Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 4

Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Blaðamannafundur Jóhanns og Karpovs Seattle, Washington. Frá Valgerði P. Hafstað. Á FIMMTUDAG héldu Jóhann Hjartarson og Anatoly Karpov klukkustundar langan fund með fréttamönnum á skrifstofu Vin- áttuleikanefiidar Seattle-borgar. Stórmeistaramir hittust ekki, heldur svöruðu þeir fyrirspumum fréttamanna á ensku hvor í sínu lagi. Bob Walsh, forseti Vináttuleika- nefndarinnar sem einvígið heldur, stjómaði fundinum og kynnti frétta- menn fyrir Jóhanni, ellefta sterkasta skákmanni heims. Fram kom á fund- inum að Jóhann mun vera fyrsti út- lendingurinn til að heyja einvígi við Karpov, allir aðrir, sem í þá stöðu hafa komist, hafa verið Sovétmenn. Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan var í hópi fundarmanna, og hann spurði Jóhann: „Hvað þyrft- ir þú að gera rétt og hvaða mistök þyrfti Karpov að gera til að þú sigr- aðir í einvíginu?" Jóhann brosti og svaraði, „Ég þyrfti að fara rétt að öllu, hann rangt að öllu.“ Þá kvað við mikill hlátur í salnum. Jóhann rakti síðan þá atburði sem urðu til þess að efla skákáhujga landsmanna: Velgengni Friðriks 01- afssonar, sem á sjöunda áratugnum var í hópi tíu sterkustu skákmanna heims, þá heimsmeistaramót Fishers og Spasskíjs í Reykjavík, og siðast en ekki síst fjölgun íslenskra stór- meistara á undanfömum árum. „Nú eigum við sex stórmeistara, aðeins 250.000 manna þjóð,“ sagði Jóhann, „sem er mjög gott miðað við fólksljölda, en þess skal getið að við erum, ef út í það er farið, fremst á öllu sviðum miðað við fólksfjölda." Aftur kváðu við hlátrasköll. Jóhann sagðist vonast til að ná góðum árangri í einvíginu og „ég vona,“ bætti hann við, „að mér tak- ist að láta þær vonir rætast, sem við mig eru bundnar á íslandi, þótt ég viti að það verður þungur róður“. Aðspurður hvort hann gæti nefnt fréttamönnum eitt svið skáklistar- innar þar sem hann væri Karpov fremri sagðist Jóhann ekki geta það, en bætti við að sig langaði til að komast að því hvert það svið væri. Þegar Jóhann hafði yfírgefið sal- inn sagði Campomanes, forseti FIDE: „Jóhann gleymdi að geta þess að hann er Karpov fremri að einu leyti: hann er yngri." Jóhann verður 26 ára að tveimur vikum liðnum, en Karpov er 37 ára. Skömmu seinna gekk Karpov í salinn. Hann var heimsmeistari í skák í 11 ár og er nú talinn næst- besti skákmaður heims: aðeins heimsmeistarinn Kasparov þykir honum fremri. Aðspurður hvort hann teldi Jóhann eiga möguleika á að sigra sagði Karpov: „Hjartarson er mjög sterkur og reyndur stórmeistari, það er mjög varasamt að vanmeta andstæðing sinn. Hann sannaði styrk sinn í fyrra." Þegar fréttamenn inntu Karpov eftir því hvemig hann teldi skynsam- legast að búa sig undir skákeinvígi, lagði hann áherslu á undir hve miklu álagi keppendumir væm. Hann sagði VEÐURHORFUR í DAG, 28. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Við Véstmannaeyjar er 952ja mb lægð sem hreyf- ist norðaustur og 975 mb lægð á vestanverðu Grænlandshafi og þokast hún austur. Þriðja lægðin er vestur við Nýfundnaland og hreyfist hún allhratt í norðausturátt. Hiti breytist lítið í fyrstu en veður fer heldur kólnandi þegar líður á nóttina. Aftur mun eitthvað hlýna þegar líður á morguninn. SPÁ: Suðaustan og síðar breytileg átt, víðast kaldi. Dálítil slydduól um sunnan- og suðvestanvert landið í fyrstu en einnig í öðrum landshlutum þegar líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Allhvöss vestan- og norð-vestanátt með éljum norðan-, vestan og suðvesanlands, en að mestu úrkomu- laust annars staðar. Frost 8—9 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands en úrkomulítið vestan- og norðanlands. Hiti 4-5 stig. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær aö ísl. tíma hltl vaður Akureyri +2 sjókoma Reykjavlk 0 snjókoma Bergen 7 rigning Helsinki 3 léttskýjað Kaupmannah. 5 þokumóóa Narssarssuaq +20 skýjað Nuuk +16 alskýjað Osló 5 súld Stokkhólmur 5 þokumóða Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 6 mistur Barcelona 14 léttskýjað Bertín 3 mistur Chlcago 2 heiðskfrt Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 3 þokumóða Glasgow 11 rignlng Hamborg 6 mistur Las Palmas 19 hálfskýjað London 10 mistur Los Angeles 8 helðskfrt Lúxemborg Madríd +2 hrímþoka vantar Malaga 15 léttskýjað Mallorca 16 hélfskýjað Montreal +6 snjókoma New York 4 skýjað Orlando 14 þokumóða Parls 8 heiðskfrt Róm 11 þokumóða San Dlego 10 heiðsklrt Vfn +2 þokumóða Washington 8 heiðskfrt Winnipeg +9 heiðskfrt Morgunblaðið/AP Jóhann og Karpov hittust ekki á blaðamannafundinum sem þeir héldu í fyrradag, helur svöruðu spurningum blaðamanna hvor í sinu lagi. að vegna þess að hver skák væri fjög- urra til sex klukkustunda löng, og einbeitingar væri þörf hveija stund, þá væri nauðsynlegt að vera and- lega, jafnt sem líkamlega, vel undir- búinn. Mikilvægast væri þó að fara yfir skákir, einkum upphaf þeirra. Karpov sagðist telja sig þekkja bæði hinar veiku og sterku hliðar Jóhanns í taflmennskunni. Hann var spurður um þær skákir sem hann hefur teflt við Jóhann síðastliðin tvö ár, en Karpov vann tvær þeirra og tvær enduðu með jafntefli. „Aðal- vandinn er sá,“ sagði Karpov, „að skilja sjálfan sig og sínar veiku hlið- ar. Ef hann (Jóhann) skilur af hveiju hann tapaði skákunum, þá er ég í hættu staddur." Karpov brosti. Sterkustu hlið Jóhanns sagði hann vera miðtaflið. Karpov lýsti yfir óánægju sinni í sambandi við ósamræmi það sem nú ríkir í tímatakmörkum skáka, annars vegar í einvígi um réttindi til að tefla við heimsmeistarann, og hins vegar í heimsmeistaraeinvígi. Taldi hann brýnt að samræma þessar tímatak- markanir. Á fundinum kom fram að Bob Walsh, forseti Vináttuleikanefndar Seattle-borgar, er nú að kanna möguleika á því að Seattle sláist í hóp þeirra borga sem boðist hafa til að halda næsta heimsmeistaraeinvígi í skák, en það verður háð á næsta ári. Á fundinum var aðaldómari móts- ins, Bandaríkjakonan Carol Jarecki, kjmnt. Mun hún vera fyrsta konan sem skipar slíka stöðu í einvígi sem þessu. Aðstoðardómari einvígisins verður Kínveijinn Lin Sing. 1 1985: Ný tóbaks- vamartög tóku gildi 1977:Löggjöf um tóbaksvamir. Námskeiö f sjónvarpl Skýrsla bandarlska landlæknis- ins kom út 1945: Strlös- lok '80 '85 '88 -1000 Þeir sem reykja daglega (i8-69ára) ( 1985 f 40,0% ( 1987 8111111. 34 .7%:iS TÓBAKS- 2000 1500 NOTKUN ÍSLENDINGA Tóbaksneysla hvers fullorðins á ári í grömmum, 1941-88. Eitt gr. samsvarar einni sígarettu. 1968-69: Minnkandi kaupmáttur og þrengingar I efnahagslffi undanhaldi Reykingar á TÓBAKSNEYZLA íslendinga hef- ur dregizt verulega saman síðan árið 1984. Samkvæmt tölum ÁTVR um sölu á tóbaki hefur tóbak- sneyzla á hvern fullorðinn íbúa dregizt saman úr 3.045 g árið 1984 í 2.651 g á síðasta ári. Þetta er 13% samdráttur. í könnunum, sem Hagvangur hefiir gert fyrir Tóbaksvamanefnd þrisvar sinnum á ári síðan árið 1985, kemur fram að þeim, seni reykja daglega, hefur einnig fækkað mikið. Árið 1985 reyktu 40% 2.708 manna úrtaks að staðaldri, en á síðasta ári var þessi tala komin niður í 34,7%. Kannanir meðal grunnskólanema sýna að æ færri byija á reykingum. Árið 1974, er tóbaksneyzla var í hám- arki, gerði landlæknisembættið í Reykjavík könnun á reykingavenjum í skólum. Þá reyktu 32% 12-16 ára grunnskólanema í Reykjavik, þar af 22,8% daglega. Árið 1986 kom hins vegar fram í könnun borgarlæknis að aðeins 12,6% sama aldurshóps reyktu, þar af 9,2% daglega. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu og ÁTVR hefur samsetning tóbakssölunnar einnig breytzt. Hlutur sígaretta hefur aukizt mikið, og voru þær árið 1987 um 87% af heildarsölunni miðað við 52% árið 1941. Sígarettur með síu eru nú um 90% allra seldra sígaretta miðað við 5% árið 1960. Tjara og nikótín í síga- rettum hafa einnig minnkað á síðustu árum, og til þess að fá sama dag- skammt af þessum efnum, þarf að reykja fleiri sígarettur. Engu að síður dregst sala á sígarettuin saman, og minnkaði um 10 tonn á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.