janúar,
kveðjum við Hjördísi Pétursdóttur,
Grænutungu 3, Kópavogi, er lést í
Landspítalanum þann 2. janúar
síðastliðinn.
Hjördís fæddist á Akureyri þann
11. ágúst 1926, en ólst upp í
Reykjavík frá 10 ára aldri. Hjördís
var yngst fjögurra systkina og
kveður hún þennan heim síðust
þeirra.
Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Páll Hannesson verkfræðingur í
Kópavogi.
Sem tengdasonur Hjördísar, varð
ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast henni vel, og hef því
ótalmargra ánægjulegra samvem-
stunda að minnast.
Þau vom döpur á svip elstu
bamabömin og fullorðna fólkið,
þegar sest var til borðs á aðfanga-
dagskvöld, en þá vomm við vön að
borða öll saman, hjá ömmu og afa
í Grænutungu. Sæti húsmóðurinnar
var autt. Stórt skarð var höggvið
í íjolskylduna, skarð sem ekki verð-
ur fyllt aftur.
Og þó að eftirvæntingin hjá böm-
unum væri mikil út af jólagjöfunum,
var hugurinn hjá ömmu upp á
Minninff:
Helga S. Zoega
Fædd 19. september 1917
Dáin 6. janúar 1989
Hvað bindur vom hug við himins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þð allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
(Einar Ben)
Fréttin um andlát tengdamömmu
kom eins og reiðarslag.
Þó við vitum að lífíð og dauðinn
ferðist saman og þetta sé leiðin
okkar allra þá er það alltaf jafn
sárt að sjá á burt kærum ástvini.
Það er erfítt að kveðja ástkæra
tengdamóður og vinkonu, sem alltaf
var hægt að ræað við og alltaf átti
hún góð ráð og hlý orð. Aldrei
æðraðist hún yfir þeim erfíðleikum
sem hún þurfti sjálf að ganga í
gegnum á lífsleiðinni
Hún stóð alltaf eins og klettur
við hliðina á tengdapabba í hans
veikindum, hún hafði óbilandi kjark
og ótakmarkað starfsþrek, uppgjöf
var ekki til í hennar „orðabók". Það
Q<mir pitt Hmmi hpcrnr Vinn r£flQt iit
í það fyrir tveimur og hálfu ári að
festa kaup á íbúðinni í Álakvísl.
Það þótti mörgum í stórt ráðist.
En hún lét ekki deigan síga, og það
var stór og mikil gleðistund í desem-
ber sl. þegar þau hjónin fengu af-
salið af íbúðinni í hendumar. Nú
höfðu þau eignast þessa litlu
Paradís, yndislega íbúð sem hentaði
svo vel þeirra aðstæðum og lítinn
fallegan garð sem Helga lagði alla
sína alúð í og naut að vera þar öll-
um stundum, þegar færi gafst.
Helga var vel Iiðin og hvers
manns hugljúfí sem henni kynntust
hvort sem var í vinahóp eða á vinnu-
stað. Ég vil þakka þessari yndislegu
konu fyrir öll árin sem ég þekkti
hana, allar samverustundimar og
öllu því sem hún miðlaði mér af
sínum viskubrunni.
Við fjölskylda hennar kveðjum
hana með sárum söknuði, en mest-
ur er söknuður elsku tengdapabba
sem sér á bak svo ástríkum og
trygKum lífsförunaut og var öll
hans stoð og styrkur síðastliðin ár.
En við eigum í hugum okkar
minnmmi nw rrAAo r\rr Aofrflro lrown
Landspítala. Innst inni óskuðum við
þess öll, að henni myndi takast að
sigra í þeirri hörðu baráttu sem hún
átti í. Og þegar eldri dóttursonur
hennar var spurður hvers hann
hlakkaði mest til jólanna, var svar-
ið: Að amma kæmi heim af spítalan-
um fyrir jól.
Amma í Grænó, eins og bama-
bömin kölluðu hana, var í miklu
uppáhaldi hjá þeim. Þau sóttu mik-
ið í að fara til hennar í heimsóknir
í Grænutunguna, og ósjaldan fóm
þau með þeim norður í Vatnsdal
þar sem fjölskyldan hafði nýlokið
við að byggja sér sumarbústað. Þar
undi Hjördís sér vel, við gönguferð-
ir, útivem og gróðursetningu tijá-
plantna. Bamabömin sakna ömmu
sinnar mikið, en minningamar em
óteljandi og dýrmætar.
Ég vil þakka tengdamóður minni
allar þær ánægjulegu stundir sem
við fjölskyldan áttum saman, bæði
hér heima og þann tíma er hún
dvaldi hjá okkur er við bjuggum í
Englandi. Ég vil þakka henni alla
hlýjuna, og velvildina í minn garð,
því alltaf var hún boðin og búin að
bjóða aðstoð, ef hún hélt við þyrft-
um þess með.
Það vom ánægjulegar stundir
sem við eyddum saman, síðustu tvö
sumrin, þegar við vomm að vinna
að frágangi og gróðursetningu í
Vatnsdalnum, því ekkert var
Hjördísi eins hugleikið og að koma
upp sælureit fyrir fjölskylduna á
þessum stað, enda gekk hún í það
af krafti og eldmóði, sem henni
einni var lagið, að skipuleggja og
stjóma verkinu.
Ég minnist hennar með hlýhug
og þakklæti, um leið og ég þakka
henni samfylgdina. Ég bið Guð að
styrkja Pál tengdaföður minn í
sorginni, svo og dætumar og bama-
bömin.
Blessuð sé minningin um Hjördísi
Pétursdóttur.
Guðmundur S. Stefánsson
sem áfram mun lifa í hugum okkar.
Blessuð sé hún um alla eilífð.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopullt er,
það stefnir í æðri leiðir.
Og upphimin fegri’ en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben)
F.lan iimnðAUíf
Fyrir 3 áram hittumst við nokkr-
ar konur í Kópavogi sem höfðum
það áhugamál að stofna félagsskap
er hafði það að markmiði að þjálfa
einstaklinga til jákvæðra lífsvið-
horfa og styrkja hæfileika til mann-
legra samskipta.
Ein af þessum konum var Hjördís
Pétursdóttir sem við kveðjum hér í
dag. Hún stóð á tímamótum í lífí
sínu, hafði lokið uppeldishlutverk-
inu og dregið saman vinnu sína, eða
eins og hún sagði sjálf, hafði hún
tíma til að sinna eigin hugðarefn-
um.
Við eram minnugar þess er hún
sagði eitt sinn: „Ég fann fljótt að
þama var félagsskapur, sem gat
gert mikið fyrir mig, ef ég sjálf
vildi leggja mig fram.“ Með þessu
var hún ekki aðeins að efla sjálfa
sig heldur ekki síður að aðstoða
okkur hinar sem nú minnumst
góðra stunda í hennar félagsskap.
Þar má af mörgu taka en við nefn-
um sérstaklega ferð norður í land
í heimsókn í „litla ríkið" hennar þar
sem við mættum sérstakri gestrisni
og síðan þátttaka í Landsþingi ITC
á Akureyri. Þetta vora ógleym-
anlegar stundir.
Okkur langar að vitna aftur í
hennar eigin orð: „Það verður gam-
an, þegar sjálfstraustið er komið á
það stig að ég bókstaflega hlakka
til að takast á við hvaða verkefni
sem er.“ Nú bíða hennar ný verk-
efni sem við vitum að hún leysir
af sama áhuga og natni og allt sem
hún tók að sér. Að lokum viljum
við Fífukonur þakka Hjördísi sam-
fylgdina sem var því miður alltof
stutt. Eftir sitja góðar minningar.
Við sendum flölskyldu hennar inni-
legar samúðarkveðjur:
ITC FIFA,
Kópavogi.
Hjördís Pétursdóttir lést 2. jan-
úar sl. Hún fæddist á Akureyri 11.
ágúst 1926, dóttir hjónanna Péturs
Péturssonar kaupmanns og Þór-
önnu Pálmadóttur. Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Páll Hannesson
verkfræðingur. Eignuðust þau tvær
dætur, Þórönnu eiginkonu mína og
Hólmfríði sem gift er Guðmundi
Skúla Stefánssyni.
Ég minnist tengdamóður minnar
sem konu sem lagði ríka áherslu á
að hlú að fjölskyldu sinni. Hún
veitti dætram sínum af mikilli ástúð
allt sem hún vissi að var þeim fyrir
bestu, og hún kenndi þeim að trú-
mennskan væri dyggð sem bæri að
rækta með sér. Sömu ástar og hlýju
fengu tengdasynimir svo að njóta
þegar þeir bættust við fjölskylduna.
Hjördís vann um langt árabil utan
heimilis, fyrst sem snyrtisérfræð-
ingur en það starf hafði hún lært
sem ung stúlka í Kaupmannahöfn
og síðar við skrifstofustörf.
Seinast starfaði hún við hlið eig-
inmanns síns í fyrirtæki þeirra. Hún
gekk að öllum verkum af miklum
krafti og vandvirkni.
Hjördís átti oft við vanheilsu að
stríða, en aldrei heyrðist hún kvarta
og ætíð virtist hún hafa viljastyrk
til að komast yfír veikindi og áföll.
Þó var svo komið fyrir u.þ.b. átta
áram að hún varð heilsunnar vegna
að hætta að starfa að heiman.
Hún sýndi bamabömum sínum
mikla umhyggju og áhuga og var
ætíð boðin og búin til að gæta
þeirra. Þar stend ég í mestri þakk-
arskuld við hana því um árabil
sinnti ég störfum úti á landi sem
varla hefði verið mögulegt hefði
aðstoðar hennar ekki notið við. Er
hætt við að ærið oft hafi verið horft
fram hjá því í önnum hversdagsins,
að hún var að taka að sér verk-
efni, sem kraftar hennar leyfðu
ekki.
Viljastyrk Hjördísar er mjög vel
lýst með gönguferð sem hún fór
með okkur sl. sumar að skoða
Blöndugil. Ekki er akfært að gilinu
vegna stórþýfra móa, svo þangað
er um 2 km ógreiðfær gönguleið
yfir móann og örlar ekki á
göngustíg, nema kindagötum á
stöku stað. Þrátt fyrir að hún hafi
ekki getað stundað gönguferðir í
mörg ár gekk hún alla þessa leið
án þess að hún hefði á orði að fyrra
bragði að hún væri þreytt.
Tvö undanfarin sumur átti
Hjördís sér paradís, sem ég hygg
að hafí verið henni betri en hana
hafði órað fyrir. Það var sumarhús
sem þau Páll létu reisa norður í
Vatnsdal. Fyrir þann mikla kraft
og ósérhlífni sem henni var eðlileg-
ur stendur nú fullbúið hús á Undir-
felli í minningu hennar. Þar naut
hún þess að vera í friðsæld og geta
verið með Páli og afkomendum
sínum, hvort sem var eitt bam eða
fjölskyldur beggja dætranna um
skemmri eða lengri tíma. Þar er
hafinn vísir að skógrækt, sem hún
horfði til með tilhlökkun. Seinasta
ferð hennar þangað var í nóvember-
byijun, þegar gróðursett vora 5
grenitré, jafnmörg bamabömunum.
Ég þakka fyrir þau ár sem ég
naut samfylgdar Hjördísar og ég
þakka fyrir þá handleiðslu sem
bömin fengu, þau hafa misst mikið.
Hún var þeim ekki aðeins amma,
hún var þeim einnig félagi og trún-
aðarvinur, sem taldi þeim ekkert
of gott en gleymdi aldrei að minna
þau á að meðlætið er ekki sjálfsagt.
Blessun fylgi minningu Hjördís-
ar.
Þorsteinn Óla&son
Útför móður okkar,
IÐUNNAR I. SIGURÐARDÓTTUR,
er andaðist 1. janúar, hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Haldor G. Haldorsen,
Sigurður Örn Jónsson.
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur okkar, systur
og bamabarns,
HERU BJARGAR EMILSDÓTTUR,
Réttarholtsvegi 61.
Emil Sigurðsson, Lára Einarsdóttir,
Árni Elvar Emilsson,
Borghildur Emilsdóttir og fjölskylda,
Einar Bjarg Helgason og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
EMILS ÁSGEIRSSONAR
bónda,
Gröf, Hrunamannahreppi.
Eyrún Guðjónsdóttir,
Guðjón Emilsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Emilsdóttir, Guðmundur [. Pálsson,
Áshildur Emilsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson
og barnabörn.