Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Frá Æfingu barnaleikritsins Óvita í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið sýnir Óvita: Elsti leikarinn á sjötugs- aldri, sá yngsti sjö ára Þjóðleikhúsið frnmsýnir barnaleikritið Óvita eftir Guð- rúnu Helgadóttur í dag, laugar- daginn 28. janúar. í sýningunni leika 29 leikarar, 9 fullorðnir og 20 börn. Flosi Ólafsson er elstur leikaranna, á sjötugsaldri og leikur smábarn í kerru. Yngsti leikarinn er Melkorka Óskars- dóttir, hún er sjö ára og leikur elstu persónu verksins, sveita- konu. Guðrún Helgadóttir skrif- aði leikritið að beiðni Þjóðleik- hússins í tilefrii Barnaárs Sam- einuðu þjóðanna árið 1979 og hlaut verkið bestu aðsókn íslensks barnaleikrits, var sýnt alls 56 sinnum, segir i fr-étt frá Þjóðleikhúsinu. í Óvitum er allt öfugsnúið. Böm- in fæðast stór, en minnka með aldr- inum. Foreldramir reyna að fá bömin til að borða minna, svo að þau verði lítil. Mömmur reyna að spara með því að kaupa of lítil föt á krakkana, því að „bömin minnka svo hratt." Bömin leika fullorðna og fullorðnir leika böm. Því eldri sem leikarinn er, þeim mun yngri persónu leikur hann. Söguhetjumar, Guðmund og Finn, leika þeir Þór Thulinius og Halldór Bjömsson. Þeir verða vinir þegar þegar Finnur strýkur að heiman og leitar skjóls á heimili Guðmundar án vitundar foreldra þeirra. María Ellingsen leikur syst- ur Guðmundar, Sigrún Waage er Sirrý bekkjarsystir þeirra, aðrir fullorðnir leikarar em Guðlaug María Bjamadóttir, Helga Jóns- dóttir, Randver Þorláksson, Öm Ámason og Flosi Ólafsson. í stærstu bamahlutverkunum em Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Haukur Karlsson sem leika foreldra Guðmundar, Vaka Antonsdóttir og Torfí F. Ólafsson leika foreldra Finns og Sigríður Hauksdóttir leik- ur móður Sirrýar. Auk þeirra koma fram Erla Gunnarsdóttir, Grímur Hákonarson, Hlín Diego, Hildur Eiríksdóttir, Linda Marteinsdóttir, Helga Sigmundsdóttir, Freyr Ól- afsason, Alfrún Helga Ömólfsdótt- ir, Melkorka Óskarsdóttir, Bergur Sigurðarson, Orri Helgason, Oddný Amarsdóttir, Helgi Páll Þórisson, Hrafnkell Pálmarsson og Oddný Ingimarsdóttir. Leikstjóri Óvita er Brynja Bene- diktsdóttir og Gylfi Gíslason teikn- aði leikmynd. Þau sáu einnig um fyrri uppfærslu verksins í Þjóðleik- húsinu. Ljósahönnuður er Ásmund- ur Karlsson. Kristján Guðmimds- son opnar sýninguna „Teikningar 1972-1988“ Fyrsta boðssýningin á vegum Kjarvalsstaða SÝNINGIN „Teikningar 1972-1988“ verður opnuð í vestursal Kjarv- alsstaða í dag, laugardag, kl. 16.00. Öll verkin eru eftir Kristján Guðmundsson og er hann fyrsti listamaðurinn, sem boðið er að sýna verk sín að Kjarvalsstöðum. Menningarmálanefhd Reykjavíkur- borgar samþykkti í fyrra þessa nýbreytni og fá alls þrír listamenn að njóta þessa í ár. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í vor og Erró mun setja þar upp sýningu í haust í boði Kjarvalsstaða. Kristján var á sínum tíma einn helsti fulltrúi SÚM-hópsins og einna fyrstur til að tileinka sér myndmál og aðferðir „konsept"- listarinnar svokölluðu í byijun átt- unda áratugarins. Sú list hefur ávallt verið með einkar fræðilegu sniði og stuðst við skýrar og afger- andi forsendur. Allt frá upphafí virðist list Kristjáns Guðmundsson- ar fjalla um listina með stóm L-i, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum formerkjum. í fyrri verkum listamannsins miðast allt við að gera listina ekki Iist í hefð- bundnum skilningi heldur hefta hana og loka frá allri löngun, ímyndun og hillingum, sem annars gæfu henni vængi, segir í frétt frá Kjarvalsstöðum. Verkin voru lokuð utan um eigin kenningar og klifun. Á síðustu árum hefur Kristján hins- vegar opnað fyrir þátttöku áhorf- andans í verkum sínum, líkt og fleiri „konsept“-listamenn áttunda áratugarins, og boðið honum að njóta fagurfræðilegra unaðsemda myndverksins. Merkingarkjaman- um hefur verið sundrað og í stað hans er komið, svo notuð séu orð listamannsins sjálfs, „burðarafl hráefnisins - staðbundin orka þess“. Orgel- tónleik- aríFrí- kirkjunni SUNNUDAGINN 29. janúar klukkan 17.00 stendur Listvina- félag Hallgrímskirkju fyrir org- eltónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju leikur islenska og franska orgeltónlist. Þessir tónleikar áttu upphaflega að vera í Kristskirkju, en vegna viðgerða á orgelinu þar voru þeir fluttir í Fríkirkjuna. Allur aðgangseyrir rennur í orgelsjóð Hallgrimskirkju, en vonir standa til að innan þriggja ára verði lokið si.’íði 70 radda orgels fyrir Hallgrímskirkju. Verkin sem Hörður leikur eru Tokkata eftir Jón Nordal, sálm- forleikur eftir Þorkel Sigurbjöms- son, E-dúr kórall nr. 1 eftir César Franck, Sónata eftir Áskel Másson og Gotnesk svíta eftir Leon Boell- mann. Hörður lutti svipaða efnis- skrá á þrennum tónleikum í Þýska- landi sl. haust, m.a. á norrænni orgelviku í Kartáuser-kirkjunni í Köln. Við það tækifæri frumflutti hann orgelsónötuna eftir Áskel Másson, en hún var skrifuð að til- hlutan Listvinafélags Hallgríms- kirkju árið 1986 og er eitt viða- mesta orgelverk íslensks tónskálds. Sauer-orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem smíðað var árið 1926, er stærsta orgelið í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Kristján Guðmundsson, mynd- listarmaður myndir. Sum verkanna eru til sölu, en önnur eru fengin að láni hjá einstaklingum. Sýning- ar á ís- lenskum verkum í Listasafni íslands standa nú yfir sýningar á islenskum verk- um í eigu safnsins. í sal 1 em kynnt verk Jóhannes- ar Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Schevings. Landlags- málverk Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar em sýnd í sal 2. Á efri hæð safnsins em sýnd ný aðföng, málverk og skúlptúrar eftir íslenska listamenn. Leiðsögn um sýningar í húsinu í fylgd sérfræðings fer fram á sunnu- dögum kl. 15.00 og em auglýstar leiðsagnir ókeypis. Leiðsögn um „Mynd mánaðarins“ fer fram á fimmtudögum kl. 13.30. Mynd janúarmánaðar er „Hjartað" eftir Jón Gunnar Árnason. Lista- safn íslands er opið alla daga, nema mánudaga kl. 11—17 og er aðgang- ur ókeypis. Veitingastofa hússins er opin á sama tíma. (Fréttatilkynning) M.S.-félagið: 20 ára af- mælisrit komið út M.S.-félag íslands varð 20 ára á liðnu hausti og í tilefni þess hef- ur nú verið 'gefið út sérstakt af- mælisrit. Þar er að fínna ritsmíðar ýmissa lækna, vísindamanna, M.S.-sjúkl- inga og aðstandenda þeirra um ýmislegt sem lýtur að sjúkdómnum, lífí sjúklinganna og stöðu þeirra. Forsíða afinælisritssins Kristján er fæddur á Snæfells- nesi, en uppalinn í Reykjavík. Hann er sjálfmenntaður í myndlist og em um það bil 25 ár siðan hann byij- aði, að eigin sögn. Hann tók fyrst þátt í sýningu árið 1967, sýningu sem bar heitið „Ungir myndlistar- rnenn" í Laugardalshöll og hefur síðan sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Kristján er nú búsettur í Reykjavík. Hann bjó í Amsterdam frá 1970 til 1979 og á Hjalteyri við Eyjaíjörð frá 1979 til 1982. Hann segist fást við margbreyti- lega hluti í myndlistinni, teikning- ar, olíuverk, skúlptúra og bóka- gerð. Sýning Kristjáns að Kjarvals- stöðum er opin daglega frá kl. 11.00 til kl. 18.00 og stendur til 12. febrúar. Á sýningunni verða hátt í 30 teikningar, allt abstrakt- Hörður Áskelsson organisti. með 36 raddir. Það var gert upp og stækkað árið 1985 og hentar mjög vel til flutnings á rómantískri og nýrri orgeltónlist. Þessir tónleikar em í röð áskrift- artónleika Listvinafélags Hall- grímskirkju. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en andvirði þeirra rennur, sem fyrr segir, í org- elsjóð Hallgrímskirkju. (Fréttatilkynning) Börn norðursins Myndskreytingar úr norrænum barnabókum SÝNINGIN „Börn norðursins" verður opnuð í Norræna húsinu sunnudaginn 29. janúar nk. kl. 14:00. Er þarna um að ræða sýn- ingu á myndskreytingum úr norrænum barnabókum. Sýningin er hingað komin á vegum Norræna hússins og Barnabókaráðs- ins, en þetta er sama sýning og haldin var í Osló dagana 26. til 30. september 1988 í tilefiii 21. Alþjóðaþings IBBY þar. Þing þetta bar yfirskriftina „Barnabókmenntir og nýju miðlarnir." Skipuleggjendur og umsjónarmenn þingsins voru fúlltrúar IBBY- deildanna á Norðurlöndum I sameiningu. Frá íslandi voru send verk eftir Brian Pilkington, Önnu Cynthiu Leplar og Sigrúnu Eldjárn. í tengslum við þessa sýningu era fyrirhugaðar ýmsar uppákom- ur bæði fyrir börn og fullorðna. Laugardaginn 4. febrúar hefst ráðstefna á vegum IBBY í Norr- æna húsinu kl. 13:00. Þar verða haldnir fyrirlestrar um ýmsa þætti barnamenningar. Meðan sýningin stendur yfír lesa höfundar nokkr- um sinnum úr verkum sínum frá kl. 13:00—15:00 og sagnaþulir segja sögur. Ennfremur gefst börnum tækifæri til að kynnast teiknimyndagerð, vinna við mynd- list og leikræna tjáningu. Fréttatilkynningar verða sendar í skólana á höfuðborgar- svæðinu og geta kennarar fengið tíma fyrir hópa ef þeir óska þess. Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. febrúar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.