Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ- LAUGARDAGUR' 28’ ÍANÚAR 1989 Kópavogur: Þorsteinsvaka Þorsteinn Valdimarsson skáld. síðastliðið haust og í tilefni af því heldur Lista- og menningarráð Kópavogs, Þorsteinsvöku til að heiðra minningu hans. (Fréttatilkynning) Sjálfstæðisfélög- in í Reykjavík: Ráðstefiia um borg- armálefni Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík heldur ráð- stefnu um borgarmálefhi í dag. Fjallað verður sérstaklega um sex afmarkaða málaflokka sem vinnuhópar hafa undirbúið, kynnt verða helstu viðfangsefiii á vettvangi borgarmála og borg- arfulltrúar verða á staðnum og svara fyrirspurnum. Baldur Guðlaugsson formaður fulltrúaráðsins setur ráðstefnuna kjlukkan 9.30. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður undirbúnings- nefndar kynnir tildrög og undirbún- ing ráðstefnunnar og að því loknu gera formenn starfshópa grein fyrir vinnu hópanna og niðurstöðum þeirra. Starfshópamir fjölluðu um félags-, mennta- og menningarmál, skipulags- og umhverfismál, íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- mál, heilbrigðis- og hollustumál og sjúkrastofnanir Reykjavíkurborgar, umferðar- og bílastæðamál og al- menningssamgöngur, atvinnumál og nýsköpun atvinnulífs. Davíð Oddsson borgarstjóri flyt- ur ræðu að lokinni kynningu starfs- hópanna. Umræður verða í hópun- um og á meðan verður kynning á málefnum borgarinnar. Þar munu borgarfulltrúar og varaborgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins svara fyrirspumunu Ráðstefnan er haldin í Valhöll við Háaleitisbraut 1, henni lýkur klukkan 17.00 í dag. Steinunn Helgadóttir sýnir í Gautaborg STEINUNN Helgadóttir grafik- listakona heldur um þessar mundir sína fyrstu sýningu í Gallerí „Mors Mössa“ í Gauta- borg. Steinunn stundaði myndlist- amám í Myndlistaskóla Reykjavík- ur í einn vetur, á Akureyri í einn vetur og að því námi loknu fór hún í Myndlistarskólann í Gautaborg. í Göteborgs—Posten er fjallað um sýningu Steinunnar þann 14. janúar sl. og eru myndir hennar sagðar fjölbreytilegar, fíngerðar og ljóðrænar. Steinunn leiti nýrra leiða í myndsköpun sinni sem bjóði upp á ýmsa tjáningarmöguleika, sem listamaðurinn geti nýtt sér í fram- tíðinni. LISTA- og menningarráð Kópa- vogs heldur Þorsteinsvöku, dag- skrá um Þorstein Valdimarsson skáld, á morgun, sunnudaginn 29. janúar, kl. 20.30. í Félags- heimili Kópavogs í Fannborg 2. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Helstu dagskrárliðir eru þeir að Eysteinn Þorvaldsson bókmennta- fræðingur fjallar um skáldskap Þorsteins og félagar úr Leikfélagi Kópavogs flytja samfellda dagskrá úr ljóðum hans og limmm undir stjóm Guðrúnar þ. Stephensen. Einnig verður flutt fjölbreytt tón- list við ljóð skáldsins eftir Þorkel Sigurbjömsson, Martin Hunger Friðriksson, Marianne Meystre og Jón S. Jónsson. Flytjendur eru Elísabet Erlingsdóttir við undirleik Kristins Gestssonar, Skólakór Kárs- ness undir stjóm Þómnnar Björns- dóttur og Samkór Kópavogs, sem Stefán Guðmundsson stjómar. Þorsteinn Valdimarsson var fæddur 31. október 1918 í Bmna- hvammi í Vopnafirði, en lést 7. ágúst 1977, 59 ára að aldri. Hann var gmðfræðingur að mennt, en stundaði einnig tónlistarnám bæði hér heima og erlendis. Aðalstarf hans var lengstaf kennsla .við Menntaskólann í Reykjavík og Stýrimannaskólann, en einnig fékkst hann mikið við þýðingar á söngtextum og ópemm. Eftir hann liggja átta ljóðabækur: Villta vor (1942), Hrafnamál (1952), Heim- hvörf (1957), Heiðnuvötn (1962), Limmr (1965), Fiðrildadans (1967), Yrkjur (1975) og loks Smalavísur, sem út kom í október 1977, tveim- ur mánuðum eftir andlát skáldsins. Þorsteinn Valdimarsson bjó í Kópavogi um tveggja áratuga skeið og setti svip sinn á menningarlíf bæjarins. Hann hefði orðið sjötugur _________Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Barð- strendingafélagfsins Staðan í aðalsveitakeppni deild- arinnar eftir 6 umferðir er þessi: Þórarinn Ámason 117 Þorsteinn Þorsteinsson 111 Leifur Jóhannesson 107 Ingólfur Lilliendahl 100 Bridsdeild Rangæingafélagsins Það stefnir í hörkukeppni í aðal- sveitakeppni deildarinnar. 14 sveitir taka þátt í keppninni og em spilað- ir 16 spila leikir. Staðan eftir 6 leiki: Ingólfur Jónsson 128 Daníel Halldórsson 119 Baldur Guðmundsson 111 Lilja Halldórsdóttir 104 Ingólfur Böðvarsson 102 Rafn Kristjánsson 99 Sæmundur Jónsson 98 Sigurleifur Guðjónsson 96 Spilað er á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 í Ármúla 40. Keppnis- stjóri er Siguijón Tryggvason. Bridshátíð um aðra helgi Bridshátíð Flugleiða og BSÍ verð- ur spiluð dagana 3.-6. febrúar. í tvímenningnum, sem spilaður verðu 3.-4. febrúar, spila 48 pör, þar af verða líklega 6 erlend pör. Spila- mennskan hefst kl. 22.00 föstudag- inn 3. febrúar og spilað til um klukkan 01.00 um nóttina. Spila- mennskan hefst aftur klukkan 10.00 þann 4. febrúar og spilað þar til mótinu lýkur. Spiiað verður baró- meter, tvö spil milli para. Sveita- keppnin hefst klukkan 13.00 sunnu- daginn 5. febrúar og verða spilaðar 4 umferðir (14 spila leikir). Spila- mennskan í sveitakeppninni hefst aftur klukkan 15.00 á mánudaginn, 6. febrúar og áætluð mótslok verða um klukkan 23.00. Sveitakeppnin verður með Monrad-sniði og alls spilaðar 7 umferðir. Erlendu spilaramir sem koma á bridshátíð em austurísku spilaram- ir Fucik-Kubak og Meinl-Berger. Pakistaninn frægi, Zia Mahmood, kemur með sveit sem skipuð verður auk hans, þeim Billy Cohen, George Mittelman og Mike Molson. Frá Danmörku koma Kirsten Steen Möller-Bettina Kalkemp úr sigurliði Dana frá Ólympíumótinu. Með þeim í sveit verða A-landsliðsmennimir Steen Möller-Lars Blakset. Keppn- isstjóri á mótinu verður Agnar Jörg- ensen og mótsstjóri Sigmundur Stefánsson. Bridsmót í Lyngby í Danmörku í júní í tilefni af 50 ára afmæli danska Bridssambandsins mun verða haldið sérstakt afmælismót dagana 2.-4. júní 1989 í Lyngby, sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn. Sjö pör frá Danmörku, eitt frá Færeyjum og 3 frá hvetju hinna Norðurland- anna munu taka þátt í því. Brids- sambandið auglýsir hér með eftir sterkum pömm á þetta mót, og er umsóknarfrestur til 3. febrúar. Bridssamband fslands sér sér því miður ekki fært að styrkja pörin til fararinnar, en danska Bridssam- bandið mun sjá um uppihald á mótsstað. Nánari upplýsingar hjá Bridssambandinu í síma 689360. Bridsfélag Akureyrar Lokið er 15 umferðum í Akur- eyrarmótinu í tvímenningi. Spilaður er barómeter, 5 spil milli para og taka 26 pör þátt í keppninni. Staða efstu para er þannig: Sveinbjörn Jónsson — Ólaflir Ágústsson 152 Reynir Helgason — Tryggvi Gunnarsson 146 Hörður Steinbergsson — ÖmEinarsson 131 Kristján Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 91 Anton Haraldsson — Pétur Guðjónsson 83 Páll Pálsson — Þórarinn B. Jónsson 47 Magnús Aðalbjömsson — Pétur Jósepsson 47 Píanóleikarinn Diedre Irons og fíðluleikarinn Miha Pogacnik leika fyrir starfsmenn Álversins i steypu- skála ÍSAL. Diedre Irons og Miha Pogacnik leika hér á landi Píanóleikarinn Diedre Irons og fiðluleikarinn __ Miha Pogacnik munu hefja á íslandi hljómleika- för um Evrópu nú i janúarlok. Irons er frá Nýja-Sjálandi og Pogacnik frá Bandaríkjunum. Ir- Nafii féll niður í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu 16. janúar sl. um skipun nefndar um flölmiðlakennslu á öllum skólastigum féll niður nafn Marteins Sigurgeirssonar grunn- skólakennara. Þetta leiðréttist hér með. ons hefúr ekki áður komið til ís- lands, en Pogacnik hélt tónleika í Reykjavík i febrúar sl. Miha Pogacnik er frumkvöðull að stofnun alþjóðasamtakanna Idriart (Institut pour le Développement des Relations Interculturelles par l’Art), sem árlega halda listahátíðir utan hins vestræna heims til að auka tengsl á milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Sem dæmi um fyrirhugaðar lista- hátíðir ársins 1989 má nefna, að 23. til 28. apríl verður „Idriart-Festival" í Tbilissi (Tíflis) í Georgíu sunnarlega í Sovétríkjunum og 12. til 18. júlí verður hátíð í Cuzco í Perú. Á vegum Menningarsamtaka Hér- aðsbúa munu Diedre Irons og Miha Pogacnik halda tónleika á Egilsstöð- um sunnudaginn 29. janúar kl. 17.00. Á vegum Idriart-ísland verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík hatdin kynning á starfsemi Idriart-samtakanna ásamt kynningu á hlustunarnámskeiði („Active List- ening“) mánudaginn 30. janúar kl. 20:30. Kvöldið eftir, 31. janúar kl. 20:30, verða síðan lokatónleikar þessarar heimsóknar í Gerðubergi. Á tónleikunum þar (sem og á Egilsstöð- um) verða leikin verk fyrir fiðlu og píanó eftir Beethoven, Prokofiev, Bartok og F. Schubert. (Fréttatilkynning) „Heimsmeistarakeppn- in í maraþondansi“ Síðasta sýning Leikfélag Reykjavíkur sýnir söngleikinn „Heimsmeistara- keppnin í maraþondansi" í veit- ingahúsinu Broadway í kvöld kl. 20.30 og er sýnigin sú allra síðasta á söngleiknum. Söngleikurinn fjallar um heims- méistarakeppnina í maraþondansi í Los Angeles árið 1935. Atburðir verksins eiga sér að mestu stað í stórum danssal, en einnig að hluta niður við höfn. Fylgst er með keppn- inni frá upphafi til enda og skyggnst inn í örlög nokkurra kspp- enda. Inn í atburðarásina fléttast síðan vovéiflegir atburðir, mannleg- ur harmleikur, segir í frétt frá LR. Nítján leikarar taka þátt í söng- leiknum. Verkið er eftir Ray Her- man, sem byggði það á skáldsögu eftir Horace McCoy. Karl Ágúst Úlfsson þýddi leikinn og gerði söng- texta og er hann jafnframt leik- stjóri. Leikmynd og búninga gerði Karl Júlíusson. Jóhann G. Jóhanns- son útsetti og annast tónlistar- stjórn. Lýsingu gerði Egill Öm Ámason. Dansar eru eftir Auði Bjamadóttur. Steppþjálfun var í höndum Draumeyjar Aradóttur og framkvæmdastjórn annaðist Kjart- an Ragnarsson. Pétur Einarsson í hlutverki Rocky Gravo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.