Morgunblaðið - 28.01.1989, Side 25

Morgunblaðið - 28.01.1989, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Vandamálin hrannast upp Vandamálin hrannast upp óafgreidd hjá núverandi ríkisstjóm. Sú ákvörðun ráð- herranna, að Póstur og sími skuli greiða 250 milljónir króna í ríkissjóð þýðir, að stofnunin þarf að hækka gjaldskrá sína til þess að geta staðið skil á þessari skatt- heimtu. Sú hækkun á gjald- skrá Pósts og síma leiðir til hækkunar á lánskjaravísi- tölu, sem þýðir hækkun á skuldum húsbyggjenda. Landsvirkjun var rekin með tapi á síðasta ári og stjómendur fyrirtækisins telja að hækka þurfí gjald- skrá þess um 30%. Jafnframt vom Rafmagnsveitur ríkisins reknar með miklu tapi á síðasta ári og stjómendur þess fyrirtækis telja að hækka þurfí gjaldskrá þess til viðbótar við þá hækkun, sem leiðir af hækkun Lands- virkjunar. í báðum tilvikum þýðir þessi hækkun á orku- verði hækkun á lánskjaravísi- tölu og skuldum húsbyggj- enda. Sú flárhæð, sem ráðgerð er í fjárlögum til niður- greiðslu á búvöm, dugar ekki til þess að halda óbreyttu búvömverði. Að óbreyttu mun það því hækka, sem aft- ur leiðir af sér hækkun á láns- kjaravísitölu og skuldum hús- byggjenda. Aburðarverksmiðjan þarf á mikilli hækkun áburðarverðs að halda. Sú hækkun leiðir af sér umtalsverða hækkun á búvöm, sem aftur þýðir hækkun á lánskjaravísitölu og skuldum húsbyggjenda. Allar þessar hækkanir koma til viðbótar þeim skattahækk- unum, sem ríkisstjómin beitti sér fyrir i lok desember og byxjun janúar og kemur óþyrmilega við skattgreið- endur auk þess sem þessar skattahækkanir þýða hækk- un á lánskjaravísitölu og hækkun á skuldum húsbyggj- enda. Á meðan „Róm brennur“ svo að vitnað sé til orða Steingríms Hermannssonar við annað tækifæri, situr ríkisstjómin á rökstólum og deilir um vexti og gengi. Sumir ráðherrar vilja afnema vaxtafrelsi. Einn ráðherra er því gjörsamlega andvígur. Sumir ráðherrar vilja mikla gengislækkun. Aðrir ráðherr- ar vilja litla gengislækkun. Enn liggur engin niðurstaða fyrir en stefnt er að því að svo verði um þessa helgi, hvort sem það verður í raun eða ekki. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hafði tæki- færi til þess sl. haust, eftir stjómarslitin, að grípa til al- mennra efnahagsráðstafana vegna þess, að hún hafði þá byr meðal almennings. Það tækifæri er gengið stjóminni úr greipum. Andstaðan gegn henni vex dag frá degi. Það blasir við, að engin samstaða er innan þessarar ríkisstjóm- ar um gmndvallarþætti efna- hags- og atvinnumála. Þess vegna er hætta á því, að að- gerðir hennar verði tómt kák. Þótt ekki sé æskilegt eða heppilegt að steypa þjóðinni út í kosningar, þegar miklir erfiðleikar steðja að eins og nú, er þó ljóst, að það er betri kostur en að aðgerðalítil og ráðlaus ríkisstjóm sitji mán- uðum saman og rífíst inn- byrðis. Núverandi ríkisstjóm er að lílg'ast æ meir þeirri vinstri stjóm, sem hrök- klaðist frá haustið 1979 eftir að hafa starfað í tæpt ár og allt logaði í sundurlyndi milli stjómarflokkanna, þeirra sömu flokka og mynda þá ríkisstjóm, sem nú situr. Þá var það Alþýðuflokkurinn, sem kvað upp úr með það, að ekki væri hægt að halda því samstarfí áfram. Talsmenn Alþýðuflokksins hafa haldið því fram síðustu misseri, að flokkur þeirra væri öðrum ábyrgari. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, heldur enn uppi bar- áttu gegn því, að horfíð verði til fortíðarinnar í vaxtamál- um. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokks- ins, var einn þeirra manna, sem hafði forystu um að ijúfa stjómarsamstarfið 1979. Staðan nú er að verða sú sama og haustið 1979. Hver verður afstaða formanns Al- þýðuflokksins nú? Stj órnar-Kreppan eftir Þorstein Pálsson Undanfamar vikur hafa farið fram all sérkennilegar stjómar- myndunarviðræður. Þessar viðræð- ur hafa varpað ským ljósi á þá stjómarkreppu sem við búum nú við. Um leið sýna þær vonleysið í röðum forystumanna ríkisstjómar- flokkanna fjögurra að þeir skuli, eftir aðeins þriggja mánaða setu, hefja viðræður við fímmta flokkinn um myndun nýrrar ríkisstjómar. Stjómarkreppan kemur fram í ýmsum myndum. í fýrsta lagi er rétt að hafa í huga að ríkisstjómin hefur fram til þessa ekki haft meiri- hluta í báðum deildum Alþingis. í því efni hefur hún þurft að reiða sig á kænsku Stefáns Valgeirsson- ar. í annan stað kemur stjórnar- kreppan fram í því að núverandi stjórnarflokkum tókst ekki að semja um ýmis veigamikil mál og stefnu- atriði, sem eru því í lausu lofti. Það hefur hins vegar verið afsakað með tímaleysi í haust þegar stjómin var mynduð. Þriðja mynd stjómarkreppunnar er að vísu af öðrum toga. Hún birt- ist í því að stefna stjómarinnar miðar að því markvisst að koma hér á kreppu í íslensku atvinnulífí. Ríkisstjómin er kennd við Steingrím Hermannsson, en lýtur í raun for- ystu Ólafs R. Grímssonar. Hann fylgir kreppustefnu til þess að ná pólliltískum undirtökum í atvinnu- lífínu. Grundvallaratriði utan * stjórnarmyndunarviðræðna Athyglisvert er að stjómarmynd- unarviðræðumar síðustu vikur hafa eingöngu snúist um að tryggja ríkisstjóminni meirihluta í báðum deildum í þeim tilgangi að gera hana óháða kænsku Stefáns Val- geirssonar. Ekkert sýnist hins veg- ar hafa verið rætt, a.m.k. ekki í alvöru, um að breyta vinstri kreppu- stefnu. Og engum tíma virðist hafa verið varið í að ræða um lausn á þeim stóm ágreiningsmálum sem ekki var unnt að semja um við myndun þeirrar ríkisstjómar sem enn situr. Við myndun núverandi ríkis- stjómar tókst hvorki Framsóknar- flokki né Alþýðuflokki að fá ákvæði inn í stjómarsáttmálann um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu né heldur um vamarsamninginn við Bandaríkin. í fyrsta skipti í 40 ár hefur utanríkisráðherra enga sam- eiginlega eða samningsbundna stjómarstefnu að styðjast við. Yms- ir hafa af þessu áhyggjur einkan- lega með tilliti til ístöðuleysis Al- þýðuflokksins á öllum öðmm svið- um þjóðmála. í stjómarmyndunarviðræðum síðastliðið haust náðist heldur ekki samkomulag um afstöðu íslands til hugsanlegrar aðildar að samkomu- lagi við Atlantshafsbandalagið um byggingu nýs varaflugvallar. Al- þýðubandalagið hefur því augljós- lega neitunarvald um þetta mikil- væga atriði og hefur lýst því yfír að það ætli að beita þ'ví valdi, þó að næsta öruggt megi telja að meirihluti sé á Alþingi fyrir slíku samstarfí. Loks fékk Alþýðubandalagið því framgengt í stjómarmyndunarvið- ræðum síðastliðið haust að það hefði neitunarvald um hugsanlega samninga við erlenda aðila um nýja stóriðju og nýjar stórvirkjanir í tengslum við slíka samninga. En eins og menn rekur eflaust minni til var það eina krafa Alþýðuflokks- ins í þessum stjómarmyndunarvið- ræðum að skýrt ákvæði kæmi inn í stjómarsáttmálann um stefnu- mörkun í þessu efni. Formaður Framsóknarflokksins varð að kaupa aðild Alþýðubandalagsins því verði að snúa Alþýðuflokkinn niður með þessa höfúðkröfugerð. Fleiri með bundnar hendur í álmálinu? Öll þessi mikilvægu mál eru því í uppnámi. Það sýnir metnaðarleysi forystuflokksins fyrir þessum stjómarmyndunarviðræðum að hann hefur ekki gert tilraun til þess að leiða þessi mál til lykta. Og það staðfestir pólitíska uppgjöf Alþýðuflokksins að hann hefur ekki nefnt þessi mál einu orði í nýjum stjómarmyndunarviðræðum. Hin nýja forysta Borgaraflokksins sýn- ist heldur ekki hafa munað eftir því að takast á við þennan þátt stjómarkreppunnar. Það er öruggur meirihluti fyrir álmálinu á Alþingi, ef Alþýðu- bandalagið væri ekki í þeirri að- stöðu að getað kúgað meirihlutann. Gangi Borgaraflokkurinn inn í ríkisstjórnina án samninga um skýra stefnumörkun í þessu veiga- mikla framfaramáli em færri þing- menn en áður með fijálsar hendur en að sama skapi fleiri bundnir neitunarvaldi Alþýðubandalagsins. Ég ætla ekki að leiða neinum getum að því hver verður niður- staða af þessum stjómarmyndunar- viðræðum sem nú hafa staðið í þijár vikur án árangurs. Hitt virðist alveg augljóst að jafnvel þó að þær leiði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar leysir það aðeins einn þátt þeirrar stjómarkreppu sem við búum nú við. En veigamestu þættir hennar verða enn óleystir. Það er enginn vandi fyrir þá aðila sem að þessum stjómarmyndunarviðræðum standa að pakka einhveijum af kröfum Borgaraflokksins inn í silkipappír nánari athugana. En þriggja vikna viðræður sýna glöggt að enginn stjómarmyndunarflokkanna hefúr gert minnstu tilraun til þess að fá botn í hina eiginlegu stjómar- kreppu, sem snýst um sameiginlega stjómarstefnu. Málefni gegn gaspri Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarna mánuði verið í mjög eindreginni, en um leið mál- efnalegri, andstöðu við stefnu nú- verandi vinstri stjómar. Um leið hafa þeir sýnt fram á hvaða mögu- leika islenska þjóðin á undir merkj- um fijálslyndrar umbótastefnu. Það hafa því verið dregnir fram mjög skýrir kostir í stjómmálaumræðum undanfamar vikur. A fyrstu vikum núverandi stjóm- arsamstarfs vorum við ásakaðir af ýmsum fyrir að láta ráðherrana komast upp með allar stóryrðayfir- lýsingar sínar og gaspur. Við tókum hinsvegar þá ákvörðun að láta stjómarandstöðuhlutverkið ekki draga okkur niður í svað ábyrgðar- leysis og marklausra yfírlýsinga. Við trúðum því að með heilsteyptum málflutningi ynni Sjálfstæðisflokk- urinn sér best traust hjá fólkinu i landinu. Skoðanakannanir sýna nú mjög verulega fylgisaukningu Sjálfstæð- isflokksins. Eg vil þó minna menn á að úrslit í stjómmálaátökum fást ekki í skoðanakönnunum heldur Þorsteinn Pálsson „Þetta nýjasta klúður er hins vegar enn eitt dæmið um stjórnar- kreppuna og ráðleysi Framsóknarflokksins gagnvart forystu A- flokkanna í efiiahags- og Qármálum. Og þótt svo fari að A-flokkarnir verði neyddir til að fall- ast á gengisbreytingu er eins víst að hún verði ónóg og öll orkan fari í fjölgun sjóða og deilur um fækkun banka. Klúðurmálin ætla að koma hvert af öðru eins og lægðirnar utan af hafí.“ kosningum. En þær kannanir sem birtar hafa verið að undanförnu gefa til kynna að Sjálfstæðisflokk- urinn hafí á ný náð fyrri styrkleika. Ég er þeirrar skoðunar að það sé fyrst o g fremst að þakka markviss- Meiriháttar samkomulag eftir EyjólfKonráð Jónsson í öllum bægslagangi stjómvitr- inganna sem skammta okkur frelsi og skammta okkur brauð gleymast auðvitað meginmál. Þannig vakti það enga athygli að samkomulag hefur náðst við Grænlendinga um gífurlega mikilvæg samskipti á sviði hafréttar- og fiskveiðimála sem ryðja úr vegi síðustu hindmn- inni fyrir því að þjóðimar við hin nyrstu höf, allt frá Noregs- og Skot- landsströndum til Kanada, vemdi þau nytji og rækti í sameign og samstarfi. Helst þyrfti þó sú auglýs- ingahirð sem sífellt er á ferð og flugi, landshluta og heimshoma á milli, að hafa snefíl af tilfinningu fyrir því að hún á að gæta íslenskra hagsmuna og kynna sér undirstöðu- atriði einróma stefnumörkunar Al- þingis í hafréttarmálum í einn ára- tug. Nú skilst manni t.d., að slíkur aragrúi fyrirfóiks telji sig ómissandi á fundi Norðurlandaráðs að leggja verði niður störf Alþingis á meðan. Skyldi einhver í hópnum fínnast sem einbeitir sér að því að kynna mál málanna? Samkomulag íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga sem nú hefur verið gert snertir að vísu beint aðeins loðnuveiðar, en að líkum lætur að í kjölfarið fylgja samning- ar um allar aðrar fiskveiðar ef menn nenna að standa í „smámál- um“ í frístundum frá því að baxa við að koma fyrirtækjum og fjöl- skyldum á hausinn. Helgi Ágústs- son skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins hefur raunar leyft mér að greina frá því, að strax að lokinni úndirskrift samkomulagsins hafi menn byijað að tala um víðtækari samninga, þ.á m. um karfann. Við íslendingar einir megum stunda botnvörpuveiðar á Reykja- neshrygg á milli 200 og 350 mílna. Við eigum helmingsrétt til fískveiða í 200 mílna efnahagslögsögu um- hverfís Jan Mayen. Við eigum hafs- botnsréttindi utan 200 mílna okkar „Grænlandssamningnr- inn er mikilvægnr vegna þess að í anda hans er unnt um aldur og ævi að útiloka allar veiðar Evrópubanda- lagsþjóða, Japana og annarra Qarlægra þjóða í norðurhöfum. Þetta er meiriháttar eins og krakkarnir segja.“ og Jan Mayen og ekkert hygg ég að vanti nema grænt Ijós til að Norðmenn og Danir hrindi með okkur í framkvæmd þeirri íslensku tillögu að „loka“ svo til öllu hafs- botnssvæðinu utan 200 mílna lög- sögu landanna frá Svalbarða suður til Færeyja. Samninga við Breta, Færeyinga og íra um Rockall- Eyjólfúr Konráð Jónsson svæðið er auðvelt að gera ef menn nenna því. Grænlandssamningurinn er mik- ilvægur vegna þess að í anda hans er unnt um aldur og ævi að útiloka allar veiðar Evrópubandalagsþjóða, Japana og annarra ijarlægra þjóða í norðurhöfuni. Þetta er meiriháttar eins og krakkarnir segja. Hitt er aumingjaháttur þegar íslenskir menn eru að tuða á þvf hérlendis og erlendis að EB heimti hér fisk- veiðiréttindi þótt það hafi legið fyr- ir í mörg ár að ráðamenn þar í sveit hafi aðeins farið fram á rabb (dialog) um málin. Hötundur er alþingiamaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi. 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Frá viðræðum Borgaraflokks og stjórnarflokkanna. Morgunbiaðií/Ámi Sæberg um, málefnalegum málflutningi þar sem hvorttveggja hefur verið gert í senn, að sýna fram á veilur núver- andi stjórnarstefnu og kosti fijáls- lyndrar umbótastefnu. Þegar til lengdar lætur eru það ekki leikfléttumar og bellibrögðin sem ávinna mönnum traust í stjóm- málum heldur markviss málflutn- ingur og staðfesta. Borgaraleg- samstaða Það er athyglisvert að núverandi ríkisstjórn hefur á aðeins þremur mánuðum misst þriðja hvem stuðn- ingsmann. Flokkarnir fjórir sem að stjóminni standa em greinilega í minnihluta meðal þjóðarinnar og jafnvel þó að fímmta flokknum yrði bætt við yrði slík fimmflokka ríkis- stjóm einnig í minnihluta á meðal þjóðarinnar samkvæmt þessum könnunum. Vel má vera að formenn A-flokk- anna muni hafa erindi sem erfiði við sameiningu flokka sinna eða um mjög nána málefnalega samvinnu. En það er á hinn bóginn mjög at- hyglisvert að því meiri hávaði sem er í formönnum A-flokka um þessa sameiningu virðist fylgi vinstri flokkanna minnka og samstaða borgaraaflanna um fijálslynda um- bótastefnu eflast og styrkjast. I áramótagrein hér í Morgun- blaðinu byijaði ég að fjalla um nauðsyn þess að borgaraleg fijáls- lynd öfl styrktu stöðu sína í þeim tilgangi að komalí veg fyrir að sú kreppustefna sem núverandi vinstri stjóm fylgir næði að grafa um sig í þjóðlífinu. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fínna góðar undirtektir við þetta sjónarmið og það eykur sannarlega á ánægjuna að fá það staðfest í skoðanakönnunum að þjóðin vill fylkja sér undir þetta merki og koma í veg fyrir að áfram verði haldið á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Þegar meirihluti fólks lætur það álit í ljós í skoðanakönnunum að rétt sé að ganga til kosninga þýðir það í raun og veru að fólk lítur almennt svo á að við búum við stjómarkreppu sem ekki verði leyst með öðrum hætti. Augljóst er að minnsta kosti að myndun nýrrar fimmflokka ríkisstjórnar breytir litlu sem engu um þá staðreynd að hér er stjómarkreppa. Fyrir atvinnulífíð eða ríkissjóð? Eins og á stendur er gengis- breyting óumflýjanleg. Það er al- gengt að stjómarandstaða segi við slíkar aðstæður að breyta megi gengi krónunnar án þess að það komi nokkurs staðar við. Slíkur málflutningur er óábyrgur og í raun réttri skrum. Þegar atvinnulífið, útflutnings- framleiðslan og samkeppnisiðnað- urinn eiga við jafn mikinn vanda að etja eins og nú á sér stað að verður ekki úr því bætt nema þjóð- in öll taki á sig byrðar um tíma. Það á ekki að gera með skatta- hækkunum, sem veikja atvinnulífíð heldur gengisbreytingu sem örvar það. Þannig sköpum við meiri verð- mæti og tryggjum betri lífskjör þegar til lengri tíma er litið. Núverandi ríkisstjóm hefur að mati Alþýðusambandsins leitt 7% kjaraskerðingu yfir fólkið í landinu með skattahækkunum einum sam- an. Og þá er ekki farið að gera ráðstafanir til þess að bæta afkomu atvinnuveganna. Ríkisstjómin segir með öðrum orðum við fólkið í landinu: Við telj- um nauðsynlegt að skerða lífskjör ykkar með skattahækkunum til þess að bæta afkomu ríkissjóðs. Sama ríkisstjórn segir á hinn bóg- inn: Við teljum fráleitt að gera ráð- stafanir til þess að bæta afkomu atvinnuveganna í landinu af því að það kann að hafa áhrif á kaup- máttinn um sinn. En fólkið sem er að missa atvinn- una veit að gengi krónunnar er rangt skráð. Núverandi ríkisstjóm virðist haldin þeirri trú að lífæð þjóðarbú- skaparins sé í ríkissjóði. Hún virðist ekki gera sér grein fyrir því að þessi lífæð er í atvinnufyrirtækjun- um í sjávarplássunum. Eitt klúðrið enn Svo virðist sem flest mál sem ríkisstjómin hefur einhver afskipti af á annað borð verði að meirihátt- ar klúðurmálum. Eitt ljósasta dæm- ið þar um er sú ákvörðun sem tek- in var í byijun þessarar viku að breyta gmndvelli lánskjaravísi- tölunnar. Nú má vafalaust um það deila hvemig setja eigi saman tommustokk eins og lánskjaravísi- talan í raun og veru er. En vinnu- brögðin við þessa ákvörðun em með miklum eindæmum. í fyrsta lagi er nú tekin ákvörðun með reglugerð um breytingu á láns- kjaravísitölu, en fyrir aðeins örfáum vikum hafði ríkisstjómin komist að þeirri niðurstöðu og kynnt hana í þingskjali að lánskjaravísitölunni væri ekki unnt að breyta nema með lögum. Þessi óvandaða málsmeð- ferð hefur nú leitt til mikillar rétt- aróvissu á þessu sviði og ríkisstjóm- in á yfír höfði sér langvarandi mála- ferli. Og á meðan helst óvissu- ástandið og getur haft mjög skaðleg áhrif fyrir spamaðinn í landinu. í annan stað er rétt að hafa í huga að fyrir aðeins mánuði gerði ríkisstjómin samninga við lífeyris- sjóðina í landinu til nokkurra mán- aða um kaup á skuldabréfum. Þar var beinlínis um það samið að gamla vísitalan skyldi gilda á umsömdum samningstíma. Þetta var sérstak- lega tekið fram vegna þeirrar óvissu sem ríkisstjómin hafði þá skapað með ómarkvissum yfírlýsingum um hugsanlegar breytingar á vísitölu- gmndvellinum. Nú kemur á daginn að ríkis- stjómin hefur haft í hyggju að bijóta þessa samninga sem hún hefur gert við lífeyrisþegana í landinu. Talsmenn lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga hafa af eðlilegum ástæðum mótmælt þessu gerræði kröftuglega. Því verður tæpast trú- að að óreyndu að ríkisstjómin muni ekki láta undan. Þó að ríkisstjómin hafi ekki þá sjálfsvirðingu að vilja standa við samninga sem hún hefur gert, þá hefur Alþingi íslendinga þá sjálfsvirðingu að líða ekki þá ríkisstjóm sem brýtur samninga við lífeyrisþegana í landinu. Forsætisráðherra hefur undan- famar vikur safnað saman skýrsl- um og beitt sér fyrir ákvörðunum um aukaatriði til þess að draga fjöð- ur yfír það að innan ríkisstjómar- innar er ekki samstaða um raun- hæfar aðgerðir til þess að treysta rekstur útflutningsatvinnuveganna og samkeppnisiðnaðarins. Þetta nýjasta klúður er hins veg- ar enn eitt dæmið um stjómar- kreppuna og ráðleysi Framsóknar- flokksins gagnvart forystu A-flokk- anna í efnahags- og fjármálum. Og þótt svo fari að A-flokkamir verði neyddir til að fallast á gengisbreyt- ingu er eins víst að hún verði ónóg og öll orkan fari í fjölgun sjóða og deilur um fækkun banka. Klúður- málin ætla að koma hvert af öðm eins og lægðimar utan af hafi. Höfímdur er formaður Sjálfstæð- isílokksins. Orðstír þýsks fyrirtækis í veði vegna hvalveiðisteftiu íslendinga V estur-Þýskaland: ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. „ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekkert aðhafst til að kynna ste&iu sína í hvalveiðimálum í Vestur Þýskalandi. Við skrifuðum því íslenska sendi- ráðinu í Bonn bréf og óskuðum efftir upplýsingum um hvað íslending- ar hyggjast fyrir,“ sagði GUnter Thiemann, Cramkvæmdastjóri Aldi Siid, í samtali við Morgunblaðið í gær. Iceland Waters, dótturfyrirtæki Sölustofiiunar lagmetisins í Vestur Þýskalandi, fékk afrit af bréfinu og þar kemur ffram að Aldi Siid hyggst ekki panta fieiri vörur frá fyrirtækinu. „Aldi hafa borist þúsundir mót- mælabréfa gegn hvalveiðistefnu ís- lendinga vegna kaupbannsherferð- ar Grænfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum," sagði Thiemann. „Viðskiptavinir okkar mótmæla að við verslum með íslenskar vörur og orðstír fyrirtækisins er í veði vegna máls sem kemur okkur ekkert við. Islenskar rækjur eru enn á boðstól- unum í verslunum okkar. Við bíðum greinagóðs svars frá íslenskum stjómvöldum áður en við stígum næsta skref." Theimann vildi ekki staðfesta að Aldi Siid væri hætt viðskiptum við Sölustofnun lagmet- isins. Karl-Heinz Jakubowski, fram- kvæmdastjóri Iceland Waters í V- Þýskalandi, sagði að 60 til 70% við- skipta Iceland Waters þar í landi væru við Aldi. „Aldi Nord hefur enn ekki látið frá sér heyra,“ sagði hann, „en Iceland Waters tapar um 7.5 milljónum v. þýskra marka (um 202.5 millj. ísl. kr.) í árlegri veltu við að missa viðskiptin við Aldi Súd.“ Hann sagði að Karstadt versl- unarkeðjan og hluti af Edika-keðj- unni væru hætt viðskiptum við Ice- land Waters út af hvalamálinu. Tengelmann hætti þeim í fyrra eins og kunnugt er. Jakubowski sagðist vera nýkominn úr söluferð til Aust- urríkis. „Tvö fyrirtæki sem ég hafði samband við í Vín sögðust ekki hafa áhuga á viðskiptum með ísl- enskar sjávarafurðir vegna baráttu Grænfriðunga í Vestur Þýska- landi." Aldi sendir mótmælabréfín sem því berast til sendiráðs íslands í Bonn. „Grænfriðungar hafa skipt um baráttuaðferð og tekið Aldi fyr- ir eftir að þeir sáu að það þýddi ekkert að benda fólki á að skrifa og hringja hingað í sendiráðið eins og þeir gerðu í sumar og haust," sagði Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra. „Við förum í gegnum bréfín sem berast hingað frá Aldi og svörum þeim sem fólk hefur sest niður við að skrifa. Það eru nokkur bréf á dag. En við getum ekki staðið í að svara fjölrituðum mótmælabréfum sem Grænfriðung- ar dreifa, mörg þeirra hafa ekki einu sinni heimilisfang." Barátta Grænfriðunga hefur einnig beinst gegn Iglo fyrirtækinu sem selur frystan físk. Talsmaður þess sagði að Iglo hygjjðist ekki hætta viðskiptum við Islendinga. „Við erum með íslensk þorsk-, ufsa- og karfaflök í 300 gramma pakkn- ingum í vöruúrvali okkar en það er ekki nema um hálft prósent af fiskinum sem við erum með,“ sagði hann. „Það kemur fram á pökkun- um hvort að um íslenskan fisk er að ræða og við látum viðskiptavini okkar ráða hvort að þeir kaupa íslenskan fisk eða ekki. Islendingar voru okkur innan handar fyrir nokkrum árum þegar það var hör- gull á fiski. Það kom okkur vel og við viljum ekki loka hurðinni á þá núna þegar á móti blæs." Hann sagði að Iglo bærust um 20 mót- mælabréf vegna hvalveiða íslend- inga á dag. „Við svörum þeim og útskýrum okkar afstöðu." Fulltrúi í vestur-þýska sjávarút- vegsráðuneytinu sagðist hafa heyrt á fímmtudag að Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, hefði hug á að heimsækja starfsbróður sinn í Bonn dagana 6. til 8. apríl næst komandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.