Morgunblaðið - 28.01.1989, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR, 28. JANÚAR 1989
Lagmetisiðnaður á Norðurlandi eystra:
Allir hafa misst spón úr aski
sínum vegna hvalveiðimálsins
* i
FORRÁÐAMENN lagmetlsiðn-
aðar á Norðurlandi eystra hafa
þungar áhyggjur vegna þeirra
frétta, að vestur-þýska verslun-
arkeðjan Aldi Siid hefur ákveðið
að rifta samningum sínum um
kaup á niðurlagðri rækju við
Sölustofnun lagmetis. Þeir sögðu
að hvalveiðar Islendinga stefndu
öllum markaðsmálum í stórvoða
og einn sagði að honum fyndist
það „engin stjórnkænska að
keyra beint í sjáIfsmorð“, eins
og íslensk stjómvöld gerðu með
því að neita að stöðva hvalveiðar.
Hroki ráðamanna
Kristján Jónsson, framkvæmda-
stjóri K.Jónsson og co. hf., sagði
að fyrirtæki hans hefði þegar af-
greitt um helming 300 milljóna
króna pöntunar við Aldi-verslanak-
eðjuna. „Þessa pöntun átti að af-
greiða á síðari hluta síðasta árs og
fyrri hluta þessa," sagði hann. „Við
töpum því 150 milljón króna við-
skiptum ef af þessu verður, auk
þess sem við höfðum reiknað með
að þeir keyptu einnig af okkur
rækju síðari hluta þessa árs. Samn-
ingamir hafa yfirleitt verið til eins
árs í senn. Það eru engir aðrir
markaðir fyrir þessa vöru. Við selj-
um að vísu svolítið af niðursoðinni
rælq'u til annarra landa, en þá í
annarri mynd. Þða eru mismunandi
reglur eftir löndum. Þýskaland er
eina landið sem ég veit um þar sem
notað er svo mikið af niðursoðinni
rækju, en flest önnur lönd vilja
hana frysta. Verslanir Aldi-keðj-
unnar eru ekki búnar mikið undir
frystivörur."
Kristján sagði að eflaust væri
hægt að endurheimta _ markaðinn,
ef hvalveiðar hættu. „Ég veit ekki
hversu lengi menn ætla að bíða,“
sagði hann. „Ég held að það verði
að fara að taka málin öðrum tökum
en hingað til. Að mínu viti hafa
ráðamenn sýnt mikinn hroka í sam-
bandi við þetta hvalastríð. Ég veit
ekki hvar þetta getur endað, hvort
menn ætla að bíða þar til allir
markaðsmöguleikar fyrir íslenskar
útflutningsvörur er horfnir. Ef við
leggjum af þessar hvalveiðar þá
myndi birta yfir, ekki aðeins í lag-
metisiðnaðinum, heldur hjá mörg-
um öðrum. En mér sýnist það ekki
vera á dagskrá."
Kristján sagði að fyrirtæki hans
væri með um 150 milljónir króna
bundnar vegna viðskiptanna við
Aldi. „Það er bæði framleitt og frá-
gengið magn, umbúðir, hráefni og
fleira."
K. Jónsson hefur sagt 15 starfs-
mönnum upp vegna Aldi-málsins.
Nú vinna hjá fyrirtækinu um 90
manns.
Pólstjarnan hætt
rækjuframleiðslu
Fyrirtækið Pólstjaman á Dalvík
hætti rækjuframleiðslu síðastliðið
haust, þegar fyrirtækið missti við-
skiptasamning sinn við vestur-
þýska fyrirtækið Tengelmann. Sú
ákvörðum Tengelmann að hætta
að kaupa niðursoðna rækju héðan
var vegna hvalveiða íslendinga. Jón
Tryggvason, framkvæmdastjóri,
sagði að fyrirtækið hefði aldrei
framleitt fyrir Aldi, en þó selt einn
og einn gám til verslanakeðjunnar.
„Við hættum að sjóða niður rækju
síðastliðið haust og sögðum þá upp
15-17 manns," sagði Jón. „Við seld-
um áður rækju til Þýskalands fyrir
25-30 milljónir á ári og það var
megnið af okkar framleiðslu. Við
erum nú að búa okkur undir að
sjóða niður lifur og við það munu
starfa 15 eða 16 manns. Lifrina
seljum við til Kanada og Rússlands
og markaður er nægur. Hvort áróð-
ur gegn hvalveiðum á eftir að hafa
áhrif á þann markað veit ég ekki.
Ég veit bara að við erum búnir að
spila rassinn úr buxunum. Við hefð-
um átt að hætta hvalveiðum í eitt
ár, alla vega fram að næsta fundi
hvalveiðiráðsins og nota tímann til
að vekja athygli á okkar málstað,"
sagði Jón Trygvason, fram-
kvæmdastjóri Pólsljömunnar.
Keyrt beint í sjálfsmorð
Jóhannes Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Egilssíldar á Siglu-
firði, sagði að fyrirtæki hans, sem
framleiðir reykta síld, seldi ekkert
á Þýskalandsmarkað. „Við seljum
til Ítalíu, Rússlands og dálítið til
Bandaríkjanna. Við misstum samn-
ing við bandarískt fyrirtæki í haust,
vegna áróðurs Greenpeace-manna.
Ef sá samningur hefði gengið eftir,
hefði það þýtt sölu á um 60 tonnum
árlega til þess aðila, að verðmæti
um 10-15 milljónir. Mér finnst eng-
in stjómkænska í því að keyra okk-
ur beint í sjálfsmorð, að hætti sjálfs-
morðsflugmanna. Það er bara vaðið
beint í byssukjaftinn. Það verður
að verjast með öðru lagi og þá í
samvinnu við Norðmenn, Japani og
Sovétmenn. Og það var til dæmis
ekki notað í áróðursskyni þegar
hvalimir komu í loðnunætumar í
haust og rifu þær.“
Hjá Egilssíld starfa nú 18-20
manns, en Jóhannes sagði að hann
hefði getað bætt við starfsfólki ef
viðskiptin við Bandaríkjamenn
hefðu ekki tapast.
Minjasafii Akureyrar:
Miðlum þekkingu frá
einni kynslóð til annarrar
- segir Guðný Gunnarsdóttir safiivörður
„SAFNIÐ er vei búið munum, en
Qárskortur háir þvi nokkuð, eins
og öðrum söfnum. Stærsta verkef-
nið framundan er endurskráning
safnsins," sagði Guðný Gunnars-
dóttir, sem var ráðin safhvörður
að Minjasafhi Akureyrar á sfðast-
liðnu hausti.
Guðný er Reykvíkingur og starfaði
í sjö ár við Árbæjarsafn. Hún stund-
aði nám í þjóðháttafræði og fomleifa-
fræði í Lundi í Svíþjóð, en lagði síðan
stund á mannfræði og undanfarin tvö
ár var hún við framhaldsnám í
Kanada. „Þegar ég kom heim aftur
í ágúst á síðasta ári var staða safn-
varðar á Akureyri laus og ég sótti
um. Hingað kom ég í október og líkar
vél,“ sagði hún.
Minjasafn Akureyrar var stofnað
1962, á 100 ára afmæli Akureyrar-
kaupstaðar. Safnhúsið Kirkjuhvoll
var keypt það ár og viðbygging við
safnið reis 1978. Safnið er rékið af
Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsýslu og
Kaupfélagi Eyfirðinga, en Mjólkur-
samlag KEA átti frumkvæðið að
stofnun þess. Tveir starfsmenn eru
í fastri vinnu við safnið, en að auki
er ráðið starfsfólk til gæslu á sumr—
in. „Hér eru margir munir úr sveitun-
um í kring, auk þess sem við eigum
safn gripa iðnaðarmanna. Hér er því
ágæt heildarmynd sveitar- og bæjar-
menningar fyrr á tímum," sagði
Guðný. „Vandamál safnsins er skort-
ur á geymslurými, en við erum að
reyna að finna leið til að bæta úr því.“
Vistheimilið Sólborg:
Starfsfólk safnaði 1,5 milljón-
um til sundlaugarbyggingar
HÓPUR starfsfólks á vistheimilinu Sólborg tók sig til síðastliðið haust
og hóf Qársöfnun, svo unnt væri að ljúka byggingu sundlaugar heimil-
isins. Byggingin hófst árið 1983. Starfsfólkinu tókst að safha um 1,5
miiyónum og í gær var féð afhent á samverustund hjá heimilisfólki.
Enn vantar um 700 þúsund til að Ijúka við bygginguna.
í tll
d
■h&MWzk
Rakel Bragadóttir, fulltrúi, er í
forsvari fyrir starfsmennina. „Það
er okkur starfsfólkinu óskiljanlegt
að sundlaugarbyggingin skuli látin
standa ófúllgerð ár eftir ár,“ sagði
hún. „Byijað var á byggingunni 1983
og hún hefur nær eingöngu verið
reist fyrir gjafa- og söfnunarfé. Eina
opinbera framlagið er 1,5 milljón,
sem framkvæmdasjóður fatlaðra
lagði fram. Lionsklúbbur Akureyrar
gaf 420 þúsund, Lionsklúbburinn
Huginn 200 þúsund og svo má geta
þess að níundi bekkur Gagnfræða-
skólans gaf 100 þúsund krónur, sem
, krakkamir söfnuðu sjálfir. í haust
vantaði þó enn 2,2 milljónir til að
fullgera laugina. Það á aðeins eftir
að ganga frá sundlaugarbotni og
búningsherbergjum, flísaleggja og
útbúa aðstöðu fyrir þjálfun."
í ágúst sl. fannst fimm starfs-
mönnum Sólborgar nóg komið og
ákváðu að hefja söfnun. „Við sendum
fyrirtækjum og sveitarfélögum bréf
og fórum fram á fjárstuðning. Alls
tókst okkur að safna 1,5 milljónum
króna, en enn vantar 700 þúsund.
Við getum þó hafíð framkvæmdir
nú og vonandi rætist úr framhald-
inUj“ sagði Rakel.
A vistheimilinu Sólborg eru 42
vistmenn, en sundlaugin mun ekki
aðeins nýtast þeim, heldur og öðrum
þroskaheftum á Akureyri og ná-
grenni. Nú fara vistmenn í sund
hálfa stund einu sinni í viku, í Þela-
merkurlaugina. Það er hins vegar
útisundlaug og aðeins hluti vist-
manna getur nýtt sér hana. Sjúkra-
þjálfari hóf störf við Sólborg þann
10. janúar sl., í fyrsta sinn frá þvi
að vistheimilið tók til starfa fyrir um
20 árum. Rakel sagði að starfskraft-
ar sjúkraþjálfarans nýttust ekki sem
skyldi, fyrr en sundlaugin væri kom-
in í gagnið. „Vonandi tekst okkur
að ná endum saman og ég vil gjam-
an fá að koma að póstgírónúmeri
söfnunarinnar, 544-655,“ sagði Ra-
kel Bragadóttir.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsmenn Sólborgar, sem safnað hafa 1,5 milljónum svo ljúka
megi við sundlaugarbyggingu vistheimilisins, afhentu féð í gær á
samverustund heimilisfólksins. Á myndinni afhendir Rakel Braga-
dóttir Sigrúnu Sveinbjömsdóttur, framkvæmdastjóra svæðisstjórnar
málefna fatlaðra á Noðurlandi eystra, upphæðina. Á milli þeirra er
Kristján Magnússon, forstöðumaður Sólborgar. f forgrunni er Svav-
ar Jensson, sem hafði meiri áhuga á ljósmyndaranum en afhending-
unni.
Minjasafnið er opið alla daga á
sumrin, en aðeins á sunnudögum
yfir vetrartímann. „Við sitjum þó
ekki auðum höndum hér á vetuma,
því í fyrra hófst safnkennsla fyrir
böm í grunnskólum. Við bjóðum upp
á sérstakar sýningar og verkefni sem
tengjast námsefni bamanna og von-
um að þannig verði kennslan meira
lifandi. Nú erum við til dæmis með
verkefni um ull og tóvinnu. Nemend-
ur koma þá hingað, fá að grípa !
snældur og kamba og svo sýnum við
þeim klæði, sem unnin voru á heimil-
um fyrr á tímum. Við fáum hingað .
fólk sem kann réttu handbrögðin og
þannig vinnur safnið að því að miðla
þekkingu frá einni kynslóð til annarr-
ar.“
Guðný sagði að hún teldi fulla
þörf á að tengja skólana betur við
söfnin. „Heimsóknir í söfn gætu ver-
ið liður í samfélagsfræði. Þá er vert
að minnast á að nú er mikil umræða
um íslenskuna; hvort henni sé að
hnigna. Heimsóknir í söfn skýra oft
þau orðatiltæki, sem við notum dag-
lega án þess að velta fyrir okkur
hvað þau þýða. Þannig skýrir verk-
efni grunnskólanema í ullar- og tó-
vinnu til dæmis hvað það þýðir þeg-
ar talað er um að „teygja lopann".
Og ef bömin hafa gaman af slíkum
lifandi verkefnum þá held ég að
ástæðulaust sé að óttast um framtíð
safnanna, því bömin koma aftur sem
gestir síðar."
Guðný sagði að hana langaði nú
til þess að koma upp farandsýningu,
með munum af Víkingasýningunni,
sem nú er á Þjóðminjasaftiinu. „Við
gætum verið með sýninguna hér á
Akureyri og kynnt skólanemum
hana. Síðan væri hægt að senda
munina áfram, til dæmis til Húsavík-
ur og svo koll af kolli. í grunnskólun-
um læra bömin um landnám íslands,
en Minjasafnið á enga muni frá þeim
tíma. Við höfum aðallega muni 18.
og 19. aldar bændasamfélagsins.
Þessi hugmynd um farandsýningu
er þó enn á frumstigi."
Ferðamenn, bæði erlendir og inn-
lendir, eru helstu gestir Minjasafns-
ins. „Við verðum að reyna að fá
heimamenn til að kynna sér safnið
og það getum við til dæmis gert með
því að setja upp sérstakar sýningar,
svo fólk hafi eitthvað nýtt að líta á.
Það er oft talað um að söfnin séu
dauð og lítt áhugaverð, en til þess
að hægt sé að breyta til verður að
hafa peninga og þeir eru af skomum
skammti á íslenskum söfnum. Starfs-
fólk safnanna er mjög áhugasamt
og á margar góðar hugmyndir, en
ef peningana vantar þá er oft erfitt
um vik,“ sagði Guðný Gunnarsdóttir
safnvörður.