Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 23
1 : MÖRGUNBLAÐIÐ lADGÁRDÁ'GUR 28. JANÚÁR ‘1989
23
Hryðjuverkaalda á Grikklandi:
Stj órnin ákveður að
grípa til aðgerða
65 milljónir króna settar til höf-
uðs morðingja ríkissaksóknara
Aþena. Reuter.
HAFIN er herferð á hendur hryðjuverkahópum í Grikklandi í því
skyni að uppræta marxíska skæruliðahópa sem hafa mikið látíð að
sér kveða í landinu undanfarin ár og skutu meðal annars á þijá
ríkissaksóknara síðastliðnar tvær vikur. Einn þeirra, Anastasios
Vernardos, lést af skotsárum fyrir utan heimili sitt síðastliðinn
mánudag.
Skyndifundur æðstu embættis-
manna landsins, undir stjóm Andre-
as Papandreous forsætisráðherra,
tilkynnti í gær að gripið yrði til
eftirtalinna ráðstafana í baráttunni
við skæruliðahópa: 200 milljónir
drakma, jafnvirði 65 milljóna ísl.
króna, verða lagðar til höfuðs til-
ræðismönnum saksóknaranna, lög-
reglu verður tafarlaust látin 600
vélhjól, 200 bflar og nútímatækni-
búnaður í té og vegabréfseftirlits-
stöðvar verða tafarlaust tölvuvædd-
ar.
í tilkynningu, sem gefin var út
í lok fundarins sagði: „í ljósi þess
hversu alvarlegt ástandið er hvetur
ríkisstjómin alla borgara, án tillits
til pólitískrar eða hugmyndafræði-
legrar afstöðu þeirra, að aðstoða
við að koma á friði og spekt í þjóð-
félaginu."
Auk þess verður komið á fót sjálf-
stæðri deild innan lögreglunnar sem
mun eingöngu beita sér gegn
hryðjuverkahópum.
Talsmenn lögreglunnar hafa
löngum kvartað undan því að
tækjakostur og vopn sé úr sér geng-
inn og á engann hátt sambærilegur
við útbúnað þann sem Byltingar-
samtökin 17. nóvember hafa yfir
að ráða. Samtök lýstu ábyrgð á
morðtilræðinu við tvo saksóknara á
hendur sér. Marxistar úr hermdar-
verkasamtökunum Fyrsti maí kveð-
ast bera ábyrgð á morðinu á Vem-
ardos.
Ræður Reagans og end-
urminningar geftiar út
New York. Reuter.
BANDARÍSKT útgáfufyrirtæki hefúr náð samningi við Ronald
Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, um útgáfii á endurminningum
hans og ræðum. Blaðafúlltrúi fyrirtækisins, sem nefiiist Simon
and Schuster, skýrði frá þessu f gær en vildi ekki láta uppi
hversu há höfundarlaun Reagans yrðu.
Að sögn blaðafulltrúans verða
ræður Reagans gefnar út á þessu
ári en ekki liggur fyrir hvenær
endurminningar hans koma fýrir
almenningssjónir en Reagan mun
þegar hafa tekið til við skriftirn-
ar. Nancy, eiginkona hans, hyggst
einnig rita endurminningar sínar
og mun bók hennar að líkindum"
koma út í október.
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar vom sammála um að
samningurinn væri feitur biti fyr-
ir útgáfufýrirtækið því fullvíst
væri að bækur Reagans kæmu til
með að seljast vel. Þeir hinir sömu
kváðust búast við því að Reagan,
sem er 77 ára að aldri, fengi ekki
minna en eina milljón Banda-
ríkjadala (um 50 milljónir ísl. kr.)
í höfundarlaun. Aðrir töldu upp-
hæðina mun hærri og sögðu fimm
milljónir dala (um 250 milljónir
ísl. kr.) ekki fjarri lagi.
Fullyrt hefur verið að David
Stockman, fyrrum fjármálastjóri
Reagans, hafi fengið tvær milljón-
ir dala (um 100 milljónir ísl.) í
höfundarlaun fyrir umdeildar end-
urminningar sínar og vitað er að
þeir Donald Reagan, sem í eina
tíð var skrifstofustjóri forseta-
embættisins og skýrði fyrstur
manna frá stjömuspekiáhuga for-
setafrúarinnar, og Larry Speakes,
fyrrum talsmaður forsetans, hafa
auðgast vel á bókum sínum.
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
Aðalstræti 9 - Kringlunni
SAMCWAÐA/SJA