Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 44
SIMANUMER 606600 Æk , TRYGGINGAR Siöumúla 39 • Slmi 82800 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Réttarháls 2: Bygginga- nefiid óskar eftir upplýs- ingumum breytingar Bygginganefiid Reykjavík- urborgar samþykkti á fiindi sínum í gær að fela byggingar- fulltrúanum í Reykjavík að senda hönnuðum og bygginga- meisturum hússins á Réttar- hálsi 2 bréf þar sem óskað verði eftir upplýsingum um þær J^reytingar sem gerðar hafe verið á húsinu, vinnuteikningar og hvort eftirlit hafi verið frá hendi hönnuða. Hilmar Guðlaugsson formaður bygginganefndar segir að í fyrsta lagi sé verið að leita eftir því hvort gerðar hafí verið breytingar á húsinu frá samþykktum uppdrátt- um, og þá hveijar þær hafí verið og hvenær þær hafí verið gerðar. öðru lagi væri óskað eftir uppiýs- 'ngum um hvaða vinnuteikningar hafí verið gerðar umfram þær teikningar sem áritaðar hafa verið af byggingafulltrúa, og í þriðja lagi væri óskað eftir upplýsingum um hvort hönnuðir hússins hafí haft eftirlit með breytingunum. 4 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORRA UNDIRBÚNINGUR Nú er vika i þorra, en hann hefst fostudaginn 20. janúar og er fjórði mánuður vetrar að fomislenzku timatali. Það er ævagömul venja að hafa einhvem mannfágnað á heimilum fyrsta dag þorra og heilsa honum með virkt- um. Víða stendur því undirbúningur þorra- haldsins nú sem hæst. Þessi mynd var tekin I gær í Múlakaffi, þar sem menn hafa síðustu dagana unnið baki brotnu við að búa til þorra- matinn. Á myndinni sjást hvar þeir Sigurður Ólafsson kjötiðnaðarmaður og kokkamir Ragnar Sverrisson og Ingvi B. Jónsson standa við trogin hlaðin þorramat. Togari færður til hafnar SeyðisQörður VAUÐSKIPIÐ Óðinn fierði tog- arann Ásbjöra RE 50 til hafhar á Seyðisfirði siðdegis i gær vegna meintra ólöglegra veiðar- fiera. Varðskipið kom að togaranum við veiðar út af Glettinganesflaki kl. 15 í gær. Að sögn Ómars Karls- sonar stýrimanns á Óðni reyndust veiðarfæri togarans vera með of smáa möskvastærð samkvæmt mælingum varðskipsmanna. Komið var með togarann til hafnar á Seyð- isfírði kl. 22 í gærkvöldi. Garðar Rúnar Sigur gegn Búlgörum ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hafoaði í öðru sæti á Eyrarsundsmótinu, sem lauk i Helsingor í Danmörku i gær- kvöldi. ísland vann Búlgariu 22:17 í síðasta leiknum, en Danir og Svíar gerðu 19:19 jafotefli. Sjá bls. 43. Aðspurður sagði Hilmar að brot gegn bygginganefnd hefði í för með sér áminningu til viðkom- andi, en ef um gróft brot væri að ræða gæti það leitt til réttinda- sviptingar. Sjá á bls. 12 samtal við Viðar Halldórsson framkvæmda- stjóra Gúmmívinnustofunnar og á bls. 4 frétt um Húsa- tryggingar Reykjavíkur. Óvissa um álagningu nýja vörugjaldsins: Iðnfyrirtæki fresta því að skrifa út reikninga MIKIL óvissa hefor ríkt meðal iðnfyrirtækja um álagningu hins nýja vöragjalds sem lagt var á fyrir síðustu áramót. I dag Útgerð Mánabergs: Ríkismatið bæti 800 kílóa sýnatöku Útgerðarfélagið Sæberg á Ólafifirði hefur leitað aðstoðar lög- manns Landssambands islenskra útvegsmanna til að fá greitt fyrir sýni, sem starfsmenn Ríkismats sjávarafurða tóku af afla frystitogar- ans Mánabergs í desember. Alls tóku matsmenn um 800 kiló af fryst- um ftökum, að verðmæti um 130 þúsund krónur. Útgerð Mánabergs þykir sýna- taka þessi óeðlileg og í bréfí útgerð- arinnar til Ríkismatsins kemur fram, að útgerðin vill fá fískinn bættan. Þvi hefur Ríkismatið hins vegar hafnað. Jónas Haraldsson, lögmaður LÍU, sagði að hann ætti eftir að kynna sér málið nánar. Hann kvaðst þekkja dæmi þess að menn hefðu kvartað yfír óeðlilegri sýnatöku, en ekki í líkingu við að tæpt tonn aflans sé tekið. „Ég ætla að hafa samband við Ríkismat sjávarafurða og óska eftir nánari skýringu á því hvort tæpt tonn af físki telst hæfílegt magn,“ sagði Jónas. Gunnar Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Sæbergs sagði þetta vera í fyrsta sinn sem Ríkismat sjávarafurða skipti sér nokkuð af þeim og því vissi hann ekki hvað teldist eðlileg sýnataka. „Við höfum ekki fengið það upp hvað verið er að athuga. Við seljum okkar afurð- ir í gegnum SH og hafa fulltrúar þaðan séð um gæðaeftirlitið hjá okkur. Fulltrúar Ríkismatsins birt- ust héma þegar Mánabergið var að koma að landi. Þeir sögðust vera opinberir starfsmenn og mættu, samkvæmt einhverri lagagrein, taka sýni. Þeir tóku þessi 800 kg. og sendu suður. Þeir höfðu síðan samband við mig fyrir skömmu og voru þá búnir að skoða hátt á ann- að hundrað kg og máttum við nálg- ast það magn í Fiskvinnsluskólan- um í Hafhafírði sem ég og gerði. Flökin nýtast okkur hinsvegar ekki sem fryst afurð lengur," sagði Gunnar. er fyrirhugaður fimdur með folltrúum Qármálaráðuneytis, ríkisskattstjóra og Landssam- bands iðnaðarmanna til að ræða álagningu vöragjaldsins. Að sögn Þórleifs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna, reyna fyrirtæki að draga að skrifa út reikninga meðan ekki er vitað hvemig vöragjaldið kemur út og við samninga reyna þau að hafa sérstaka fyrirvara. Þórleifur sagði að ekki lægju fyrir endanlegar reglur um skil- greiningu á heildsöluverði hjá fyr- irtækjum sem seldu mjög flókna framleiðslu, samkvæmt tilboði eða sem undirverktakar. Þá lægi ekki fyrir hvemig ætti að koma í veg fyrir uppsöfnun vörugjalds af hrá- efnum í endanlegu verði en ýmist yrði þar um að ræða endurgreiðslu eða niðurfellingu. „Fyrirtæki í flókinni framleiðslu, t.d. málmiðnaði, tréiðnaði og blikk- smíði, þurfa að átta sig á hvemig þau eiga að skilgreina sína fram- leiðslu miðað við tollskrámúmer. Vegna þess eiga þau í erfíðleikum með að skrifa út reikninga þar sem ekki er vitað á hvaða stofn vöm- gjaldið á að leggjast auk þess sem Qöimargar skilgreiningar em á því hvað sé-gjaldskylt og hvað ekki. Það er talað um að vinna á bygg- ingarstað eigi ekki að vera gjald- skyld. Þjónusta og viðgerðir eiga ekki að vera með vömgjaldi heldur einungis fullunnin vara, en það er oft skilgreiningaratriði hvenær framleiðslu lýkur í verksmiðju eða á verkstæði og hvenær vinna hefst á byggingastað. Það em svona vafaatriði sem ekki hefur þurft að hugsa mikið um áður.“ Þórleifur sagði að mikið hefði verið leitað til Landssambandsins um upplýsingar svo og til embætta tollstjóra og skattstjóra eða jafnvel til fjármálaráðuneytisins. Menn hefðu hins vegar ekki getað svarað ýmsum spumingum fyrirtækjanna og framkvæmdin virtist nokkuð langt frá því að vera ljós. í athugun að fá meira bólueftii ÍSLENSK heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort möguleiki er á að fá viðbótarmagn af bóluefni gegn inflúensu til landsins með stuttum fyrirvara. Bóluefoið er framleitt í franskri lyfjaverk- smiðju. Heilbrigðisyfirvöld sendu skeyti til verksmiðjunnar í gærkvöldi og er búist við að svar frá lyfiaframleiðendunum liggi fyrir í dag. „Eftirspum eftir bóluefni er mik- il um leið og vart verður inflúensu í hvaða landi sem er. Þá er eins og allir ijúki upp til handa og fóta til að láta bólusetja sig og það sama gerðist hér í gær,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Samkvæmt dreifibréfí landlækn- isembættisins sem sent var út á meðal lækna í októbermánuði sl., átti bólusetningum að vera lokið í nóvembermánuði. „Bólusetning er jú í eðli sínu forvamaraðgerð. Samt sem áður viljum við láta á það reyna hvort hægt er að fá meira bóluefni til landsins. Ef efnið á að hafa ein- hveija þýðingu fyrir fólk, þarf það helst að liggja fyrir strax í byrjun næstu viku því reynslan sýnir að inflúensa breiðist tiltölulega hratt út á milli manna," sagði Guðjón. Sjá bls. 2.: Gíforleg eftirspurn eftir bóluefoi gegn inflúensu. Rafinagnslaust í Breiðholti RAFMAGNSLAU ST varð í hluta Breiðholtshverfis og á Vatn- sendahæð í gærkvöldi vegna bil- unar á háspennustreng í dreif- ingarstöð á milli Höfðabakka- brúar og Vesturbergs. Samkvæmt upplýsingum Raf- magnsveitu Reykjavíkur varð bilun- in kl. laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi og stóð hún í 50 mínútur. Ekki er vitað um orsakir bilunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.