Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 44
. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 28: JANÚAR 1989
;í44
mmm
*
Ast er ...
. . . staðfest með
hjónabandi.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
• 1989 Los Angeles Times Syndicate
1710 TARMOVOSK'
Með
morgnnkaffinu
Eftir að ég sagði frá mat-
argerðinni þinni og slapp
við að fara á námskeið
fyrir ekkjumenn ...
HÖGNI HREKKVlSI
Frétt ársins
Til Velvakanda.
Eldhúsið stendur, en íjósið er fallið
Finnst mér það vera ekki neitt
Gjörið svo vel og gangið inn allir,
giska ég á að kaffíð sé heitt.
(Höf. óþekktur að því er ég veit best.)
Það hefur löngum verið talið til
ðyggða að sýna bjartsýni, þó hún
verði að teljast barnaleg á stundum,
séu menn ekki í „samningum" vinnu-
markaðar eða frammi fyrri „skattin-
um“ tíðkast að bera sig mannalega.
Er siíkt háttur flestra þjóða. En eitt
er að tjalda sínu að alþjóðasið eða
grobba fyrir almættinu sem er öllu
alvarlegra. Hvað eftir annað, í ýms-
Látið úti-
ljósin loga
Blaðberar Mogunblaðsins hafa
beðið Velvakanda að koma því á
framfæri við áskrifendur að þeir
moki snjó af tröppum sinum og
láti útiljósin loga á morgnana.
Margir blaðberar eru eldra fólk
og hefúr stundum legið við slys-
um þegar verið er að fara með
blaðið upp svellaðar tröppur fyr-
ir birtingu. Yrðu blaðberar mjög
þakklátir ef ákskrifendur sæju
sér fært að verða við þessum til-
mælum.
um söfnuðum eða heimspekihópum,
hefur verið haldið fram einstæðu
hlutverki Islendinga, „að frá íslandi
muni það koma sem snúi við glötun-
arstefnu og leysi þar með móður
jörð úr álagafjötrum ráðandi menn-
ingar“. Líður vart sá mánuður að
ekki megi rekast einhvers staðar á
í fjölmiðlum ritað um þetta mikil-
vægasta hlutverk Frónveija.
En hver skyldi vera „frétt ársins
1988“, um það má sjáífsagt enda-
laust þrátta. Ég sendi eina smáúr-
klippu sem víst fáir tóku eftir. Bæta
má við að auk allra náttúrulegra
lífríkja, er fyrirþjóðin þarna eitthvert
elskulegasta fólk sem á jörðinni hef-
ur gengið í bráðustu útrýmingar-
hættu líka.
Svæði stærra en Islandi nemur
blæs upp í algera eyðimörk árlega.
Það rignir sýru sem eyðir mann-
virkjum. Skógarnir, árnar, vötnin og
sjórinn sjálfur eru að deyja. Krabba-
mein sem stafar af geislun er að
verða faraldur sums staðar.
Skordýraeitur fínnst í mörgæsun-
um við Suðurskautslandið af-
skekkta, lifrin í úthafshvölum sem
fara milli Færeyja er orðin óneyslu-
hæf vegna kvikasilfursinnihalds.
Enginn maður veit um heildarmagn
ólöglega losaðra eiturefna í haf-
djúpin. Enginn er skortur á verk-
efnalausum áhöfnum flutningaskipa
og báta, einnig bágur rekstur
margra skipafélaga. Venjulegar
steinolíutunnur og plastpokar eru
margfalt ódýrari en sérhönnuð ílát
fyrir skaðleg efni og dýrt að eyða
þeim sérstaklega, ef það er þá ann-
ars unnt. Mengun frá þéttbýlli svæð-
um nálgast nú óðum stijálbýlasta
land Evrópu.
Er „patent" lausn á vandamálum
manna í daglegum samskiptum, t.d.
í stórborgum, nú í sjónmáli? Lögmál
móður náttúru (hluta af Guði) verða
ekki brotin endalaust og maðurinn
upphefur sig ekki lengi yfir þau. Oft
hefur verið beðið eftir frelsara, en
nú er fyllilega tímabært að sá eða
þeir íslensku taki að sýna sig eins
og strikateikningarnar spá, svo að
lífríki bláu plánetunnar verði bjarg-
að. Fresturinn til þess er orðinn
mjög stuttur.
Bjarni Valdimarsson
Leikreglur Karvels
Til Velvakanda.
Ein hlægilegasta grein sem lengi
hefir birst á prenti er grein Karvels
Pálmasonar, alþingismanns Vest-
firðinga, í Dagblaðinu 26. janúar
sl. Innihaldið er gott nokk, en messa
hans um leikreglur lýðræðisins
minnir á fleira, sem ekki er að finna
í greininni, og vekur hlátur kunn-
ugra, nema kannski Sighvats.
Sennilega hefir Karvel ekki munað
eftir þessu lítilræði í svipinn, ann-
ars er líklegt, að hann hefði enga
grein sent til birtingar. Þó er það
ekki víst því mikil sannindi felast í
gömlu kenningunni um flísina og
bjálkann.
íslendingar vilja meina að undir-
staða lýðræðisins í landi þeirra sé
löggjafarsamkundan, dómstólarnir
og framkvæmdavaldið. Þótt ekki
verði á milli greint er augljóst að
Alþingi er grundvöllurinn. Þess-
vegna má öllum augljós vera sú
staðreynd, að leikreglumar um
kosningar til löggjafarsamkun-
dunnar eru forsenda þess að lýð-
ræði geti talist ríkjandi með þjóð-
inni.
Allt sem lýtur að meðferð þeirra
leikreglna er því mikilvægast. Og
stjómmálaflokkarnir, sem stjórnar-
skráin heimilar þegnunum að
stofna, eiga að standa dyggan vörð
um þær og lýðræðið.
Stjórnmálaflokkarnir hafa hver
hjá sér komið sér upp aðferð til að
velja menn til framboðs til Alþing-
is. Þar sem prófkjörin eru undan-
fari að vali á löggjafarsamkunduna
er jafn mikilvægt að „leikreglur
lýðræðisins" séu í heiðri hafðar í
þeim kosningum. Þetta hefír tekist
misjafnlega, og engum mistekist
jafn hrapallega í meðferðinni og
Karvel Pálmasyni. Þetta vita allir
Vestfirðingar. Þess vegna hlæja
þeir nú ailir hátt — nema Sighvatur.
Melamaður
Víkyerji skrifar
ættir Gísla Jónssonar cand.
mag. um íslenzkt mál í Morg-
unblaðinu hafa vakið verðskuldaða
athygli. Víkveiji les þá reglulega.
Þeir sameina það tvennt, sem gefur
þáttum sem þessum gildi, að vera
í senn fróðlegir og skemmtilegir.
Gísli hefur gott lag á því að
tengja ábendingar og fróðleik, sem
hann vill koma á framfæri, atvikum
úr daglegu lífi fólks. Hann kryddar
mál sitt kímni, sem sótt er í skrif
og skraf í landinu, og lætur á stund-
um fjúka í kviðlingum.
Enginn vafi er á því að þættir
Gísla Jónssonar, sem teygja sig nú
upp fimmta hundraðið, eiga ríku-
legt erindi við fólk á Iíðandi stundu.
Víkveiji er sannfærður um það —
og heyrir reyndar á samræðum
kunningja um þættina — að áhrif
þeirra eru mikil, enda fer Morgun-
blaðið víða. Dæmi eru þó um hið
gagnstæða, því miður. Að höfundur
hafi ekki haft erindi sem erfiði —
enn sem komið er. En töpuð orusta
þýðir ekki endilega tapað stríð.
xxx
Bifreiðin gegnir mikilvægu hlut-
verki í daglegu lífí flestra ís-
lendinga. Við erum dæmigerð bíla-
þjóð. Lætur nærri að tvær bifreiðar
séu á hveija tvo einstaklinga í
landinu. Bandaríkjamenn, einir
þjóða, eru „ríkari“ en við að þessu
leyti.
Það segir sig sjálft að flestir Is-
lendingar leggja leið sína á benzín-
sölur. Þar kaupa þeir eldsneyti á
farkostina, allt að því fjórum sinn-
um dýrara í verði en Bandaríkja-
menn, svo samanburður sé gerður
við aðra bílaþjóð. Ástæða hins him-
inháa verðs er sú að milli 60 og
70% þess eru skattar til ríkisins.
En það var ekki ætlunin að fjalla
um skattastefnu Ólafs Ragnars
Grímssonar né vaxandi hlutdeild
ríkisins í almennu verðlagi, það er
í endanlegu verði vöru og þjónustu
í landinu.
Á benzínsölum blasir við ljótur
blettur á móðurmálinu: super-
benzín. I móðurmálsþætti Gísla
Jónssonar 12. júlí 1986 er vakin
athygli á því í bréfi frá lesenda að
þetta orð, superbenzín, hafi verið
þýtt kraftbenzín í teiknimynda-
þætti fyrir böm í sjónvarpi þegar
árið 1985. Gísli leggur síðan til að
menn taki upp orðið kraftbenzín.
Þetta orð hefur ekki náð yfirhönd-
inni enn sem komið er.
xxx
Máske telja olíufélög það utan
síns verkahrings að skjalda
móðurmálið. Sé svo er það misskiln-
ingur. Þau eru hluti, meira segja
allnokkur hluti, af daglegu lífí Is-
lendinga, og hafa skyldum að gegna
sem slík. Þegar þau auglýsa vöm
sína, t.d. á benzíntönkum, þá eiga
þau að „tala“ til viðskiptavina sinna
á þeirra eigin móðurmáli, ekki er-
lendum tungum. Það er að segja
ef þau vilja sýna viðskiptavinum
sínum háttvísi. Sú er skoðun
Víkverja.
Þessvegna eru það tilmæli
Víkveija til allra þeirra, sem hlut
eiga að máli, að orðið superbenzín
verði sett til hliðar hjá olíufélögum
og benzínsölum. I stað þess mætti
nota orðið kraftbenzín. Háttvísi í
orðbragði laðar frekar að viðskipta-
vini en hið gagnstæða.