Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
1
Menningarsjóð-
ur útvarpsstöðva
Sinfóníuhljómsveitin - Ríkisútvarpið
eftir Jón Þórarinsson
I Morgunblaðinu í dag birtist
stutt athugasemd frá Herði Vil-
hjálmssyni, fjármálastjóra
Ríkisútvarpsins, vegna fréttar
sem verið hafði í blaðinu 22. þ.m.
um starfsemi Menningarsjóðs út-
varpsstöðva. Fréttin var að
mínum dómi skilmerkileg og
greinargóð, enda beinast aðfínnsl-
ur Harðar ekki að henni heldur
eingöngu að vinnubrögðum sjóðs-
stjómarinnar.
Það vill svo til að ég sat í sjóðs-
stjóminni frá upphafí og fram
undir síðustu áramót, tilnefndur
af útvarpsráði, og ber því að mínu
leyti fulla ábyrgð á störfum henn-
ar. Ég á erfítt með að sætta mig
við þá hugsun að Hörður Vil-
hjálmsson telji mig þar hafa
bmgðist Ríkisútvarpinu á ein-
hvem hátt, þótt orð hans verði
naumast skilin á annan veg, og
því hlýt ég að gera stuttlega grein
fyrir málinu eins og það kemur
mér fyrir sjónir.
Höfuðatriði í athugasemd fjár-
málastjórans er að framlög sjóðs-
ins til rekstrar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands séu „eingöngu
færð af framlagi Ríkisútvarpsins"
og sé það rangt að hans áliti.
„Þau rekstrarframlög á að taka
af óskiptu fé sjóðsins." M.ö.o. tel-
ur hann að einkastöðvamar, sem
engrar þjónustu njóta af hálfu
Jón Þórarinsson
er í lögunum skýrt
fram tekíð að úr sjóðn-
um skuli greiðast hlut-
ur Ríkisútvarpsins af
rekstrarkostnaði
hljómsveitarinnar, og
Ríkisútvarpið er eitt
nefiit sem væntanlegur
flytjandi þess efiiis sem
hún hefiir að bjóða.“
Sinfóníuhljómsveitarinnar, eigi að
standa undir rekstri hennar hlut-
fallslega að jöfnu við Ríkisútvarp-
ið sem eitt situr að öllu því mikla
og dýrmæta efni sem hljómsveitin
lætur í té á ári hveiju.
Þessa kröfu hef ég ekki treyst
mér til að setja fram eða reyna
að rökstyðja í sjóðsstjóminni, og
lái mér það hver sem vill eins og
málum er háttað.
Ríkisútvarpið hefur verið
rekstraraðili Sinfóníuhljómsveitar
íslands frá fyrstu tíð og hefur
haft af því mijcinn sóma. Um það
veit ég að við Hörður Vilhjálmsson
erum sammála. Þrátt fyrir flaust-
ursleg ákvæði um Menningarsjóð
útvarpsstöðva í útvarpslögunum
frá 1985 mun ekki hafa verið
ætlunin að breyta þessu, enda er
í lögunum skýrt fram tekið að úr
sjóðnum skuli greiðast hlutur
Ríkisútvarpsins af rekstrarkostn-
aði hljómsveitarinnar, og Ríkisút-
varpið er eitt nefnt sem væntan-
legur flytjandi þess efnis sem hún
hefur að bjóða. Hljómsveitin hefur
engar starfsskyldur gagnvart öðr-
um útvarpsstöðvum, og hefur sá
skilningur verið áréttaður 19. jan-
úar 1988 í ráðuneytisbréfí, sem
ég veit að Herði er kunnugt.
Samkvæmt lögum um Sin-
fóníuhljómsveit íslands frá 1982
er hlutur Ríkisútvarpsins í rekstr-
arkostnaði hennar 25%. Þetta
hefur ekkert breyst við setningu
útvarpslaganna og tilkomu Menn-
ingarsjóðs útvarpsstöðva. Ég veit
heldur ekki betur en að enn sé í
gildi samningur, sem undirritaður
var 29. desember 1984, um það
hvað Ríkisútvarpið ber úr býtum
í skiptum sínum við hljómsveitina.
Þó að 25% af rekstrarkostnaði
Sinfóníuhljómsveitarinnar sé að
vísu nokkuð há upphæð, hygg ég
að færa megi að því gild rök að
samningurinn sé Ríkisútvarpinu
hagstæður, þegar alls er gætt.
Með þökk fyrir birtingu.
26. janúar 1989
Jón Þórarinsson
Höfundur er tónskáld.
Um vagnatöku
stj órnarformanns
eftír Sigurð E.
Haraldsson
Óþarft er að fara mörgum orðum
um þá staðreynd, að augu flestra
eru að opnast fyrir því að umhverfi
er ekki óumbreytanlegt. Það er
raunar í fjölmörgum tilvikum við-
kvæmt og unnt að breyta til hins
verra sé ekki gætt fyllstu varkámi.
Þetta er augljósast í náttúrunnar
ríki. En það gildir sömuleiðis í öðr-
um tilvikum. Þeir sem takast á við
skipulagsmál í borgum og bæjum
hafa nú hliðsjón af vemdarsjónar-
miðum við alla skipulagsvinnu.
Gamalgróin borgarhverfi eru við-
kvæm vilji menn ekki raska stöðu
þeirra og hag ber að gæta að hveiju
skrefí, sem stigið er til meiriháttar
breytinga.
A þetta er bent að gefnu tilefni.
Formður stjómar strætisvagna
Reykjavíkur, Siguijón Fjeldsted,
ritar grein í Morgunblaðið 10. des-
ember sl. sem ber þess glögg merki,
að hann kann ekki þá formúlu, sem
að var vikið hér á undan. Svo virð-
ist sem stjómarformaðurinn tali í
umboði allrar stjómar strætisvagn-
anna, í öðrum stjómarmönnum hef-
ur ekki heyrst um þau mál, sem
Siguijón ræðir í umræddri grein.
Ég er þó ekki einn um þá skoðun,
að erfitt sé að trúa því að hann
komi á framfæri einróma áliti
stjómarmanna í þessum greina-
skrifum.
Siguijón nefnir umrædda grein
Laugavegurinn og strætó. Ekki
verður sagt að ritsmíð formannsins
sé gleðiefni þeim sem láta sig mál-
efni Laugavegarins og miðborgar-
innar einhveiju varða. Markmið
greinarinnar virðist einkum vera
að slæma til framkvæmdastjóra
samtakanna Gamli miðbærinn, Ast-
bjamar Egilssonar. Mér þykir
ómaklega að honum vegið, Ástbjöm
er þekktur að atorku og einlægni
í sínum störfum. En í skrifum þessa
forsvarsmanns SVR kemur ýmis-
legt fram, sem varla verður komist
hjá að gera athugasemdir við.
Siguijón kemst m.a. svo að orði:
„Reynsla mín er sú að bestur árang-
ur á lausn ágreiningsmála fæst með
beinum persónulegum og málefna-
legum viðræðum, þar sem skipst
Sigurður E. Haraldsson
„Mér eru viðbrögð Sig-
urjóns Fjeldsted minn-
isstæð. Hann svaraði
orðrétt: Eg er ákveðinn
í að taka vagnana af
Laugaveginum. Eftir
þetta svar formannsins
drógum við óskina um
fund með honum til
baka. Fyrirætlun hans
kom síðan til fram-
kvæmda efitir áramótin
en af viðræðum við
hann varð ekki. Séu
formerki eitthvað
þessu lík, sem þessi
ráðamaður um al-
mannasamgöngur set-
ur áður en hann tekur
að ræða málin, er vand-
séð að viðræður við
hann þjóni tilgangi.“
er á skoðunum og vandamálin lögð
á borðið." Þetta þykir mér undarleg
klásúla hjá formanninum að feng-
inni reynslu. Það er ekki nýtt að
akstur almenningsvagna um
Laugaveginn beri á góma. Ég og
fleiri kaupmenn við Laugaveginn
minnumst margra funda með Eiríki
Ásgeirssyni, fyrrum forstjóra SVR,
um vandamál, sem upp hafa komið.
Eiríkur heitinn var hréinskiptinn
maður og mikill húsbóndi á stór-
býli strætisvagnanna. Það er ljúft
að minnast Eiríks Ásgeirssonar og
margra heimsókna til hans á
Kirkjusand. En hann féll frá í miðri
starfsönn og nýir herrar tóku við
JÚSAHÖLOÍ
Ljósmynd/Snorri Snorrason
stjómartaumunum. Svo var það
fyrir jól, líklega fyrir tveimur árum,
að það fréttist að taka ætti alla
vagna af Laugaveginum. Við hugð-
umst ræða þessa ákvörðun við
stjórnarformann SVR og ég hringdi
til hans í því augnamiði að koma á
viðræðufundi. Mér era viðbrögð
Siguijóns Fjeldsted minnisstæð.
Hann svaraði orðrétt: Ég er ákveð-
inn í að taka vagnana af Laugaveg-
inum. Eftir þetta svar formannsins
drógum við óskina um fund með
honum til baka. Fyrirætlun hans
kom síðan til framkvæmda eftir
áramótin en af viðræðum við hann
varð ekki. Séu formerki eitthvað
þessu lík, sem þessi ráðamaður um
almannasamgöngur setur áður en
hann tekur að ræða málin, er vand-
séð að viðræður við hann þjóni til-
gangi.
Það kemur réttilega fram í grein
Siguijóns að áður en hann tók vagn-
ana af Laugaveginum var vagn þar
á ca. 3ja mínútna fresti. Nú er vagn
á eftirmiðdögum, þ.e. á þeim tíma
þegar flestir era þar á ferð, á 15
mínútna fresti. Og ítreka má að á
kvöldin og um helgar aka vagnar
alls ekki Laugaveginn. Stjómar-
formaður SVR kallar þetta sér-
þjónustu og kemst svo að orði að
aðrir myndu ekki „fúlsa“ við slíku.
Hvað á maðurinn við? Heldur hann
í raun að rétt væri að beita ein-
hveiju ámóta annars staðar í borg-
inni, þ.e. að þeir sem þar eiga hlut
að máli borgi styrk til strætisvagn-
anna fyrir málamyndaþjónustu,
eins og nú er á Laugaveginum. Það
gæti verið að „fúlsað" yrði við slíku
víðar en þar.
Það kom fram í frétt í dagblaðinu
Tímanum 29. desember sl. að far-
þegum SVR hefði fækkað um eina
milljón milli tveggja síðustu ára,
sem sagt um tvær milljónir á tveim-
ur áram. Séu vinnubrögð stjómenda
strætisvagnanna, eins og við á
Laugaveginum höfum kynnst þeim
nú að undanfömu, dæmigerð fyrir
viðhorf til þjónustu við farþega og
þýðingarmikið borgarhverfí, þá er
ekki undranarefni þótt farþegum
fækki.
Siguijón Fjeldsted drepur á það
í greinarlok, að veralegum fjármun-
um hafi verið veitt til breytinga og
lagfæringa á Laugaveginum. Sem
betur fer má merkja, m.a. af þess-
um framkvæmdum, að aðrir hafí
betri skilning á mikilvægi mið-
borgarhverfanna en þeir sem sitja
stjómarfundi SVR. Það skýlir ekki
á nokkum hátt forráðamönnum
strætisvagnanna. Og því er ekki
að leyna að verk þeirra hljóta að
kalla á harkalegri viðbrögð en enn
hefur mátt sjá, grípi borgaryfirvöld
ekki fram fyrir hendur svo misvit-
urra stjómenda. Siguijón Fjeldsted
víkur að byggingu ráðhúss við
tjömina í grein sinni. Hvort sú
framkvæmd ein sér sannar eitthvað
umfram það að borgaryfírvöld hafa
metnað og reisn til að eignast loks
þak yfír höfuðið, sem samboðið er
okkar fallegu höfuðborg, mætti
flalla um þótt síðar verði. Vonandi
kemur ekki á daginn, að um svipað
leyti og ráðhúsið rís af granni verði
miðborgin svipt einni af sinni feg-
urstu fjöðrum, með því að gera
Hótel Borg að þingmannakontór.
Höfundur er kaupmaður.